Monday, January 28, 2008

Hva!

Engin komment í rúmar 2 vikur ;)

Hrund hringdi í mig í vinnuna áðan og bað mig að sauma fyrir sig rauðhettuskikkju :) Ég var nú ekki alveg að sjá það fyrir mér að ég gæti það því að ég hef ekki saumað í örugglega 10 ár! eða allavega hátt í það! En þetta tókst nú alveg :) Við erum svo gott team við Hrund.. Bjössi nefnilega var að taka til í geymslunni um daginn og fann gömlu saumavélina hennar mömmu sem ég hélt að ég hefði löngu týnt! Ég get ekki ímyndað mér hversu margar klukkustundir ég eyddi við þessa yndis saumavél þegar ég var unglingur :):):)

Jæja þetta var bara svona smá blogg :)
Njótið lífsins - það er blessun :)
Eyglóin ykkar hamingjusama

Sunday, January 13, 2008

Lífið leikur við mig :)

Hef ekki nennt að blogga neitt fyrr en núna :)

Við höfðum það mjög gott fyrir norðan yfir áramótin og dvöldum í góðu yfirlæti hjá tengdapabba :) Þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem ég var ekki með fjölskyldunni minni um hátíð en það var bara svo skemmtilegt :) Tengdó eldaði þennan dýrindis kalkún með svooo hrikalega góðri fyllingu að það var æði bara! Við vorum öll tengdafjölskyldan samankomin, Áslaug og Guðrún og Jói og börn, Gummi og Nonni og auðvitað við Bjössi :) Þegar klukkan fór að líða í 12 á miðnætti þá kappklæddum við okkur og löbbuðum Skarðshlíðina og niður að á :) Vorum þar þegar nýja árið gekk í garð :) Svaka rómó sko!

En jæja! Lífið farið að ganga sinn vanagang! Vinnan byrjuð og allt orðið eins og það á að vera eftir jól :) Við hittumst hjá Írisi og Karlott á föstudagskvöldið sem sagt ég og Bjössi og Arna kom líka með :) Spiluðum trivial pursuit og það var mjööög skemmtilegt kvöld! Alltaf svo gaman að hittast og spila saman! Svo fórum við systurnar allar með pabba á kaffihús á miðvikudagskvöldið og Erling Elí fékk að fljóta með! Það var sko ekki leiðinlegt. En það var mjög notalegt á kaffihúsinu og þetta var í 3ja skipti sem pabbi býður okkur dætrum sínum á kaffihús á aðventunni, en við komumst ekki þessi jólin á aðventunni vegna veikinda! Mjög skemmtileg stund bara :) Nutum þess í botn að spjalla og rabba saman :)

Jæja ég ætla að fara að hætta í bili..

Eigið alveg stórgóða vinnuviku framundan elsku vinir :)

Ykkar Eygló sem lífið leikur við!