Sunday, December 30, 2007

Komin norður :)

Eins gott að við keyðrum norður í gær en ekki í dag þar sem víða er óveður og léleg færð..

En jólin :) Æðisleg út í gegn! Við fórum austur á aðfangadag e-ð um 3 leytið og þar er alltaf svo notalegt! Jólamaturinn var auðvitað snilld í gegn en hún Danía Rut sætabaun vildi brauð takk :) Svo sæt :) Ég fékk svo möndluna annað árið í röð! Bjóst alls ekki við því þar sem ég er alls ekki sú heppnasta í fjölskyldunni ;) En þarna var ég sko heppin, finnst svo gaman að fá möndluna og ég sá glitta í hana eiginlega strax en lét nú alla klára úr skálinni áður en ég uppljóstraði að ég hefði verið sú heppna ;) Ég fékk líka aukapakka (möndlugjöfina) og í honum var Monopoly :) Geggjað flott spil! En ég fékk líka alveg helling af pökkum og þar á meðal var náttbuxur, jólasyrpa, jólaóróinn 2007 frá Georg Jensen og þríkrossinn en þetta fékk ég allt frá Bjössa mínum :):) Ekkert smá flott :) Frá pabba og mömmu fengum við rosalega flottar svuntur af því við erum svo húsleg (mömmu orð) og roosalega flotta gamaldags rauða vigt, svona eldhúsvigt, góð í baksturinn! Frá tengdamömmu fengum við ýmislegt :) Púða sem smellpassar á rúmið, 2 kókglös, hana til að hafa í eldhúsinu, 2 hjörtu til að hengja á vegg, og fleira. Allt mjög flott!! Frá tengdapbba fékk Bjössi einn íslenskan jólasvein og ég öðruvísi mjög sætan jólasvein, og svo 15.000 kr gjafabréf í Búsáhöld þar sem sparistellið okkar fæst :):):):) Geggjað barasta!!! Fengum svo alveg helling í viðbót sem ég tel ekki upp hér nema ég VERÐ að segja ykkur frá gjöfinni til mín frá henni Írisi :) Ég fór að skæla þegar ég tók hana upp! Fyrst sá ég bara albúm og var svolítið hissa hvað Íris var spennt að gefa mér albúm! En hún var búin að fylla albúmið af myndum úr gæsuninni minni og skrifa texta með og mér þótti svo vænt um þetta að ég felldi nokkur alvöru tár :) Oh þetta gladdi mig alveg gommu!

Á jóladag hittumst við öll stórfjölskyldan í Húsinu við Ána og það var notalegt sem endranær! Borðuðum þar saman hangiket og með því og meðlætið var nú ekki af verri endanum, Bjössi sauð niður rauðkál sem var lystagott og allir sammála um ágæti þess :):)

En jæja takkarnir á tölvunni eru að stríða mér og við erum að fara aðeins að versla þá ætla ég aðeins að hætta!

Erum komin norður og dveljum hér í góðu yfirlæti hjá tengdapabba :) Fer mjög vel um okkur og áramótin verða örugglega bara æðisleg, en þetta verður í fyrsta skipti á ævinni sem ég er ekki með fjölskyldunni minni yfir áramótin! En einhvern tímann er allt fyrst! Og það var eins gott að við keyrðum í gær því að það er allt kolófært í dag!
En eigið gleðileg og slysalaus áramót og Guð veri með ykkur :)

Eygló

Monday, December 24, 2007

Gleðileg jól :)

Þetta krúttlega jólaskraut föndraði ég sem smástelpa :) Grjónakellinguna gerði ég í jólaföndri hjá ömmu þegar ég hef verið 4-5 ára og jólaengilinn gerði ég í sunnudagaskólanum í Völvufelli, man nú ekki hvað ég var gömul en kannski 6-7 ára?

Aðfangadagur runnin upp enn einu sinni! Finnst hann næstum hafa verið í gær - finnst tíminn vera farinn að fljúga á aðeins of mikilli ferð! En í dag getum við s.s. sungið "aðfangadagur jóla er einmitt í dag og við syngjum saman lag" man alltaf þegar ég var lítið og söng þetta lag alla aðventuna en auðvitað átti það ekki við alla dagana ;)

Við hjónin höfum aldeilis notið aðventunnar! Fórum í Garðheima í gær og ég keypti híasintu, nema hvað að þegar ég kem heim segir Bjössi, sem var að taka grenið úr pokanum líka - hérna er svo hintasían! Ég hélt ég yrði ekki eldri! Hló eins og vitleysingur enda jólaspenningur að nálgast hámark :) Haha... Fórum svo í jólaljósarúnt og mikið eru mörg heimili skreytt fallega og gaman að sjá öll jólatrén sem maður sá tindra gegnum gluggana :) Bjössi hitaði svo heitt súkkulaði og gaf mér í nýju bollana sem Ella Gitta gaf mér :) Rosa sætir :)
Ég fór svo á undan Bjössa að sofa, var alveg úrvinda! Búin að fara milljón sinnum í smá bæjarferðir og í pakkaútkeyrslu sem er reyndar alltaf gaman :)
En mig langar að enda á að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og njótið nú jólanna :) Takk fyrir skemmtilegt ár allir!
Elska ykkur öll!
Ykkar Eygló ~ jólin komin :):)

Sunday, December 16, 2007

Kertaljós og rómantík :)

Var að reyna að finna flottan titil á þessa færslu og endaði uppi með þennan :)

Það eru einungis 8 dagar til jóla og ég skal lofa ykkur því að þeir munu líða hratt :):) En hvað aðventan er samt skemmtileg! Ég elska þennan tíma eins og allir vita! Ég var með stelpuaðventukvöld á þriðjudagskvöldið og það heppnaðist afar vel :) Við vorum nú samt fámennar en því góðmennari.. (er hægt að orða þetta svona?) En það var gaman að hittast og spjalla yfir heitu súkkulaði og smákökum :) Erling Elí kom með Írisi sem gerði partýið bara ennþá skemmtilegra og Júlía Guðrún Linnéa kom með Emilíu :) Mikið gaman bara!

Erling Elí og Júlía Guðrún Linnéa sætu frændsystkinin :)

Á föstudagskvöldið var hið árlega út að borða hjá skvísunum í mömmu fjölskyldu :) S.s amma og dætur og tengdadætur og dætur og tengdadætur dætranna :) Svo koma líka Sissa og Alís og það var mjööög gaman hjá okkur! Við skiptumst alltaf á pökkum og það gerir kvöldið enn gleðilegra, því að þeir sem mig þekkja vita hvað mér finnst gaman að fá pakka :):) Ég fékk rosalega sæt kerti og reykelsiskubba og lítinn konfektkassa og Kata skvís gaf þá gjöf :) V ið fórum á Grand hótel og það var mjög flott hjá þeim jólahlaðborðið, eina sem mér fannst asnalegt að þegar maður fékk sér hangiketið var sósan og kartöflurnar á öðrum stað og varð maður hálf að troðast til að fá sér (eða fara í aðra langa röð til að fá sósu) Svo voru jú raðirnar frekar mikið langar en þær voru fljótar að "líða" eða hvað segir maður? Svo sungu Bryndís og Sigga Bein jólalögin fyrir okkur og þær voru BARA góðar! Fólk fór á dansgólfið og það fór misvel með fólk....

Í gær hinsvegar vorum við Bjössi með jólaboð fyrir fjölskylduna mína! Pabbi og mamma komu og Hrund og Arna og svo Íris með sína fjölskyldu :) Stelpurnar hennar Örnu eru hjá pabba sínum en annars vorum við öll! Við vorum búin að baka eitthvað af smákökum og gerðum svo heitt súkklulaði með smá hjálp frá pabba og mömmu ;) Erum enn að læra þetta sko :):) Þetta var virkilega notaleg stund og gaman að njóta þess að hittast og eiga tíma saman á aðventunni! Við erum líka alveg einstaklega samheldin fjölskylda og þykir mér mjög vænt um það :) Enda eigum við systurnar bestu og þá meina ég þá langbestu foreldra sem fyrirfinnast :) Elska ykkur í bunkum :):) Þið eruð algjörlega æðisleg bara!

Sætasti að hræra í heita súkkulaðinu ;)

Ég ætlaði að henda inn helling af myndum en hver mynd er að hlaðast inn á 10-12 mínútum svo að ég nenni ekki að setja fleiri inn! Við erum svo á leiðinni í afmæli hjá Katrínu Töru á eftir, en hún varð 3ja ára 3.des! Verð að setja inn mynd af henni síðan í gær..

Katrín Tara litla skvís sofnaði hjá pabba sínum :) Svo sæt!

Læt þetta duga í bili!

Besta jólakveðja í heimi

Eygló ~ 8 dagar til jóla

Tuesday, December 04, 2007

20 dagar til jólanna :)

Tíminn heldur áfram að líða hratt.. Verð orðin fertug áðun en ég næ að hnerra þrisvar! Eða það liggur við!

Málverkið okkar fallega er komið upp á vegg og fór eiginlega strax daginn eftir bara, við vorum ekki lengi að endurskipuleggja veggina aðeins til að koma þessu æðislega málverki fyrir :) Og það kemur mjög vel út þar sem það er! :) Mikil gleði með þetta bara..

En ég var s.s. í bökunarfríi í dag og nýtti mér það til hins ítrasta :) Í gær skellti ég í rúgbrauð, var löngu búin að safna mjólkurfernum en komst ekki í að baka fyrr en í gær, þau þurfa nefnilega svo langan tíma í ofninum að það er ekkert hægt á virkum dögum.. Nema í gær :) bakaði heila uppskrift svo að það voru 8 fullar fernur af rúgbrauði :) Ég sker það svo í tvennt og set frysti og svo þegar mig langar í rúgbrauð þá bara tek ég úr frysti og mmm alveg eins og nýbakað :) Algjört jammí :) Lyktin hér í íbúðinni var svooo góð í morgun þegar ég kom fram og hún var sterkari en síðast þegar ég bakaði, mjöög notalegt lykt og nostalgían alveg í hámarki :)

Ég að blanda deigið, búin að kaupa mér rúgbrauðsdeigsbala :)


Rúgbrauðsdeigið komið í fernurnar og búið að loka fyrir :)

Brauðið tilbúið eftir 16 klukkutíma af bakstri :) glæsilegt er það ekki??

Ég bakaði líka loftkökur í dag og gerði deig fyrir spesíur en þær verða bakaðar aðeins seinna.. Arna kom svo með stelpurnar og ég leyfði þeim að baka piparkökur úr rest af piparkökudeigi af opnu húsi í leikskólanum :) Þeim fannst það alveg ægilega gaman, ég gerði líka stafina þeirra úr loftkökudeigi og það fannst þeim ekkert smá sport :) Ég á svo eftir að gera stafi Petru Rutar og Katrínar Töru en þær koma bráðum í heimsókn og þá fá þær líka :) gaman að því bara! Dagurinn í dag er sem sagt búinn að vera bökunardagur með meiru :)

Svo varð ég bara að setja inn þessa sætu mynd af Þóreyju Erlu:

Þórey Erla yndigull :)

Tekur alveg ógnartíma að setja inn myndir svo að ég ætla að láta þessar nægja í bili..

Ætla til ömmu annað kvöld og klára að prjóna fyrir Snúllu í vinnunni :) Það er alltaf svo notalegt að koma til ömmu, hún er svo mikið gull :) Svo er samkoma á fimmtudaginn í Samhjálp og svo jólamatur fyrir starfsmenn í vinnunni á föstudag :) Er einmitt að fara á morgun og kaupa mér jólaskó, er búin að sjá eina geðveikt flotta sem ég er svolítið skotin í :)

Lífið er æði :D ~ njótum þess

Eygló jólastelpa - 20 dagar :):)