Sunday, December 30, 2007

Komin norður :)

Eins gott að við keyðrum norður í gær en ekki í dag þar sem víða er óveður og léleg færð..

En jólin :) Æðisleg út í gegn! Við fórum austur á aðfangadag e-ð um 3 leytið og þar er alltaf svo notalegt! Jólamaturinn var auðvitað snilld í gegn en hún Danía Rut sætabaun vildi brauð takk :) Svo sæt :) Ég fékk svo möndluna annað árið í röð! Bjóst alls ekki við því þar sem ég er alls ekki sú heppnasta í fjölskyldunni ;) En þarna var ég sko heppin, finnst svo gaman að fá möndluna og ég sá glitta í hana eiginlega strax en lét nú alla klára úr skálinni áður en ég uppljóstraði að ég hefði verið sú heppna ;) Ég fékk líka aukapakka (möndlugjöfina) og í honum var Monopoly :) Geggjað flott spil! En ég fékk líka alveg helling af pökkum og þar á meðal var náttbuxur, jólasyrpa, jólaóróinn 2007 frá Georg Jensen og þríkrossinn en þetta fékk ég allt frá Bjössa mínum :):) Ekkert smá flott :) Frá pabba og mömmu fengum við rosalega flottar svuntur af því við erum svo húsleg (mömmu orð) og roosalega flotta gamaldags rauða vigt, svona eldhúsvigt, góð í baksturinn! Frá tengdamömmu fengum við ýmislegt :) Púða sem smellpassar á rúmið, 2 kókglös, hana til að hafa í eldhúsinu, 2 hjörtu til að hengja á vegg, og fleira. Allt mjög flott!! Frá tengdapbba fékk Bjössi einn íslenskan jólasvein og ég öðruvísi mjög sætan jólasvein, og svo 15.000 kr gjafabréf í Búsáhöld þar sem sparistellið okkar fæst :):):):) Geggjað barasta!!! Fengum svo alveg helling í viðbót sem ég tel ekki upp hér nema ég VERÐ að segja ykkur frá gjöfinni til mín frá henni Írisi :) Ég fór að skæla þegar ég tók hana upp! Fyrst sá ég bara albúm og var svolítið hissa hvað Íris var spennt að gefa mér albúm! En hún var búin að fylla albúmið af myndum úr gæsuninni minni og skrifa texta með og mér þótti svo vænt um þetta að ég felldi nokkur alvöru tár :) Oh þetta gladdi mig alveg gommu!

Á jóladag hittumst við öll stórfjölskyldan í Húsinu við Ána og það var notalegt sem endranær! Borðuðum þar saman hangiket og með því og meðlætið var nú ekki af verri endanum, Bjössi sauð niður rauðkál sem var lystagott og allir sammála um ágæti þess :):)

En jæja takkarnir á tölvunni eru að stríða mér og við erum að fara aðeins að versla þá ætla ég aðeins að hætta!

Erum komin norður og dveljum hér í góðu yfirlæti hjá tengdapabba :) Fer mjög vel um okkur og áramótin verða örugglega bara æðisleg, en þetta verður í fyrsta skipti á ævinni sem ég er ekki með fjölskyldunni minni yfir áramótin! En einhvern tímann er allt fyrst! Og það var eins gott að við keyrðum í gær því að það er allt kolófært í dag!
En eigið gleðileg og slysalaus áramót og Guð veri með ykkur :)

Eygló

4 comments:

Erling.... said...

Allt verður einu sinni fyrst. Njóttu norðursins, það er jú alltaf líðandi stundin sem skiptir máli. Hlakka til að sjáykkur fyrir sunnan...
Pabbi

ArnaE said...

Gleðilegt nýtt ár skvísan mín. Og takk fyrir allt á árinu sem er nýliðið. Þú ert alveg ekta gull í gegn. Og ég elska þig svooooooo mikið. Hlakka mikið til að hitta þig. En gott að það er gaman hjá þér á Akureyri. Þín uppáhalds, Arna

Íris said...

Gaman að lesa að þið séuð að hafa það gott. Og þú hefur bara gott af því að vera í burtu, það þroskar mann bara og hluti af því að verða fullorðinn ;)
Hlakka til að hitta þig næst!
Takk fyrir öll gömlu og góðu árin og vonandi verður næsta ár rosa gott og enn betra en það síðasta!!
þín systir Íris

Anonymous said...

Hæ hæ og gleðilegt nýtt ár, alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, það er svo innilegt.
En endilega kíktu á okkur mæðgur næst þegar þú kemur norður.

Hafðu það sem best

Kolla