Sunday, December 16, 2007

Kertaljós og rómantík :)

Var að reyna að finna flottan titil á þessa færslu og endaði uppi með þennan :)

Það eru einungis 8 dagar til jóla og ég skal lofa ykkur því að þeir munu líða hratt :):) En hvað aðventan er samt skemmtileg! Ég elska þennan tíma eins og allir vita! Ég var með stelpuaðventukvöld á þriðjudagskvöldið og það heppnaðist afar vel :) Við vorum nú samt fámennar en því góðmennari.. (er hægt að orða þetta svona?) En það var gaman að hittast og spjalla yfir heitu súkkulaði og smákökum :) Erling Elí kom með Írisi sem gerði partýið bara ennþá skemmtilegra og Júlía Guðrún Linnéa kom með Emilíu :) Mikið gaman bara!

Erling Elí og Júlía Guðrún Linnéa sætu frændsystkinin :)

Á föstudagskvöldið var hið árlega út að borða hjá skvísunum í mömmu fjölskyldu :) S.s amma og dætur og tengdadætur og dætur og tengdadætur dætranna :) Svo koma líka Sissa og Alís og það var mjööög gaman hjá okkur! Við skiptumst alltaf á pökkum og það gerir kvöldið enn gleðilegra, því að þeir sem mig þekkja vita hvað mér finnst gaman að fá pakka :):) Ég fékk rosalega sæt kerti og reykelsiskubba og lítinn konfektkassa og Kata skvís gaf þá gjöf :) V ið fórum á Grand hótel og það var mjög flott hjá þeim jólahlaðborðið, eina sem mér fannst asnalegt að þegar maður fékk sér hangiketið var sósan og kartöflurnar á öðrum stað og varð maður hálf að troðast til að fá sér (eða fara í aðra langa röð til að fá sósu) Svo voru jú raðirnar frekar mikið langar en þær voru fljótar að "líða" eða hvað segir maður? Svo sungu Bryndís og Sigga Bein jólalögin fyrir okkur og þær voru BARA góðar! Fólk fór á dansgólfið og það fór misvel með fólk....

Í gær hinsvegar vorum við Bjössi með jólaboð fyrir fjölskylduna mína! Pabbi og mamma komu og Hrund og Arna og svo Íris með sína fjölskyldu :) Stelpurnar hennar Örnu eru hjá pabba sínum en annars vorum við öll! Við vorum búin að baka eitthvað af smákökum og gerðum svo heitt súkklulaði með smá hjálp frá pabba og mömmu ;) Erum enn að læra þetta sko :):) Þetta var virkilega notaleg stund og gaman að njóta þess að hittast og eiga tíma saman á aðventunni! Við erum líka alveg einstaklega samheldin fjölskylda og þykir mér mjög vænt um það :) Enda eigum við systurnar bestu og þá meina ég þá langbestu foreldra sem fyrirfinnast :) Elska ykkur í bunkum :):) Þið eruð algjörlega æðisleg bara!

Sætasti að hræra í heita súkkulaðinu ;)

Ég ætlaði að henda inn helling af myndum en hver mynd er að hlaðast inn á 10-12 mínútum svo að ég nenni ekki að setja fleiri inn! Við erum svo á leiðinni í afmæli hjá Katrínu Töru á eftir, en hún varð 3ja ára 3.des! Verð að setja inn mynd af henni síðan í gær..

Katrín Tara litla skvís sofnaði hjá pabba sínum :) Svo sæt!

Læt þetta duga í bili!

Besta jólakveðja í heimi

Eygló ~ 8 dagar til jóla

3 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir mig í gær skvís;) Þetta var alveg ofsalega flott hjá ykkur hjónunum. Allt svo agalega myndó, heimabakað og aftur heimabakað. Minnti mig á Hrefnu ömmu sem átti aldrei neitt með kaffinu en samt svignaði borðið undan kræsingum. Hehehe, þú ert engill, sjáumst á eftir í afmælinu hjá Katrínu Töru krútti. Arnan

Íris said...

Takk fyrir okkur ;) Þetta var alveg ofsalega gaman og nú þegar búið að hefða þetta ;)
Hlakka til að sjá ykkur á eftir!
kv. Íris

Erling.... said...

Takk fyrir flott jólaboð. Til fyrirmyndar. Þakka líka í allri auðmýkt falleg orð til okkar mömmu þinnar.
Við elskum ykkur....!
Pabbi