Ég að blanda deigið, búin að kaupa mér rúgbrauðsdeigsbala :)
Brauðið tilbúið eftir 16 klukkutíma af bakstri :) glæsilegt er það ekki??
Ég bakaði líka loftkökur í dag og gerði deig fyrir spesíur en þær verða bakaðar aðeins seinna.. Arna kom svo með stelpurnar og ég leyfði þeim að baka piparkökur úr rest af piparkökudeigi af opnu húsi í leikskólanum :) Þeim fannst það alveg ægilega gaman, ég gerði líka stafina þeirra úr loftkökudeigi og það fannst þeim ekkert smá sport :) Ég á svo eftir að gera stafi Petru Rutar og Katrínar Töru en þær koma bráðum í heimsókn og þá fá þær líka :) gaman að því bara! Dagurinn í dag er sem sagt búinn að vera bökunardagur með meiru :)
Svo varð ég bara að setja inn þessa sætu mynd af Þóreyju Erlu:
Þórey Erla yndigull :)
Tekur alveg ógnartíma að setja inn myndir svo að ég ætla að láta þessar nægja í bili..
Ætla til ömmu annað kvöld og klára að prjóna fyrir Snúllu í vinnunni :) Það er alltaf svo notalegt að koma til ömmu, hún er svo mikið gull :) Svo er samkoma á fimmtudaginn í Samhjálp og svo jólamatur fyrir starfsmenn í vinnunni á föstudag :) Er einmitt að fara á morgun og kaupa mér jólaskó, er búin að sjá eina geðveikt flotta sem ég er svolítið skotin í :)
Lífið er æði :D ~ njótum þess
Eygló jólastelpa - 20 dagar :):)
5 comments:
Þú ert ekkert smá myndarleg húsmóðir dóttir góð. Brauðið þitt er algert æði og hún amma þín Hrefna væri aldeilis stolt af þér.
Skemmtu þér svo vel með ömmu þinni annað kvöld, þið eruð góðar saman vinkonurnar. LUL mamman
Sælar,,úúú ég finn alveg ilminn af rúgbrauðinu alveg til mín hehehe, ætlaði að athuga hvort að það væri hægt að blikka þig og fá uppskriftina góðu eða er hún kannski svona ættarleyndarmál :)
Rosa flott myndin sem ykkur áskotnaðist, rosalega falleg, alltaf gaman að hafa fínt í kringum sig og skreyta heimilið sitt með fallegum perlum sem maður hefur keypt sér í gegnum tíðina.
Hafið það gott :)
Over and Out,
Nada
Ji, hvað þetta var skemmtileg lesning :) Og þú ert sko húsmóðir ársins algjörlega!!!
Og þvílíka sæta myndin af henni Þóreyju Erlu rúsínu krús!! Algjör rúsína!
En ég hlakka til að hitta þig næst, verður eflaust þegar ég er búin í prófum eftir 5 daga :)
Sjáumst
Íris
Þú heldur sko uppi heiðri okkar systranna, alveg ekta húsmóðir út í gegn. Hefur það pottó frá mömmu og ömmunum okkar:) Þú ert æði, mundu það:) Arnan
Ekkert sem þú ert myndaleg í bakstrinum,ummm ég væri sko til í heitt rúgbrauð, ég held að ég hafi ekki fengið svona síðan hjá ömmu minni fyrir miljón árum síðan.
En gaman að lesa bloggið þitt og hafðu það gott núna á skemtilegasta tíma ársins.
Jólakveðja
kolla
Post a Comment