Sunday, November 25, 2007

You only live once :)

Helgin búin að vera meiriháttar :)

Á föstudaginn hittumst við heima hjá Örnu og við pöntuðum pizzu saman.. Arna fór svo á samkomu með Hrund og við Bjössi pössuðum fyrir hana á meðan :) Ég ætlaði ekki að trúa því að það væri komin helgi en jújú.. Var reyndar heima mánudag til miðvikudags í síðustu viku, var með svo hryllilega mikið kvef og fékk líka hita.. Bjakk.. En svona er þetta nú, tíminn flýgur og gaman að segja frá því að það eru 29 dagar til jóla :):):):)

Við fórum svo í afmæli í gær til Hrafnhildar og Ágústar.. Þetta var líka innflutningspartý og var mjöög gaman að sjá húsið þeirra en það er mjööög flott og á 3 hæðum! Við gátum reyndar stoppað fremur stutt þar sem við komumst af því að kótilettukvöldið í Samhjálp byrjaði kl 19 en ekki 20 eins og við héldum!!! hehe.. En við komumst nú á réttum tíma þó..

Það var mjög gaman að fara á kótilettukvöldið en okkur var boðið af Valda og erum við honum mjög þakklát fyrir :) Takk fyrir okkur! Það var happdrætti og svo var bögglauppboð :) Ég var nú að dást að þeim sem gátu boðið 30 þúsund og fannst þeir svaka ríkir! Nema hvað, síðasta pakkann vildi ég!! Ég varð bara :) Það var sem sagt pakki og svo fylgdi málverk með ef einhver byði 70 þús!! Tek það fram að mér fannst málverkið MJÖÖG fallegt og ég var búin að heyra að einhver Magnús hefði málað það en ég átti nú engan pening svo að ég hugsaði það ekki lengra - - - þangað til ég heyrði að Magnús Guðnason hefði málað það 1987!!!!! Þeir sem ekki þekkja mig það vel til að vita en þá var hann afi minn og listagóður málari :) Ég átti 2 málverk fyrir eftir hann og ég gat bara ekki hugsað mér að þetta fallega málverk myndi enda bara einhvers staðar! Það endaði þannig að við buðum 85 þúsund og það var slegið okkur :):):):) Ég var eiginlega í geðshræringu eftir þetta því að það er mér svoo dýrmætt að eiga þetta málverk, ekki nóg með að afi málaði það heldur er þetta mjög kristilegt málverk þar sem fólk gengur að vatni til að láta niðurdýfast :) Fæ bara gæsahúð við að skrifa þetta!! Ég tók mynd af málverkinu til að leyfa ykkur að sjá!


Allir að segja mér hvað þeim finnst! Ég veit að 85þúsund er svolítið mikill peningur en það er ekki á hverjum degi sem málverk eftir afa er í boði og ég bara stóðst ekki mátið :) Og maður lifir nú bara einu sinni!!!! :) Ég er allavega HÆSTánægð með þetta og svo ætla ég að bara að óska mér pening í afmælisgjöf þegar þar að kemur og það fer upp í myndina.. Því að mig vantar svo sem ekki neitt :) Gleði gleði gleði!


Eygló jólabarn með meiru :):):):)

Sunday, November 18, 2007

Oh mig langar svo mikið til að fara að skreyta!!!



5 vikur til jóla á morgun!

Við fórum hjónakornin niður í geymslu að finna smá jólaskraut, var að leita að jólasveini sem ég málaði fyrir nokkrum árum en finn hann ekki :( hann er ekki með jólaskrautinu og er eflaust einhvers staðar með venjulega draslinu í öðrum kassa niðrí geymslu. Þarf samt endilega að finna hann, hann er svo flottur :) en við tókum alla kassana upp og ég var að skoða í gegnum þetta og er núna alveg sjúk í að fara að skreyta! Við eigum ekki nema 7 kassa af skrauti sem verður að teljast nokkuð gott :):) Við ætlum að skreyta næstu helgi og ég hlakka MJÖG til þess!!!

Ég fór á Ladda showið á föstudaginn með konunum úr vinnunni og það sem ég hló!! Ég grét svoleiðis úr hlátri að ég hélt að maskarinn yrði allur á kinnunum eftir sýninguna en svo fór þó ekki! En jiminn hvað hann er mikill snillingur maðurinn! Kom svo heim og var að segja Bjössa frá og grét þá ennþá meira úr hlátri! :):):):) Mæli algjörlega með þessu!

Helgin er annars búin að vera alveg ágæt. ég er reyndar alveg skelfilega kvefuð og hálfslöpp og mér finnst það brjálað pirrandi.. Síhnerrandi og hóstandi.. En vonandi fer það bara að fjúka! Var hálf einmana í gær. Bjössi var að vinna, Arna og Hrund á móti í Kotinu, Íris að læra undir próf, mamma í USA og amma í Köben, bakaði sörur í fyrsta skipti og hafði engan til að hringja í og fá aðstoð.. Fann svo Hrafnhildi frænku á msn og hún aðstoðaði mig :) Takk fyrir það sæta frænka mín! Náði svo að plata Írisi með mér í smástund í Smáralind og það var mjööög gaman! Alltaf gaman að hitta Írisi, þið vitið, hún er svo mikið æði :)

Bjössi ákvað að vera heima hjá mér í dag og erum við búin að vera að dúllast bara hér heima, hann er búinn að sparsla í naglaförin í eldhúsinu og það verður málað á allra næstu dögum :) Ég á með eindæmum duglegan mann! Hann er ótrúlegur! :)

Njótið lífsins elsku sætu vinir mínir :) Það er svo frábært!

Eygló jólastelpa - sem getur vart beðið :)

Thursday, November 15, 2007

Kanntu brauð að baka?

Já það kann ég svo sannarlega? Ég kann meira að segja núna að baka rúgbrauð! Það tókst svona ljómandi vel enda er ég auðvitað ekkert annað en snillingur! Ég gaf pabba og mömmu brauð og þeim fannst það mjög gott, pabbi sagði reyndar að það mætti vera aðeins meira af sykri og smá salt! Ég ætla að baka aftur fyrir jólin og þá ætla ég að baka heila uppskrift! Bjössa fannst líka æðislegt að vakna við lyktina af nýbökuðu rúgbrauði og smakka á því líka :)

Annars hefur nú vikan liðið alveg óhemjuhratt að venju og aftur föstudagur á morgun, please einhver klípa mig í kinnina og segja mér að það sé bara júlí! Tíminn flýgur!!! Ég er að telja niður til jóla á svona tússtöflu í vinnunni og það eru bara 39 dagar í dag.. Ég ætla að dúlla mér að baka sörur um helgina og hafa það gott!

En þetta var bara svona smá blogg..

bæ í bili

Friday, November 09, 2007

Rúgbrauðið hennar Hrefnu ömmu :)

Ég man þegar ég var lítil þá bakaði mamma stundum rúgbrauð :) Ég man að hún setti deigið í mjólkurfernur og bakaði það mjööög lengi eða alveg yfir nótt!! Man líka hvað þetta var gott brauð :) Ella amma var að tala um þetta brauð um daginn og talaði um hvað þetta var gott brauð, og að pabbi hefði líka bakað það en ég man ekki eftir því! Hehe.. Allavega! Ég var að baka svona rúgbrauð og það er búið að vera hálftíma að bakast, það er að minnsta kosti 13-14 klst að bakast svo að í hádeginu á morgun fæ ég mér að öllum líkindum NÝBAKAÐ ilmandi og rjúkandi heitt rúgbrauð með smjörva og ÍSKALDA undanrennu með :) Þetta er uppskrift frá Hrefnu ömmu æðibita þó ég muni ekki eftir því hjá henni þá hefur hún eflaust bakað það milljón sinnum, eins myndarleg og hún nú er :) :)

Við ætlum að hafa það afspyrnu gott og notalegt um helgina, ætlum í Byko eða Húsasmiðjuna á morgun og skoða vaska og krana inn á bað hjá okkur, en vaskurinn er mjög ljótur eftir að hafa brotnað um árið.. Svo að það er brot í honum sem var bara límt aftur í :) Ætlum aðallega að skoða veit ekki með að kaupa :) Sjáum til með það ;) ;) Ætlum líka að mála eldhúsið fyrir jólin og það verður eins á litinn og íbúðin :) :)

Hittumst í gær systurnar með börnin okkar (ég á svo mikið í þeirra börnum sko) og máluðum keramik saman, með jólaöl í hönd og pensil auðvitað og hlustuðum á jólalög, mikið var það notaleg og skemmtileg stund bara :) Frábært að eiga svo æðislegar systur og vera svona góðar vinkonur :) Lov U girls :=* Planið er að hittast aftur seinna og mála.. Yndis

Verð líka að segja að mér finnst tíminn óhugnalega fljótur að líða! Mér finnst það hálf scary að það sé komin helgi aftur því að hún er NÝbúin! Er ég ein um að finnast tíminn þjóta framhjá??

En lokaorðin mín í dag verða:

Til hamingju Anna Sigga mín og Friðjón með Snorra Karel, litla gullmolann ykkar, þið ykkar sem vitið ekki meir þá fengu þau dreng og hann var 12 merkur og 50 cm.. Algjört grjón :)

Verið marg marg blessuð elskurnar mínar og ég læt vita hvernig rúgbrauðið heppnast :)

Eygló - 45 dagar til jóla :):):)

Saturday, November 03, 2007

Helgarfrí :)

Notalegt as always :)

Er nývöknuð klukkan 9:30 fyrir utan smá vakn þegar Bjössi fór að vinna kl 7:30 í morgun. Síðasta blogg var nú ekki langt en lýsti samt mér :) Ég er afspyrnu hamingjusöm og það er rosalega góð tilfinning :)

Það eru núna 3 vikur síðan við vorum úti og boy oh boy hvað tíminn líður hratt!! Við höfum nú lítið brallað svo sem nema vinna borða sofa :) En jú svona eitthvað samt. Við hittumst systurnar eitt kvöldið og máluðum keramik! Það var ekkert smáræðis skemmtilegt, höfum ekki málað í einhver ár svo að það var mjög gaman. Petra Rut og Katrín Tara fengu að vera með og það var alveg frábært! Þær máluðu lítil jólatré og þau voru svo sæt hjá þeim :) Ég fór og málaði jólasvein úr tréi með konunum úr vinnunni síðasta föstudagskvöld og það var mjög gaman líka, alltaf gaman að föndra fyrir jólin :) Enda er ég þvílíka jólaabarnið eins og allir sem mig þekkja vita :)

Það er líka bara 51 dagur til jóla :)

Fórum síðasta fimmtudag, ég, Arna og Hrund í leikhús. Sáum Pabbann með leikaranum sem lék Hellisbúann.. Ég gat helling hlegið og maðurinn er náttúrulega bara snillingur!!! Ég mæli samt frekar með þessu leikriti fyrir fólk sem á börn og hefur gengið í gegnum allan pakkann með meðgöngu og að fara úr að vera bara 2 í að vera með börn.. Mikið farið ofan í það auðvitað :) En ég hló helling en Arna við hliðina á mér hló margfalt meira!! :) Enda hefur hún jú verið í mörgum aðstæðum sem voru tekin fyrir í leikritinu :) Hehe... En skemmtileg kvöldstund fyrir utan beljandi rigninguna og rokið sem dundi á okkur..

Tónleikar í kvöld sem ég hlakka mikið til að fara á! Gospelkór Reykjavíkur og einhver norskur kór líka, verður æði pottþétt!!!

En núna ætla ég að fara að setja í þvottavél og þrífa smávegis hérna heima :)

Eigið alveg æðislega!!!! helgi :)

Eygló jólastelpa ;);)