Sunday, November 18, 2007
Oh mig langar svo mikið til að fara að skreyta!!!
5 vikur til jóla á morgun!
Við fórum hjónakornin niður í geymslu að finna smá jólaskraut, var að leita að jólasveini sem ég málaði fyrir nokkrum árum en finn hann ekki :( hann er ekki með jólaskrautinu og er eflaust einhvers staðar með venjulega draslinu í öðrum kassa niðrí geymslu. Þarf samt endilega að finna hann, hann er svo flottur :) en við tókum alla kassana upp og ég var að skoða í gegnum þetta og er núna alveg sjúk í að fara að skreyta! Við eigum ekki nema 7 kassa af skrauti sem verður að teljast nokkuð gott :):) Við ætlum að skreyta næstu helgi og ég hlakka MJÖG til þess!!!
Ég fór á Ladda showið á föstudaginn með konunum úr vinnunni og það sem ég hló!! Ég grét svoleiðis úr hlátri að ég hélt að maskarinn yrði allur á kinnunum eftir sýninguna en svo fór þó ekki! En jiminn hvað hann er mikill snillingur maðurinn! Kom svo heim og var að segja Bjössa frá og grét þá ennþá meira úr hlátri! :):):):) Mæli algjörlega með þessu!
Helgin er annars búin að vera alveg ágæt. ég er reyndar alveg skelfilega kvefuð og hálfslöpp og mér finnst það brjálað pirrandi.. Síhnerrandi og hóstandi.. En vonandi fer það bara að fjúka! Var hálf einmana í gær. Bjössi var að vinna, Arna og Hrund á móti í Kotinu, Íris að læra undir próf, mamma í USA og amma í Köben, bakaði sörur í fyrsta skipti og hafði engan til að hringja í og fá aðstoð.. Fann svo Hrafnhildi frænku á msn og hún aðstoðaði mig :) Takk fyrir það sæta frænka mín! Náði svo að plata Írisi með mér í smástund í Smáralind og það var mjööög gaman! Alltaf gaman að hitta Írisi, þið vitið, hún er svo mikið æði :)
Bjössi ákvað að vera heima hjá mér í dag og erum við búin að vera að dúllast bara hér heima, hann er búinn að sparsla í naglaförin í eldhúsinu og það verður málað á allra næstu dögum :) Ég á með eindæmum duglegan mann! Hann er ótrúlegur! :)
Njótið lífsins elsku sætu vinir mínir :) Það er svo frábært!
Eygló jólastelpa - sem getur vart beðið :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég veit ekki um meira jólabarn en þig... Það er kompliment í mínum huga. Þú átt reyndar ekki langt að sækja það, fáir sem dásama jólin eins og mamma þín.
LU þinn Pabbi
7 kassa af skrauti??!! ég held að ég eigi 2 eða 3 og finnst það alveg yfirdrifið... losa mig alltaf við eitthvað um hver jól, hendi og svoleiðis :D
Post a Comment