Thursday, December 30, 2004

Tilhlökkunin endalausa......

:) Ég er búin að pakka niður og er alveg reddí! Ég var að koma frá Önnu Siggu og Friðjóni, þau buðu mér í mat :) Það var pizza (heimatilbúin) og franskar og þessu skoluðum við niður með Sprite-i.. Þvílík góð pizza og mikið var nú gaman að hitta þau frábæru hjón :) Endaði á að ég skutlaði Önnu Siggu á söngæfingu og fór sjálf heim að pakka ;) Er búin að vera að skoða íbúðir á netinu og eru nokkrar sem mér líst vel á.. Þær eru ca 50 fm á ca 6,5 milljARÐA.... Djók.. millur.. Ég er orðin gedt spennt og ætla að drífa í þessu strax á nýja árinu... Það verður sko gaman.. Koma mínu dóti fyrir og eiga heimili... Ég auðvitað á heima hjá Örnu og Davíð en það er ekki MITT heimili samt.. Skiljú? Þetta verður gaman :) Það var alveg brjálað að gera í dag (meira en á Þorlák fannst mér) kannski er ég samt bara fjlót að gleyma :Þ En mikið verður nú gaman að koma suður.. Ég hlakka svoooooo til.. Við borðum öll fjölskyldan saman og svo förum við til Tedda og þar verða öll systkini mömmu (nema Óli bróðir hennar en hann býr í Danmörku með sinni fallegu fjölskyldu) það er alltaf jafn gaman að hittast öll og það tilheyrir alveg áramótunum :) Jæja ég ætla að fara að skoða íbúðir á netinu og fara svo snemma í háttinn til að tíminn verði enn fljótari að líða..... Hehehehe.. Hafið það massa gott, ég hef það betra en gott, s.s best.. Bæ í bili.. P.s ég mæli með nýjasta Palla Rós geisladisknum.. Brjálað góður :) Ykkar Eygló munnangur.is x 1507.......

Wednesday, December 29, 2004

Home alone....

Hæ allir.. Ég er ein heima!! Arna, Davíð, Danía Rut og Sara Ísold fóru suður í gær.. Voða skrýtið að vera svona alein.. (samt alveg vön frá því í Skógarhlíðinni ;)) Það er búið að vera gaman í vinnunni en ég tel samt dagana í suðurferð.. 2 dagar! tíminn líður annars alveg ótrúlega hratt! Annað kvöld fer ég á morgun! Á sko flug kl 12:10... Vinn sem sagt bara til hálf 12 á gamlárdag.. Jibbý.. Ég hlakka mergjað til að halda uppá áramótin með allri fjölskyldunni! Það er þá líka eins gott að það verði flogið! Annars verð ég brjálað leið og lónlí :( Ég nebbla kann ekki að elda og ég myndi eflaust kaupa mér 1944 grjónagraut eða e-ð og myndi deyja úr leiðindum... Samt eru margir búnir að bjóða mér að koma og vera hjá sér ef ekkert verður af fluginu... En það verður alveg flogið þannig að ég þarf engar áhyggjur að hafa.... Fór til tannsa í gær.. Braut nebbla endajaxl fyrir 3-4 árum... Já ÁRUM ekki vikum eða mánuðum! Var alltaf á leiðinni en það er bara svo dýrt þannig að ég frestaði því alltaf.. En ég var alltaf að drepast í tönninni.. Skellti mér til tannsa sem gerði sér lítið fyrir og reif jaxlinn úr!!! Ég fann ekki fyrir sársauka en ég fann þrýstinginn þegar hann togaði jaxlinn úr með tönginni, enda skalf ég eins og hrísla í vindi meðan á verkinu stóð... Brrr.. kostaði mig 8520 kr! Er bara núna brjálað tannlaus.. Hehe, bara stuð! Er reyndar búið að vera að deyja í sárinu í dag en það hlýtur að jafna sig.... Í gærkvöldi heimsótti ég Helgu Maren og við horfðum á Shrek 2!! Ótrúlega æðisleg mynd! Var að kaupa mér gallabuxur og það er ótrúlegt hvað fólk tekur eftir því! Ég hef ekki átt gallabuxur í 4 ár og það sjá það allir.. Fólk: "Eygló, hef ég séð þig áður í gallabuxum?" Geggjað fyndið en gaman samt.. Ena eru þær ógeðslega flottar... Jæja líður að útsölum!!! Hehe ég ætla ekki að versla mikið því mig vantar eiginlega ekkert, helst peysu.. Mamma, trefillinn flotti sem ég sagði þér frá fer ekki á útsölu... Hint fyrir afmælisgjöf ;) Jæja ég ætla að fara að lesa Lord Of The Rings bókina (fyrstu) Hrund lánaði mér hana á íslensku! Snilldin ein.. Íris ég er búin að setja lampann útí glugga og hann er æðislegur!! Hafði það öll mergjaðslega gott og njótið þess að vera til :) :) Ykkar Speygló ;) hehehehehehehehehehehe.............

Monday, December 27, 2004

Jólin, jólin, jólin komu....

og fóru... eru samt ekkert alveg búin því að áramótin eru alveg eftir og það er nú alltaf skemmtilegt! Mín jól voru hreint út sagt æðisleg! Þau einkenndust af afslöppun og notalegheitum.. Ekkert stress í gangi og við bara nutum þess að vera saman fjölskyldan.. Ég flaug suður á Þorláksmessukvöld og vó það voru svo margir búnir að hræða mig að það yrði ekki flogið vegna veðurs að ég var orðin hrædd um að komast ekkert heim! En það var alveg flogið og ég var ÝKT fegin og glöð að komast loksins suður! Heimsóttum Kidda og co en þar hafði verið skötuveisla fyrr um kvöldið og fannst það alveg á lyktinni :/ Húff smellurinn.. Svo fórum við heim og ég pakkaði inn fullt af jólagjöfum og svo skreyttum við Hrund jólatréð sem er alltaf mjög gaman og alltaf gert á þorláksmessukvöld! Ein af hefðunum skemmtilegu ;) man nú ekkert hvenær ég fór að sofa en ég man að ég var mjög syfjuð og sofnaði örugglega áður en ég lagðist á koddann..... ZZZzzzz! Aðfangadagur! Ég var vöknuð um 10 og ég fékk í skóinn! Frábær jólasveinninn minn sko! Ég fékk Guinnes world record gullbókina! Ótrúlega gaman að skoða hana og ykkur til fróðleiks þá er stærsta sítróna sem ræktuð hefur verið 5,26 kg! geri aðrir betur.. Eða bara sleppi því ;Þ Við fengum okkur svo rúgbrauð með reyktum laxi og kæfu og öllu tilheyrandi.. Slúrp.is.. Og nátla jólaöl.. Þá tók við smá þrif og svo var nú dagurinn ÓTRÚLEGA fljótur að líða! Maður er víst að verða gamall!! Borðuðum kl 18 einn besta hamborgarhrygg sem ég hef smakkað.. þvílíkt mjúkt og safaríkt kjöt og brúnaðar kartöflur... Eruði orðin svöng?? Hehe :) Og svo var hrísgrjónagrautur með karamellurjóma í eftirrétt.. Íris kom öllum á óvart og fékk möndluna! Til hamingju með það.. Ég man ekki eftir að hún hafi fengið hana áður! Tókum þá upp ALLA pakkana sem var þvílíkt flóð... Íris, Karlott, Petra Rut og Katrín Tara voru hjá okkur og það var hrúga af pökkum.. Ég fékk 6 gjafir, 7 ef ég tel með konfektið frá Hagkaup! Ég fékk eldhúsklukku frá pabba og mömmu (ekki venjuleg heldur svona járnbautarlestargamaldags klukka, antikbrún) (GEÐVEIKT FLOTT.. var á óskalistanum) Fékk líka frá þeim nýjasta Palla Rós diskinn sem mig langaði mikið í! Frá Írisi og co fékk ég lampa sem er eins og aðventuljós með mjóum stönglum en er ekki aðventuljós (kemur ekki í þríhyrning) og bókina um bjölluna (bílinn) frá Örnu og co fékk ég afrískan stól eða svona gólfpúða sem er kollur eða stóll.. Ótrúlega flottur.. Frá Marokkó.. Frá Hrund fékk ég vanillubodylotion frá Body Shop (var á óskalistanum) og segul á ísskáp þar sem stendur hvað ég sé frábær systir! & frá Ellu Gittu fékk ég mergjað flottan töskukistil.. Massa kúl.. Þannig að nú er bara að drífa sig í greiðslumat og fara að drífa í að kaupa eitt stykki íbúð! Ji hvað ég hlakka til.. Fer vonandi á morgun í matið og læt ykkur svo vita hvernig gekk.. Við heimsóttum Hrefnu ömmu 2x og það var mjög gaman að fara til hennar en henni hefur hrakað mikið síðan ég sá hana síðast.. Sem var á ættarmóti síðasta sumar.. hún er algert yndi og hún var mjög hrifin að laufabrauðinu sem við færðum henni :) Krútt hún amma mín.. jæja ég kom heim með flugi í morgun og það var gaman að fljúga þó svo að ég hefði helst viljað vera bara alveg fyrir sunnan en vinnan gengur fyrir.. Tíminn líður líka svo rosalega hratt.. Áður en ég veit af er ég komin suður aftur og þá verður sko gaman því við verðum ÖLL fjölskyldan sem telur orðið 12 meðlimi (vorum 6 sumarið 2000)..... ótrúlega gaman að því ;) Jæja ég þarf að fara að slétta á mér hárið því ég ætla að fara í bíó kl 22 með Örnu, Önnu Siggu & Friðjóni, Árna, Jónu og ég veit ekki um fleiri.. Ætlum á Ocean's twelve.... Skemmtið ykkur vel og hafið það ótrúlega gott.. Ég hef það sko ótrúlega gott... Ykkar Eygló

Wednesday, December 22, 2004

2 dagar......

................. Núna er ég búin að telja niður í 46 daga! Það eru bara alveg að koma jól, og það fer sko ekki framhjá manni ef maður vinnur í búð... Það var alveg brjál að gera í dag.. Fólk svona aðeins farið að versla jólagrænmetið þó svo að ég mæli með því að kaupa það á morgun frekar en í dag... Sérstaklega þá pokasalatið! En jæja nóg komið af búðartali! Las á blogginu hans pabba að hann lenti í einhverju sjónvarspsfólki í Smáralind sem vildi forvitnast um af hverju hann vaknaði svona snemma til að fara að versla.. (eins og hann hefði vaknað klukkan 7 til að drífa sig að versla) Geggjað fyndið! Pabbi minn verslar nebbla bara einu sinni á ári og það er til að kaupa jólagjafir!!! Snillingur hann pabbi! Ég er búin að næstum öllu. Kláraði að gera og skrifa jólakortin í gær.. Fór þá niðrá Glerártorg og það var sko röööð í póstinn en gott að koma því frá samt! Er löngu búin að kaupa jólagjafirnar og er búin að pakka þeim inn sem verða eftir hér fyrir norðan... Er búin að setja í vél og er hálfnuð að pakka niður... Gengur semsagt massa vel.. Ég er orðin brjálað spennt að fara suður.. ;) Ji jólin eru ALVEG að koma.. Annað kvöld þegar ég fer að sofa eru þau á morgun! Stutt.is! Bara að klára af daginn á morgun sem verður reyndar geðbilaður.. Það verður meira en MIKIÐ að gera en ég fæ góða hjálp.. svo bara fly away...... Jæja ég ætla að skrifa minnislista.. Má ekki gleyma neinu fyrir jólin.. Hafið það langbest um jólin og ég vona að ykkur líði öllum vel um jólin.. mín verða æðisleg.. Ég var að frétta að Íris og hennar maður og sætu dætur þeirra verða hjá pabba og mömmu á aðfangadag!!! :) :) Það verður endalaust gaman! Well love U all og sjáumst vonandi um jólin... Ykkar Eygló...... :)

Sunday, December 19, 2004

Húff hvað ég er þreytt!!!

Vóds maður.. Ég var að vinna 9-19:30 í gær.. Alveg brjál að gera! Fór svo í Sjallann um kvöldið (kl12) með Helgu Maren snilling úr vinnunni... Alveg massa skemmtileg! Hitti Jónu Maríu og systur hennar áður en fór svo með Helgu.. Það var mjög skemmtilegt þar... ég meira að segja dansaði! Eysteinn (vinnur með mér) var alltaf að reyna að fá mig til að dansa meira með höndunum en ég svona meira dillaði mér með hendur í vösum.. og það var víst ekki nógu kúl! En þetta samt heillaði mig ekkert sérstaklega þannig séð... Það var gaman og ég skemmti mér vel en þetta er ekki sem ég ætla að fara að leggja í vana minn.. Ekki sjens! Svo sá ég suma í misskemmtilegu ástandi og það er ekki eftirsóknarvert að mínu mati! En ég sem sagt fór í teinóttum buxum og hvítum bol.. OG (ein vitlaus) háhæluðum skóm! Ekki nóg með að vera búin að vinna rúma 10 tíma og trampa endalaust heldur fór ég á ball í háhælupum skó og dansaði í marga klukkutíma! Kom heim um hálf fjögur og gat ekki sofnað fyrir verkjum í fótunum... Fór að vinna kl 9 í morgun og það var frekar lítið að gera í dag miðað við að það eru bara 5 dagar til jóla Var að vinna ril 19 og er búin að fá mér rúgbrauð með reyktum laxi í kvöldmat!! Slúrp! En ætla að fara að slétta á mér hárið.. Var að koma úr baði og hárið mitt er HRÆÐILEGT! Ætla svo snemma í háttinn.. Hafið það ofsa gott... Zorry leiðinlegt blogg! Ykkar þreytta en ávallt hressa Eygló

Thursday, December 16, 2004

"Jólin eru að koma í kvöld"...................

Neh ekki alveg en það er samt ótrúlegt hvað styttist í þau :) Ég er orðin hrikalega spennt en einnig ótrúlega stressuð og kvíðin! Ekki yfir jólunum sjálfum heldur þarf ég að panta inn svo óendanlega mikið að grænmeti og allt þarf að vera til og allt brjálast ef e-ð verður ekki til þegar fólk ætlar að kaupa.... Enda á jólum verður allt að vera eins! Hefðirnar eru skemmtilegar.. Ég til dæmis elska mín jól.. Það verður ótrúlega skrýtið þegar maður hættir að vera hjá pabba og mömmu um jól.. (Þ.e.a.s ef maður finnur sér kall.. Sem er ekkert víst) :) Mmmm þegar pabbi og mamma eru að elda jólamatinn og ilmurinn af jólakjötinu fyllir húsið þá eru sko komin jól... Ji ég fæ vatn í munninn við að hugsa um matinn.. í matinn er hamborgarhryggur.. brúnaðar kartöflur og fullt með því.. Slúrp.is! Svo er besti eftirréttur í heimi á mínum jólum.. Hrísgrjónabúðingur með karamellurjóma! Á yngri árum borðaði maður bara þangað til mandlan var fundin en núna er maður farinn að njóta þess að borða þetta enda e-ð sem maður fær bara einu sinni á ári! Og mmm þetta er rosalega gott... ég elska jólin! Það fer ekki framhjá neinum í vinnunni að ég er algjört jólabarn... ég er búin að telja niður dagana fram að jólum síðan það voru 48 dagar og í dag eru það bara 8!!! JESSS þetta er bara alveg að skella á! Jæja ætla að fara að skoða föt með Örnu.. Ætla í Sjallann á laugardaginn.. Bara að prófa! Hafið það sem allra allra allra best dúllurnar mínar og við sjáumst sem fyrst.. Ykkar Eygló :) :)

Saturday, December 11, 2004

Hvítar skyrtur og rauðir jólaborðar......

Jæja! Í dag byrjaði það allt saman... Allir sem vinna í Hagkaup Akureyri þurfa að vera asnalegir fyrir jólin! Við þurfum öll að vera í hvítum skyrtum og með rauða jólaborða um hálsinn! Strákarnir reyndar sleppa betur en við gellurnar en þeir fá að vera með bindi!!! Sagði við Gunna yfirtölvusnilling (skiltagerðarmanninn minn) niðrí vinnu að það vantaði bara jólaseríu í hárið til að toppa lúkkið.... Hann tók sig samt vel út í lúkkinu sínu.. Ekki eru allir ánægðir með þetta.. Enda eldgömul tíska en "er búið að vera svona síðustu 30 ár eða e-ð" sagði ákveðin kona þegar henni var tjáð að þetta væri úrelt og með eindæmum hallærislegt! enda var líka brosað til mín oftar í dag en vanalega.. Og þá af vorkunn.. Held ég allavega ;) Dagurinn var brjálaður.. fólk er bara gjörsamlega að missa sig! Troðfull búð og nammibarinn hefur sitt aðdráttarafl... Seljum um 250 kg af nammi á hverjum laugardegi! Pæliði í því! Annars var ég að skemmta mér ógeðslega vel í vinnuni.. Held samt að ég sé komin í mesta jólaskapið niðrí vinnu enda var ég brjálað að reyna að fá alla í jólaskap með mér! Gekk misvel! Ég hlakka bara svo rosalega til jólanna.. Þetta er skemmtilegasti tími ársins að mínu mati.. Ég þarf reyndar að koma og vinna milli jóla og nýárs.. Það gat enginn unnið fyrir mig enda heil vika! Það er allt í lagi.. Ég fæ að heimsækja Helgu Maren og það verður án efa skemmtilegt.. Samt leitt að vera ein heima í 5 daga meðan ALLIR eru að hittast brjálað fyrir sunnan og hafa mergjað gaman og ég ein að vinna.. Nei nei ég á nú alveg vini sem ég má vonandi heimsækja eða kíkja í bíó með..... og ég get keypt mér 1944 grjónagraut og hey! ég kann á örbylgjuofninn! HEHEHEHEHE! Nei þetta verður fínt... Nema reikningurinn fyrir fluginu.. GEDT dýrt að fljúga.... Vá ég hef ekkert að segja nema e-ð um vinnunna.. how sad...... Kaupið ykkur jóladiskinn með Clay Aiken.. Er að hlusta á hann... Bestu lögin eru nr 6, 9 og 10!! Hlakka BILAÐ til að hitta ykkur um jólin... Lov U ALL :) Eygló jólastelpa ;)

Wednesday, December 08, 2004

Oj bara....

Ælupest er ekki það skemmtilegasta sem ég veit.. eiginlega eitt það ógeðslega og leiðinlegasta sem ég upplifi... Fór heim úr vinnu í dag enda búin að vera að spúa þar reglulega síðan ég kom um morguninn! En fyrir utan það ógeð er ég massa hress! Ætlaði að fara í bankann í dag og fara í greiðslumat en ég geri það bara á morgun! Ég ætla nebbla að fara að kaupa mér íbúð! Er hryllilega spennt og get varla beðið þangað til :) Kaupi bara einhverja litla sæta íbúð og geri hana mest kósý í heimi!!! Ég hef annars alveg ótrúlega lítið að segja, er að fara að föndra jólakort með Örnu á eftir.. Það er alltaf gaman, svo keypti ég mér jóladiskinn með Clay Aiken og ég mæli hiklaust með honum! Well ætla að fara að fá mér að borða... hafið það gedt gott :) Ykkar Eygló

Monday, December 06, 2004

Ég er orðin ferföld móðursystir!!!! :) :) :)

Hæ þið öll :) á föstudagsmorguninn stækkaði ég helling.. Ég varð ferföld móðursystir! Litla (bókstaflega) Katrín Tara Karlottsdóttir fæddist þá! Hún var 48 cm og 13 merkur... Lítil prinsessa.. Íris, Karlott og Petra Rut.. Brjálað mikið til hamingju með hana :) Við Arna og dætur hennar tvær brunuðum suður á föstudaginn.. Ég var svo spennt allan daginn í vinnunni að ég fékk að hætta rúmlega hálf 3 en átti að vera til 3... Gat bara ekki beðið lengur eftir að sjá nýjustu frænkuna.. Enda kíktum við strax um kvöldið þegar við vorum komnar til RVK! Pínu skondið að það koma bara stelpur frá pabba og mömmu... En ég kem þá bara með fyrsta strákinn en það verður samt löng bið í það... Hehe :) Það var endalaust gaman fyrir sunnan.. Á laugardagsmorguninn labbaði ég útí bakarí því amma og Ella Gitta og Kiddi voru væntanleg.. Þau komu í heimsókn og það var gedt gaman að hitta þau öll.. Svo fórum við í bæinn eins og góðra kvenna er siður.. ég verslaði nú lítið enda búin að kaupa allar jólagjafirnar! Keypti fullt af nammi í HK í kringlunni og fórum svo til Írisar og familíu og kíktum aftur á Katrínu Töru og mjög svo stoltu systir hennar sem hafði líka mjög gaman að því að sýna mér herbergið sitt :) :) fórum þaðan um hálf átta systurnar og ákváðum að kaupa kvöldmat á KFC.. Gerðum það og færðum pabba og mömmu og borðuðum svo þennan brjálað góða barbeque mat... M-M-M!Teddi og Kata komu svo um kvöldið og Kata kom með risa poka af förum og gaf okkur.. Margt mjög flott og sumt frekar náttfatalegt... HAHA, þið fattið sem voruð á staðnum!!! TAKK Kata :) Í hádeginu á sunnudeginum fengum við kjúkling... meiriháttar góður! Lögðum svo af stað heim um hálf fjögur! Með söknuð í hjarta.... Hehe.. Vorum komnar heim klukkan hálf tíu þrátt fyrir klukkutíma stopp á Blönduósi.. Svo bara tók við vinna og þetta var fínn dagur.. Það er reyndar geðveikt rifrildi í gangi milli verslunarstjórans og starfsmannafélagsins en það verður útkljáð á starfsmannafundi sem er í kvöld klukkan hálf 9! Hlakka geðveikt til að heyra rifrildið vegna þess að mér finnst verslunarstjórinn ekki skemmtilegur og hlakka til að heyra rökin sem hún kemur með! Ég sagði mig líka úr starfsmannafélaginu í dag! Jæja nóg af bulli! Veit ekki alveg hvort ég nái að redda fríinu milli jóla en yfirmaður minn var ekki jákvæður með það :( En við sjáum til, ekki er öll von úti enn! Ein ábending á GEÐVEIKT flott jólalag... Clay Aiken og lagið Mary did U know á disknum Merry Christmas With Love!!! Brjálað flott lag, ég söng sko H-stöfum með :) annars bara hafið það gott þangað til næst... Arna og stelpurnar eru búnar að vera með gubbupest! Ég skal EKKI verða veik!! Ykkar Eygló stolta móðursystir sem á sætustu systradætur í HEIMI!! ;)

Thursday, December 02, 2004

Ég er að fara suður!!!!! ;) ;) ;) ;) ;)

Jibbý sko! Íris er reyndar ekki búin að eiga en Arna hringdi í mig í dag og spurði mig hvort mig langaði með henni suður! (Hún þurfti að spyrja að því) !!! Ég tók mér samt tíma til að hugsa mig um því ég var orðin massa spennt fyrir jólahlaðborðinu.. Það var meira að segja búið að lækka verðið um helming!!! En mig langaði samt miklu meira að hitta mína æðislegu fjölskyldu... Ég hlakka mergjað mikið til :) Við ætlum að leggja af stað eftir vinnu hjá mér. Geggjað sniðugt því nú get ég farið með allar jólagjafirnar suður í stað þess að þurfa að vera að burðast með þær suður í flugið á Þorláksmessu! Ég og uppáhaldið mitt ætlum að fara að föndra jólakort á eftir! Það er snilld.is! Það er svoo skemmtilegt. Svo er ég að fara í klippingu á morgun og ég mun örugglega léttast um allavega kíló bara við það!! eða e-ð :) Jæja ætla að fara að pakka niður og þvo smá... Hafið það best og ég vona að ég sjái ykkur öll um helgina! Þið ykar sem lesið sem búið fyrir sunnan ;) Lov U all.. ykkar Eygló sem er þvílíkt að bíða eftir jólunum!!!!

Tuesday, November 30, 2004

Æðislegt hvað öllum finnst ég frábær penni!!!

Ok ég skal þá ekkert hætta að blogga.. Var búin að blogga BÖNS í gær og var svo að publisha blog-ið þá kom error og allt hvarf... Þá var Glói reiður! En ég skal segja ykkur frá síðustu dögum.. Var að vinna alla helgina og er ennþá þreytt eftir það.. Ætlaði þvílíkt að vera í fríi en þegar ég var beðin að vinna á kassa þá játti ég því enda alltaf gott að fá smá aukapening.. Svo vantaði auka á sunnudaginn svo ég bauðst til að vinna... Græddi sem sagt um 18 yfirvinnutíma um helgina sem er bara nokkuð gott! Annars var helgin bara fín.. Gerði ekkert nema vinna og fór snemma að sofa bæði kvöldin, fór reyndar á rúntinn á laugardagskvöldið en ekki lengi.. Er að vona að ég fari suður helgina.... en það þýðir að ég sé orðin margfaldari móðursystir en ég er nú þegar! Íris.. Flýttu þér.. Ég er svo spennt að sjá krílið og ég er líka massa spennt að vita hvort þið fáið strák eða litla prinsessu!Þetta er nebbla eina helgin sem ég kemst suður fyrir jól.. Svo er ég að vinna á milljón! Er samt búin að panta jólaflugið suður.. eða mamma fyrir mig, á flug á þorláksmessukvöld klukkan 18:10! Mikið er ég spennt! 23 dagar þangað til ég kem og 24 dagar til jóla!!! Snilldin endalausa! Er að reyna redda einhverjum að vinna fyrir mig dagana milli jóla og nýárs og það er allt að reddast held ég! Allavega tvær sem vilja vinna auka fyrir mig um jólin! Buðust bara til þess og allt! Æðislegar þessar gellur sem ég vinn með! Svo ef ég fer ekki suður þá er ég að fara á jólahlaðborð með vinnunni og sjáum 5 stelpur.com! Ég er massa spennt fyrir því.. Ætlum að hittast vinkonurnar úr vinnunni áður og mála okkur og gera okkur sætar! Verðum sko langflottastar... He he (Smá kaldhæðni í gangi) Þannig að helgin VERÐUR skemmtileg... Hvort sem ég verð á Akureyri eða í Reykjavík! Annars er voða lítið að frétta.. Vorum að baka í gærkvöldi við Arna.. Geðveikt skemmtilegt! Bökuðum myndakökur (eins og mamma gerði alltaf með okkur systrunum þegar við vorum litlar) skreyttum þær og alles! Ætluðum svo að baka aircakes í kvöld en formin voru ekki til í búðinni :( En þá bökum við bara annað kvöld.. Oh svo setti ég aðventuljósið mitt út í glugga á sunnudaginn og vá það er svooo jólalegt! Ég á geðveikt flott aðventuljós, rautt gamalt sem pabbi og mamma áttu í mörg ár! Ég held að mamma hafi verið búin að gefa mér það en ef ekki þá er það vel geymt hjá mér! Er það ekki mamma??? Hehe.. Annars er ég spenntari en allt fyrir jólunum.. Er nýbúin að máta jólafötin og er gedt ánægð með þau.. Mig vantar bara hálsmen og eyralokka í stíl til fullkomna dressið! Er meira að segja búin að panta tíma í jólaklippinguna! Það verður gaman því ég er orðin hálfgerður lubbulínus með allt þetta hár! Jæja ætla að fara að hætta.. Hafið það alveg endalaust gott og njótið aðventunnar.. Farið í jólaljósarúnt, bakið smákökur, hlustið á jólasálma og drekkið súkkulaði!!! Jól.is!! ykkar Eygló jólastelpa nr.1 :)

Saturday, November 27, 2004

Blogg eður ei?

Hæ allir ég er að pæla að hætta með þetta bloggerí... hef frá ægilega litlu alltaf að segja og lífið er hér um bil bara vinnan borða og sofa.... Blogga kannski meira þegar ég hef frá einhverju að segja... Kveðja Glóin

Monday, November 22, 2004

Töffari.is ;)

Það er ég sko! Ég fór í hádeginu í dag og lét umfelga... Þeir settu nýju dekkin undir og vá hrikalega flott dekk (með svona hvítum stöfum á) gedt stór og glæsileg :´) Þvílíki munurinn að keyra á nagladekkjum.. Nú þarf ég ekki lengur að byrja að bremsa kílómetra áður en ég þarf að stoppa! Það er mikill munur! En allt þetta dekkjadóterí kostaði mig 33.781kr! Það er sko gott að eiga foreldra sem hafa vit fyrir manni... Ég var nebbla "svikin" í dekkjaviðskiptum.. Hringdi í ónefnt dekkjafyrirtæki og spurði um verð á 29" nagladekkjum, undir komin! fékk upp verð. 43þús! Mætti daginn eftir að sagðist ætla að fá dekk undir bílinn og þeir fóru á fullt við að skipta um dekk og gera allt mögulegt... Nema hvað að verðið hafði hækkað ótrúlega mikið á einni nóttu.. Var komið í rúmlega 80þús!!! Ég auðvitað hringdi í pabba og mömmu og hætti svo við allt saman! Pabbi og Íris fundu svo dekk fyrir mig á 25 þúsund og svo var smá sendingarkostnaður og umfelgunin... en þessir kallar þarna mega sko EIGA SIG!! Geðveikt að reyna að svindla á mér og örugglega bara af því ég er stelpa, en nei ég læt sko ekki vaða yfir mig!!! Ég fer sko aldrei þangað aftur! En nú er ég komin á góðu nagladekkin og alsæl með lífið! Nú er bara að láta laga afturljósin og þá er ég klár fyrir veturinn.. Ætla reyndar að reyna að selja kaggann í jan/feb og gera e-ð annað ótrúlega skemmtilegt... Annars gengur allt í haginn... Já má ekki gleyma að segja ykkur frá gærkvöldinu.. Fór í bíó! Á Bridget Jones's diary 2! Geðveikt skemmtileg og fyndin.is! Fórum svo aðeins rúntinn sem var mjög gaman.. var auðvitað með henni Jónu Maríu... mig langar geðveikt að sjá "The grudge" en það er ægileg hrollvekja og mér myndi pottþétt bregða ENDALAUST... þannig að ef þig langar að koma með mér.. gefðu þig þá fram.. Hehehehe ;) EN ég er að pæla í að fara út í göngutúr og njóta hreina loftsins... (verum væmin) hehe... Bless í bili og vitiði það að það eru BARA!!! 32 dagar til jóla!! & tíminn líður hratt.. á gervihnattaöld.... jæja er farin... Blis (Íris - þú ERT snillingur) kveðja ykkar skemmtilegasta Eygló Jarðarber með bananabragði..

Sunday, November 21, 2004

Ha ha ég fór ekki.......

................. á Papana, var lengi að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara eða ekki, en hætti svo við það, finnst það bara ekki alveg rétt af mér að fara á ball, ég á að vera fyrirmynd en hvað er samt svo ófyrirmyndarlegt við það að fara á eitt ball bara til að hafa gaman?? Æ bara smá pælingar í mér! Fór útí göngutúr í gærkveldi í staðinn, er farin að ganga reglulega, tek 2,2 km hring á hálftíma, rétt svona að starta þessu hjá mér! Það var voða kósý, ég var með flotta nýja símann minn og hlustaði á útvarpið í honum og mm það komu jólalög svona inná milli.... Geggjað ;) Það var reyndar ÍSkalt úti og örugglega slatti frost, ég var samt vel klædd, í gönguskónum 2 peysum og úlpu, með húfu og svo 2 vettlinga! Rosalega frískandi að fara svona út að ganga,. svo voru norðurljós, það er nú alltaf mjög falleg sjón! Annars er ég hress.. Búin að leiðast samt pínu undanfarið.. Lífið verið bara vinna - heim að borða - sofa! Ætla að fara að bæta úr því! Best að tékka hvort Jóna María nenni á rúntinn eða í bíó eða e-ð í kvöld! Var í fríi í dag og notaði tækifærið og fór á samkomu! Það var gaman ;) Svo hringdi pabbi í mig í dag og hann er snillingur svo ekki sé meira sagt! Kom með skemmtilegar hugmyndir um margt! Segi ykkur kannski betur frá því seinna! Ætla að fara að borða... Er brjálað svöng.is! Á morgun fara svo nýju dekkin mín undir bílinn! Pabbi keypti fyrir mig þessi glæsilegu dekk lítið notuð á 25þúsund! Ég er alsæl með þau.. Enda eru þau rosalega flott! Jæja ætla að fara að gera e-ð skemmtilegt... BÆ í bili.... Glói

Saturday, November 20, 2004

Paparnir!

Jæja ég er farin að blogga bara vikulega.. Það gerist svo sem ekki mikið fyrir utan vinnuna! Búin að vera að vinna bara alla vikuna og var að vinna í dag en reddaði mér fríi á morgun, ætla þess vegna að fara á Papana í kvöld... Fékk mér ekki frí til þess en ég er bara búin að vinna svo endalaust síðan ég hætti að vera veik að það er fínt að fá frí á morgun.. Paparnir komu í dag í Hagkaup og spiluðu fyrir viðskiptavinina og árituðu diskinn! Skemmtileg tónlist.is.. Ætla því að skella mér.. Vona það verði gaman en ætla samt ekki að fara neitt að stunda böllin.. Allt í lagi að fara á eitt og eitt.. Annars er ekki mikið að frétta.. :Þ Ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar! Það er brjáluð snilld að vera búin að því :) Well ætla að fara að slétta á mér hárið... hafið það ofsa gott.. Lov U all. Ykkar Eygló papa-fan

Saturday, November 13, 2004

Vinna vinna vinna..........

Já núna geri ég ekki annað en að vinna! Eða það finnst mér.. Mér þykir það reyndar alveg ótrúlega gaman og skemmti mér alltaf vel í vinnunni... Á mánudagskvöldið fórum við Arna í bíó, og ótrúlegt en satt þá held ég að við Arna höfum aldrei áður farið bara 2 í bíó.... fórum á myndina "The forgotten" alveg hreint frábær mynd.. Svolítil bregðimynd og ég er svo skemmtilega af Guði gerð að þegar mér bregður þá hristi ég hendurnar geðveikt uppí loft.. og nálta öskra til að toppa lúkkið ;) Þetta gerðist nokkrum sinnum og alltaf hlógum við jafn mikið eftir á enda nokkuð fyndin sjón.. Og kannski smá geðshræring eftir hrikalegt bregðiatriði! Svo þegar við vorum komnar útí bíl og vorum að rifja upp þessi bregðiatriði þá bókstaflega grenjuðum við úr hlátri... Þetta var MASSA skemmtileg bíóferð.. Mæli með myndinni! ... Aftur í bíó.... fór á miðvikudagskvöldið með Jónu Maríu vinkonu minni á "Ladder 49" hún var með svona 2 fyrir 1 tilboð þannig að við ákváðum að skella okkur! Ji ótrúlega góð mynd! VERÐIÐ að sjá hana!!!!! Skylda fyrir alla... Fimmtudagskvöldið (Segi ekkert frá dögunum... Vita flestir að ég vinn alla daga frá 8-18) þá leigðum við Arna okkur spólu... fyrst fórum við í Hagkaup og keyptum okkur ís á tilboði.. Mmmm leigðum "Taking lives" Með Angelinu Jolie... Mjög góð.. Ekta Írisar mynd... (smá hint til þín mín frábæra systir) Mætti halda að ég gerði ekki annað en að fara í bíó og leigja spólu en þetta er alveg sérstök vika hvað það varðar.... Föstudagskvöld.is! Við Arna fórum á Greifann... pabbi og mamma gáfu okkur pening til að fara út að borða af því að við missum alltaf af "jóla út að borða" með stelpunum í ættinni.. Ég fékk mér spínatfyllt tortellini í camembert osta "djúsí" sósu, borið fram með hvítlauksbrauði og salati... Þetta var BRJÁLAÐ gott.. Arna fékk sér kjúklingapasta með steiktum sveppum og einhverju.. líka mjög gott (ég fékk smakk) En vá ég var sprungin eftir hálfan skammt og Arna líka en við bara sátum lengi og borðuðum svona 2/3 af disknum.. Svo fengum við okkur og rúntuðum smá... Leigðum spólu.. Ég man ekki hvað hún heitir enda sofnaði ég yfir henni inní stofu og endaði á að fara inní rúm kl 22!! Var bara orðin svooo lúin og þreytt eftir vikuna að ég gat ekki meira.. Var líka að fara að vinna um morguninn (í dag) Var að vinna 9-18 í dag og það gekk vel nema sú sem vinnur með mér fór veik heim um hálf 11 og þá lenti allt á mér en það er bara gott að hafa mikið að gera.. Svo bauðst ég til að vinna á morgun, hef bara gott af yfirvinnunni... (enda ótrúlega stuttur vinnudagur, sunnudagarnir.. bara 11-18)!! ..................... jæja ég ætla að fara að fá mér skyrdrykk í kvöldmatinn (er alveg með æði fyrir gula skyrdrykknum... Drekk allavega 1 á dag, stundum 2! Slúrp.is!! Er svo líka að fara í bíó... Aftur með Jónu en hún á frímiða á myndina "After the sunset" ..... Hlakka til! Well hafið það öll ótrúlega gott og endilega gefið mér comment... Bara til að vita hvort einhver er að lesa... Love U all... ykkar Glóus Indíanos

Saturday, November 06, 2004

.....................Jibbý!

Hæ allir! Ég er farin að vinna aftur og mikið ROSALEGA er það skemmtilegt... Allir voru ægilega glaðir að sjá mig og allir höfðu vorkennt mér svaka og haft áhyggjur af mér.. Einn sagði þegar hann sá mig : "Ég held ég sjái draug" Ég alveg haha.. Ég var nátla svo lengi frá vinnu og hann sagði að ég yrði að fara í starfsþjálfun áður en ég gæti byrjað að vinna aftur...Ég er sko að fíla mig í tætlur í vinnunni.. Bara að gera allt og vera loksins farin að fara út á hverjum degi! Alveg frábært bara... Svo eftir veikindin þá var bíllinn minn (þessi kaggi) orðinn frekar haltur (ef svo má segja) eða eitt dekkið mjög lint.. ég tjakkaði hann upp og ætlaði að taka dekkið undan en tjakkurinn var of lítill þannig að bíllinn lyftist lítið sem ekkert! ok.. tjakkaði hann niður og hringdi í pabba snillling og spurði hann ráða.. Hvort ég gæti pumpað í dekkið með hjólapumpu.... Hann sagði að ég væri ógnartíma að því og að tjakkurinn þyrfti að fara undir bílinn einhvern veginn en ekki undir hurðina eins og ég gerði... Höhömm... Ég samt ákvað að prufa aftur að tjakka hann upp.. Bara nær dekkinu.. Þá lyftist hann aðeins meira og ég pumpaði og pumpaði á milljón í ca 45 mínútur með hjólapumpunni og.. viti menn.. Dekkið var ágætlega fullt.. eða nógu fullt til að ég gæti keyrt hægt niðrá bensínstöð og sett helling af lofti í dekkið! Snillingur.is! Þarf svo að fara að kaupa mér ný dekk.. renn geðveikt á þessum, sem eru heilsársdekk en ég ætla að kaupa nagladekk! Að öðru... Jólin!!!!!!!!!! Ji hvað ég er farin að hlakka til! (48 dagar...) Ég er farin að versla jólagjafirnar og mikið svakalega skemmti ég mér vel við það! Ég er búin að kaupa 6 eða 7 gjafir (ég gef e-ð um 15) og allar massa flottar finnst mér! Við Arna fórum áðan í bæinn og skoðuðum helling og sáum margt flott! Það er samt þannig með sumt fólk að það er erfiðara að kaupa handa því gjafir.. Maður vill þvílíkt að viðkomandi verður ánægður og þess vegna vandar maður valið... Svo hvað langar þér í??? Nokkrir sem ég meina... Hehe :) annars erum við Arna á leiðinni aftur í bæinn.. Það var svo gaman áðan! Ætla nebbla að reyna að kaupa allar jólagjafir í þessum mánuði.. Gott að vera búin að því þegar desember kemur því þá verður að maður að vinna brjálað mikið og svo mmmm koma jólin með tilheyrandi æðislegu allskonar! Vera með fjölskyldunni.. Borða rúgbrauð með kæfu og með reyktum laxi og svo jólamaturinn og pakkarnir.. Hehe :) Brjálað jólabarn á ferð! Svo langar mér að senda öllum kveðju sem eru að hjálpa Íris Karlott og Petru Rut að flytja.. vildi að ég væri hjá ykkur en við sjáumst vonandi þegar litla krílið fæðist.. vona að ég komist suður sama dag! Jæja hafið það öll gott og njótið þess að vera til! Það er svoooo ótrúlega gaman! Kv Eygló happy girl:)

Monday, November 01, 2004

Bötnuð! :)

Hæ allir :) Mér er opinberlega batnað! Ég fór suður fyrir næstum tveimur vikum... Kom þar alveg nær dauða en lífi.. Pabbi og mamma fóru á fullt við að hjúkra mér og þau voru svo ótrúlega dugleg að blanda handa mér batnidrykk, pabbi að gera pulsu og mamma að vakna á nóttunni til að blanda verkjalyf handa mér því ég mátti ekki taka parkódín útaf lifrinni! Mér fór hægt batnandi en mikið hryllilega var sárt að kyngja! Brunasárin ganga vel að gróa.. Er að koma ný húð og hún er bleik á litinn.. Geggjað fyndið.. ennþá pínu vont að sitja en þetta er allt að koma! Pabbi átti afmæli 26.október og það var massa gaman! Hann var nú mest allan daginn að gera eitthvað rosa verkefni en svo um kvöldið þegar pabbi var orðinn svangur þá fórum við mamma útí búð að kaupa e-ð að borða... Nema hvað! Mamma var búin að panta mat á Ning's og MMmmmm fórum heim og komum pabba á óvart! Hrikalega góðar djúpsteiktar rækjur, kjúklingaréttur og allskonar ótrúlega gott.. Og auðvitað hrísgrjón með bestu súr/sætu sósu sem til er! + Pepsi max ;) Svo á laugardagskvöldið héldu pabbi og mamma uppá 45 ára afmælin sín saman! Þeir sem voru boðnir voru ÓTRÚLEGA heppnir að mega koma því að veitingarnar voru hreint út sagt himneskt góðar... Við smurðum helling af snittum á laugardeginum og gerðum ostapinna.. Svo var besta súkkulaðikaka í heimi a la mamma (uppáhalds kakan hans pabba) Daimísterta sem er ótrúlega góð og Íris er ekkert smá góð að gera hana.. Vandi að gera hana góða! Sem henni tekst.is! Sushiréttur sem pabbi gerði... Gleymdi að smakka hann.. :( ÚPS! OG tartalettur! Ég náði 4! Sem var 10%, þær voru bara svo HRIKALEGA góðar.. Hehe :) Og fullt fleira gotterí sem mmmmm var svooooo gott að maður óskaði sér að vera með endalaust magapláss! Slúrp.is! ....... Í gærkvöldi rétt fyrir practise þá grillaði pabbi silung.. Svona hvítlauksgrillaði hann og pabbi kallaði þetta bragðlaukakitl sem er réttnefni enda einn besti matur sem ég fæ! Svo horfðum við á The Practise.. og mikið rosalega er Alan fyndinn!! Jæja er bráðum að fara að horfa á CSI.. (ótrúlega skemmtilegur þáttur) BTW ég pantaði pizzu í kvöld til að fagna hressleika mínum :) Hafið það öll langlangbest og takið ker.. Ykkar súperhressa Eygló.. Sem fer að vinna á miðvikudaginn klukkan 13 og hlakkar SVOOOOOOO til ;) Bææææ

Friday, October 22, 2004

Hálsbólga.is.....

HÆ alle sammen.... Síðan síðast hefur heilmargt gerst! Niðustöðurnar skiluðu sér loksins, lifrin bólgnari en ekkert kom útúr hálsastrokunum.. Ég fékk þessa ógeðslega slæmu hálsbólgu og var alltaf að drepast á nóttunni... Fékk mér stundum batnidrykk til að lina hálsinn! Eina nóttina (19.okt) þá fór ég fram úr til að sjóða mér vatn og gera mér batnidrykk, geri það og sest uppí rúm og ætla að fara að sötra á batnimeðalinu.. NEMA HVAÐ! Ég missti sjóðheita drykkinn beint yfir lærin á mér og rak upp skaðræðisöskur þar sem þetta var það versta í heiminum (gleymdi meira að segja að mér væri illt í hálsinum, öskraði bara af lífsins sálarkröftum) Arna og Davið vöknuðu við mig og Arna hélt að maðurinn á hæðinni fyrir ofan hefði verið að berja konuna sína en það var bara klaufinn ég að brenna mig! Við tók kæling dauðans og Arna hjúkkan mín vaknaði með mér (þetta gerðist kl 3:33) og skipti um kalda bakstra langt fram undir morgun! Hún bjargað mér ALVEG! Gott að eiga Örnu :) Svo fékk bar ég e-ð aloe vera gel forte ás brunasárin sem virkaði mjög vel..... Svo kom dagurinn.. Sem leið í þjáningu yfir að geta varla kyngt.. Læknirinn sem hefur annast mig vildi senda mig til háls-nef og eyrnasérfræðings því að ég talaði eins og ég væri með kartöflu í munninum! Ég fór til hans og vonaði að hann myndi gera kraftaverk og að mér myndi líða miklu betur eftir heimsókn til hans.. En nei.. Bara mjög slæm hálsbólga, ekkert hægt að gera og þessi veiki getur tekið altt uppí 6 vikur!! OG ég var 3000 kr fátækari! Vá mér leið betur.. Eða e-ð.. Mamma og pabbi vildu ólm fá mig suður enda var mig farið að vanta pabba og mömmu, maður verður svo lítill í sér þegar maður er svona lasinn! líka kominn tími á að gefa Örnunni minni frí sem hefur gert ALLT fyrir mig og meira til! Ég átti flug um 8 á þriðjudaginn og var komin suður um hálf tíu.. Kom þota að sækja mig og allt... Maður á nú pabba sem er að verða lögfræðingur! Mikið var gott að komast suður og ég alveg táraðist þegar ég var að labba útúr flugvélinni því ég vissi að þau væru að bíða eftir veiku Eyglóinni sinni :) (Væmni væmn) Er búin að vera hér 3 daga og síðasta nótt var fyrsta nóttin sem ég svaf næstum alla nóttina og þurfti ekkert að vekja mömmu vegna verkja.. eða til að fá knús.. Ég á sko bestu mömmu í heiminum! Ég er búin að lifa á frostpinnum og ís með mjólk útá.. Gott að fá e-ð ískalt í hálsinn! Svo í morgun þegar mér leið betur í hálsinum ætlaði ég að fá mér "alvöru" mat... Kíkti í ísskápinn og endaði á að fá mér ostasneiðar og drakk fjörmjólk með... Mmmm.is! Ég held núna í alvöru að mér sé að batna en ég lofa engu... Vona bara það besta.. Það hjálpar alltaf til að vera hjá pabba og mömmu og það gleður mig líka óendanlega mikið að fá sms.... Smá hint 2 everyone! Kiddi á hrós skilið fyrir sms dugnað! Kiddi þú ert frábær :) Hafið það öll sem best og kyngið öll 10x fyrir mig og njótið þess.... Hehe :9 Ykkar einasta Eygló

Monday, October 18, 2004

Ógeð.is!!!!

Jæja núna er ég orðin mjög þreytt á þessari veiki! Ég fékk hálsbólgu fyrir nokkrum dögum einmitt þegar ég hélt að mér væri aðeins farið að batna.. Vaknaði í nótt klukkan 3, að deyja gjörsamlega úr verkjum! Ógeðslega sárt að kyngja og svo var eins og eyrað á mér væri að springa.. Ég var andvaka til að verða 8 en þá fór ég í blóðprufu, læknirinn kom og skoðaði mig og tók stroku úr hálsinum mínum, og kíkti í eyrun, það er einhver vökvi í hægra eyra en það á víst að hverfa þegar mér batnar.. Svo ætlaði ég að fara í apótekið en það var lokað.. Vantar parkódín.. Það hefur samt hjálpað að fá batnidrykkinn hans pabba.. Það er SJÓÐheitt vatn með hunangi útí og hálsbrjóstsykri.. Það slær aðeins á en mætti slá lengur á.. Ef þið fattið.. Var að sms-a stelpunni sem vinnur með mér á morgnanna. Hún er snillingur :) Hún er búin að vera að vinna líka e-ð eftir hádegið útaf veikindunum mínum.. Alger hetja.. Hún hefur svo miklar áhyggjur af því að ég komi of snemma í vinnu og slái niður.. Sem ég verð að passa mig að gera ekki! Önnur stelpa sem er að vinna með mér var í botnlangauppskurði þannig að það er allt í klessu niðrí vinnu og yfirmaður minn lætur eins og ég sé að fara að mæta á morgun! Skrýtið.is.... Jæja núna er ég aðallega að bíða eftir niðurstöðunum úr blóðprufunni og hálsastrokunni! Svo fer ég kannski suður á morgun.. Alltaf gott að vera hjá pabba og mömmu þegar maður er lasinn og gefa Örnunni minni frí! Sem er, by the way, búin að vera svoooooo dugleg að dekra við mig á allan hátt.. Elda handa mér hafragraut, gera batnidrykkinn og koma með kaldan þvottapoka og setja á ennið mitt.. Ég elska þig Arnan mín :) Jæja eigið öll góðan dag og skemmtið ykkur svolítið fyrir mig og njótið þess að mega fara út ;) Ykkar lasarusína Eygló

Saturday, October 16, 2004

PIZZA :) :)

MMM bara segja ykkur að ég pantaði mér pizzu... 12" frá Domino's! Geðveikt góð.. Fékk mér með pepperóní, sveppum OG aukaosti... Slúrp.is :) Svo á ég nóg eftir til að borða á morgun.. Þetta er samt rán... Ég borgaði 1625 kr fyrir eina pizzu! Engar brauðstangir eða neitt... Gat nátla ekki sótt því ég er föst heima.. En ég tímdi þessu alveg. Búin að lifa á kellog's kornflögum í viku... Hafið það gott.. Ykkar Eygló ríka :)

Mér DREPLEIÐIST!!

Hvað á maður að gera þegar manni leiðist? Maður er einn heima hundlasinn og ekkert í sjónvarpinu og ekkert bókstaflega hægt að gera? Ég var geðveikt bjartsýn í gær að mér væri nú aðeins að batna og var bara mjög ánægð með það.. Nei nei vaknaði með hrúgu hálsbólgu og það er eins og ég sé með kartöflu í hálsinum þegar ég tala.. Ég er orðin "nett" pirruð á að vera lasin, finnst þetta sko komið nóg! Það er ekkert leiðinlegra en að hanga inni allan liðlangan daginn og allt svo eins! Hef núna ekkert farið út í heila viku! Bara þrisvar á 2 vikum! Ég bara bíð spennt eftir að batna.. Ég fer í blóðprufu á mánudaginn til að tékka á lifrinni og miltanu, hvort það sé að minnka bólgan.. Arna og Davíð fóru í sveitina og ég er að pæla hvort ég eigi að panta mér pizzu í kvöldmatinn, en það er eiginlega sóun því ég mun örugglega borða lítið, hef ekki mikla matarlyst, er búin að borða eina skál af kellogs í dag og ís. Hef meira að segja drukkið ótrúlega lítið pepsi max undanfarið og þá hlýtur Glói að vera veikur! jæja ég ætla að fara að gera e-ð... Kannski finn ég einhverja bók til að lesa eða fer að pússla.. Eigið öll ánægjulegan dag og helgi.. Ykkar uppáhalds Eygló

Thursday, October 14, 2004

Well well....

Jæja þá.. Við erum búin að vera tölvulaus í alltof langan tíma, ég er reyndar ennþá lasin og búin að vera það í næstum 2 vikur! Ég er með einkirningasótt sem lýsir sér í háum hita, bólgnum eitlum, bólginni lifur og milta og allskonar hellings aukabónus... Ég er til dæmis búin að fá mér (eða það kom bara sko...) sílíkon í augnlokin.. hahahahaha.. það er ótrúlegt hvað þau eru bólgin og asnaleg, ég er líklegast með einhvern augnvírus en það er bara sandkorn í hrúguna.Ég hef alveg ekkert að segja nema þessar 2 vikur hafa verið þær verstu í lífi mínu, mér hefur aldrei liðið svna illa! Enda er ég hætt við að fara till Afríku, hver veit hvaða sjúkdóma maður getur fengið þar? Og þá er engin Arna til að dekra við mann og hvað þá mamma eða pabbi! Allavega eins og staðan er núna þá langar mig bara að batna og fara að komast í vinnuna! Hlakka meira en ALLT til að komast í vinnuna, ég verð samt að passa að ofreyna mig ekki þar því að ég geri ekki annað allan daginn en að lyfta kössum og ég má víst ekki reyna of mikið á mig.. Jæja hef ekkert meira að segja.. Knús til ykkar allra. Ykkar Eygló sem er þreytt á að vera lasin..

Monday, October 04, 2004

Lasin :(

HÆ... Mín er lasin og það er sko ekki skemmtilegt! Er með 38.8 stiga hita og höfuðverk, svima og fullt.. Ekki gaman, ætlaði þvílíkt að fara í vinnuna í gær og var að fara að slétta á mér hárið þegar ég mundi að mamma hafði sagt mér að mæla mig þar sem ég var búin að vera hálfslöpp, og mín var bara með hita, ekki kannski skrýtið að mér væri búið að vera svona kalt. Þannig að ég ákvað að fara ekki í vinnuna þó svo að mig hafi langað, hefði ekki getað gert neitt og það hefði endað á að ég hefði þurft að fara heim.. Fór svo að sofa með ósléttað og ÓGEÐSLEGA krullað hár.. Kafnaði næstum úr hita í nótt, fór fram úr um 8, hringdi í Einar yfirmann minn og tilkynnti honum að ég væri veik, hringdi svo í heilsuvernd til að fá daginn borgaðan, þetta er 4. dagurinn sem ég er lasin síðan ég byrjaði í Hagkaup en ég er búin að vinna þar í 13 mánuði. Fékk mér eina pizzusneið (viðArna pöntunðum okkur Domino´s pizzu í gær) fór svo og lagði mig kl hálf 10, var að frjósa og sótti mér aðra sæng og hlýnaði aðeins, Arna kom til mín um 2 með aðra pizzusneið og Pepsi max í glasi (en ekki hverju? döh) Fór svo fljótlega fram, orðin dauðleið á að liggja uppí rúmi! Arna ótrúlega góð að dekra við mig :) Arna þú ert ÆÐI ;) Er núna að bíða eftir að Arna komi heim úr Bónus, hún ætlaði að kaupa swiss miss til að mér fari að hlýna... Vona ég geti farið í vinnu á morgun en efast reyndar um það.. Hafið það gott krúttin mín... Ykkar lasarusarína!

Sunday, October 03, 2004

Baugasel !!! :)

Hæ allir! Jæja þá er maður komin heim úr Baugaseli... Ætla að segja ykkur frá ferðinni: Fórum í gær eftir vinnu, ég var mætt klukkan 8 en við lögðum af stað um hálf tíu! Kannski aðeins fyrr.. Við tók ca klst keyrsla á misgóðum vegum. Höhömm... En við komumst alveg á leiðarenda, hefðum komist léttilega á kagganum mínum ;) hehe... Loks var komið að brúnni og ekki hægt að keyra lengra.. Mér var strax orðið kalt, var samt ennþá inní bíl.. Fór í aukapeysuna sem ég tók með mér og fór svo í 66° flíspeysuna mína og úlpu og sjal! Setti á mig bakpokann og sængurtöskuna og tók svo gítarinn í hönd.... þá var lagt af stað... og vá ég varð ánægðari og ánægðari með nýju gönguskóna í hverju skrefi! Ótrúlega góðir, var svolítið drullugur vegur sem löbbuðum eftir, en manni varð fljótt heitt á að labba. Eftir 35 mínútur blasti Baugasel við, ég varð mjög ánægð enda dáin í öxlunum, en ég fékk góða hjálp við að bera gítarinn... Baugasel er gamall uppgerður (að hluta) torfbær.. Innan við gamla hlutann er stórt herbergi eða geymur með 4 rúmum í og þetta er voða kósý... Allir settust á rúmin og byrjað var að spjalla, innan um kuldaskjálftana í mér, en ég sem sagt FRAUS þegar ég var komin og settist niður! Þá var maður hættur að hreyfa sig og engin kynding þarna, kveiktum reyndar á gasofni en maður fann lítið fyrir hitanum frá honum. Svo eftir meira spjall þá ákváðum við að syngja saman, það var kolniðamyrkur þarna en við vorum með 2 kerti! Ég setti svona vasaljós á hausinn á mér (eins og ég væri að vinna í námu) svo spilaði mín svona glimrandi vel.. hehe ;) spilaði 4 lög svo kom Anna Sigga með þessa líka FRÁBÆRU ræðu um að endatímarnir eru komnir og við þurfum að vera vakandi og tilbúin þegar kallið kemur! Þrusu prédikari hún Singer mín! Átum svo nammi og spjölluðum og komum okkur svo fyrir í svefninn, það eru eins og áður sagði 4 rúm en við vorum 12! Hmm ég var hálfslöpp og á enga dýnu þannig að ég fékk að vera í rúmi, var mjög þakklát fyrir það, Anna Sigga er bakveik og var í rúmi, Jóna var aldursforsetinn: rúm og svo önnur stelpa sem kom með okkur, Heiður, hún var ekki með dýnu og fékk því úthlutað síðasta rúminu! Þá tók við hópferð á klóstið því allir höfðu óverdósað á gosi og vatni... ég hins vegar drakk tæplega hálfan hálfan lítra af pepsi max og þurfti því ekki að pissa.. Enda sem betur fer.. Ég var búin að pakka mér svo vel inní dúnsængina mína og mér var farið að hlýna! Ég sofnaði örugglega fljótlega eftir það..Vaknaði svo 7:15, 8:25 og9:10 og kúrði svo bara en var orðin þreytt í bakinu, en merkilegt nokk, MÉR VAR EKKERT KALT UM NÓTTINA!!! Drakk smá húsavíkurjógúrt og fékk mér smá nammi, allir átu e-ð og Friðjón eldaði kjötbollur handa Önnu Siggu sinni, rosa sætt ;) Rúmlega 11 ákváðum við að fara að labba tilbaka! Allir voru meira en til :) Það var GRENJANDI rigning á leiðinni tilbaka og buxurnar mínar urðu SVO blautar, það var eins og ég hefði farið í þær beint úr þvottavélinni og þær hefðu ekki verið undnar fyrst! En það var langþráð sjón þegar við komum auga á bílana... Keyrðum á þessum lélega vegi sem var orðinn eitt drullusvað... Þurftum 2x að fara út að ýta bílnum, konur eru massar ;) Ég var að frjósa á leiðinni heim í bílnum, fötin mín RENNBLAUT og hárið líka, brrrr x 1800! Loksins komum við niðrí kirkju og ég fór í kaggann minn og skutlaði Heiði heim! Kom svo sjálf heim rétt rúmlega 1! Skalf bókstaflega.. Fór í önnur föt, fékk mér hálfa grillaða samloku og sofnaði svo í 3 klst! Og núna er mér loksins hætt að vera kalt! Well held ég sé ekki að gleyma neinu.. Massa skemmtileg ferð og svona býr maður til minningar! Eigið öll æðislegan dag og frábæra vinnuviku.. mín verður örugglega mössuð :) Bið að heilsa í bili... Eygló útilegu-isti og kuldaskræfa... hehe ;)

Thursday, September 30, 2004

FLUTT !!! ;)

Í gær kláraði ég að flytja rúmið og skattholið og allt stóra dótið, fékk góða hjálp.. Mummi tengdó Örnu og Jóhann bróðir Davíðs komu með pallbíl úr sveitinni og fluttu draslið mitt.. Anna Sigga og Friðjón voru líka dugleg að hjálpa mér.. Við Anna Sigga rifjuðum upp smá minningar síðan við vorum að leigja saman... BÖNS skemmtilegur tími :) En nú er ég flutt til Örnu og fíla það massa vel, þarf ekki lengur að keyra lengst útí sveit til að fara heim að sofa heldur bara rétt að labba inní herbergi og leggjast útaf.. Snilld.is! Það er samt ótrúlega fyndið að sjá herbergið mitt.. kassar upp einn vegginn og rúm í restinni af herberginu.. En þetta komst samt allt fyrir, nema þvottavélin, Doris tengdó hennar Örnu ætlar að geyma hana fyrir mig í sveitinni, ótrúlega góð við mig :) núna er Arna á leiðinni til mín (hehe tala ennþá eins og ég búi í Skógarhlíðinni) að þrífa íbúðina fyrir mig og skila lyklinum, hún vill endilega gera þetta fyrir mig, ég er bara fegin! Ég ætla að þrífa sameignina fyrir hana í staðinn! En síðan Davíð fór þá hef ég skutlað og sótt Daníu Rut á leikskólann.. Það er ekkert smá gaman... Svo þegar maður kemur að sækja hana þá verður hún svo ánægð að sjá mann að maður bráðnar alveg.. Þær eru svo miklir gleðigjafar, hún og Sara Ísold :) Annars gengur allt sinn vanagang, fæ útborgað á morgun 115.076 kr, sem er ágætt. Sérstaklega þar sem ég þarf bara að borga 15þús í leigu en ekki 35þús:) En jæja, þetta er nú ekkert ægilega skemmtilegur pistill hjá mér, þarf að fara að finna lög og æfa mig fyrir Baugasel. Ætla nebbla að brillera þar með gítarspili :) Good luck 2 me! Það verður samt MASSA gaman þar.. Ótrúlega margir sem ætla að koma, finnst samt leiðinlegt að skilja Örnu eina eftir en þetta er bara laugardagskvöldið og komum heim á sunnudeginum... Veit ekki alveg kl hvað. En hafið það bara ótrúlega gott! Ég hef það betra en gott :) Var ótrúlega gama í vinnunni í dag eins og venjulega og það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt..... Verð fertug áður en ég veit af... Húff! God bless U all... ykkar uppáhalds Eygló

Tuesday, September 28, 2004

Hæ hó... .is.. HEHE ;)

Hæ allir sem lesa bloggið mitt ;) Ótrúlega lítið sem gerðist í dag, var að vinna 8-18 og þetta var massa skemmtilegur dagur, var í einhverju ægilegu spassakasti og hló eins og svín að einhveju sem var kannski ekkert svo fyndið, var líka svona í gær en þá sagði ég "voru vökvin eitthvað blómuð um helgina..." Ætlaði auðvitað að segja voru BLÓMIN e-ð vökvuð.... Og ég drapst úr hlátri af minni alkunnu snilld.. Hinum fannst þetta ekki eins fyndið og mér en hlógu samt. Ég borðaði bara fitness í dag í vinnunni, ein skál kl 10, önnur kl 12 og þriðja kl 15! Fjölbreytta fæðan... og auðvitað undanrenna með... jú drakk pepsí max í hádeginu með... Það hlýtur eiginlega að renna pepsi max í æðum mér, neh segi svona... En vitiði gaman...... Ég er að fara í Baugasel á laugardaginn eftir vinnu, ætlum fara unglingarnir, (þau okkar sem fara ekki á Nordica) þetta er lítill "notalegur" skáli, sem er kannski ekki svo notalegur því það er engin kynding þar heldur hitað upp með gasi, (minnir mig) man bara að síðast þegar ég fór þangað þá var mér sagt að við værum að fara í sumarbústað, og ég mætti í peysu og kvartbuxum.. En þá áttum við eftir að villast í blindbyl, það var brjáluð snjókoma og maður labbaði í snjó upp að hnjám... ég hélt í alvöru þá að ég yrði úti! Man líka að ég dó næstum úr kulda um nóttina, mín var samt með dúnsæng og í flónelnáttfötum... En þetta var í febrúar = MJÖG kalt.. Brrrr.. En við ætlum að fara og hafa gaman, ég ætla meira að segja að spila á gítar fyrir nærstadda... SVO mætið öll :) Sleppi bingóinu, vinn hvort eð er aldrei neitt... Hef ekkert meira að segja... Hafið það bara langskemmtilegast og farið öll í langan góðan göngutúr og hlustið á New Song með Natali Grant.. Endalaust flott lag, eða sitjið inni undir sæng með swiss miss í bolla og hlustið á vonda veðrið úti (sem reyndar er ekki) Lov u all.. Ykkar Glóus Indíanos ;)

Monday, September 27, 2004

Asni.is :)

Ég er svooo mikill snillingur að það er æði.. Ég eyddi óvart út blogginu mínu síðan í gær.. Setti "mánudagur" tvisvar inn og ætlaði að eyða öðru þeirra en eyddi hinu út í staðinn.. Zorry folks :)

Mánudagur...

Ég elska mánudaga! Flestir þola ekki mánudaga, því þá er yfirleitt langt í helgina, og allir elska helgar, þar með talið ég, en á mánudögum, fæ ég engar vörur í vinnunni og þetta verður svona dúllerí dagur þar sem ég er bara að þrífa borðið mitt (allt grænmetisborðið) og allt geggjað ísí! Lítið að gera og svona..Ekki misskilja, ég elska líka þegar mikið er að gera, mar verður e-ð svo important þá.. En eins og dagurinn var í dag, engir leiðinlegir yfirmenn að bögga mig... hmm, reyndar er alveg ótrúlega langt síðan ákveðin manneskja skammaði mig fyrir e-ð sem ég á ekki skilið, ég er líka búin að vera x-tra dugleg síðan í talningunni um daginn en þá vann ég í 18 klukkutíma og hef varla stoppað síðan.... Myndi helst vilja vinna 8-20 alla daga og aðra hvora helgi en ég má það bara ekki :( þá bara vinnur maður eins mikið og maður fær og sníkir svo aðeins meiri aukavinnu ;) Mar er snjall.. Hehe! Helsti ókosturinn við að hafa lítið að gera er að tíminn líður svooo hægt en samt var þessi dagur sokkalega fljótur að líða.... Er núna á eftir að fara að klára að flytja, á eftir að flytja skattholið, skrifborðið, skenkinn og rúmið, jú og hrikalega flotta hjólið mitt ;) Hlakka svo til að vera búin að selja bílinn og fara labba útum allan bæ! Dúða mig brjálað upp með flotta sjalið mitt ;) og svo má ekki gleyma tónlistinni sem ég ætla alltaf að hlusta á! Þetta á eftir að verða snilldarvetur, og ég spara og spara... Snilld.is x 1800 :) Íbúð? Afríka? Skóli? Húsgagnasmiður? Alltof margt sem mig langar... Erfitt að ákveða hvað skal gjöra í framtíðinni þegar ég verð búin að safna mér böns af pening! En jæja smá skoðanakönnun... Bingó með vinnunni eða unglingasamkoma á laugardaginn???? Langar bæði.... Eigið masssssa skemmtilegt kvöld! Mitt verður sveipað flutningum og kannski smá TV, Dont know... Until next time.... BYE honeys :) Glóulínus ;)

Saturday, September 25, 2004

Komin í bloggara hópinn... ;)

Jæja þá er Eygló farin að blogga, gaman að því, ætla ekki að reyna að vera málefnaleg eins og pabbi þó það væri gaman, kannski meira að segja frá hvað ég er að gera og kannski plönum mínum..... He he það eru sko spennandi tímar framundan, og skemmtilegir ;) Er að flytja um helgina og það er heilmikið puð, sérstaklega þegar ég alein í því öllu saman, og vá draslið sem maður á er endalaust, ég er nú þannig af Guði gerð að ég vil helst engu henda, fór nú samt í gegnum fataskápinn minn þegar ég pakkaði niður og ég var, mér til mikillar undrunar, dugleg að gefa það sem ég nota ekki eða er orðið of stórt... Gott að aðrir geta nýtt hlutina... Hins vegar á ég lítið af húsgögnum, ég á jú rúm, (er það húsgagn? varla..) skatthol, lítinn skenk og skrifborð.. og síðan alveg endalaust magn af búsáhöldum, glösum, afríkumunum, (sem ég safna) antikdóti sem amma hefur verið ótrúlega góð að gefa mér fullt af :) Og allt þetta drasl tekur pláss, er búin að flytja 16 kassa, og ætli helmingurinn sé ekki búinn, er í pínu pásu núna, á bara eftir að flytja drasl úr aukaherberginu og af baðinu, ætla gera það á morgun.. Smá stökk að fara úr 65 fm2 íbúð og í ca 10 fm2 herbergi, og ég sem á þvottavél og allt.. Gæti hæglega fyllt einbýlishús af innanstokksmunum.. ;) og þið sem ekki vitið þá er ég að flytja til systur minnar sem er svo heppin að vera meira að segja tvíburasystir mín... :) Hún og Davíð maðurinn hennar eru svo góð að leyfa mér að leigja af sér aukaherbergið sem þau eiga og ég mun spara 20þús á mánuði bara við það eitt að flytja til þeirra, legg nú þegar inn 20 þús á mánuði í sparnað og get hæglega farið uppí 50-60 þús þegar ég er búin að selja bílinn sem ég ætla að gera.. Ætla nebbla að spara vel í vetur og vera fótgangandi, búin að kaupa mér ógeðslega flotta gönguskó og allt.. Vantar bara hlýja og góða vetrarúlpu og þá er mín tilbúin í slaginn :) Jæja ég ætla að fara að halda áfram að flytja... það er svo mikið stuð, bara setja nógu skemmtilega tónlist á fóninn og þá er ALLTAF gaman :) Hafið það langbest, þess óskar ykkar eina sanna Eygló