Saturday, December 11, 2004

Hvítar skyrtur og rauðir jólaborðar......

Jæja! Í dag byrjaði það allt saman... Allir sem vinna í Hagkaup Akureyri þurfa að vera asnalegir fyrir jólin! Við þurfum öll að vera í hvítum skyrtum og með rauða jólaborða um hálsinn! Strákarnir reyndar sleppa betur en við gellurnar en þeir fá að vera með bindi!!! Sagði við Gunna yfirtölvusnilling (skiltagerðarmanninn minn) niðrí vinnu að það vantaði bara jólaseríu í hárið til að toppa lúkkið.... Hann tók sig samt vel út í lúkkinu sínu.. Ekki eru allir ánægðir með þetta.. Enda eldgömul tíska en "er búið að vera svona síðustu 30 ár eða e-ð" sagði ákveðin kona þegar henni var tjáð að þetta væri úrelt og með eindæmum hallærislegt! enda var líka brosað til mín oftar í dag en vanalega.. Og þá af vorkunn.. Held ég allavega ;) Dagurinn var brjálaður.. fólk er bara gjörsamlega að missa sig! Troðfull búð og nammibarinn hefur sitt aðdráttarafl... Seljum um 250 kg af nammi á hverjum laugardegi! Pæliði í því! Annars var ég að skemmta mér ógeðslega vel í vinnuni.. Held samt að ég sé komin í mesta jólaskapið niðrí vinnu enda var ég brjálað að reyna að fá alla í jólaskap með mér! Gekk misvel! Ég hlakka bara svo rosalega til jólanna.. Þetta er skemmtilegasti tími ársins að mínu mati.. Ég þarf reyndar að koma og vinna milli jóla og nýárs.. Það gat enginn unnið fyrir mig enda heil vika! Það er allt í lagi.. Ég fæ að heimsækja Helgu Maren og það verður án efa skemmtilegt.. Samt leitt að vera ein heima í 5 daga meðan ALLIR eru að hittast brjálað fyrir sunnan og hafa mergjað gaman og ég ein að vinna.. Nei nei ég á nú alveg vini sem ég má vonandi heimsækja eða kíkja í bíó með..... og ég get keypt mér 1944 grjónagraut og hey! ég kann á örbylgjuofninn! HEHEHEHEHE! Nei þetta verður fínt... Nema reikningurinn fyrir fluginu.. GEDT dýrt að fljúga.... Vá ég hef ekkert að segja nema e-ð um vinnunna.. how sad...... Kaupið ykkur jóladiskinn með Clay Aiken.. Er að hlusta á hann... Bestu lögin eru nr 6, 9 og 10!! Hlakka BILAÐ til að hitta ykkur um jólin... Lov U ALL :) Eygló jólastelpa ;)

5 comments:

Anonymous said...

HAHAHAHAHAHAHA.... LOL.:D sé þig fyrir mér, með borða um hálsinn:D:D:D ég er nú bara fegin að við erumbara í rauðum peysum, merktum nóatúni:d

Hlakka til að sjá þig:D

Yours Hrundus Grundus!

Erling.... said...

Leiðinlegt fyrir þig að fá ekki frí milli jóla og nýárs. En þú tekur þetta í nefið að skjótast og klára þessa vinnu ef ég þekki þig rétt.
Lu þinn Pabbi

Anonymous said...

Mér finnst rautt fara þér vel ;-Þ
Sjáumst eftir 10.
Þín glaðværa Gitta.

Anonymous said...

Hvað ertu að kvarta yfir einum jólaborða???? Vertu fegin að vinna ekki sem Stekkjastaur.... Nei segi bara svona. Mér finnst þú ýkt sæt og jólaleg með þennan borða um hálsinn. skemmtu þér vel í vinnunni!!! Þín Arna

Anonymous said...

Ég segi nú bara, brostu bara á móti þeim sem vorkenna þér og fáðu þá í jólaskapið með þér ;) Alltaf gaman að koma í búð og starfsfólkið er hresst og skemmtilegt :D
Annars finnst mér nú svoldið leiðinlegt að þú hafir ekki fengið neinn til að vinna fyrir þig en þetta verður fljótt að líða og áður en þú veist af ertu komin aftur suður :D
Það verður gedt gaman að "spenda" jólunum með þér og fleirum!!!
Hafðu það gott og njóttu jólaundibúningsins í tætlur!!
Þín uppáhalds stóra systir
Íris E