Wednesday, December 22, 2004

2 dagar......

................. Núna er ég búin að telja niður í 46 daga! Það eru bara alveg að koma jól, og það fer sko ekki framhjá manni ef maður vinnur í búð... Það var alveg brjál að gera í dag.. Fólk svona aðeins farið að versla jólagrænmetið þó svo að ég mæli með því að kaupa það á morgun frekar en í dag... Sérstaklega þá pokasalatið! En jæja nóg komið af búðartali! Las á blogginu hans pabba að hann lenti í einhverju sjónvarspsfólki í Smáralind sem vildi forvitnast um af hverju hann vaknaði svona snemma til að fara að versla.. (eins og hann hefði vaknað klukkan 7 til að drífa sig að versla) Geggjað fyndið! Pabbi minn verslar nebbla bara einu sinni á ári og það er til að kaupa jólagjafir!!! Snillingur hann pabbi! Ég er búin að næstum öllu. Kláraði að gera og skrifa jólakortin í gær.. Fór þá niðrá Glerártorg og það var sko röööð í póstinn en gott að koma því frá samt! Er löngu búin að kaupa jólagjafirnar og er búin að pakka þeim inn sem verða eftir hér fyrir norðan... Er búin að setja í vél og er hálfnuð að pakka niður... Gengur semsagt massa vel.. Ég er orðin brjálað spennt að fara suður.. ;) Ji jólin eru ALVEG að koma.. Annað kvöld þegar ég fer að sofa eru þau á morgun! Stutt.is! Bara að klára af daginn á morgun sem verður reyndar geðbilaður.. Það verður meira en MIKIÐ að gera en ég fæ góða hjálp.. svo bara fly away...... Jæja ég ætla að skrifa minnislista.. Má ekki gleyma neinu fyrir jólin.. Hafið það langbest um jólin og ég vona að ykkur líði öllum vel um jólin.. mín verða æðisleg.. Ég var að frétta að Íris og hennar maður og sætu dætur þeirra verða hjá pabba og mömmu á aðfangadag!!! :) :) Það verður endalaust gaman! Well love U all og sjáumst vonandi um jólin... Ykkar Eygló...... :)

No comments: