Monday, December 27, 2004

Jólin, jólin, jólin komu....

og fóru... eru samt ekkert alveg búin því að áramótin eru alveg eftir og það er nú alltaf skemmtilegt! Mín jól voru hreint út sagt æðisleg! Þau einkenndust af afslöppun og notalegheitum.. Ekkert stress í gangi og við bara nutum þess að vera saman fjölskyldan.. Ég flaug suður á Þorláksmessukvöld og vó það voru svo margir búnir að hræða mig að það yrði ekki flogið vegna veðurs að ég var orðin hrædd um að komast ekkert heim! En það var alveg flogið og ég var ÝKT fegin og glöð að komast loksins suður! Heimsóttum Kidda og co en þar hafði verið skötuveisla fyrr um kvöldið og fannst það alveg á lyktinni :/ Húff smellurinn.. Svo fórum við heim og ég pakkaði inn fullt af jólagjöfum og svo skreyttum við Hrund jólatréð sem er alltaf mjög gaman og alltaf gert á þorláksmessukvöld! Ein af hefðunum skemmtilegu ;) man nú ekkert hvenær ég fór að sofa en ég man að ég var mjög syfjuð og sofnaði örugglega áður en ég lagðist á koddann..... ZZZzzzz! Aðfangadagur! Ég var vöknuð um 10 og ég fékk í skóinn! Frábær jólasveinninn minn sko! Ég fékk Guinnes world record gullbókina! Ótrúlega gaman að skoða hana og ykkur til fróðleiks þá er stærsta sítróna sem ræktuð hefur verið 5,26 kg! geri aðrir betur.. Eða bara sleppi því ;Þ Við fengum okkur svo rúgbrauð með reyktum laxi og kæfu og öllu tilheyrandi.. Slúrp.is.. Og nátla jólaöl.. Þá tók við smá þrif og svo var nú dagurinn ÓTRÚLEGA fljótur að líða! Maður er víst að verða gamall!! Borðuðum kl 18 einn besta hamborgarhrygg sem ég hef smakkað.. þvílíkt mjúkt og safaríkt kjöt og brúnaðar kartöflur... Eruði orðin svöng?? Hehe :) Og svo var hrísgrjónagrautur með karamellurjóma í eftirrétt.. Íris kom öllum á óvart og fékk möndluna! Til hamingju með það.. Ég man ekki eftir að hún hafi fengið hana áður! Tókum þá upp ALLA pakkana sem var þvílíkt flóð... Íris, Karlott, Petra Rut og Katrín Tara voru hjá okkur og það var hrúga af pökkum.. Ég fékk 6 gjafir, 7 ef ég tel með konfektið frá Hagkaup! Ég fékk eldhúsklukku frá pabba og mömmu (ekki venjuleg heldur svona járnbautarlestargamaldags klukka, antikbrún) (GEÐVEIKT FLOTT.. var á óskalistanum) Fékk líka frá þeim nýjasta Palla Rós diskinn sem mig langaði mikið í! Frá Írisi og co fékk ég lampa sem er eins og aðventuljós með mjóum stönglum en er ekki aðventuljós (kemur ekki í þríhyrning) og bókina um bjölluna (bílinn) frá Örnu og co fékk ég afrískan stól eða svona gólfpúða sem er kollur eða stóll.. Ótrúlega flottur.. Frá Marokkó.. Frá Hrund fékk ég vanillubodylotion frá Body Shop (var á óskalistanum) og segul á ísskáp þar sem stendur hvað ég sé frábær systir! & frá Ellu Gittu fékk ég mergjað flottan töskukistil.. Massa kúl.. Þannig að nú er bara að drífa sig í greiðslumat og fara að drífa í að kaupa eitt stykki íbúð! Ji hvað ég hlakka til.. Fer vonandi á morgun í matið og læt ykkur svo vita hvernig gekk.. Við heimsóttum Hrefnu ömmu 2x og það var mjög gaman að fara til hennar en henni hefur hrakað mikið síðan ég sá hana síðast.. Sem var á ættarmóti síðasta sumar.. hún er algert yndi og hún var mjög hrifin að laufabrauðinu sem við færðum henni :) Krútt hún amma mín.. jæja ég kom heim með flugi í morgun og það var gaman að fljúga þó svo að ég hefði helst viljað vera bara alveg fyrir sunnan en vinnan gengur fyrir.. Tíminn líður líka svo rosalega hratt.. Áður en ég veit af er ég komin suður aftur og þá verður sko gaman því við verðum ÖLL fjölskyldan sem telur orðið 12 meðlimi (vorum 6 sumarið 2000)..... ótrúlega gaman að því ;) Jæja ég þarf að fara að slétta á mér hárið því ég ætla að fara í bíó kl 22 með Örnu, Önnu Siggu & Friðjóni, Árna, Jónu og ég veit ekki um fleiri.. Ætlum á Ocean's twelve.... Skemmtið ykkur vel og hafið það ótrúlega gott.. Ég hef það sko ótrúlega gott... Ykkar Eygló

2 comments:

Erling.... said...

Hlakka til að fá þig aftur suður. Gaman þegar öll "ættin" kemur saman.
Njóttu þín áfram.
LU þinn Pabbi

Anonymous said...

Já ég er alveg sammála því að þetta var sko gaman og kjötið!!! Hrikalega gott!!!
Það hefði verið gaman ef þú hefðir getað verið hér fyrir sunnan alla vikuna en það verður þá bara skemmtilegra að fá þig aftur suður á föstudaginn. Gangi þér vel og sjáumst hressar!!
kv. Íris