Hæ þið öll :) á föstudagsmorguninn stækkaði ég helling.. Ég varð ferföld móðursystir! Litla (bókstaflega) Katrín Tara Karlottsdóttir fæddist þá! Hún var 48 cm og 13 merkur... Lítil prinsessa.. Íris, Karlott og Petra Rut.. Brjálað mikið til hamingju með hana :) Við Arna og dætur hennar tvær brunuðum suður á föstudaginn.. Ég var svo spennt allan daginn í vinnunni að ég fékk að hætta rúmlega hálf 3 en átti að vera til 3... Gat bara ekki beðið lengur eftir að sjá nýjustu frænkuna.. Enda kíktum við strax um kvöldið þegar við vorum komnar til RVK! Pínu skondið að það koma bara stelpur frá pabba og mömmu... En ég kem þá bara með fyrsta strákinn en það verður samt löng bið í það... Hehe :) Það var endalaust gaman fyrir sunnan.. Á laugardagsmorguninn labbaði ég útí bakarí því amma og Ella Gitta og Kiddi voru væntanleg.. Þau komu í heimsókn og það var gedt gaman að hitta þau öll.. Svo fórum við í bæinn eins og góðra kvenna er siður.. ég verslaði nú lítið enda búin að kaupa allar jólagjafirnar! Keypti fullt af nammi í HK í kringlunni og fórum svo til Írisar og familíu og kíktum aftur á Katrínu Töru og mjög svo stoltu systir hennar sem hafði líka mjög gaman að því að sýna mér herbergið sitt :) :) fórum þaðan um hálf átta systurnar og ákváðum að kaupa kvöldmat á KFC.. Gerðum það og færðum pabba og mömmu og borðuðum svo þennan brjálað góða barbeque mat... M-M-M!Teddi og Kata komu svo um kvöldið og Kata kom með risa poka af förum og gaf okkur.. Margt mjög flott og sumt frekar náttfatalegt... HAHA, þið fattið sem voruð á staðnum!!! TAKK Kata :) Í hádeginu á sunnudeginum fengum við kjúkling... meiriháttar góður! Lögðum svo af stað heim um hálf fjögur! Með söknuð í hjarta.... Hehe.. Vorum komnar heim klukkan hálf tíu þrátt fyrir klukkutíma stopp á Blönduósi.. Svo bara tók við vinna og þetta var fínn dagur.. Það er reyndar geðveikt rifrildi í gangi milli verslunarstjórans og starfsmannafélagsins en það verður útkljáð á starfsmannafundi sem er í kvöld klukkan hálf 9! Hlakka geðveikt til að heyra rifrildið vegna þess að mér finnst verslunarstjórinn ekki skemmtilegur og hlakka til að heyra rökin sem hún kemur með! Ég sagði mig líka úr starfsmannafélaginu í dag! Jæja nóg af bulli! Veit ekki alveg hvort ég nái að redda fríinu milli jóla en yfirmaður minn var ekki jákvæður með það :( En við sjáum til, ekki er öll von úti enn! Ein ábending á GEÐVEIKT flott jólalag... Clay Aiken og lagið Mary did U know á disknum Merry Christmas With Love!!! Brjálað flott lag, ég söng sko H-stöfum með :) annars bara hafið það gott þangað til næst... Arna og stelpurnar eru búnar að vera með gubbupest! Ég skal EKKI verða veik!! Ykkar Eygló stolta móðursystir sem á sætustu systradætur í HEIMI!! ;)
Monday, December 06, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já þetta var rosalega skemmtileg ferð og gaman að kíkja á Katrínu Töru:):) En...segir maður ekki FJÓRföld en ekki ferföld????????????????? Bara svona smá stafsetningarpæling;);) Þín Arna
GÆS.. er gott mottó. Það er að segja skammstöfunin gæs. GET - ÆTLA - SKAL mottóið.
Keep on
Lu þinn pabbi
Post a Comment