Thursday, April 26, 2007

Nóatúnssagan mikla!

Það var þann 11.apríl síðastliðinn að ég mætti til vinnu kl 14. á seinnipartsvakt og ég bara í glimrandi góðu skapi. Þetta var miðvikudagur eftir páska og ég hafði verið í fríi daginn áður.

Verslunarstjórinn (nýráðinn og búinn að vera í vinnu í mánuð) kallaði á mig inn á skrifstofu til sín og tjáði mér það að hann væri ekki nógu ánægður með mig. Hann gat lítið rökstutt þetta mat sitt en tjáði mér að hann væri þegar búinn að ráða nýjan vaktstjóra í minn stað og ég ætti að byrja næsta mánudag að sjá um heimsendingar í búðinni. Mér brá nú töluvert því að ég vissi ekki betur en að ég hafi stundað mína vinnu vel og staðið mig vel. Jæja ég var nú í svolitlu uppnámi en sagðist ætla að skoða þetta, mér leist auðvitað ekkert á þetta.

Mér fannst nú að þeir hefðu getað sýnt þann manndóm að boða mig í viðtal og gefa mér tækifæri á að bæta það sem þeir voru ósáttir við í stað þess að ráða einhvern inn í mitt starf án þess að ég hefði nokkuð um það að segja! Rosalega skrýtin vinnubrögð!

Langaði fyrst að gráta en sleppti því. Ég spurði hann svo svolitlu síðar hvort þeir mættu gera þetta. Hann sagði já svo ég spurði aftur hvort þeir væru með lögin á bakvið sig, hann tjáði mér að svo væri. Ég sagðist nú samt ætla að láta kanna það fyrir mig! (Heppin ég að pabbi er lögfræðingur) pabbi sat svo yfir þessu um kvöldið og fann m.a dóm sem hafði fallið fyrir héraðsdómi fyrir nokkrum árum. það mál var alveg eins og mitt nema um var að ræða konu sem var verslunarstjóri og eigandinn færði hana svona fyrirvaralaust niður í starfi. Hún gekk út, kærði og vann málið. Þeir urðu að borga henni 3ja mánaða uppsagnarfrestinn!

Ég leit á þetta sem fyrirvaralausa uppsögn þessa tilfærslu á starfi mínu og var í fullum rétti til að ganga út og krefjast launa í 3 mánuði. Sem ég og gerði. Pabbi fór með mál mitt daginn eftir í næstæðsta mann Kaupáss (man því miður ekki nafnið) og þeim fannst þetta skrýtin vinnubrögð verslunarstjórans. Fljótlega hringdi rekstrastjórinn í mig og dró allt til baka og bað mig að koma aftur til vinnu. Hann sagði mér einnig að þetta yrði dregið tilbaka skriflega, ég mátti meira að segja velja mér búð! En ég hafði engan áhuga á að fara aftur að vinna fyrir þá og hafnaði því alfarið að vinna aftur hjá þeim. Þetta var brot á ráðningarsamningi! Algjört! Fyrir utan niðurlæginguna og mannorðshnekkir. Hefði aldrei farið að vinna aftur fyrir verslunarstjórann sem kom svona fram.

Pabbi skrifaði fyrir mig lögfræðibréf til rekstrarstjórans þar sem hann hafnaði því að ég kæmi aftur til vinnu og krafðist launa í 3 mánuði. Þeir sögðust nú bara aldrei gera svoleiðis, þ.e að borga uppsagnarfrestinn. Ég krafðist þess nú samt og pabbi gerði þeim það alveg ljóst að ef þeir myndu neita að borga að þá færum við bara með málið áfram. Þetta var 12.apríl.

Ég fór þennan sama fimmtudag með lyklana upp í vinnu og kvaddi fólkið, það var svooo skrýtin tilfinning, yfirleitt þegar maður hættir í vinnu þá hefur maður nægan tíma til að kveðja og segja öllum (sem það á við) að það hafi verið gaman að vinna með þér, o.s.frv! Ég talaði við 3 manneskjur og hefði viljað ná af fleirum en það verður bara að hafa það!

Í fyrradag fékk ég svo ábyrgðarbréf sent frá rekstrarstjóra Nóatúns þar sem hann tjáir mér að þeir muni borga mér apríl laun og 3ja mánaða uppsagnarfrestinn!!! (Það sem þeir gera sko aldrei!!) Algjör sigur fyrir mig!! Ég er bara búin að vera að njóta lífsins síðan þetta gerðist en er að sækja um vinnur og fer að vinna mjög fljótlega :)

Pabbi - takk KÆRLEGA fyrir alla hjálpina!! Algjörlega ómetanleg :) Þú ert besti pabbi í öllum heiminum :) Heppin ég ;) TAKK TAKK TAKK

Ég gæti sagt svo miklu meira um þetta leiðindamál en læt staðar numið hér! Ég er nú yfirleitt ljúf og góð en ég læt ekki vaða svona harkalega yfir mig! Takk fyrir..

Eyglóin – í SIGURVÍMU

Thursday, April 19, 2007

:)





Gleðilegt sumar elsku lesendur! Njótið dagsins alveg í botn!!

Wednesday, April 18, 2007

Snilld!

Á sléttlendi heldur þúfan að hún sé fjall!!

Sunday, April 15, 2007

Sumarbústaðaferðin :)











Fórum af stað í bústaðinn á föstudaginn kl 16 :) Æðislegt að ná að leggja svona snemma af stað en Bjössi var búinn eilítið fyrr í vinnunni svo að við fórum bara eins fljótt og auðið var ;)
Komum við hjá pabba og mömmu til að fá regngalla lánaða því að veðurspáin spáði mikilli rigningu :) Sem reyndist svo sannspá!! ...
Vorum svo komin rúmlega 18 í bústaðinn og var hann svona líka kósý, svokallaður A-bústaður eða eins og tjald í laginu, gamall en rosalega notalegur :) Leigðum hann hjá vélstjórafélaginu.. allt mjög fínt þarna! Elduðum okkur urrriðann sem Bjössi veiddi um daginn og tókst það alveg ljómandi vel.. Grillið var gaslaust svo að við gátum ekki grillað hann en við grilluðum hann því í ofninum, riiisagóður, hvítlauks og steinselju kryddaður, slúrp! Fórum svo í pottinn um kvöldið og það var ekkert smá notalegt! Og ég gerði mér lítið fyrir og synti mitt eina bringusundtak yfir á hinn bakkann.. (sbr síðustu færslu) hehe... En það var kósý að vera í pottinum.. Spiluðum svo yatzy og rommí til skiptis og skemmtum okkur stórvel :)
Á laugardeginum var sofið til ca 10.. Hefði svo sem alveg getað sofið lengur en bakið mitt neitaði, enda ekki alveg bestu dýnurnar þarna :/ Við fórum aðeins í Minni-Borg til að fá nýjan gaskút og svo skutumst við á Selfoss og fórum aðeins í Bónus, komum svo AFTUR við hjá pabba og mömmu og fengum lánuð fleiri handklæði því að þessi 2 sem við tókum með voru ekki lengi að rennblotna eftir pottarferðina.. Fórum svo aftur í bústaðinn og klæddum okkur vel til að fara út að labba og skoða umhverfið! Það var fínt, ég var í brjáluðum regnstakk af Hrund en ekki rigndi dropi meðan við vorum úti en það var þó gott að vera tilbúin fyrir rigninguna :) Skelltum okkur aftur í pottinn áður en við ætluðum að grilla svínakótiletturnar :) Það var voðakósý nema hann var ALLTOF heitur fyrst og tók svolítinn tíma að kæla hann niður... Grilluðum svo um kvöldið og höfðum það kósý saman og fórum svo í 3ja og síðasta skiptið í pottinn :)
Svaf til 9 í morgun, var orðið alveg vel illt í bakinu og gat því ekki sofið lengur.. fór því niður og fékk mér að borða, fljótlega heyrði ég umgang uppi og var þá Bjössi að koma á fætur :) Mér til mikillar ánægju! Lögðum okkur svo aftur og fórum svo að taka saman um hádegið.. Vorum farin kl 13:30! Keyrðum Þingvallaleiðina heim og var það mjöög skemmtilegt! Kíktum á Almannagjá og vá flott sko, einn hafði hent debetkortinu sínu þar ofan í og fannst okkur það frekar skondið! En gaman að koma þarna :)
Enduðum svo helgina á að grilla hérna heima (home sweet home) með Örnu og Hrund.. Gaman það :) Er samt e-ð voða lúin og fer örugglega snemma að sofa..
Eigið góða vinnuviku elskurnar og mín vika verður örugglega góð :)
Ykkar Eygló sem hlakkar til að fara í næsta ferðalag :) Svo gaman!

Thursday, April 12, 2007

Sumarbústaður :)

Jibbý jei sko :)

Við hjónin erum að fara í sumarbústaðarferð um helgina ;) :) Mikið svakalega hlakka ég til! Ætluðum að fara í febrúar en þá fékk Bjössi flensuna svo að það frestaðist um sinn! Ákváðum svo eftir páskahelgina þar sem ég átti nú þá vinnuhelgi að skella okkur í smá "slappa af ferð"! Fengum bústað leigðan hjá vélstjórafélaginu og förum beint eftir vinnu hjá Bjössa á morgun, ég ætla að pakka niður í kvöld og klára svo á morgun að gera okkur alveg klár :) alltaf gaman að fara í smá svona ferðalög :) We love it!

Ætlum að grilla urriðann sem Bjössi veiddi annað kvöld og svo svínakótilettur laugardagskvöldið :) Fórum í Bónus áðan og versluðum inn svo að okkur ætti ekki að væsa um neitt :) Og svo er nú heitur pottur á veröndinni og það verður notalegt að stinga sér í hann (eða bara setjast og synda svo eitt bringusundstak yfir) Hehe ;) Þetta verður allavega mjög notaleg ferð og ég hlakka mikið til :)

Jæja ætla að fara að þurrka af og ryksuga :) Með tónlist á "fullu" ekki má nú alveg æra nágrannana enda er það ekki beint líkt mér ;)

Verið margblessuð og Eygló hin margblessaða og hamingjusama kveður í bili ;)

Eitt í lokin:

"Sá sem er seinn til reiði, er betri en kappi, og sá sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá sem vinnur borgir." Orðskv. 16:32

Tuesday, April 10, 2007

Páskar og fleira :)




Óendanlega flotta páskaeggið sem ég bjó til sjálf handa Bjössa mínum :) Það var svo stórt að við borðuðum það svo saman :) Þvílíkt gaman að gera svona sjálf!!!
Páskarnir voru alveg æðislegir, en eins og venja er þá var ég auðvita að vinna þá daga sem ekki bar lokað, ég er bara svo heppin að eiga alltaf vinnuhelgi þegar hátíðir eru! EN, það má samt gera gott úr þeim dögum sem ég var í fríi. Við kíktum á samkomu á föstudaginn langa og var hún bara mjög góð :) Þegar heim var komið elduðum við hamborgarhrygg, ég fékk hann í jólagjöf frá vinnunni og var kominn tími til að elda hann. við áttum svo hálfs árs brúðkaupsafmæli daginn eftir svo að þetta var tilvalið svona "til að halda uppá það matur" matargerðin heppnaðist mjöööög vel, viðhöfum aldrei eldað svona "jólamat" áður og tókst það ótrúlega vel miðað við það! Ég brúnaði kartöflur og það var það eina sem ekki heppnaðist fullkomlega.. En ég brenndi þær samt ekki!!! Verð bara að taka það fram...
Svo var ég nú bara að vinna frá 9-21 á laugardaginn og ekkert skemmtilegt um það að segja ;)
Páskadagur : Ég vaknaði frekar snemma! Var svo vön að fara þá á fullt að leita að páskaegginu mínu, en þetta árið var því öðruvísi farið! Orðin gift kona, og var hvort eð er búin að sjá páskaeggið "mitt" þar sem bjó það jú til sjálf! En ég saknaði þess nú samt að þurfa ekki að leita ;) Vorum komin til pabba og mömmu um 12:30, en þau bjuggust við okkur um 14,15 svo að það var gaman að koma aðeins fyrr og vera með þeim að borða páskaeggin :) Íris og Karlott komu svo um 2 minnir mig og það var æði að vera svona öll saman, okkur var öllum boðið í mat um kvöldið og auðvitað vildum við allar koma fyrr :) Í matinn var svo lambalæri og hryggur og svona gamaldags brún sósa með kartöflum og gulum baunum, svona "hlaupa heim úr sunnudagaskólanum - matur" Mmmmmmm góður! Í eftirrétt var svo leyndarmál, það mátti enginn koma inní eldhús meðan pabbi lagði lokahönd á leyndóið! Og svo TA-Ra... Það var grjónagrautur með karamellurjómanum sem er jólaeftirrétturinn okkar... Hann er bara OF góður til að borða bara einu sinni á ári!! Algjörlega ómótstæðilegur! Það var einnig ís í eftirrétt sem Bjössi bjó til og voru þeir líka alveg hrikalega góðir... Pabbi bjó líka til karamellu eins og hann gerði alltaf annað slagið þegar við systurnar vorum litlar.. Og slúrp :) jammí góð sko! Well, fórum svo heim kl 22:30 um kvöldið eftir mjög vel heppnaðan dag!
Bjössi fór að veiða í gær með pabba og Karlott, og hann veiddi einn urriða 3ja punda sem við ætlum fljótlega að grilla, snillingur maðurinn :) Ein montin ... hehe! já og ég var að vinna í gær 10-21 svo að ég er í fríi í dag, ætla að pússa eins og eina til tvær hansahillur :) búin að pússa eina og bera á hana olíu og munurinn er roosalegur!
Njótið nú lífsins :)
Verið blessuð og þangað til næst :
Bæ :)