Thursday, April 26, 2007

Nóatúnssagan mikla!

Það var þann 11.apríl síðastliðinn að ég mætti til vinnu kl 14. á seinnipartsvakt og ég bara í glimrandi góðu skapi. Þetta var miðvikudagur eftir páska og ég hafði verið í fríi daginn áður.

Verslunarstjórinn (nýráðinn og búinn að vera í vinnu í mánuð) kallaði á mig inn á skrifstofu til sín og tjáði mér það að hann væri ekki nógu ánægður með mig. Hann gat lítið rökstutt þetta mat sitt en tjáði mér að hann væri þegar búinn að ráða nýjan vaktstjóra í minn stað og ég ætti að byrja næsta mánudag að sjá um heimsendingar í búðinni. Mér brá nú töluvert því að ég vissi ekki betur en að ég hafi stundað mína vinnu vel og staðið mig vel. Jæja ég var nú í svolitlu uppnámi en sagðist ætla að skoða þetta, mér leist auðvitað ekkert á þetta.

Mér fannst nú að þeir hefðu getað sýnt þann manndóm að boða mig í viðtal og gefa mér tækifæri á að bæta það sem þeir voru ósáttir við í stað þess að ráða einhvern inn í mitt starf án þess að ég hefði nokkuð um það að segja! Rosalega skrýtin vinnubrögð!

Langaði fyrst að gráta en sleppti því. Ég spurði hann svo svolitlu síðar hvort þeir mættu gera þetta. Hann sagði já svo ég spurði aftur hvort þeir væru með lögin á bakvið sig, hann tjáði mér að svo væri. Ég sagðist nú samt ætla að láta kanna það fyrir mig! (Heppin ég að pabbi er lögfræðingur) pabbi sat svo yfir þessu um kvöldið og fann m.a dóm sem hafði fallið fyrir héraðsdómi fyrir nokkrum árum. það mál var alveg eins og mitt nema um var að ræða konu sem var verslunarstjóri og eigandinn færði hana svona fyrirvaralaust niður í starfi. Hún gekk út, kærði og vann málið. Þeir urðu að borga henni 3ja mánaða uppsagnarfrestinn!

Ég leit á þetta sem fyrirvaralausa uppsögn þessa tilfærslu á starfi mínu og var í fullum rétti til að ganga út og krefjast launa í 3 mánuði. Sem ég og gerði. Pabbi fór með mál mitt daginn eftir í næstæðsta mann Kaupáss (man því miður ekki nafnið) og þeim fannst þetta skrýtin vinnubrögð verslunarstjórans. Fljótlega hringdi rekstrastjórinn í mig og dró allt til baka og bað mig að koma aftur til vinnu. Hann sagði mér einnig að þetta yrði dregið tilbaka skriflega, ég mátti meira að segja velja mér búð! En ég hafði engan áhuga á að fara aftur að vinna fyrir þá og hafnaði því alfarið að vinna aftur hjá þeim. Þetta var brot á ráðningarsamningi! Algjört! Fyrir utan niðurlæginguna og mannorðshnekkir. Hefði aldrei farið að vinna aftur fyrir verslunarstjórann sem kom svona fram.

Pabbi skrifaði fyrir mig lögfræðibréf til rekstrarstjórans þar sem hann hafnaði því að ég kæmi aftur til vinnu og krafðist launa í 3 mánuði. Þeir sögðust nú bara aldrei gera svoleiðis, þ.e að borga uppsagnarfrestinn. Ég krafðist þess nú samt og pabbi gerði þeim það alveg ljóst að ef þeir myndu neita að borga að þá færum við bara með málið áfram. Þetta var 12.apríl.

Ég fór þennan sama fimmtudag með lyklana upp í vinnu og kvaddi fólkið, það var svooo skrýtin tilfinning, yfirleitt þegar maður hættir í vinnu þá hefur maður nægan tíma til að kveðja og segja öllum (sem það á við) að það hafi verið gaman að vinna með þér, o.s.frv! Ég talaði við 3 manneskjur og hefði viljað ná af fleirum en það verður bara að hafa það!

Í fyrradag fékk ég svo ábyrgðarbréf sent frá rekstrarstjóra Nóatúns þar sem hann tjáir mér að þeir muni borga mér apríl laun og 3ja mánaða uppsagnarfrestinn!!! (Það sem þeir gera sko aldrei!!) Algjör sigur fyrir mig!! Ég er bara búin að vera að njóta lífsins síðan þetta gerðist en er að sækja um vinnur og fer að vinna mjög fljótlega :)

Pabbi - takk KÆRLEGA fyrir alla hjálpina!! Algjörlega ómetanleg :) Þú ert besti pabbi í öllum heiminum :) Heppin ég ;) TAKK TAKK TAKK

Ég gæti sagt svo miklu meira um þetta leiðindamál en læt staðar numið hér! Ég er nú yfirleitt ljúf og góð en ég læt ekki vaða svona harkalega yfir mig! Takk fyrir..

Eyglóin – í SIGURVÍMU

10 comments:

Anonymous said...

You go girl, flott hjá þér að standa upp fyrir sjálfri þér og gefast ekki upp, barasta flott hjá þér :) Vonandi færðu nú samt fljótlega góða vinnu með góðum vinnutíma OG GÓÐUM LAUNUM :) Hafðu það gott:)
Kveðja, Nada

Íris said...

Gott hjá þér skvís!!!
Er stolt af þér að hafa ekki látið vaða yfir þit og innilega til hamingju með sigurinn!!
Your sis Íris

Anonymous said...

Elsku Eygló !
Þú ert sko mín manneskja að láta ekki einhvern troða yfir þig á skítugum skónum. Ég skil vel að yfirstjórn Kaupáss hafi ekki viljað missa "svo góðan spón úr aski sínum" sem þú ert .
Ég óska þér innilega til hamingju með SIGURINN og veit að þú færð bráðum vinnu.
þín UPPÁHALDS
Sirrý litla

Anonymous said...

Ég á ekki til orð!!! en vonandi ertu að fara í betri vinnu!!! og ég líka :) segi þér betur frá þegar ég hitti þig... og þú mér!!!
sjáumst í næstu viku :)
knús
Sonja

Anonymous said...

Elsku Eyglóin mín! Gott hjá þér að láta þessa aula ekki komast upp með svona endemis vitleysu! Algjörlega þeirra missir. ( get nú ekki sagt annað en mér finnst þeir vera sauðir. Vissu greinilega ekki hvað þeir höfðu í höndunum. ) Gleðilegt sumar annars og vonandi hefurðu það ofurgott!

Kær kveðja

Erling.... said...

Við erum góð saman...!
LU þinn pabbi

Anonymous said...

Hehehehe, jahá þeirra missir. Til hamingju með launasigurinn dúllan mín. Þú ert frábær:):) Arna systir

Anonymous said...

Vá til hamingju með þetta. Ótrúlega gott hjá þér að berjast fyrir þínum rétti..& líka heppin að hafa pabba þinn til að hjálpa þér.

Anonymous said...

Plebbafyrirtæki maður!
Gulla litla getur loksins hrósað happi, með einhvern lúðagutta sem undirmann (hún hefur þá allavega einhvern undirmann) ;)
Við eigum svo töff pabba, og þeir geta bara verið fegnir að hann varð ekki alvarlega pissed út í þá því þá hefðu þeir fengið að algjörlega að kenna á því:D
-Réttlætiskenndin í þessari fjölskyldu er rosaleg!!
hehe við erum svöl....
love love - og til hamingju með þetta...
keep it up
-youngsterinn

Anonymous said...

Ég er stolt af þér, gott hjá þér að láta ekki koma svona fram við þig. Svo færðu bara betri vinnu, ekki spurnig og þeir verða heppnir sem ráða þig. Elska þig gull. Mamman