Friday, October 22, 2004

Hálsbólga.is.....

HÆ alle sammen.... Síðan síðast hefur heilmargt gerst! Niðustöðurnar skiluðu sér loksins, lifrin bólgnari en ekkert kom útúr hálsastrokunum.. Ég fékk þessa ógeðslega slæmu hálsbólgu og var alltaf að drepast á nóttunni... Fékk mér stundum batnidrykk til að lina hálsinn! Eina nóttina (19.okt) þá fór ég fram úr til að sjóða mér vatn og gera mér batnidrykk, geri það og sest uppí rúm og ætla að fara að sötra á batnimeðalinu.. NEMA HVAÐ! Ég missti sjóðheita drykkinn beint yfir lærin á mér og rak upp skaðræðisöskur þar sem þetta var það versta í heiminum (gleymdi meira að segja að mér væri illt í hálsinum, öskraði bara af lífsins sálarkröftum) Arna og Davið vöknuðu við mig og Arna hélt að maðurinn á hæðinni fyrir ofan hefði verið að berja konuna sína en það var bara klaufinn ég að brenna mig! Við tók kæling dauðans og Arna hjúkkan mín vaknaði með mér (þetta gerðist kl 3:33) og skipti um kalda bakstra langt fram undir morgun! Hún bjargað mér ALVEG! Gott að eiga Örnu :) Svo fékk bar ég e-ð aloe vera gel forte ás brunasárin sem virkaði mjög vel..... Svo kom dagurinn.. Sem leið í þjáningu yfir að geta varla kyngt.. Læknirinn sem hefur annast mig vildi senda mig til háls-nef og eyrnasérfræðings því að ég talaði eins og ég væri með kartöflu í munninum! Ég fór til hans og vonaði að hann myndi gera kraftaverk og að mér myndi líða miklu betur eftir heimsókn til hans.. En nei.. Bara mjög slæm hálsbólga, ekkert hægt að gera og þessi veiki getur tekið altt uppí 6 vikur!! OG ég var 3000 kr fátækari! Vá mér leið betur.. Eða e-ð.. Mamma og pabbi vildu ólm fá mig suður enda var mig farið að vanta pabba og mömmu, maður verður svo lítill í sér þegar maður er svona lasinn! líka kominn tími á að gefa Örnunni minni frí sem hefur gert ALLT fyrir mig og meira til! Ég átti flug um 8 á þriðjudaginn og var komin suður um hálf tíu.. Kom þota að sækja mig og allt... Maður á nú pabba sem er að verða lögfræðingur! Mikið var gott að komast suður og ég alveg táraðist þegar ég var að labba útúr flugvélinni því ég vissi að þau væru að bíða eftir veiku Eyglóinni sinni :) (Væmni væmn) Er búin að vera hér 3 daga og síðasta nótt var fyrsta nóttin sem ég svaf næstum alla nóttina og þurfti ekkert að vekja mömmu vegna verkja.. eða til að fá knús.. Ég á sko bestu mömmu í heiminum! Ég er búin að lifa á frostpinnum og ís með mjólk útá.. Gott að fá e-ð ískalt í hálsinn! Svo í morgun þegar mér leið betur í hálsinum ætlaði ég að fá mér "alvöru" mat... Kíkti í ísskápinn og endaði á að fá mér ostasneiðar og drakk fjörmjólk með... Mmmm.is! Ég held núna í alvöru að mér sé að batna en ég lofa engu... Vona bara það besta.. Það hjálpar alltaf til að vera hjá pabba og mömmu og það gleður mig líka óendanlega mikið að fá sms.... Smá hint 2 everyone! Kiddi á hrós skilið fyrir sms dugnað! Kiddi þú ert frábær :) Hafið það öll sem best og kyngið öll 10x fyrir mig og njótið þess.... Hehe :9 Ykkar einasta Eygló

Monday, October 18, 2004

Ógeð.is!!!!

Jæja núna er ég orðin mjög þreytt á þessari veiki! Ég fékk hálsbólgu fyrir nokkrum dögum einmitt þegar ég hélt að mér væri aðeins farið að batna.. Vaknaði í nótt klukkan 3, að deyja gjörsamlega úr verkjum! Ógeðslega sárt að kyngja og svo var eins og eyrað á mér væri að springa.. Ég var andvaka til að verða 8 en þá fór ég í blóðprufu, læknirinn kom og skoðaði mig og tók stroku úr hálsinum mínum, og kíkti í eyrun, það er einhver vökvi í hægra eyra en það á víst að hverfa þegar mér batnar.. Svo ætlaði ég að fara í apótekið en það var lokað.. Vantar parkódín.. Það hefur samt hjálpað að fá batnidrykkinn hans pabba.. Það er SJÓÐheitt vatn með hunangi útí og hálsbrjóstsykri.. Það slær aðeins á en mætti slá lengur á.. Ef þið fattið.. Var að sms-a stelpunni sem vinnur með mér á morgnanna. Hún er snillingur :) Hún er búin að vera að vinna líka e-ð eftir hádegið útaf veikindunum mínum.. Alger hetja.. Hún hefur svo miklar áhyggjur af því að ég komi of snemma í vinnu og slái niður.. Sem ég verð að passa mig að gera ekki! Önnur stelpa sem er að vinna með mér var í botnlangauppskurði þannig að það er allt í klessu niðrí vinnu og yfirmaður minn lætur eins og ég sé að fara að mæta á morgun! Skrýtið.is.... Jæja núna er ég aðallega að bíða eftir niðurstöðunum úr blóðprufunni og hálsastrokunni! Svo fer ég kannski suður á morgun.. Alltaf gott að vera hjá pabba og mömmu þegar maður er lasinn og gefa Örnunni minni frí! Sem er, by the way, búin að vera svoooooo dugleg að dekra við mig á allan hátt.. Elda handa mér hafragraut, gera batnidrykkinn og koma með kaldan þvottapoka og setja á ennið mitt.. Ég elska þig Arnan mín :) Jæja eigið öll góðan dag og skemmtið ykkur svolítið fyrir mig og njótið þess að mega fara út ;) Ykkar lasarusína Eygló

Saturday, October 16, 2004

PIZZA :) :)

MMM bara segja ykkur að ég pantaði mér pizzu... 12" frá Domino's! Geðveikt góð.. Fékk mér með pepperóní, sveppum OG aukaosti... Slúrp.is :) Svo á ég nóg eftir til að borða á morgun.. Þetta er samt rán... Ég borgaði 1625 kr fyrir eina pizzu! Engar brauðstangir eða neitt... Gat nátla ekki sótt því ég er föst heima.. En ég tímdi þessu alveg. Búin að lifa á kellog's kornflögum í viku... Hafið það gott.. Ykkar Eygló ríka :)

Mér DREPLEIÐIST!!

Hvað á maður að gera þegar manni leiðist? Maður er einn heima hundlasinn og ekkert í sjónvarpinu og ekkert bókstaflega hægt að gera? Ég var geðveikt bjartsýn í gær að mér væri nú aðeins að batna og var bara mjög ánægð með það.. Nei nei vaknaði með hrúgu hálsbólgu og það er eins og ég sé með kartöflu í hálsinum þegar ég tala.. Ég er orðin "nett" pirruð á að vera lasin, finnst þetta sko komið nóg! Það er ekkert leiðinlegra en að hanga inni allan liðlangan daginn og allt svo eins! Hef núna ekkert farið út í heila viku! Bara þrisvar á 2 vikum! Ég bara bíð spennt eftir að batna.. Ég fer í blóðprufu á mánudaginn til að tékka á lifrinni og miltanu, hvort það sé að minnka bólgan.. Arna og Davíð fóru í sveitina og ég er að pæla hvort ég eigi að panta mér pizzu í kvöldmatinn, en það er eiginlega sóun því ég mun örugglega borða lítið, hef ekki mikla matarlyst, er búin að borða eina skál af kellogs í dag og ís. Hef meira að segja drukkið ótrúlega lítið pepsi max undanfarið og þá hlýtur Glói að vera veikur! jæja ég ætla að fara að gera e-ð... Kannski finn ég einhverja bók til að lesa eða fer að pússla.. Eigið öll ánægjulegan dag og helgi.. Ykkar uppáhalds Eygló

Thursday, October 14, 2004

Well well....

Jæja þá.. Við erum búin að vera tölvulaus í alltof langan tíma, ég er reyndar ennþá lasin og búin að vera það í næstum 2 vikur! Ég er með einkirningasótt sem lýsir sér í háum hita, bólgnum eitlum, bólginni lifur og milta og allskonar hellings aukabónus... Ég er til dæmis búin að fá mér (eða það kom bara sko...) sílíkon í augnlokin.. hahahahaha.. það er ótrúlegt hvað þau eru bólgin og asnaleg, ég er líklegast með einhvern augnvírus en það er bara sandkorn í hrúguna.Ég hef alveg ekkert að segja nema þessar 2 vikur hafa verið þær verstu í lífi mínu, mér hefur aldrei liðið svna illa! Enda er ég hætt við að fara till Afríku, hver veit hvaða sjúkdóma maður getur fengið þar? Og þá er engin Arna til að dekra við mann og hvað þá mamma eða pabbi! Allavega eins og staðan er núna þá langar mig bara að batna og fara að komast í vinnuna! Hlakka meira en ALLT til að komast í vinnuna, ég verð samt að passa að ofreyna mig ekki þar því að ég geri ekki annað allan daginn en að lyfta kössum og ég má víst ekki reyna of mikið á mig.. Jæja hef ekkert meira að segja.. Knús til ykkar allra. Ykkar Eygló sem er þreytt á að vera lasin..

Monday, October 04, 2004

Lasin :(

HÆ... Mín er lasin og það er sko ekki skemmtilegt! Er með 38.8 stiga hita og höfuðverk, svima og fullt.. Ekki gaman, ætlaði þvílíkt að fara í vinnuna í gær og var að fara að slétta á mér hárið þegar ég mundi að mamma hafði sagt mér að mæla mig þar sem ég var búin að vera hálfslöpp, og mín var bara með hita, ekki kannski skrýtið að mér væri búið að vera svona kalt. Þannig að ég ákvað að fara ekki í vinnuna þó svo að mig hafi langað, hefði ekki getað gert neitt og það hefði endað á að ég hefði þurft að fara heim.. Fór svo að sofa með ósléttað og ÓGEÐSLEGA krullað hár.. Kafnaði næstum úr hita í nótt, fór fram úr um 8, hringdi í Einar yfirmann minn og tilkynnti honum að ég væri veik, hringdi svo í heilsuvernd til að fá daginn borgaðan, þetta er 4. dagurinn sem ég er lasin síðan ég byrjaði í Hagkaup en ég er búin að vinna þar í 13 mánuði. Fékk mér eina pizzusneið (viðArna pöntunðum okkur Domino´s pizzu í gær) fór svo og lagði mig kl hálf 10, var að frjósa og sótti mér aðra sæng og hlýnaði aðeins, Arna kom til mín um 2 með aðra pizzusneið og Pepsi max í glasi (en ekki hverju? döh) Fór svo fljótlega fram, orðin dauðleið á að liggja uppí rúmi! Arna ótrúlega góð að dekra við mig :) Arna þú ert ÆÐI ;) Er núna að bíða eftir að Arna komi heim úr Bónus, hún ætlaði að kaupa swiss miss til að mér fari að hlýna... Vona ég geti farið í vinnu á morgun en efast reyndar um það.. Hafið það gott krúttin mín... Ykkar lasarusarína!

Sunday, October 03, 2004

Baugasel !!! :)

Hæ allir! Jæja þá er maður komin heim úr Baugaseli... Ætla að segja ykkur frá ferðinni: Fórum í gær eftir vinnu, ég var mætt klukkan 8 en við lögðum af stað um hálf tíu! Kannski aðeins fyrr.. Við tók ca klst keyrsla á misgóðum vegum. Höhömm... En við komumst alveg á leiðarenda, hefðum komist léttilega á kagganum mínum ;) hehe... Loks var komið að brúnni og ekki hægt að keyra lengra.. Mér var strax orðið kalt, var samt ennþá inní bíl.. Fór í aukapeysuna sem ég tók með mér og fór svo í 66° flíspeysuna mína og úlpu og sjal! Setti á mig bakpokann og sængurtöskuna og tók svo gítarinn í hönd.... þá var lagt af stað... og vá ég varð ánægðari og ánægðari með nýju gönguskóna í hverju skrefi! Ótrúlega góðir, var svolítið drullugur vegur sem löbbuðum eftir, en manni varð fljótt heitt á að labba. Eftir 35 mínútur blasti Baugasel við, ég varð mjög ánægð enda dáin í öxlunum, en ég fékk góða hjálp við að bera gítarinn... Baugasel er gamall uppgerður (að hluta) torfbær.. Innan við gamla hlutann er stórt herbergi eða geymur með 4 rúmum í og þetta er voða kósý... Allir settust á rúmin og byrjað var að spjalla, innan um kuldaskjálftana í mér, en ég sem sagt FRAUS þegar ég var komin og settist niður! Þá var maður hættur að hreyfa sig og engin kynding þarna, kveiktum reyndar á gasofni en maður fann lítið fyrir hitanum frá honum. Svo eftir meira spjall þá ákváðum við að syngja saman, það var kolniðamyrkur þarna en við vorum með 2 kerti! Ég setti svona vasaljós á hausinn á mér (eins og ég væri að vinna í námu) svo spilaði mín svona glimrandi vel.. hehe ;) spilaði 4 lög svo kom Anna Sigga með þessa líka FRÁBÆRU ræðu um að endatímarnir eru komnir og við þurfum að vera vakandi og tilbúin þegar kallið kemur! Þrusu prédikari hún Singer mín! Átum svo nammi og spjölluðum og komum okkur svo fyrir í svefninn, það eru eins og áður sagði 4 rúm en við vorum 12! Hmm ég var hálfslöpp og á enga dýnu þannig að ég fékk að vera í rúmi, var mjög þakklát fyrir það, Anna Sigga er bakveik og var í rúmi, Jóna var aldursforsetinn: rúm og svo önnur stelpa sem kom með okkur, Heiður, hún var ekki með dýnu og fékk því úthlutað síðasta rúminu! Þá tók við hópferð á klóstið því allir höfðu óverdósað á gosi og vatni... ég hins vegar drakk tæplega hálfan hálfan lítra af pepsi max og þurfti því ekki að pissa.. Enda sem betur fer.. Ég var búin að pakka mér svo vel inní dúnsængina mína og mér var farið að hlýna! Ég sofnaði örugglega fljótlega eftir það..Vaknaði svo 7:15, 8:25 og9:10 og kúrði svo bara en var orðin þreytt í bakinu, en merkilegt nokk, MÉR VAR EKKERT KALT UM NÓTTINA!!! Drakk smá húsavíkurjógúrt og fékk mér smá nammi, allir átu e-ð og Friðjón eldaði kjötbollur handa Önnu Siggu sinni, rosa sætt ;) Rúmlega 11 ákváðum við að fara að labba tilbaka! Allir voru meira en til :) Það var GRENJANDI rigning á leiðinni tilbaka og buxurnar mínar urðu SVO blautar, það var eins og ég hefði farið í þær beint úr þvottavélinni og þær hefðu ekki verið undnar fyrst! En það var langþráð sjón þegar við komum auga á bílana... Keyrðum á þessum lélega vegi sem var orðinn eitt drullusvað... Þurftum 2x að fara út að ýta bílnum, konur eru massar ;) Ég var að frjósa á leiðinni heim í bílnum, fötin mín RENNBLAUT og hárið líka, brrrr x 1800! Loksins komum við niðrí kirkju og ég fór í kaggann minn og skutlaði Heiði heim! Kom svo sjálf heim rétt rúmlega 1! Skalf bókstaflega.. Fór í önnur föt, fékk mér hálfa grillaða samloku og sofnaði svo í 3 klst! Og núna er mér loksins hætt að vera kalt! Well held ég sé ekki að gleyma neinu.. Massa skemmtileg ferð og svona býr maður til minningar! Eigið öll æðislegan dag og frábæra vinnuviku.. mín verður örugglega mössuð :) Bið að heilsa í bili... Eygló útilegu-isti og kuldaskræfa... hehe ;)