Friday, October 22, 2004

Hálsbólga.is.....

HÆ alle sammen.... Síðan síðast hefur heilmargt gerst! Niðustöðurnar skiluðu sér loksins, lifrin bólgnari en ekkert kom útúr hálsastrokunum.. Ég fékk þessa ógeðslega slæmu hálsbólgu og var alltaf að drepast á nóttunni... Fékk mér stundum batnidrykk til að lina hálsinn! Eina nóttina (19.okt) þá fór ég fram úr til að sjóða mér vatn og gera mér batnidrykk, geri það og sest uppí rúm og ætla að fara að sötra á batnimeðalinu.. NEMA HVAÐ! Ég missti sjóðheita drykkinn beint yfir lærin á mér og rak upp skaðræðisöskur þar sem þetta var það versta í heiminum (gleymdi meira að segja að mér væri illt í hálsinum, öskraði bara af lífsins sálarkröftum) Arna og Davið vöknuðu við mig og Arna hélt að maðurinn á hæðinni fyrir ofan hefði verið að berja konuna sína en það var bara klaufinn ég að brenna mig! Við tók kæling dauðans og Arna hjúkkan mín vaknaði með mér (þetta gerðist kl 3:33) og skipti um kalda bakstra langt fram undir morgun! Hún bjargað mér ALVEG! Gott að eiga Örnu :) Svo fékk bar ég e-ð aloe vera gel forte ás brunasárin sem virkaði mjög vel..... Svo kom dagurinn.. Sem leið í þjáningu yfir að geta varla kyngt.. Læknirinn sem hefur annast mig vildi senda mig til háls-nef og eyrnasérfræðings því að ég talaði eins og ég væri með kartöflu í munninum! Ég fór til hans og vonaði að hann myndi gera kraftaverk og að mér myndi líða miklu betur eftir heimsókn til hans.. En nei.. Bara mjög slæm hálsbólga, ekkert hægt að gera og þessi veiki getur tekið altt uppí 6 vikur!! OG ég var 3000 kr fátækari! Vá mér leið betur.. Eða e-ð.. Mamma og pabbi vildu ólm fá mig suður enda var mig farið að vanta pabba og mömmu, maður verður svo lítill í sér þegar maður er svona lasinn! líka kominn tími á að gefa Örnunni minni frí sem hefur gert ALLT fyrir mig og meira til! Ég átti flug um 8 á þriðjudaginn og var komin suður um hálf tíu.. Kom þota að sækja mig og allt... Maður á nú pabba sem er að verða lögfræðingur! Mikið var gott að komast suður og ég alveg táraðist þegar ég var að labba útúr flugvélinni því ég vissi að þau væru að bíða eftir veiku Eyglóinni sinni :) (Væmni væmn) Er búin að vera hér 3 daga og síðasta nótt var fyrsta nóttin sem ég svaf næstum alla nóttina og þurfti ekkert að vekja mömmu vegna verkja.. eða til að fá knús.. Ég á sko bestu mömmu í heiminum! Ég er búin að lifa á frostpinnum og ís með mjólk útá.. Gott að fá e-ð ískalt í hálsinn! Svo í morgun þegar mér leið betur í hálsinum ætlaði ég að fá mér "alvöru" mat... Kíkti í ísskápinn og endaði á að fá mér ostasneiðar og drakk fjörmjólk með... Mmmm.is! Ég held núna í alvöru að mér sé að batna en ég lofa engu... Vona bara það besta.. Það hjálpar alltaf til að vera hjá pabba og mömmu og það gleður mig líka óendanlega mikið að fá sms.... Smá hint 2 everyone! Kiddi á hrós skilið fyrir sms dugnað! Kiddi þú ert frábær :) Hafið það öll sem best og kyngið öll 10x fyrir mig og njótið þess.... Hehe :9 Ykkar einasta Eygló

3 comments:

Anonymous said...

Hahahahahaha....þú ert ekkert smá fyndin..."kyngið 10 sinnum" Gott að þér er að batna...kannski Hrund hafi bara smitað þig af "batni" Láttu þér líða vel og við sjáumst eftir viku í afmælinu;);) Þín auðvitað laaanguppáhalds................Arna

Erling.... said...

Gott að fá þig hingað krúsin mín.
Þinn Pabbi

Anonymous said...

Gott að þér er farið að líða aðeins betur. Vonandi fer þér bara að batna alveg svo ég get farið að sýna þér nýju íbúðina ;)
Annars er gaman að hafa þig í höfuðborginni og ennþá skemmtilegra þegar þér verður alveg batnað!!
Farðu vel með þig :D
Þín systir
Íris
P.s. Petra Rut biður að heilsa þér "Eittló lasin" ;)