Sunday, December 24, 2006

Gleðileg jól allir saman..

...það er komin jólastund :) Stundin sem ég hef beðið eftir í marga daga...

Langar bara að óska ykkur öllum Gleðilegra jóla :) Hafið það afspyrnu gott og farið vel með ykkur. Og njótið nú jólanna :)

Bestu kveðjur Eygló hin hamingjusamasta ;)

Saturday, December 16, 2006

8 dagar til jóla :)

Jæja þá er þetta nú heldur betur farið að styttast!! Og ég hlakka sko til!

Ég vaknaði eldsnemma í morgun (8.30) og var eiginlega alveg útsofin, ég alveg iðaði í skinninu að fara að fara fram úr, ástæðan? jú ég var svo spennt að fara að pakka inn jólagjöfunum og skrifa jólakortin og allt það :) Þannig að ég er að verða búin að pakka inn öllum pökkunum og er búin að skrifa um 30% af jólakortunum, er bara með "næstum því krampa" í hendinni og þar sem ég get ekki skrifað líka með hægri hendi þá er nauðsynlegt að taka smá pásu :)

Íris og Karlott og dætur eru svo væntanleg í heimsókn, mér þykir mjög gaman að fá fólk í heimsókn :) sérstaklega skemmtilegt fólk (ekki eins og ég sé e-ð að fá leiðinlegt fólk í heimsókn) við erum búin að fá brúðarmyndirnar okkar og ég hlakka til að sýna Írisi þær, þar er líka mynd af þeim hjúum þar sem þau sungu nú í okkar sæta brúðkaupi :) gaman að því :)

Fórum í gær við Bjössi í Kringluna og kláruðum að kaupa jólagjafirnar, áttum nú bara 2 eftir svo að það var nú ekki lengi gert :) en ég tók eftir því að það voru ekkert svona ógeðslega margir í Kringlunni, giska á að flestir hafi verið í Smáralind, en mér þykir nú alltaf Kringlan meira kósý!

Stefnan er svo tekin á það að kaupa jólatréð um helgina :) Ég vil fá alvöru jólatré og fara með að kaupa það og finna skemmtilegu jólalegu lyktina á jólatrésölunum :) Man alltaf eftir lyktinni af trjánum þegar við fórum fjölskyldan í denn og keyptum tréð sem við völdum :)

Jæja nóg komið af blaðri..
Ætla að fara að taka á móti gestunum :)

Eygló húsmóðir með meiru :)

Wednesday, December 06, 2006

Loftkökur :)

Eygló húsmóðir var að baka loftkökur :)
Og nú eru sko jólin að skella á, loftkökuilmurinn flæðir um húsið og ég minnist þess þegar við systurnar vorum litlar og fengum alltaf að búa til stafinn okkar úr loftkökudeigi og baka hann svo, það var alltaf mikill fögnuður þegar það tókst, stundum brotnaði stafurinn en þá bjó mamma nú iðulega alltaf til nýjan :) :) Ég á sko bestu mömmu í heiminum :) EN, þar sem ég nú bara 25 ára þá bjó ég mér til staf ;) Og hann tókst svona ljómandi vel :)

Þegar ég kom heim úr vinnunni á laugardaginn var Bjössi búinn að skreyta svalirnar með seríu og greni, setja jólaseríur í stofugluggann og eldhúsgluggann og svo á sunnudeginum setti hann líka seríu í þvottahúsið svo að það er ekkert smá jólalegt að sjá íbúðina okkar :) og vá hvað hann hitti í mark með þessum óvæntu aðgerðum ;) Algjört yndi ;)

Ég hef lítið annað að segja, langaði bara að tjá mig um loftkökurnar :)

Njótið þess að vera til :)

Eygló bakari :)

Thursday, November 30, 2006

Ég er gædd þeim..

..Ótrúlega hæfileika að geta skrælt egg en skilið himnuna eftir!! Þetta eru auðvitað ekkert nema hæfileikar en þó hæfileikar sem ég gæti alveg hugsað mér að lifa án!! Hrmpf, eins og Andrés Önd vinur minn myndi segja :)

24dagar til jóla og eins og allir vita að þá líður tíminn nú hratt á gervihnattaöld, ég á þessa vinnuhelgi en ég vinn 3ju hverja helgi og mér finnst mjög stutt síðan ég átti helgina, en það er jafn langt til jóla og frá því að ég vann síðast, þegar ég vinn um helgina, ok, smá flókið en samt ekki svo :)

Ég skreytti smá síðustu helgi, svindlaði og setti aðventuljósið útí glugga, finnst hálfpartinn vera að stela af okkur einni viku af aðventunni því að jólin lenda á sunnudegi, en hver segir svo að ekki megi setja ljósið of snemma í gluggann?? Ég skreyti bara þegar ég vil :)

Ég bakaði líka 3 smákökutegundir síðustu helgi og fór svo austur með Bjössa á sunnudeginum og færði pabba og mömmu smákökur, ég held að pabbi hafi verið sérstaklega ánægður að fá spesíur ;) mér finnst svo gaman að baka smákökur og ekki verra þegar þær hitta í mark, nú eða munn ;) Ég er bara svo afbragðs smákökubakari ;)

Ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar nema eina og það er svo mikil snilld að vera næstum búin, ég fatta bara ekki fólk sem dregur það að kaupa gjafirnar fram á Þorláksmessu og enda svo á að kaupa bara e-ð í stresskasti! Skil það bara ekki.. Miklu skemmtilegra að vera búin að þessu og geta gert það sem manni langar á Þorláksmessu, svo finnst öruuglega sumum það tilheyra jólunum að kaupa jólagjafirnar á Þorláksmessu og það er hið besta mál, bara ekki e-ð sem ég myndi nenna... Rosa langloka hjá mér e-ð....

Jæja bakið er e-ð að stríða mér svo að ég ætla að fara og setja í þvottavél.. Hehe..

Takk fyrir að lesa og vonandi hafðirðu gaman af :)

Eygló

Saturday, November 25, 2006

Hundrað: Ryk úr leyniherbergi í niðurgrafna pýramídanum í týndu borginni í horfna ríki nafnlausa konungsins!!

Ljúfa lífið :)

Vaknaði "snemma" í morgun, eða svona miðað við vanalega, var vöknuð kl 9 enda átti ég von á agnarsmáum gesti :) Þórey Erla var mætt til mín kl 9:50 og var ég að passa hana meðan Arna fór með eldri stelpurnar sínar á jólastund í leikskólanum :) Það var gaman að vera svona smá í mömmó, annars var Bjössi ótrúlega duglegur að leika við hana ;) Ég bakaði eina smákökusort og ætla svo að gera deig í loftkökur og vanilluhringi á eftir og ég reikna með að baka meira á morgun :) Það er svo jólalegt að setja jólalögin á og baka smákökur, ég hef allavega voðalega gaman af því ;) Arna kom svo í smá heimsókn þegar hún sótti litlu krúttluna og þær eru alger yndi þessar litlu frænkur mínar, vantaði bara Írisi og sætu stelpurnar hennar en hún er á fullu að læra þessi dugnaðarforkur!!

Fórum í matarboð í gærkveldi, Kiddi og Ásta voru svo rausnarleg að bjóða okkur heim :) Fengum alveg dýrindis fiskiofnrétt, með salati og kartöflum :) Mmm þetta var ofsalega gott .. Enda ekki við öðru að búast þegar Ásta eldar, listakokkur :) Takk fyrir okkur :)

Svo eigum við von á matargestum í kvöld.. Fyrsta matarboðið okkar, eða svona hér um bil ;) Óli og Erdna og börn ætla að gleðja okkur með nærveru sinni í kvöld og það verður eflaust gaman að fá þau í heimsókn og kynnast þeim betur :) Ég hlakka til :)

Annars er bara allt rosalega gott að frétta :) Verð að segja ykkur frá stærstu fréttinni!!!! Það er von á fjölgun í fjölskyldunni!!!!!............

................. Hún Íris mín sæta systir og Karlott eiga von á sínu þriðja barni í maí á næsta ári :) Ég spái því að þau fái strák en það verður spennandi að sjá hvort kynið það verður ;) Ótrúlega spennandi.. Gaman að þessu ;) :)

Jæja ætla að fara að búa til smákökudeig :)

Njótið aðventunnar (sem byrjar eftir viku) og hafið það afspyrnu gott :)

Ykkar Eygló jólastelpa ;)

Saturday, November 18, 2006

Mikið er ég heppin..

... að eiga svona frábæra foreldra
og æðislegar systur að :)


Ég elska ykkur hrúgu!

Ykkar Eygló :)

Monday, November 13, 2006

Ahhh :)

Notalegt að eiga frídag eftir langa vinnuhelgi :)

Helgin var frekar fljót að líða og gaman að eiga frí næstu 2 helgar! Jibbý :)

Er að fara í bæinn á eftir, er nefnilega búin að bjóða systrum mínum og mömmu heim á þriðjudagskvöldið og við ætlum að búa til konfekt fyrir jólin :) Ég hlakka mikið til að fá þær í heimsókn enda er það eitt það skemmtilegasta sem ég veit, að hitta fjölskylduna mína :) Við Arna erum sem sagt að fara og versla fyrir konfektgerðina.. Gaman gaman :)

Er bara að dúlla mér hérna heima, hlustandi á jólalög :) Keypti mér nýja jóladiskinn með 100 lögum og hann er svo sniðugur að það er skipt niður í barnajól á einum disk og gömlu jólin, hátíðarjól og vinsæl jól 2 diskar, ég er að hlusta á barnajól núna og er alveg orðin 8 ára aftur... Minningar og aftur minningar, og það skemmtilegar minningar, gleymi aldrei pakkadagatalinu sem við systurnar fengum í mörg mörg ár, það var alltaf svo skemmtilegt að vakna og fara fram og klippa pakkana af og opna, og fá í skóinn! MMM gaman, ætli þetta verði ekki fyrsta skiptið sem ég fæ ekki í skóinn, allavega á aðfangadag hef ég alltaf fengið í skóinn! Sjáum hvað jólasveinninn gerir þetta árið ;) Eða sko nýji jólasveinninn :) Hehe

41 dagur :) :) :) :)

Ég ætla að fara að hringja í Örnuna mína :)

Njótið lífsins og daganna fram að jólum :) Þið bara fyrirgefið hvað ég tala mikið um jólin, þetta er bara uppáhalds tíminn minn á árinu :)

Ykkar hamingjusamasta Eygló :)

Thursday, November 09, 2006

Mikið er nú gott....

.... að eiga þak yfir höfuðið! Sérstaklega þegar blæs svona!

Ég man þegar við Arna vorum litlar og vorum kannski að hlaupa heim úr strætó og horfðum upp í himinn og ímynduðum okkur að við værum þarna lengst uppi! Verst þótti okkur tilhugsunin um að eiga ekki sæng því að þá yrði okkur svo kalt!! Fyndin en skemmtileg minning, man að við hugsuðum þetta oft þegar stjörnubjart var! :)

Heimilið okkar Bjössa hefur tekið miklum breytingum síðan við keyptum íbúðina í júní af pabba og mömmu, (ekki að hún hafi verið e-ð hræðilegt) búið er að mála hjónaherbergið og tölvuherbergið, alla stofuna og holið og loftið allsstaðar! Eigum eftir að mála gestaherbergið en það er Hagkaupsappelsínugult og ekki alveg að falla inn hjá mér! Ætlum svo að mála baðherbergið en það er einhversskonar ljósbleikbrúnt á litinn... Svo á seinni tíma plani er að setja parket á íbúðina og þá er hún fullkomin! Ég meina það! Gæti ekki verið ánægðari! Erum búin að hengja upp helling af myndum, fleiri en þegar ég bloggaði þarseinast.. Og þetta er allt að taka á sig mjög svo kósý og skemmtilega mynd! Ég er búin að vera í því í kvöld að færa húsgögn, ein, það fer svo sem ekki vel í bakið en Bjössi er að spila á samkomu :) ætla að koma honum á óvart þegar hann kemur heim, verð búin að gera miklu meira en hann veit... ;)

Ég á þessa vinnuhelgi og þið megið hugsa til mín!! Vona að helgin verði fljót að líða!

Svo styttist og styttist í jólin! 45 dagar!!! :) Og dagarnir líða hratt!!!

Jæja ég ætlaði bara rétt að blogga, mmm hvað það verður notalegt að sofna á eftir við lætin í vindinum :) Undir sæng.... Sem ég ætti líklega ekki ef ég byggi á annarri stjörnu ;) Tíhí...

Njótið lífsins :) Því það er yndislegt og Guðsgjöf :)

Ykkar Eygló jólastelpa... 45 dagar........!

Monday, November 06, 2006

"Því jólin eru að koma...."

.....Eftir 48 daga...... Sungið hástöfum! Love it!

Það var massa haglél áðan þegar ég hljóp út í bíl, loksins búin að vinna, verð að játa að ég er orðin pínu þreytt á að vinna þessar kvöldvaktir, leiðinlegt að hitta Bjössa ekkert frá hálf 8 á morgnanna til hálf 10 á kvöldin...!!

Helgin var þvílíka snilldin! Fórum stórfjölskyldan, mömmu megin, á Apavatn í RISA sumarhús sem Rafiðnaðarsambandið á, ég spilaði helling um helgina, bæði Hættuspilið og svo nýtt spil sem heitir 7-a og við systurnar náðum meira að segja að dobbla pabba og svo mömmu til að spila, og það er algjört met!! :) En gaman var það! Það var brjálað veður alla helgina eins og alþjóð veit en við höfðum það gott og kósý inni í hlýjunni :) Á laugardagskvöldið um 11 leytið þegar börnin voru sofnuð, settumst við öll í hring og gerðum svolítið sem uppörvaði mann helling, fyrst áttum við að segja 5 bestu kosti manneskjunnar okkur á hægri hönd og svo snerum við því við og sögðum fallegt um þann sem sat vinstra megin við okkur. Þegar því lauk, fórum við enn lengra, allir sögðu e-ð fallegt um alla, við vorum ca 20 manns, og þetta tók því svolítinn tíma, við fórum inn að sofa kl 2 og þá vorum búin að vera tala fallega um hvort annað í 3 klst! Æðislegt! Þetta var tilfinningarík stund, mikið hlegið og brosað og nokkur tár féllu einnig, virkilega gefandi! Ég tilheyri alveg æðislegri fjölskyldu sem ég elska brjálað mikið!! Takk allir fyrir samveruna!

Tölum svo aðeins um jólin :) Ég hlakka SVOOO til, þeir sem til mín þekkja vita að ég er algjör jólastelpa, ég bara elska allt við jólin, ég ætla að kaupa á morgun súkkulaði og núggat og marsipan til að búa til jólakonfekt og svo er ég búin að blikka Bjössa til að kaupa hakkavélina á Kitchen Aid vélina okkar fyrir jólin svo að ég geti bakað smákökur, loftkökur, vanilluhringi, spesíur og súkkulaðibitakökur :) Mmm það er svo notalegt að undirbúa jólin :) Skreyta og hlusta á jólalögin, ætla einmitt að kaupa nýja 5 diska jólageisladiskinn sem er nýkominn út! Geggjað góður örugglega!

Jæja, ég er að drepast í bakinu, svo að ég ætla að hætta!

Njótið lífsins, það er svo skemmtilegt!!

Ykkar Eygló sem er svoooooooooooooooooooooooooo hamingjusöm :)

Sunday, October 29, 2006

Once you stop you can't pop ;)

Hehehehe :)

Íris systir átti þessa snilldarsetningu í kvöld og uppskar mikið hláturskast hjá viðstöddum! Við vorum systurnar, nema Arnan mín, og Karlott og Bjössi heima hjá Írisi, fórum fyrst til að skoða sjávarfiskabúrið þeirra sem er MEGA flott, en spiluðum svo spil sem heitir sjö-a og var mikið hlegið, enda hefur hún Hrund einstaklega smitandi hlátur þegar hún er í ákveðnu stuði! Þetta var mjög skemmtilegt kvöld :)

Helgin er líka búin að vera ótrúlega þægileg, ég vígði nýju Kitchen Aid hrærivélina okkar sem við fengum í brúðargjöf og bauð Örnu og dætrum í vöfflur :) Það var stolt húsmóðir sem blandaði saman hveiti og fleiru í hrærivélina og bjó svo til vöfflur í gamla vöfflujárninu þeirra pabba og mömmu, vöfflujárninu sem við Arna vöskuðum upp um árið, höfðum ekki hugmynd um að ekki mætti bleyta raftæki.. Sem betur fer var það ekki í sambandi þegar vatnsbunan fór á það ;)

Ég gekk líka frá á borðstofuborðinu okkar sem er búið að vera hlaðið gjöfum síðan við giftum okkur, ég hef ekki gefið mér tíma fyrr til að ganga almennilega frá en nú er stofan okkar rosalega flott með fullt af nýjum og glæsilegum hlutum :) Gaman að því :) Hengdum líka upp málverkið sem afi málaði og líka málverkið sem við fengum frá pabba og mömmu í brúðargjöf, en það er ekkert smá flott, það er málað með vatnslitum og bleki og er af Gluggafossi í Fljótshlíð, brjálað flott málverk og við erum ekkert smá ánægð með það!! :)

Helgin var góð og notalegt að vera í fríi :) Í kvöld elduðum við okkur lax sem pabbi veiddi og höfðum kartöflur og salat með og mmm geggjað gott :) Gaman gaman :)

Jæja ég þarf að vakna kl 5:30 til að bera út svo að það er eins gott að ég fari að drífa mig í háttinn, á reyndar von á pabba og mömmu á eftir en þau voru í Köben um helgina og ætla að gista hér í nótt, fyndið að fá pabba og mömmu að gista hjá mér, hefur alltaf verið öfugt!!

Eigið góða viku framundan :)

Og elsku Sonja og Helga Maren mín, myndasíðan er inná http://public.fotki.com/bingi/ njótið vel dúllurnar mínar :)

Ykkar einasta Eygló ;) yfir sig HRESSA ;) ;)

Friday, October 27, 2006

Meira um Karíbahafið :)

Jæja við vöknuðum um kl 3 um nóttina til að taka taxa út á JFK flugvöll í New York, við áttum flug kl 8 um morguninn en þar sem þetta er riiiisastór flugstöð þá var eins gott að vera tímanlega :)

Flugum til San Juan í Puerto Rico, þar sem við tók að reyna að anda í öllum hitanum, innrita okkur á skipið og slappa af :) Við sigldum af stað á sunnudeginum kl 22 um kvöldið eftir björgunaræfingu.. Þar sem ég hélt ég myndi látast úr hita, allir í þéttri hrúgu og allir með björgunarvestin á sér, fjúff, mér var heitt!

St. Thomas var fyrsta stoppið, við töltum smá í minjagripabúðir og fórum svo með kláf upp í fjöllin þar og það var magnað að sjá útsýnið þaðan, svo flott :) Fengum okkur ískrap þar uppi og það var svo kalt að ég fékk alveg kalt í ennið... !! En gott í hitanum :) Við áttum svo alltaf fast borð kl hálf 9 á kvöldin í kvöldmat á skipinu, þar kom þjónn með matseðil, og við borðuðum 3ja rétta máltíð á hverju kvöldi :) alltaf nýr matseðill á hverjum degi :) Við sátum með 3 öðrum hjónum á borði og einn var alveg eins og John Goodman, leikarinn, :) mig minnir að hann heiti það allavega..

Dominica var næst :) Þar var svo mikill raki að maður var þvílíkt þvalur og næstum klístraður af hita, óþægilegt? já frekar, en þar fórum við í geðveikt skemmtilega ferð upp í regnskógana, fórum ásamt 6-7 ameríkönum í sendibíl og þeir voru svo almennilegir að lána okkur fyrir aðgangseyri að fossunum, við íslendingarnir vorum bara með kort.. Rosalega gaman að sjá þessa fossa og svo langaði mig í helling af minjagripamörkuðunum þar.. En ég keypti nú samt ekki alveg allt.. tíhí :)

Barbados var næsta stopp en við sigldum á nóttunni og vorum svo komin að bryggju morguninn eftir :) Í Barbados keyptum við okkur safari ferð á opnum Land Rover jeppum og fórum þar í brjálað flottan dýragarð þar sem dýrin ganga laus! Flott dýr :) Þessi ferð tók alveg 3 og 1/2 klst og var hverrar krónu virði..

Þegar hér komið við sögu er kominn fimmtudagur en þá vorum við bara á siglingu, þá var bara um að gera að hafa það kósý, við létum líka taka af okkur myndir, í fínu fötunum og það mátti láta taka alveg endalaust af myndum án skuldbindingar um að kaupa, en við keyptum 2 stórar og 6 litlar myndir, gaman að þessum myndum svona eftir á til minningar :)

Aruba var síðasta eyjan sem við stoppuðum á. við versluðum minjagripi þar en ég man bara ekki hvort við fórum í einhverja ferð.. Minnir ekki!

Kominn laugardagur og við eyddum deginum á siglingu og að pakka niður... Við fórum út með eina stóra tösku og eina flugfreyjutösku, komum heim með tvær stórar og 3 flugfreyjutöskur, já, við versluðum aðeins :)


Þetta var ÆÐISLEG ferð í alla staði og ég blogga meira um ferðina um helgina...

Farin að hafa til kvöldmat

Eyglóin sem er að frjósa úr kulda eftir að hafa GEGNblotnað við að bera út Blaðið og Moggann í morgun, dúnúlpan mín blotnaði í gegn... Geðveik rigning..

Bæ í bili elskurnar :)

P.s nýjar myndir á myndasíðunni :)

Wednesday, October 18, 2006

Sma kvedja fra Karibahafinu :)

Hae allir saman :)

Her er alveg meirihattar, tad vantar bara eitt til ad fullkomna tetta en tad vaeri tradlaust internet en tad kostar 0,75 dollara at fara a netid her per minuta... Geggjad dyrt.

Fyrsta stopp fra San Juan var St. Thomas, forum tar i klaf upp i fjall og tar var magnad utsyni..
Naesta stopp var Dominica og tar forum vid i regnskog og skodudum 2 fossa og keyrdum upp fjollin
I dag vorum vid i barbados og tar forum vid i alveg klikkadan dyragard sem var alveg magnadur.. The green monkeys lifa tar og saum fullt af odrum dyrum..

Tokum 176 myndir i dag.. Verdur gaman ad syna ykkur myndir tegar vid komum heim..

Jaeja ordid allt of dyrt, vid hofum tad betra en gott, en soknum ykkar :)

Sjaumst fljotlega

Ykkar Eyglo og Bjossi :)

Saturday, October 14, 2006

Laugardagur til útsýnissiglingar ;)







*Frelsisstyttan :) (allir alveg, ha, í alvöru??)

*Ég um borð í útsýnissiglingaskipinu ;)

*Up close hvað??

*Ég ótrúlega tilbúin að fara í bæinn og í siglingu :9

Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur eins og þeir eru reyndar allir búnir að vera :) Við fórum í oggulitla lestarferð, og fórum svo í útsýnissiglingu, sem var mjög gaman að fara í nema ég var að DEYJA úr kulda, en það var gaman að sjá frelsisstyttuna svona nálægt :)

Versluðum smotterí og svo bara heim á hótel að pakka... Og þar sem við erum búin að vera smá dugleg að versla þá erum við með 2 stórar ferðatöskur og 2 litlar, komum með 1 og 1 :) en það er bara gaman :)

Við erum búin að pakka eiginlega öllu niður en við þurfum að vakna kl 3 í nótt til að taka van frá hótelinu að JFK flugvelli, flugið okkar til San Juan er kl 8 um morguninn og svo lendum við ca um hádegi og höfum þá tíma til að skoða okkur um þar því að skipið fer ekki af stað fyrr en um kvöldið :) Bara gaman að því! Ég hlakka alveg brjálað til :) Og Bjössinn minn líka.. ;)

Jæja við ætlum að tölta niður og kaupa okkur e-ð svalandi að drekka og fara svo fljótlega að sofa!

Góða nótt og hafið það ofsalega gott..

Kveðja Eygló :)

Friday, October 13, 2006

Long Island ævintýrið og dagurinn í gær!!






Jæja þá byrjum við aftur... Ég bloggaði heilan helling í gærkveldi en svo vistaðist það ekki og hvarf! Ég var nett brjáluð...

EN, sem sagt í fyrradag vöknuðum við frekar snemma enda var stefnan tekin á að heimsækja eins og eitt moll á Long Island, við tókum subway-ið til Westbury og þaðan tókum við svo taxa í mollið sem heitir Roosevelt Fields :) Stóórt moll... Þar var sko gaman að vera :) Ég verslaði mér alveg helling af fötum.. Victoria's secret, H&M, JC Penny's, Macy's og svco fleiri búðir fengu nokkra dollara í skiptum fyrir föt :) Allt saman mjög flott og skemmtilegt að versla! Við vorum í mollinu í 6 klukkutíma en þótt ótúlegt megi virðast þá leið tíminn mjög hratt, ég var reyndar að drepast í fótunum enda í glænýjum Sketchers skóm og ennþá að ganga þá til ;)

Næst fórum við í Walmart, og ég get með sanni sagt að ég steinglemydi öllum fótaverkjum, án alls grín þá gleymdi ég því í svona klst að ég væri þreytt í fótunum... Ég keypti alveg helling þarna því það fæst sko ALLT í Walmart, ég fann mér ótrúlega flotta veiðistöng sem ég ætlaði að kaupa mér, með hjólinu og allt á 30 dollara, en komst svo að því að hún hefði ekki passað í ferðatöskuna!! Bömmer.. Eyddum þarna 2 klst og 287 $ sem var nú lítill peningur miðað við allt sem við fengum ;) ;) Tókum taxa aftur út á Westbury og RÉTT misstum af lestinni, þá erum við að tala um ca 15 sekúndur, og þurftum því að bíða í eina klst eftir næstu lest, by the way, það var grenjandi rigning! Vorum komin heim á hótel um kl 23 eftir 11 klst bæjarferð.... Lúnir fætur, já, en samt svo mörgum sinnum þess virði :) :)

Gærdagurinn svo var tekinn í að sofa út, við sváfum til að verða 12, sem var þvílíkt gott og kósý, sérstaklega eftir svona langan og strangan dag daginn áður...

Fórum svo í Macy's sem er búð hér rétt við hliðina á hótelinu, hún er 11 hæða og 1 hæðin er með alveg helling af jóladóti... VÁ hvað ég hefði getað eytt 1000$ þar en maður þarf líka aðeins að passa sig, keypti samt alveg e-ð, og t.d jólakortin sem eru mjöög falleg :)

Tókum svo smá "fiestu" og hvíldum okkur upp á hóteli.. Um kl 16 tókum við svo aftur lestina og var ferðinni heitið að Ground Zero þar sem World Trade Center stóð, það var magnþrungið andrúmsloft að koma þarna og sjá þetta, við fórum líka á WTC safn þar sem mátti sjá video og myndir af þessum voðaatburði og myndir af fólki sem lést þarna, alveg hræðilegt..

Fengum okkur að borða þarna og töltum svo aðeins í búðir.. En bara SMÁ! Komum uppá hótel um kl 21 og höfðum það bara kósý.. Vorum svo að vakna og planið í dag er að fara í útsýnissiglingu :) Segi ykkur betur frá því seinna, reyndi að setja inn myndir á bloggið en það er e-ð ekki alveg að virka núna... En Bjössi er með myndasíðu og hver veit nema hann setji inn myndir þar??

Vona að þetta gleðji ykkur aðeins elskurnar mínar :)

Bestustu kveðjur frá New York

Eygló og Bjössi biður að heilsa ;)

Wednesday, October 11, 2006

Fórum á bæjarrölt....




......... og hittum fullt af frægu fólki :)


Þau voru meira að segja til í að stilla sér upp í myndatöku með okkur ;)

Snilldin ein :)

Farin til Long Island að VERSLA!!!!

Eyglóin :)

Tuesday, October 10, 2006

Hjónin komin til New York :)



Mig langar til að byrja á því að þakka öllum sem tóku þátt í að gera daginn okkar svona glæsilegan og eins æðislegan og hann var :)

ALLT tókst svo vel og allt var svo fallegt :) Við hjónakornin vorum auðvitað langfallegust á svæðinu, en ég er svoooo ánægð með allt saman :) Skemmtileg minni brúðar og brúðguma, óvæntur "ef þú giftist, ef þú bara giftist" söngur með sérsömdum texta um okkur, fábærar ræður, rosalega vel skreyttur salurinn hjá henni Christinu, glæsileg brúðarterta sem amma gerði og Hildur frænka gerði alveg æðislega góðar kranskökur :) svo söngurinn í vígslunni var algerlega óaðfinnanlegur... Takk Yngvi og Erdna, Anna Siggan mín og svo Írisin mín og Karlott :) Takk fyrir að syngja og vá hvað þið gerðuð ykkar besta (ekki eins og ég hafi búist viðöðru) :)Takk allir... Svo daginn eftir tókum við upp pakkana og magnið af gjöfum... VÁ... Enda þurftum við að nota 3 bíla til að flytja það heim..

Fyndið að segja líka að við keyrðum ógift austur á föstudaginn og heim aftur gift á sunnudaginn!Gæjalegt að keyra austur fyrir fjall, gifta sig og keyra heim aftur 2 dögum síðar...

En nú er það New York.. Við erum á Hótel Pennsylvania, sem er alveg ágætis hótel og við erum á 16.hæð, með útsýni beint á Empire State.. Ég er alveg búin að missa mig í að taka myndir af háhýsum og vá þetta er alveg magnað að sjá þetta, og ævintýrið er rétt að byrja, kl hér er núna 12 mínútúr í 9 en 12 mínútur í 1 heima.. 4 klst munur.. Fyndið.. Erum að fara að hafa okkur til og ætlum að fara og finna okkur góðan morgunverðarstað og finna svo moll og fara að VERSLA get ekki sagt annað en að ég hlakka MIKIÐ til þess :) Ég pakkaði alveg eins lítið og ég mögulega gat og ætla að kaupa rest... Þarf að fata mig upp og ég hlakka svoooo til :)

Jæja tími til kominn að fara út í góða veðrið, og finna fyndnu útlandalyktina sem ég finn alltaf í útlöndum :)

Kveðja Eyglóin og Bjössinn minn biður að heilsa :) Hamingjusömustu hjón í heimi ;) ;)

P.s tókum þessa mynd áðan úr Empire State.... Á örugglega eftir að gleðja ykkur með fleiri skemmtilegum myndum... !!

Friday, October 06, 2006

1 dagur til stefnu :) :) :) :) :) :) :) :)

Á morgun er stóri dagurinn :)

Dagurinn sem ég hef beðið eftir í margar vikur.. Það er alveg með ólíkindum hvað tíminn hefur liðið hratt undanfarið enda hefur vægast sagt verið mikið að gera.. Ég byrjaði í aukavinnu fyrir ca 3 vikum, (og var nú alveg nóg að gera í hinni vinnunni) en ég er byrjuð að bera út Morgunblaðið og Blaðið á morgnanna, eða næstum því nóttunni, ég vakna milli 5 og hálf 6 og fer út, er ca klst og 10 mín að þessu, hleyp upp stigana á öllum 9 blokkunum sem ég er með og svo er ég með Háberg og Hraunberg ef einhver er forvitinn.... En þetta hefur gengið vel.. Ég hætti að vinna á þriðjudaginn til að klára að undirbúa brúðkaupið en svo held ég áfram að vakna hálf sex þó svo að ég þurfi ekki að bera út enda komin í frí þar líka.. Bömmer, þyrfti nú kannski að sofa meira og hvíla mig til að sofna ekki í miðri veislunni... Hehe...

Það er allt tilbúið. Dagurinn í dag fer bara í að pakka niður fyrir hótelið, sæka kjólinn og fleira skemmtilegt dúllerí... Svo ætti ég kannski að fara að huga að því að pakka niður fyrir NEW YORK en ég hef engan tíma haft í að pæla mikið í því að ég sé að fara þangað en ætli maður fatti það ekki bara á mánudaginn þegar við nálgumst Leifstöðina... Afi ætlar að skutla okkur og við förum með 1 tösku saman og ætlum að koma heim með 4..... VERSLA!!!!!!!!!!! Hlakka alveg brjálað til að fara... Og skemmtiferðaskipið verður æði líka..

Vá ég er svo spennt fyrir morgundeginum að ég get ekki sofið lengur.. Ætla nú samt að skríða uppí rúm og pína mig til að sofna aftur... Verð að hvíla mig.. Er líka hrædd um að sofa bara alls ekki neitt næstu nótt því að ég verð alltof spennt...


Jæja ég ætla að fara að hætta þessu pári... Ég ætla að fara að pakka fína kjólnum sem ég keypti mér til að vera í á sunnudaginn, fyrsta dagin minn sem frú :) Fæ alveg fiðring við að skrifa þetta, þetta er svo æðislegt og skemmtilegt :)

Hafið það gott og ég reyni að skrifa hér inn áður en við förum til New York en ég lofa engu..

Bæ í bili..

Brúðurin (á morgun)

:) :) :) :) :)

Wednesday, September 27, 2006

Gæsunin!!!!!!!!!!

Jæja já, gæsunin, ég talaði um það í síðustu færslu að það væri mikið búið að hræða mig með því að ég þyrfti að fara í búning og gera mig e-ð að fífli!!!...............................

Hefst nú sagan:

Ég var sótt af henni Írisi sætu rétt rúmlega 16 á laugardaginn var.. Ella Gitta slóst í hópinn og settumst við upp í bíl...Leiðinni var heitið heim til Örnu þar sem ég vissi ekkert hvað var framundan, ég sest varlega í sófann hjá henni þegar á mig er skellt hárbandi og það sett alveg fyrir augun.. Þær byrja að klæða mig í e-ð sem ég gat ekki með nokkru móti ímyndað mér hvað væri... Þangað til þær rífa mig úr skónum og setja mig í aðra skó.. Þá var mig farið að gruna e-ð, ég var svo leidd (var sko blinduð) að speglinum og þar var hárbandið tekið frá augunum mínum og mér varð litið í spegilinn... Hvað sá ég?? Jú jú þennan líka fína og sæta TRÚÐ!!


Ég skellihló og fannst þær nú fyndnar að setja mig í búning þar sem ég hafði sérstaklega beðið þær ekki um að gera það.. Hmmm (eins og gæsin ráði einhverju) Ég hafði nýlokið við að slétta hár mitt svona vel og fallega þegar Íris sótti mig en svo þegar ég var komin í trúðabúninginn þá fannst þeim slétta hárið mitt ekki alveg passa við hlutverkið, svo að þær bleyttu á mér hárið og úr urðu þessar fínu krullur...... Alveg sætasti trúðurinn þann daginn ;)

Það næsta sem ég heyrði voru drunur, ég mátti hvorki koma fram eða út eða kíkja neitt, þannig að ekki grunaði mig hvað var í vændum.... Kiddi Klettur var mættur í mótorhjóladressinu og á flotta mótorhjólinu... Við tók MJÖG svo skemmtilegur túr um borgina, fórum mishratt og skemmtliegast þótti mér að fara hraaaaatttt.... Klikkað sem það var gaman, já ég gleymi að segja frá því að þær settu á mig pappaspjöld, framan og aftan, framan á stóð "Er ég ekki sæt" og aftan á stóð Bride 2B 7.okt síðasti séns..... Og fólk var mikið að reyna að lesa á skiltin þegar ég þeysti um borgina aftan á hjólinu hjáKidda.. Skemmtileg athygli..

Túrinn endaði í Kringlunni en þar biðu Íris, Arna, Hrund, Ella Gitta og Thea...

Þær voru búnar að útbúa 6 miða með nafninu mínu á og ég átti að labba upp að fólki og segja "Hæ ég er ógeðslega fræg og er að fara að gifta mig, viltu fá eiginhandaráritunina mína??? " Fólk var mishrifið og ein sagði bara hreint NEI... En aðrir brostu kompánlega.... Ég var furðu frökk en það er örugglega auðveldara að gera sig að fífli þegar maður er í búning... Næst tók við að stelpurnar fóru allar inní ákveðna búð og á meðan átti ég að standa fyrir utan og segja "HÆ" við alla sem löbbuðu framhjá mér.... Það var eiginlega bara fyndið... Fólk vissi ekki alveg hvernig það átti að vera... Inní búðinni keyptu þær svona typpabangsa sem hægt er að tosa í spotta og þá titrar það, ég mátti gjöra svo vel og biðja fólk sem ég mætti "að finna" þegar "typpið" titraði... Fólk eldroðnaði nú sumt... Stúlkukindurnar létu mig einnig fara í apótek og spyrja um sleipiefni og hvað væri nú best fyrir brúðkaupsnóttina... Grey stelpan sýndi mér svo nokkrar tegundir og ég lét þar við sitja... Svo eignaðist ég nýtt gloss sem stelpurnar gáfu mér :) Takk fyrir það gellur..
Næst var ferðinni heitið í Nóatún þar sem ég eyði ákveðinni % af dögum mínum þessa dagana... Þar var fólk fengið til að "finna" og það gekk ágætlega.. gaman að koma við í vinnunni og gera mig að fífli þar....

KFC :) Þangað fórum við næst, ég var búin að vera að drekka Nupo Létt og var því glöð að fá alvöru mat... Mmm... Ég þurfti ekkert að gera mig að fífli þar.. ;)

Fórum í ísbúð, keilu, sem ég vann og svo í partý heim til Örnu.. Ótrúlega skemmtilegur dagur og fyndnast er að Arna var eftir allt að leika sér að tala af sér og Hrund pikkaði það uppog mamma lék svona snilldarlega vel með.... Og ég lét platast! En mér var ekki rúllað niður Esjuna í tunnu heldur fór ég í búning og gerði mig að fífli og hafði nett gaman af :)

Ykkar Eygló athyglissjúka ;) ;) Múahahaha

10 dagar....

Saturday, September 23, 2006

Gæsun! (Gúlp)

Jæja þá eru bara 2 vikur í stóra daginn og ég verð spenntari með hverjum deginum sem líður! Allt að gerast og allt að vera tilbúið og allt einhvern veginn að ganga upp :)

EN í dag verð ég gæsuð.... Systur mínar og einhverjar fleiri sem ég fæ ekki að vita af sækja mig klukkan 16... Það er mikið búið að hræða mig um að ég verði látin fara í búning og gera mig af fífli fyrir framan fólk og e-ð íþeim dúr, alveg ekta ég þar sem ég er einstaklega athyglissjúk... *Hóst*
Arna talaði reyndar held ég af sér um daginn þegar það valt upp úr henni "það er ekki eins og það loki einhvern tímann á Esjunni" sagt vegna þess að þær eru vinna til 15 í dag :) Þannig að ég hef vart hugsað um annað síðustu daga en þessa stund sem nálgast nú óðfluga!!! Hrund sagðist ætla að rúlla mér niður Esjuna í tunnu ;) Við sjáum til með það :) Þetta verður samt örugglega æðislega skemmtilegur dagur og ég skal setja inn myndir ef ég næ að fá hjálp við það!

Jæja klukkan er 15:57 svo að ég ætla að fara að hendas tí skóna, ég fer sko dúðuð, in case ef það verður svo Esjan sem mér verður rúllað niður ;)

Þangað til næst :)

Eygló Gæs :) :) :)

Tuesday, September 19, 2006

Það grær áður en þú giftir þig....?

Ég er ekki svo viss... Ég er búin að vera svo óheppin e-ð síðustu daga.. Á föstudaginn þurfti ég að hlaupa upp að sækja e-ð dót en ég ætlaði að vera alveg milljón fljót að því nema hvað að ég hleyp of hratt og tek fram úr mér og gjörsamlega hrundi á gangstéttina, ég uppskar RISA kúlu og marblett í stíl á hnéð (sama hné og varð fyrir laski í sumar) ég fékk líka svona smiðsmarblett á puttann sem tekur víst einhverja mánuði að fara.... Pinkulítill dökkfjólublár blettur, sést alveg geðveikt... Piff piff, þurfti endilega að lenda í þessu rétt fyrir stóra daginn!! Ég er líka orðin brjálað þurr á vörunum að ég tali nú ekki um mínar margfrægu exemsprungur sem ég fæ alltaf á fingurna á haustin og veturna... Ég auðvitað rauk í Apótekið og keypti bómullarhanska til að sofa með (svo að kremið klínist ekki í sængurfötin) Allt gert til að vera sem flottust á brúðkaupsdaginn!! Svo fór ég í húðhreinsun, plokkun og andlitsbað í gær... Mmmmm hvað það var notalegt, nema það var ekki eins notalegt að þurfa að fara beint að vinna eftir á, maður verður svolítið dasaður...!!
Það gengur annars allt alveg fínt bara... Rakel frænka ætlar að greiða mér enda er hún alger snillingur og það er algjör draumur að láta hana greiða sér :) Svo mun Ólafía vinkona Írisar farða mig og hún er þvílíkt klár... Getið skoðað síðuna hennar á makeup.is :) Rosalega flott hjá henni!!
Erum að fara á morgun að klára að semja um verð fyrir veisluna, pabbi ætlar aðeins að hjálpa okkur að semja, við erum bæði óvön því, gott að eiga pabba að :) Svo ætlar hún Christina að skreyta fyrir okkur og við munum hitta hana seinna annað kvöld og skoða skreytingar heima hjá mömmu og pabba :)
Þannig að þetta er allt að smella!
Við fórum og sóttum miðana á laugardaginn og ég er að verða svo spennt að það er ekki fyndið!! Er samt ekki alveg að fatta að ég sé að fara til NEW YORK eftir 20 daga og í siglingu á Karíba hafið í viku.... Verður svo magnað! Get ekki lýst spenningi mínum með orðum.. :)
Ég ætla nú að fara að slétta hárið mitt og fara snemma í háttinn.. Mikið að gera á morgun..
Farið vel með ykkur!
The bride to be :) :) :) :) :)

Monday, September 11, 2006

26 dagar!!!!

Nei sæta Íris mín ég var ekki að bíða eftir 50 kommentum ;) Var bara að bíða eftir smá tíma í fríi til að blogga...! ;)

Jæja þá er þetta farið að styttast all svakalega!! Einungis 26 dagar til stefnu og ég get sagt ykkur það að dagarnir hreinlega fljúga :) Það gengur rosalega vel að undirbúa allt en ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki hana mömmu :) Hún er þvílíkt búin að hjálpa okkur að undirbúa þetta (hún hefur nebbla reynsluna) og amma er líka búin að gera hellings fyrir okkur :) Takk æðislega báðar tvær :) Þið eruð gull í gegn :)

Við erum búin að bóka brúðkaupsferðina!!! Það verður ein mögnuð ferð skal ég segja ykkur! Við fljúgum út seinni partinn á mánudeginum eftir brúðkaupið (alltaf verið draumur minn að fara í brúðkaupsferðina strax á mánudeginum) við fljúgum til New York!!!!!!!!!!!!!!!!! Vá hvað ég hlakka ÓTRÚLEGA til, ég í alvöru get varla beðið þangað til!!! Það eru sem sagt akkúrat 4 vikur í dag í útlönd :) :) Við verðum í New York í 5-6 daga og fljúgum þaðan til Puerto Ricoog förum í siglingu á skemmtiferðaskipi um Karíbahafið í viku :) :) Cruise Destiny heitir skipið held ég.. Oh þetta verður svoooo æðislegt :) Við fáum klefa í skipinu með svölum svo að þetta verður ennþá meira kósý :) Þetta verður svo æðislegt :) Fara til útlanda með honum Bjössa mínum verður náttla bara snilld!! Hann er líka mesta gull í heiminum ;) Enda er ég heppnust :)

Jæja ég ætti kannski að segja ykkur smá frá sumarfríinu :) Við fórum norður og það var algert æði!! Vorum þar í bústað með systur Bjössa og fjölskyldu og mömmu hans:) Voða kósý bústaður á skemmtilegur stað :) Við fullorðnu spiluðum svokallað kubbaspil sem er útileikur! Það snýst um að fella trékubba með tréstöngum eða e-ð svoleiðis, hrikalega skemmtilegt spil!!! Við allavega skemmtum okkur vel ;) Við komum svo heim á miðvikudagskveldi eftir mjög svo skemmtilega ferð :)

Keyrðum svo Nesjavallaleiðina austur á Selfoss einn sunnudaginn, mjög falleg leið að keyra, við tíndum svo nokkur krækiber á leiðinni og nutum veðursins... Komum við hjá pabba og mömmu, og Íris og Karlott voru væntanleg :) Þar eftir keyrðum við enn austar að Stóra Dímon, ætlunin var að tína glás af krækiberjum og það tókst!! Það var alveg krökkt af berjum þarna og eiginlega líkast því að það hefði rignt berjum!! Massað, ég vildi að ég kynni að setja inn myndir en ég kann það því miður ekki!! Ýkt skemmtileg ferð :)

Jæja í dag er frídagur hjá mér eftir vinnuhelgi, þessi vinnuhelgi var nú samt mun léttari en aðrar því að ég vann bara til 17 á laugardaginn sökum afmælis hjá Kidda og Ellu Gittu :) Æðislegt að komast og það var svo gaman að ég endaði á því bókstaflega að hágrenja úr hlátri!!!! Ég held ég hafi aldrei hlegið svona mikið!!! Kiddi frændi átti heiðurinn af því! En til hamingju með afmælin mín kæru :)

Jæja ég ætla að fara að hætta þessu pári! Hafið það innilega gott sætu vinir mínir og farið vel með ykkur :)

Ykkar Eygló - bride to be :) :) :) :) :) :) :) :) :) :)
Svo

Tuesday, August 22, 2006

Brúðkaupsundirbúningur :)

Jæja jæja jæja!
Í dag eru nákvæmlega 40 dagar í brúðkaupið og mín svona nett farin að stressa sig! Þó eru stærstu hlutirnir komnir, kirkjan, salur, ljósmyndari, söngvarar í vígslunni, prestur, hljóðfæraleikarar, bílstjóri, kjóllinn minn :) :) :) Bjössa föt og hringaberans föt :) Allt saman klappað og klárt! Ég fór svo í gær með systrum mínum í Smáraland og vorum við að skoða brúðarmeyjakjóla!! Vá hvað við skemmtum okkur vel, systur mínar höfðu nú mjög ákveðnar skoðanir á kjólunum en ég er auðvitað að fá dætur þeirra lánaðar :) Brúðarmeyjar verða Danía Rut (dóttir Örnu) og Petra Rut (dóttir Írisar) báðar 4ára :) Hringaberi verður svo Davíð Máni (sonur Guðrúnar, systir Bjössa) Hann er að verða 5 ára! Allt saman afspyrnu myndarleg börn!! Við fundum í sameiningu rosalega krúttlega og flotta kjóla í Adams og svo svona hálfar peysur við.. Ógurlega sætt og þær verða endalaust flottar litlu skvísufrænkur mínar :) Boðskortin eru líka tilbúin en hún Íris tölvusnilli hjálpaði mér við þau (eða sko ég sat alveg hjá henni meðan hún gerði þau) Hehe... Gott að eiga Írisi fyrir systir sko.. Takk Íris :)
Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt en um leið stressandi því að það er svo MARGT sem þarf að gera, endalaus smáatriði að það er ekki fyndið! Svo kostar allt peninga :) (Eins gott að maður er búinn að vera að safna klinki í bauk) Hehe.. Ég er búin að finna brúðarvöndinn en ég segi ekki meira nema hann er FLOTTUR!!! Auðvitað.. ;)
En að öðru! Ég er loksins að fara í SUMARFRÍ!!!!!!!! Það má nú næstum kalla þetta haustfrí enda segir veðrið það manni eiginlega frekar en að það sé sumar.. Ég vinn föstudaginn og verð svo í fríi í tæpar 2 vikur :) :) Mikil gleði það.. Ég tek 8 virka daga og svo örugglega 3 vikur kringum 7.október :) Vibbý :) Verður ekkert smá æðislegt að fara í smá frí, ég er búin að vinna í ALLT sumar, mínus einn orlofsdag sem var föstudagur á Kotmóti.. Var síðast í almennilegu fríi í júní í fyrra svo að það er eiginlega kominn tími til!! Við förum norður á laugardaginn og verðum fram á þrið/miðv.dag... Svo er ég búin að panta miða fyrir okkur á Footloose þann 31.ágúst svo að sumarfríið mitt verður BARA skemmtilegt, hitta slatta af vinum fyrir norðan og hafa það gott :)
Bjössi minn er kominn heim og vá hvað ég var glöð að sjá hann loksins (hann var á sjó í 12 daga og mér leið eins og það væru 2 mánuðir) Gott að fá hann heim :)
Jæja ég held ég fari að hætta þessu pári...
Njótið lífsins vinir og hafið það ofsalega gott!!
Eyglóin hin mjööög svo hamingjusama!! :)

Saturday, August 12, 2006

Kommentin 40 ;)

Íris systir hafði rétt fyrir sér! Ég var bara að bíða eftir 40 kommentum til að halda áfram að blogga!! Þar hafiði það! Hrmpf.. Nei nei, ég segi nú bara svona, ég er búin að gera alveg hellings í sumar og mikið búið að vera að gera!
Ég og Bjössi minn (sem kom loksins heim þann 19.júní af sjónum við MIKINN fögnuð af minni hálfu! Var einfaldlega æðislegt að fá hann heim aftur) fórum í heimsókn norður helgina 23.-26.júní.. Sem var æðislegt, mjög gaman að fá að hitta og kynnast fjölskyldunni hans Bjössa og þetta var frábær ferð! Við trúlofuðum okkur svo við ægilega rómantískan gosbrunn í Listigarðinum :) Það var alveg æðisleg stund :) :) Ekkert smá skemmtilegt og allir voru (og eru) þvílíkt ánægðir fyrir okkar hönd :) Æðislegt!! :) Ég er svo ástfangin að ég gæti sprungið!!
Sumarið hefur svo liðið auðvitað alltof hratt, við keyptum okkur íbúð í Vesturberginu, við keyptum af pabba og mömmu, en íbúðin er 4ra herbergja og 98 fm2, opin og björt og frábær íbúð :) Ég er svooo hamingjusöm þarna og það fyndna er að ég ólst upp frá 6-12 ára aldri í alveg eins íbúð í stigaganginum við hliðina á! Gaman að því, kann alveg ofsalega vel við mig í Vesturberginu enda búið lengst af ævinnar í Breiðholti :)
Ein útilega að baki :) Fórum nokkur úr mömmu fjölskyldu á Apavatn og það var alveg frábær helgi! Loksins komst ég aðeins í smá sól en þar var tekin mynd af handleggjunum á okkur Írisi og það er án djóks eins og svertingi og albinói!! Fyndið! :) Svo komu allir á laugardagskvöldinu og við grilluðum saman, mjög skemmtileg útilega!
Kotmótið var auðvitað alger snilld! Og kannski sérstaklega gaman þar í ljósi þess að ég missti af því fyrir ári! Ég naut þess í botn að vera þarna og mér finnst alltaf jafn gott að koma í sveitina mína, enda er ég hálfur Kotari og gæti ekki verið stoltari af því! :) Við tjölduðum niðrá Fit en þar eiga pabbi og mamma (eða við eins og ég segi alltaf) land sem er einn hektari.. Pabbi er búinn að reisa kofa þar og þar var Arna með gullin sín og við systurnar plöntuðum okkur svo í tjöld og tjaldvagna :) Virkilega skemmtilegt samfélag, en pabbi og mamma keyrðu á milli Kotsins og Selfosss :)
Bjössi sæti er núna í Evróputúr sem tekur 12 daga, ég sakna hans alveg hræðilega en það verður þá bara ennn skemmtilegra að fá hann heim :)
Við ætlum að gifta okkur þann 7.október í Selfosskirkju og það eru 8 vikur til stefnu í dag en það er nóg sem á eftir að undirbúa, samt gengur það nokkuð vel, bara alveg ótrúlegt hvað það er endalaust sem þarf að gera!! En það er bara skemmtilegt!!
Jæja keiluferð framundan í kvöld, við systurnar ætlum að fara (maður veit samt alveg að Íris vinnur en so! Bara gaman að vera með ;) )
Hafið það gott og njótið lífsins :) Það er ég sko að gera :) Lífið er dásamlegt!!
Ykkar Eygló sem vonandi lætur ekki líða svona langt á milli blogga næst!!
P.s Íris takk fyrir vatnið í dag ;) Það var mjöög gott og svalandi ;) ;)

Saturday, June 17, 2006

Jææææææja!!!

Höhömm, ég er ekki alveg að standa mig í blogginu! Er ekki með netið og hef verið á fullu við að gera eitthvað allt annað en að hanga í tölvunni!!
Pabbi útskrifaðist sem lögfræðingur á laugardaginn fyrir viku og héldum við honum svona surprise veislu, og það tókst svo innilega að hafa hana óvænta því að ég hef held ég aldrei séð pabba jafn hissa! Brjálað gaman :) til hamingju með nýja titilinn pabbi!
Sunnudaginn fyrir viku fluttu svo pabbi, mamma og Hrund í húsið við ána! Það er ofsalega skemmtilegt og býður uppá svo margt og þau eiga eftir að gera það rosalega flott og æðislegt!! Ég tók uppá því að hrasa illa um kvöldið og hruflaði slatta á mér hnéð auk þess sem það bólgnaði vel..Ég auðvitað endaði hjá ömmu æðibita sem hreinsaði hnéð og bjó um það... Ég labbaði með staurfót í nokkra daga.... Geggjað vont og óþægilegt.... En það grær áður en ég gifti mig!!! Múahahaha, (eða við skulum vona það .! )
Eftir vinnu á mánudaginn, skutumst við systurnar svo í smá heimsókn austur, það var svolítið fyndið því að þar vorum við bara 6, s.s 4 systur og foreldrarnir... Svo gaman að því hvað hefur bæst í hópinn síðustu 6 ár!!
Var heima með lasið hné þriðjudag og miðvikudag enda hafði fóturinn ekki gott af öllu labbinu í vinnunni á mánudeginum... Pakkaði helling því að það voru jú fleiri flutningar framundan....
Jæja er að fara að borða svartfuglsegg... Mmmmmmmmm
Skrifa meira seinna elskurnar :)
P.s Núna eru bara ca 45 klukkutímar í að ástin mín eina komi heim!! Ég get svo innilega ekki beðið!! Verð örugglega stoppuð af löggunni fyrir hraðakstur þegar ég fer niðrá bryggju að hitta hann loksins!!! Híhí hvað það verður gaman :)
Jæja, njótið lífsins vinir..
Akureyri here we come (eftir 6 daga sko!)
Eyglóin svoo hamingjusama ;)

Saturday, June 03, 2006

Ég má til.........

.......... Með að óska pabba og mömmu til hamingju með húsið við ána! Þau fengu það afhent á fimmtudaginn og þetta er alveg æðislegt hús! Ég skaust þangað eftir vinnu á fimmtudagskvöldið, Arna og Íris komu með mér og það var ekkert smá gaman að koma og sjá :) Það er margt sem þau ætla að breyta inní því en pabbi er auðvitað BARA snillingur þegar kemur að því að framkvæma eitthvað töff og öðruvísi og er líka besti smiður í heimi! Svo gerir mamma þetta heimilslegt með sætu mununum sínum og bara hellings! Þetta verður ennþá æðislegra þegar þau verða búin að gera allt sem þau ætla sér! Það verður gaman að fylgjast með :)
Ég má einnig til með að óska pabba til hamingju en hann var að fá einkunn fyrir BA ritgerðina sína, sem fjallar um ábyrgð byggingastjóra og iðnmeistara, hann fékk 8 í einkunn og var 3. hæstur!! Til hamingju með það pabbi! Ég er alveg að springa úr stolti að eiga svona kláran pabba :)
Annars er bara allt glæsilegt og skemmtilegt að frétta! Björn Ingi, ástin mín, kemur heim eftir (að ég vona) 16 daga sem væri þvílíka snilldin því að ég á akkúrat frí þann dag! Þá myndi ég auðvitað fara niðrá bryggju og taka á móti honum :) Ohh hvað ég get ekki beðið þangað til!! Verður æðislegt að fá hann aftur heim ;) ;)
Svo er planið að fara á The Da Vinci Code í kvöld og ætla ég allavega með Örnu, kannski fleiri systrum, veit það ekki alveg ennþá!
Lífið er dásamlegt! - Njótum þess :)
Sólksinskveðjur Eygló happiest girl :) :)

Monday, May 29, 2006

Yndið mitt eina :)

Þá er maður barasta gengin út :) Hver hefði trúað því? hehe..
Yndislegi kærastinn minn heitir Björn Ingi Jónsson, hann er mjöööög sætur, og myndarlegur! Hann er 1,93 á hæð (sem sagt 23,5 cm hærri en ég, brjálað glæsó) hann er svo mikið æði að það er mergjað! Hann er 31 árs en verður 32ja 22.júní! Hann er sem sagt 7 árum eldri en ég en það er bara til að gera okkur flottari:) Mér finnst við alveg hrikalega sætt par og er að deyja úr hamingju :) Mér líður svo ótrúlega vel með honum að ég hefði ekki trúað því að það væri hægt að líða svona vel með einhverjum :) :) Gleði gleði gleði sko!!! Hann er útá sjó núna og ég sakna hans meira en orð fá lýst!! Ég horfði á skipið hans sigla burt og mest langaði mig til að stökkva í sjóinn og synda á eftir honum en hann kemur heim í fyrsta lagi 19.júní.. Hann er vélstjóri og vinnur svo sem rafvirki þegar hann er í landi...
En gleðifréttir fyrir mig þá er þetta síðasti túrinn hans í sumar allavega!! Hann sendi mér æðislegt sms daginn sem hann fór, áður en ég fór og kvaddi hann.. Það hljómar svona : "Hlakka til að sjá þig á eftir mín yndislega og gullfallega kærasta :)" Ef þetta er ekki til að bræða mann þá veit ég ekki hvað!
En ég ætla að fara að slétta mitt fallega náttúrlega krullaða hár... Hehe, smá mótsögn þarna en so!
Njótið lífsins vinir mínir! Það er svo skemmtilegt!!
Nothing but love (stolið af Önnu Siggu síðu)
Eygló :)