Friday, October 06, 2006

1 dagur til stefnu :) :) :) :) :) :) :) :)

Á morgun er stóri dagurinn :)

Dagurinn sem ég hef beðið eftir í margar vikur.. Það er alveg með ólíkindum hvað tíminn hefur liðið hratt undanfarið enda hefur vægast sagt verið mikið að gera.. Ég byrjaði í aukavinnu fyrir ca 3 vikum, (og var nú alveg nóg að gera í hinni vinnunni) en ég er byrjuð að bera út Morgunblaðið og Blaðið á morgnanna, eða næstum því nóttunni, ég vakna milli 5 og hálf 6 og fer út, er ca klst og 10 mín að þessu, hleyp upp stigana á öllum 9 blokkunum sem ég er með og svo er ég með Háberg og Hraunberg ef einhver er forvitinn.... En þetta hefur gengið vel.. Ég hætti að vinna á þriðjudaginn til að klára að undirbúa brúðkaupið en svo held ég áfram að vakna hálf sex þó svo að ég þurfi ekki að bera út enda komin í frí þar líka.. Bömmer, þyrfti nú kannski að sofa meira og hvíla mig til að sofna ekki í miðri veislunni... Hehe...

Það er allt tilbúið. Dagurinn í dag fer bara í að pakka niður fyrir hótelið, sæka kjólinn og fleira skemmtilegt dúllerí... Svo ætti ég kannski að fara að huga að því að pakka niður fyrir NEW YORK en ég hef engan tíma haft í að pæla mikið í því að ég sé að fara þangað en ætli maður fatti það ekki bara á mánudaginn þegar við nálgumst Leifstöðina... Afi ætlar að skutla okkur og við förum með 1 tösku saman og ætlum að koma heim með 4..... VERSLA!!!!!!!!!!! Hlakka alveg brjálað til að fara... Og skemmtiferðaskipið verður æði líka..

Vá ég er svo spennt fyrir morgundeginum að ég get ekki sofið lengur.. Ætla nú samt að skríða uppí rúm og pína mig til að sofna aftur... Verð að hvíla mig.. Er líka hrædd um að sofa bara alls ekki neitt næstu nótt því að ég verð alltof spennt...


Jæja ég ætla að fara að hætta þessu pári... Ég ætla að fara að pakka fína kjólnum sem ég keypti mér til að vera í á sunnudaginn, fyrsta dagin minn sem frú :) Fæ alveg fiðring við að skrifa þetta, þetta er svo æðislegt og skemmtilegt :)

Hafið það gott og ég reyni að skrifa hér inn áður en við förum til New York en ég lofa engu..

Bæ í bili..

Brúðurin (á morgun)

:) :) :) :) :)

7 comments:

Anonymous said...

Elsku Eygló,innilega til hamingju með morgundaginn. Megi hann vera bjartur og fallegur. Og til hamingju með alla þessa hamingju og gleði og góða skemmtun í brúðkaupsferðinni ykkar. Hún verður alveg pottþétt alveg hreint æðisleg.
Drottinn blessi allt ykkar líf og gefi ykkur óteljandi hamingjudaga =)
Kv Inga Huld.

Anonymous said...

Þá er hann runninn upp dagurinn þinn. Gott að vita af þér sofandi hér á efri hæðinni en bráðum mun ég samt vekja þig gullið mitt.
Hlakka mikið til að njóta þessa dags með þér og ég er ánægð með manninn sem Guð er að gefa þér.
Elska þig. Mamman

Anonymous said...

Elsku Eygló!
Takk æðislega fyrir fallega veislu í gær og mjög skemmtilega líka,þetta er bara eitt skemmtilegasta brúðkaup sem við hjúin höfum farið í:)Þú varst svo falleg þegar þú labbaðir inn gólfið í gær og svo hamingjusöm að það skein örugglega út í Hveragerði:)hahahaÉg ætla nú samt að stelast til að hringja í þig seinna í dag svona áður en þú ferð,það hlýtur að vera í lagi að rétt slá á nýju frúna þó svo að maður kunni varla við það en við náðum bara ekkert að tala við þig í gær.Takk aftur æðislega fyrir ógleymanlegan dag dúllurnar mínar kv.Helga Maren

Anonymous said...

Til hamingju með stóra daginn og lífið sem er framundan sem hjón. Vissi alltaf að þú myndir gifta þig í kjólnum hennar mömmu þinnar :) sagðir mér það þegar þú bjóst fyrir norðan, Arna er orðin svo góð að þaga yfir leyndarmálum að þegar ég spurði reyndi hún að telja mér trú um annað :) :) Hafið það gott og njótið ferðarinnar. Kveðja Davíð

Erling.... said...

Þessi dagur var frábær í alla staði. Þú varst einstaklega falleg brúður og Bjössinn þinn geislaði langar leiðir þegar hann horfði á þig. Guð blessi ykkur framtíðina saman og munið að kærleiksblómið vex best heima....EF það er vökvað og hlúð að því. Það liggur fyrir að gott hjónaband verður ekki til með því að sveifla töfrasprota. Ræktið því kærleikann ykkar á milli, hann er ómælanlegur og ókeypis. Njótið brúðkaupsferðarinnar í ræmur.
Þinn elskandi Pabbi

Hafrún Ósk said...

Vá hvað þú varst falleg og þið yndisleg að sjá í brúðkaupinu :)
Vil þakka fyrir að hafa fengið að vera með ykkur og upplifa þennan dag með ykkur.
Samgleðst (öfunda sko á fallegan hátt) ykkur alveg óendanlega að vera þar sem þið eruð akkúrat núna - í draumaborginni NY !!
Hafið það gott og njótið lífsins
kveðja
Hafrún frænka

Anonymous said...

Hjartanlega til hamingju með daginn:D ég samgleðst þér/ykkur innilega:)

kv Eva Dögg:)