Wednesday, September 27, 2006

Gæsunin!!!!!!!!!!

Jæja já, gæsunin, ég talaði um það í síðustu færslu að það væri mikið búið að hræða mig með því að ég þyrfti að fara í búning og gera mig e-ð að fífli!!!...............................

Hefst nú sagan:

Ég var sótt af henni Írisi sætu rétt rúmlega 16 á laugardaginn var.. Ella Gitta slóst í hópinn og settumst við upp í bíl...Leiðinni var heitið heim til Örnu þar sem ég vissi ekkert hvað var framundan, ég sest varlega í sófann hjá henni þegar á mig er skellt hárbandi og það sett alveg fyrir augun.. Þær byrja að klæða mig í e-ð sem ég gat ekki með nokkru móti ímyndað mér hvað væri... Þangað til þær rífa mig úr skónum og setja mig í aðra skó.. Þá var mig farið að gruna e-ð, ég var svo leidd (var sko blinduð) að speglinum og þar var hárbandið tekið frá augunum mínum og mér varð litið í spegilinn... Hvað sá ég?? Jú jú þennan líka fína og sæta TRÚÐ!!


Ég skellihló og fannst þær nú fyndnar að setja mig í búning þar sem ég hafði sérstaklega beðið þær ekki um að gera það.. Hmmm (eins og gæsin ráði einhverju) Ég hafði nýlokið við að slétta hár mitt svona vel og fallega þegar Íris sótti mig en svo þegar ég var komin í trúðabúninginn þá fannst þeim slétta hárið mitt ekki alveg passa við hlutverkið, svo að þær bleyttu á mér hárið og úr urðu þessar fínu krullur...... Alveg sætasti trúðurinn þann daginn ;)

Það næsta sem ég heyrði voru drunur, ég mátti hvorki koma fram eða út eða kíkja neitt, þannig að ekki grunaði mig hvað var í vændum.... Kiddi Klettur var mættur í mótorhjóladressinu og á flotta mótorhjólinu... Við tók MJÖG svo skemmtilegur túr um borgina, fórum mishratt og skemmtliegast þótti mér að fara hraaaaatttt.... Klikkað sem það var gaman, já ég gleymi að segja frá því að þær settu á mig pappaspjöld, framan og aftan, framan á stóð "Er ég ekki sæt" og aftan á stóð Bride 2B 7.okt síðasti séns..... Og fólk var mikið að reyna að lesa á skiltin þegar ég þeysti um borgina aftan á hjólinu hjáKidda.. Skemmtileg athygli..

Túrinn endaði í Kringlunni en þar biðu Íris, Arna, Hrund, Ella Gitta og Thea...

Þær voru búnar að útbúa 6 miða með nafninu mínu á og ég átti að labba upp að fólki og segja "Hæ ég er ógeðslega fræg og er að fara að gifta mig, viltu fá eiginhandaráritunina mína??? " Fólk var mishrifið og ein sagði bara hreint NEI... En aðrir brostu kompánlega.... Ég var furðu frökk en það er örugglega auðveldara að gera sig að fífli þegar maður er í búning... Næst tók við að stelpurnar fóru allar inní ákveðna búð og á meðan átti ég að standa fyrir utan og segja "HÆ" við alla sem löbbuðu framhjá mér.... Það var eiginlega bara fyndið... Fólk vissi ekki alveg hvernig það átti að vera... Inní búðinni keyptu þær svona typpabangsa sem hægt er að tosa í spotta og þá titrar það, ég mátti gjöra svo vel og biðja fólk sem ég mætti "að finna" þegar "typpið" titraði... Fólk eldroðnaði nú sumt... Stúlkukindurnar létu mig einnig fara í apótek og spyrja um sleipiefni og hvað væri nú best fyrir brúðkaupsnóttina... Grey stelpan sýndi mér svo nokkrar tegundir og ég lét þar við sitja... Svo eignaðist ég nýtt gloss sem stelpurnar gáfu mér :) Takk fyrir það gellur..
Næst var ferðinni heitið í Nóatún þar sem ég eyði ákveðinni % af dögum mínum þessa dagana... Þar var fólk fengið til að "finna" og það gekk ágætlega.. gaman að koma við í vinnunni og gera mig að fífli þar....

KFC :) Þangað fórum við næst, ég var búin að vera að drekka Nupo Létt og var því glöð að fá alvöru mat... Mmm... Ég þurfti ekkert að gera mig að fífli þar.. ;)

Fórum í ísbúð, keilu, sem ég vann og svo í partý heim til Örnu.. Ótrúlega skemmtilegur dagur og fyndnast er að Arna var eftir allt að leika sér að tala af sér og Hrund pikkaði það uppog mamma lék svona snilldarlega vel með.... Og ég lét platast! En mér var ekki rúllað niður Esjuna í tunnu heldur fór ég í búning og gerði mig að fífli og hafði nett gaman af :)

Ykkar Eygló athyglissjúka ;) ;) Múahahaha

10 dagar....

6 comments:

Anonymous said...

Þetta hefur verið mjög gaman hjá ykkur, allavega eru myndirnar skemmtilegar. Njóttu daganna gullið mitt. Elska þig í ræmur,
mamman

Hrafnhildur said...

Snilld.is! (Eins og einhver myndi orða það :) Þetta hefur verið ógleymanlegur dagur. Hlakka til að sjá brúðina í fullum skrúða.
kveðja úr Mos.

Eygló said...

Ohh, þetta var svooo gaman! Búin að setja inn myndirnar á bloggið ;)
Gat ekki gert það í gærkvöldi svo ég gerði það áðan ;)
sjáumst sem fyrst!

Íris said...

Jahá, þetta var ég en ekki Eygló sem kommentaði ;)
Íris

Anonymous said...

Vá þetta hefur verið æðislegt,þyrfti að kenna fleirum að það er hægt að hafa gaman án þessað vera á einhverju fylleríi.Æi ég hlakka til að sjá þig og mikið veit ég að þú verður sætasta brúðurin ever:)Kveðja Helga bumba

Anonymous said...

Gott að þér fannst gaman my "precious" Sjáumst fljótt skvísulína og ég hlakka svo til á laugardaginn. Þú verður svo flott:):) Arna