Thursday, September 30, 2004

FLUTT !!! ;)

Í gær kláraði ég að flytja rúmið og skattholið og allt stóra dótið, fékk góða hjálp.. Mummi tengdó Örnu og Jóhann bróðir Davíðs komu með pallbíl úr sveitinni og fluttu draslið mitt.. Anna Sigga og Friðjón voru líka dugleg að hjálpa mér.. Við Anna Sigga rifjuðum upp smá minningar síðan við vorum að leigja saman... BÖNS skemmtilegur tími :) En nú er ég flutt til Örnu og fíla það massa vel, þarf ekki lengur að keyra lengst útí sveit til að fara heim að sofa heldur bara rétt að labba inní herbergi og leggjast útaf.. Snilld.is! Það er samt ótrúlega fyndið að sjá herbergið mitt.. kassar upp einn vegginn og rúm í restinni af herberginu.. En þetta komst samt allt fyrir, nema þvottavélin, Doris tengdó hennar Örnu ætlar að geyma hana fyrir mig í sveitinni, ótrúlega góð við mig :) núna er Arna á leiðinni til mín (hehe tala ennþá eins og ég búi í Skógarhlíðinni) að þrífa íbúðina fyrir mig og skila lyklinum, hún vill endilega gera þetta fyrir mig, ég er bara fegin! Ég ætla að þrífa sameignina fyrir hana í staðinn! En síðan Davíð fór þá hef ég skutlað og sótt Daníu Rut á leikskólann.. Það er ekkert smá gaman... Svo þegar maður kemur að sækja hana þá verður hún svo ánægð að sjá mann að maður bráðnar alveg.. Þær eru svo miklir gleðigjafar, hún og Sara Ísold :) Annars gengur allt sinn vanagang, fæ útborgað á morgun 115.076 kr, sem er ágætt. Sérstaklega þar sem ég þarf bara að borga 15þús í leigu en ekki 35þús:) En jæja, þetta er nú ekkert ægilega skemmtilegur pistill hjá mér, þarf að fara að finna lög og æfa mig fyrir Baugasel. Ætla nebbla að brillera þar með gítarspili :) Good luck 2 me! Það verður samt MASSA gaman þar.. Ótrúlega margir sem ætla að koma, finnst samt leiðinlegt að skilja Örnu eina eftir en þetta er bara laugardagskvöldið og komum heim á sunnudeginum... Veit ekki alveg kl hvað. En hafið það bara ótrúlega gott! Ég hef það betra en gott :) Var ótrúlega gama í vinnunni í dag eins og venjulega og það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt..... Verð fertug áður en ég veit af... Húff! God bless U all... ykkar uppáhalds Eygló

Tuesday, September 28, 2004

Hæ hó... .is.. HEHE ;)

Hæ allir sem lesa bloggið mitt ;) Ótrúlega lítið sem gerðist í dag, var að vinna 8-18 og þetta var massa skemmtilegur dagur, var í einhverju ægilegu spassakasti og hló eins og svín að einhveju sem var kannski ekkert svo fyndið, var líka svona í gær en þá sagði ég "voru vökvin eitthvað blómuð um helgina..." Ætlaði auðvitað að segja voru BLÓMIN e-ð vökvuð.... Og ég drapst úr hlátri af minni alkunnu snilld.. Hinum fannst þetta ekki eins fyndið og mér en hlógu samt. Ég borðaði bara fitness í dag í vinnunni, ein skál kl 10, önnur kl 12 og þriðja kl 15! Fjölbreytta fæðan... og auðvitað undanrenna með... jú drakk pepsí max í hádeginu með... Það hlýtur eiginlega að renna pepsi max í æðum mér, neh segi svona... En vitiði gaman...... Ég er að fara í Baugasel á laugardaginn eftir vinnu, ætlum fara unglingarnir, (þau okkar sem fara ekki á Nordica) þetta er lítill "notalegur" skáli, sem er kannski ekki svo notalegur því það er engin kynding þar heldur hitað upp með gasi, (minnir mig) man bara að síðast þegar ég fór þangað þá var mér sagt að við værum að fara í sumarbústað, og ég mætti í peysu og kvartbuxum.. En þá áttum við eftir að villast í blindbyl, það var brjáluð snjókoma og maður labbaði í snjó upp að hnjám... ég hélt í alvöru þá að ég yrði úti! Man líka að ég dó næstum úr kulda um nóttina, mín var samt með dúnsæng og í flónelnáttfötum... En þetta var í febrúar = MJÖG kalt.. Brrrr.. En við ætlum að fara og hafa gaman, ég ætla meira að segja að spila á gítar fyrir nærstadda... SVO mætið öll :) Sleppi bingóinu, vinn hvort eð er aldrei neitt... Hef ekkert meira að segja... Hafið það bara langskemmtilegast og farið öll í langan góðan göngutúr og hlustið á New Song með Natali Grant.. Endalaust flott lag, eða sitjið inni undir sæng með swiss miss í bolla og hlustið á vonda veðrið úti (sem reyndar er ekki) Lov u all.. Ykkar Glóus Indíanos ;)

Monday, September 27, 2004

Asni.is :)

Ég er svooo mikill snillingur að það er æði.. Ég eyddi óvart út blogginu mínu síðan í gær.. Setti "mánudagur" tvisvar inn og ætlaði að eyða öðru þeirra en eyddi hinu út í staðinn.. Zorry folks :)

Mánudagur...

Ég elska mánudaga! Flestir þola ekki mánudaga, því þá er yfirleitt langt í helgina, og allir elska helgar, þar með talið ég, en á mánudögum, fæ ég engar vörur í vinnunni og þetta verður svona dúllerí dagur þar sem ég er bara að þrífa borðið mitt (allt grænmetisborðið) og allt geggjað ísí! Lítið að gera og svona..Ekki misskilja, ég elska líka þegar mikið er að gera, mar verður e-ð svo important þá.. En eins og dagurinn var í dag, engir leiðinlegir yfirmenn að bögga mig... hmm, reyndar er alveg ótrúlega langt síðan ákveðin manneskja skammaði mig fyrir e-ð sem ég á ekki skilið, ég er líka búin að vera x-tra dugleg síðan í talningunni um daginn en þá vann ég í 18 klukkutíma og hef varla stoppað síðan.... Myndi helst vilja vinna 8-20 alla daga og aðra hvora helgi en ég má það bara ekki :( þá bara vinnur maður eins mikið og maður fær og sníkir svo aðeins meiri aukavinnu ;) Mar er snjall.. Hehe! Helsti ókosturinn við að hafa lítið að gera er að tíminn líður svooo hægt en samt var þessi dagur sokkalega fljótur að líða.... Er núna á eftir að fara að klára að flytja, á eftir að flytja skattholið, skrifborðið, skenkinn og rúmið, jú og hrikalega flotta hjólið mitt ;) Hlakka svo til að vera búin að selja bílinn og fara labba útum allan bæ! Dúða mig brjálað upp með flotta sjalið mitt ;) og svo má ekki gleyma tónlistinni sem ég ætla alltaf að hlusta á! Þetta á eftir að verða snilldarvetur, og ég spara og spara... Snilld.is x 1800 :) Íbúð? Afríka? Skóli? Húsgagnasmiður? Alltof margt sem mig langar... Erfitt að ákveða hvað skal gjöra í framtíðinni þegar ég verð búin að safna mér böns af pening! En jæja smá skoðanakönnun... Bingó með vinnunni eða unglingasamkoma á laugardaginn???? Langar bæði.... Eigið masssssa skemmtilegt kvöld! Mitt verður sveipað flutningum og kannski smá TV, Dont know... Until next time.... BYE honeys :) Glóulínus ;)

Saturday, September 25, 2004

Komin í bloggara hópinn... ;)

Jæja þá er Eygló farin að blogga, gaman að því, ætla ekki að reyna að vera málefnaleg eins og pabbi þó það væri gaman, kannski meira að segja frá hvað ég er að gera og kannski plönum mínum..... He he það eru sko spennandi tímar framundan, og skemmtilegir ;) Er að flytja um helgina og það er heilmikið puð, sérstaklega þegar ég alein í því öllu saman, og vá draslið sem maður á er endalaust, ég er nú þannig af Guði gerð að ég vil helst engu henda, fór nú samt í gegnum fataskápinn minn þegar ég pakkaði niður og ég var, mér til mikillar undrunar, dugleg að gefa það sem ég nota ekki eða er orðið of stórt... Gott að aðrir geta nýtt hlutina... Hins vegar á ég lítið af húsgögnum, ég á jú rúm, (er það húsgagn? varla..) skatthol, lítinn skenk og skrifborð.. og síðan alveg endalaust magn af búsáhöldum, glösum, afríkumunum, (sem ég safna) antikdóti sem amma hefur verið ótrúlega góð að gefa mér fullt af :) Og allt þetta drasl tekur pláss, er búin að flytja 16 kassa, og ætli helmingurinn sé ekki búinn, er í pínu pásu núna, á bara eftir að flytja drasl úr aukaherberginu og af baðinu, ætla gera það á morgun.. Smá stökk að fara úr 65 fm2 íbúð og í ca 10 fm2 herbergi, og ég sem á þvottavél og allt.. Gæti hæglega fyllt einbýlishús af innanstokksmunum.. ;) og þið sem ekki vitið þá er ég að flytja til systur minnar sem er svo heppin að vera meira að segja tvíburasystir mín... :) Hún og Davíð maðurinn hennar eru svo góð að leyfa mér að leigja af sér aukaherbergið sem þau eiga og ég mun spara 20þús á mánuði bara við það eitt að flytja til þeirra, legg nú þegar inn 20 þús á mánuði í sparnað og get hæglega farið uppí 50-60 þús þegar ég er búin að selja bílinn sem ég ætla að gera.. Ætla nebbla að spara vel í vetur og vera fótgangandi, búin að kaupa mér ógeðslega flotta gönguskó og allt.. Vantar bara hlýja og góða vetrarúlpu og þá er mín tilbúin í slaginn :) Jæja ég ætla að fara að halda áfram að flytja... það er svo mikið stuð, bara setja nógu skemmtilega tónlist á fóninn og þá er ALLTAF gaman :) Hafið það langbest, þess óskar ykkar eina sanna Eygló