Thursday, September 30, 2004

FLUTT !!! ;)

Í gær kláraði ég að flytja rúmið og skattholið og allt stóra dótið, fékk góða hjálp.. Mummi tengdó Örnu og Jóhann bróðir Davíðs komu með pallbíl úr sveitinni og fluttu draslið mitt.. Anna Sigga og Friðjón voru líka dugleg að hjálpa mér.. Við Anna Sigga rifjuðum upp smá minningar síðan við vorum að leigja saman... BÖNS skemmtilegur tími :) En nú er ég flutt til Örnu og fíla það massa vel, þarf ekki lengur að keyra lengst útí sveit til að fara heim að sofa heldur bara rétt að labba inní herbergi og leggjast útaf.. Snilld.is! Það er samt ótrúlega fyndið að sjá herbergið mitt.. kassar upp einn vegginn og rúm í restinni af herberginu.. En þetta komst samt allt fyrir, nema þvottavélin, Doris tengdó hennar Örnu ætlar að geyma hana fyrir mig í sveitinni, ótrúlega góð við mig :) núna er Arna á leiðinni til mín (hehe tala ennþá eins og ég búi í Skógarhlíðinni) að þrífa íbúðina fyrir mig og skila lyklinum, hún vill endilega gera þetta fyrir mig, ég er bara fegin! Ég ætla að þrífa sameignina fyrir hana í staðinn! En síðan Davíð fór þá hef ég skutlað og sótt Daníu Rut á leikskólann.. Það er ekkert smá gaman... Svo þegar maður kemur að sækja hana þá verður hún svo ánægð að sjá mann að maður bráðnar alveg.. Þær eru svo miklir gleðigjafar, hún og Sara Ísold :) Annars gengur allt sinn vanagang, fæ útborgað á morgun 115.076 kr, sem er ágætt. Sérstaklega þar sem ég þarf bara að borga 15þús í leigu en ekki 35þús:) En jæja, þetta er nú ekkert ægilega skemmtilegur pistill hjá mér, þarf að fara að finna lög og æfa mig fyrir Baugasel. Ætla nebbla að brillera þar með gítarspili :) Good luck 2 me! Það verður samt MASSA gaman þar.. Ótrúlega margir sem ætla að koma, finnst samt leiðinlegt að skilja Örnu eina eftir en þetta er bara laugardagskvöldið og komum heim á sunnudeginum... Veit ekki alveg kl hvað. En hafið það bara ótrúlega gott! Ég hef það betra en gott :) Var ótrúlega gama í vinnunni í dag eins og venjulega og það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt..... Verð fertug áður en ég veit af... Húff! God bless U all... ykkar uppáhalds Eygló

4 comments:

Anonymous said...

Þú ert æðisleg ;)
Gaman að lesa bloggið þitt!!!
kv. Íris

Anonymous said...

Hæ, hæ dúllan mín. Þú átt eftir að "slá í geeeeegn" í Baugaseli. Æ nó itt. Og takk fyrir að skipta um þrif við mig;);) Hahahahaha, sjáumst svo eftir svona 10 mínútur:):) Þín auðvitað laaanguppáhalds, Arna sem er mjög ánægð með að þú ert flutt:):):):):):):):):)

Anonymous said...

Ló, mín sæta!:)
Til lukku með fluttningin (og bloggið:))! Ég efast ekki um að þú verðir líka gleðigjafi þarna á 5G:þ þetta verður skemmtilegur tími 4 u. Jæja, þarf víst að halda áfram að vinna!
*knús* Anna Sigga

Anonymous said...

Eygló mín. Ég man daginn.....Velkomin í hóp bloggara. Þú skrifar mjög skemmtilega. Hlakka til að fylgjast með síðunni þinni. K.kv. Teddi.