Saturday, September 25, 2004

Komin í bloggara hópinn... ;)

Jæja þá er Eygló farin að blogga, gaman að því, ætla ekki að reyna að vera málefnaleg eins og pabbi þó það væri gaman, kannski meira að segja frá hvað ég er að gera og kannski plönum mínum..... He he það eru sko spennandi tímar framundan, og skemmtilegir ;) Er að flytja um helgina og það er heilmikið puð, sérstaklega þegar ég alein í því öllu saman, og vá draslið sem maður á er endalaust, ég er nú þannig af Guði gerð að ég vil helst engu henda, fór nú samt í gegnum fataskápinn minn þegar ég pakkaði niður og ég var, mér til mikillar undrunar, dugleg að gefa það sem ég nota ekki eða er orðið of stórt... Gott að aðrir geta nýtt hlutina... Hins vegar á ég lítið af húsgögnum, ég á jú rúm, (er það húsgagn? varla..) skatthol, lítinn skenk og skrifborð.. og síðan alveg endalaust magn af búsáhöldum, glösum, afríkumunum, (sem ég safna) antikdóti sem amma hefur verið ótrúlega góð að gefa mér fullt af :) Og allt þetta drasl tekur pláss, er búin að flytja 16 kassa, og ætli helmingurinn sé ekki búinn, er í pínu pásu núna, á bara eftir að flytja drasl úr aukaherberginu og af baðinu, ætla gera það á morgun.. Smá stökk að fara úr 65 fm2 íbúð og í ca 10 fm2 herbergi, og ég sem á þvottavél og allt.. Gæti hæglega fyllt einbýlishús af innanstokksmunum.. ;) og þið sem ekki vitið þá er ég að flytja til systur minnar sem er svo heppin að vera meira að segja tvíburasystir mín... :) Hún og Davíð maðurinn hennar eru svo góð að leyfa mér að leigja af sér aukaherbergið sem þau eiga og ég mun spara 20þús á mánuði bara við það eitt að flytja til þeirra, legg nú þegar inn 20 þús á mánuði í sparnað og get hæglega farið uppí 50-60 þús þegar ég er búin að selja bílinn sem ég ætla að gera.. Ætla nebbla að spara vel í vetur og vera fótgangandi, búin að kaupa mér ógeðslega flotta gönguskó og allt.. Vantar bara hlýja og góða vetrarúlpu og þá er mín tilbúin í slaginn :) Jæja ég ætla að fara að halda áfram að flytja... það er svo mikið stuð, bara setja nógu skemmtilega tónlist á fóninn og þá er ALLTAF gaman :) Hafið það langbest, þess óskar ykkar eina sanna Eygló

5 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með að vera byrjuð að blogga!!! Þú ert komin inní rúntinn minn á bloggsíðum :D Vonandi verður þú dugleg að setja hér inn það sem á daga þína drífur svo það verði gaman að kíkja ;)
Hafðu það rosalega gott og ég hlakka til að hitta þig eftir mánuð ;)
Þín stóra systir
Íris E

Anonymous said...

Gaman að þú skulir hafa bæst í blogghópinn... hlakka til að lesa hvað á daga þína drífur. Go girl!!!
Þín einasta eina, Ella Gitta.

Anonymous said...

Gaman verður að fylgjast með þér á blogginu glóandi gulllið mitt .gangi þér vel aðflytja eigur þínar á milli húsa Love you og hlakka til að fylgjast með þér þín uppáhalds amma

Anonymous said...

Til hamingju með bloggið þitt gullið mitt.
Það verður nú gaman að lesa skrifin þín og fylgjast með því sem á daga þína drífur. Ég mun kíkja hér inn daglega svo vertu nú dugleg að skrifa. Gangi þér vel að flytja og ég hlakka mjög til þegar við hittumst næst. Guð geymi þig, LU endalaust.
Þín eina uppáhalds mamma

simon said...

well written, affectionate, and interesting blog.

if you ever get the chance, come visit me

Best,

Simon

my blog is www.BrawnyHunk.com
(not nearly as superficial as it sounds :-) )