Saturday, June 17, 2006

Jææææææja!!!

Höhömm, ég er ekki alveg að standa mig í blogginu! Er ekki með netið og hef verið á fullu við að gera eitthvað allt annað en að hanga í tölvunni!!
Pabbi útskrifaðist sem lögfræðingur á laugardaginn fyrir viku og héldum við honum svona surprise veislu, og það tókst svo innilega að hafa hana óvænta því að ég hef held ég aldrei séð pabba jafn hissa! Brjálað gaman :) til hamingju með nýja titilinn pabbi!
Sunnudaginn fyrir viku fluttu svo pabbi, mamma og Hrund í húsið við ána! Það er ofsalega skemmtilegt og býður uppá svo margt og þau eiga eftir að gera það rosalega flott og æðislegt!! Ég tók uppá því að hrasa illa um kvöldið og hruflaði slatta á mér hnéð auk þess sem það bólgnaði vel..Ég auðvitað endaði hjá ömmu æðibita sem hreinsaði hnéð og bjó um það... Ég labbaði með staurfót í nokkra daga.... Geggjað vont og óþægilegt.... En það grær áður en ég gifti mig!!! Múahahaha, (eða við skulum vona það .! )
Eftir vinnu á mánudaginn, skutumst við systurnar svo í smá heimsókn austur, það var svolítið fyndið því að þar vorum við bara 6, s.s 4 systur og foreldrarnir... Svo gaman að því hvað hefur bæst í hópinn síðustu 6 ár!!
Var heima með lasið hné þriðjudag og miðvikudag enda hafði fóturinn ekki gott af öllu labbinu í vinnunni á mánudeginum... Pakkaði helling því að það voru jú fleiri flutningar framundan....
Jæja er að fara að borða svartfuglsegg... Mmmmmmmmm
Skrifa meira seinna elskurnar :)
P.s Núna eru bara ca 45 klukkutímar í að ástin mín eina komi heim!! Ég get svo innilega ekki beðið!! Verð örugglega stoppuð af löggunni fyrir hraðakstur þegar ég fer niðrá bryggju að hitta hann loksins!!! Híhí hvað það verður gaman :)
Jæja, njótið lífsins vinir..
Akureyri here we come (eftir 6 daga sko!)
Eyglóin svoo hamingjusama ;)

Saturday, June 03, 2006

Ég má til.........

.......... Með að óska pabba og mömmu til hamingju með húsið við ána! Þau fengu það afhent á fimmtudaginn og þetta er alveg æðislegt hús! Ég skaust þangað eftir vinnu á fimmtudagskvöldið, Arna og Íris komu með mér og það var ekkert smá gaman að koma og sjá :) Það er margt sem þau ætla að breyta inní því en pabbi er auðvitað BARA snillingur þegar kemur að því að framkvæma eitthvað töff og öðruvísi og er líka besti smiður í heimi! Svo gerir mamma þetta heimilslegt með sætu mununum sínum og bara hellings! Þetta verður ennþá æðislegra þegar þau verða búin að gera allt sem þau ætla sér! Það verður gaman að fylgjast með :)
Ég má einnig til með að óska pabba til hamingju en hann var að fá einkunn fyrir BA ritgerðina sína, sem fjallar um ábyrgð byggingastjóra og iðnmeistara, hann fékk 8 í einkunn og var 3. hæstur!! Til hamingju með það pabbi! Ég er alveg að springa úr stolti að eiga svona kláran pabba :)
Annars er bara allt glæsilegt og skemmtilegt að frétta! Björn Ingi, ástin mín, kemur heim eftir (að ég vona) 16 daga sem væri þvílíka snilldin því að ég á akkúrat frí þann dag! Þá myndi ég auðvitað fara niðrá bryggju og taka á móti honum :) Ohh hvað ég get ekki beðið þangað til!! Verður æðislegt að fá hann aftur heim ;) ;)
Svo er planið að fara á The Da Vinci Code í kvöld og ætla ég allavega með Örnu, kannski fleiri systrum, veit það ekki alveg ennþá!
Lífið er dásamlegt! - Njótum þess :)
Sólksinskveðjur Eygló happiest girl :) :)