Saturday, June 03, 2006

Ég má til.........

.......... Með að óska pabba og mömmu til hamingju með húsið við ána! Þau fengu það afhent á fimmtudaginn og þetta er alveg æðislegt hús! Ég skaust þangað eftir vinnu á fimmtudagskvöldið, Arna og Íris komu með mér og það var ekkert smá gaman að koma og sjá :) Það er margt sem þau ætla að breyta inní því en pabbi er auðvitað BARA snillingur þegar kemur að því að framkvæma eitthvað töff og öðruvísi og er líka besti smiður í heimi! Svo gerir mamma þetta heimilslegt með sætu mununum sínum og bara hellings! Þetta verður ennþá æðislegra þegar þau verða búin að gera allt sem þau ætla sér! Það verður gaman að fylgjast með :)
Ég má einnig til með að óska pabba til hamingju en hann var að fá einkunn fyrir BA ritgerðina sína, sem fjallar um ábyrgð byggingastjóra og iðnmeistara, hann fékk 8 í einkunn og var 3. hæstur!! Til hamingju með það pabbi! Ég er alveg að springa úr stolti að eiga svona kláran pabba :)
Annars er bara allt glæsilegt og skemmtilegt að frétta! Björn Ingi, ástin mín, kemur heim eftir (að ég vona) 16 daga sem væri þvílíka snilldin því að ég á akkúrat frí þann dag! Þá myndi ég auðvitað fara niðrá bryggju og taka á móti honum :) Ohh hvað ég get ekki beðið þangað til!! Verður æðislegt að fá hann aftur heim ;) ;)
Svo er planið að fara á The Da Vinci Code í kvöld og ætla ég allavega með Örnu, kannski fleiri systrum, veit það ekki alveg ennþá!
Lífið er dásamlegt! - Njótum þess :)
Sólksinskveðjur Eygló happiest girl :) :)

6 comments:

Anonymous said...

Já húsið við ána er sko æðislegt. Algjör paradís að vera þar með litlar stelpur. Hittumst hressar skvísan mín:):) Þú ert æðisleg:):) Arna

Íris said...

Gaman að þú nýtur lífsins svona vel! Takk fyrir gærkvöldið!! Sjáumst

Anonymous said...

Hae skvis!
En aedislegar frettir sem madur er ad fa af ther! Bara ordin hamingjusamlega fratekin! - Er thad ekki aedislegasta tilfinning ever, eda??? :D

Njottu lifsins, saeta!
Bestu kvedjur ur London-town
Svansa astfangna! :D

Hrafnhildur said...

Váá... hvað þú átt virkilega skilið að vera svona ástfangin og hamingjusöm. Gangi ykkur allt í haginn.
Hrafnhildur frænka

Anonymous said...

Til hamingju Eygló mín! ´
Mikið var gaman að lesa þetta, get samt ekki sagt að þetta komi mér á óvart því hvort sem þú trúir því eða ekki þá dreymdi ég draum um þig fyrir stuttu sem ég réð þannig að þú værir að fara að næla þér í kall! Svona er maður næmur ;)

Kveðja Vilborg

Anonymous said...

Heyrðu sæta mín ég bíð alltaf eftir bréfinu góða en svo veit ég auðvitað að það tekur rosalegan tíma að vera yfir sigástfangin:)
Kv.Helga hamingjusama á Akureyri