Thursday, November 30, 2006

Ég er gædd þeim..

..Ótrúlega hæfileika að geta skrælt egg en skilið himnuna eftir!! Þetta eru auðvitað ekkert nema hæfileikar en þó hæfileikar sem ég gæti alveg hugsað mér að lifa án!! Hrmpf, eins og Andrés Önd vinur minn myndi segja :)

24dagar til jóla og eins og allir vita að þá líður tíminn nú hratt á gervihnattaöld, ég á þessa vinnuhelgi en ég vinn 3ju hverja helgi og mér finnst mjög stutt síðan ég átti helgina, en það er jafn langt til jóla og frá því að ég vann síðast, þegar ég vinn um helgina, ok, smá flókið en samt ekki svo :)

Ég skreytti smá síðustu helgi, svindlaði og setti aðventuljósið útí glugga, finnst hálfpartinn vera að stela af okkur einni viku af aðventunni því að jólin lenda á sunnudegi, en hver segir svo að ekki megi setja ljósið of snemma í gluggann?? Ég skreyti bara þegar ég vil :)

Ég bakaði líka 3 smákökutegundir síðustu helgi og fór svo austur með Bjössa á sunnudeginum og færði pabba og mömmu smákökur, ég held að pabbi hafi verið sérstaklega ánægður að fá spesíur ;) mér finnst svo gaman að baka smákökur og ekki verra þegar þær hitta í mark, nú eða munn ;) Ég er bara svo afbragðs smákökubakari ;)

Ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar nema eina og það er svo mikil snilld að vera næstum búin, ég fatta bara ekki fólk sem dregur það að kaupa gjafirnar fram á Þorláksmessu og enda svo á að kaupa bara e-ð í stresskasti! Skil það bara ekki.. Miklu skemmtilegra að vera búin að þessu og geta gert það sem manni langar á Þorláksmessu, svo finnst öruuglega sumum það tilheyra jólunum að kaupa jólagjafirnar á Þorláksmessu og það er hið besta mál, bara ekki e-ð sem ég myndi nenna... Rosa langloka hjá mér e-ð....

Jæja bakið er e-ð að stríða mér svo að ég ætla að fara og setja í þvottavél.. Hehe..

Takk fyrir að lesa og vonandi hafðirðu gaman af :)

Eygló

Saturday, November 25, 2006

Hundrað: Ryk úr leyniherbergi í niðurgrafna pýramídanum í týndu borginni í horfna ríki nafnlausa konungsins!!

Ljúfa lífið :)

Vaknaði "snemma" í morgun, eða svona miðað við vanalega, var vöknuð kl 9 enda átti ég von á agnarsmáum gesti :) Þórey Erla var mætt til mín kl 9:50 og var ég að passa hana meðan Arna fór með eldri stelpurnar sínar á jólastund í leikskólanum :) Það var gaman að vera svona smá í mömmó, annars var Bjössi ótrúlega duglegur að leika við hana ;) Ég bakaði eina smákökusort og ætla svo að gera deig í loftkökur og vanilluhringi á eftir og ég reikna með að baka meira á morgun :) Það er svo jólalegt að setja jólalögin á og baka smákökur, ég hef allavega voðalega gaman af því ;) Arna kom svo í smá heimsókn þegar hún sótti litlu krúttluna og þær eru alger yndi þessar litlu frænkur mínar, vantaði bara Írisi og sætu stelpurnar hennar en hún er á fullu að læra þessi dugnaðarforkur!!

Fórum í matarboð í gærkveldi, Kiddi og Ásta voru svo rausnarleg að bjóða okkur heim :) Fengum alveg dýrindis fiskiofnrétt, með salati og kartöflum :) Mmm þetta var ofsalega gott .. Enda ekki við öðru að búast þegar Ásta eldar, listakokkur :) Takk fyrir okkur :)

Svo eigum við von á matargestum í kvöld.. Fyrsta matarboðið okkar, eða svona hér um bil ;) Óli og Erdna og börn ætla að gleðja okkur með nærveru sinni í kvöld og það verður eflaust gaman að fá þau í heimsókn og kynnast þeim betur :) Ég hlakka til :)

Annars er bara allt rosalega gott að frétta :) Verð að segja ykkur frá stærstu fréttinni!!!! Það er von á fjölgun í fjölskyldunni!!!!!............

................. Hún Íris mín sæta systir og Karlott eiga von á sínu þriðja barni í maí á næsta ári :) Ég spái því að þau fái strák en það verður spennandi að sjá hvort kynið það verður ;) Ótrúlega spennandi.. Gaman að þessu ;) :)

Jæja ætla að fara að búa til smákökudeig :)

Njótið aðventunnar (sem byrjar eftir viku) og hafið það afspyrnu gott :)

Ykkar Eygló jólastelpa ;)

Saturday, November 18, 2006

Mikið er ég heppin..

... að eiga svona frábæra foreldra
og æðislegar systur að :)


Ég elska ykkur hrúgu!

Ykkar Eygló :)

Monday, November 13, 2006

Ahhh :)

Notalegt að eiga frídag eftir langa vinnuhelgi :)

Helgin var frekar fljót að líða og gaman að eiga frí næstu 2 helgar! Jibbý :)

Er að fara í bæinn á eftir, er nefnilega búin að bjóða systrum mínum og mömmu heim á þriðjudagskvöldið og við ætlum að búa til konfekt fyrir jólin :) Ég hlakka mikið til að fá þær í heimsókn enda er það eitt það skemmtilegasta sem ég veit, að hitta fjölskylduna mína :) Við Arna erum sem sagt að fara og versla fyrir konfektgerðina.. Gaman gaman :)

Er bara að dúlla mér hérna heima, hlustandi á jólalög :) Keypti mér nýja jóladiskinn með 100 lögum og hann er svo sniðugur að það er skipt niður í barnajól á einum disk og gömlu jólin, hátíðarjól og vinsæl jól 2 diskar, ég er að hlusta á barnajól núna og er alveg orðin 8 ára aftur... Minningar og aftur minningar, og það skemmtilegar minningar, gleymi aldrei pakkadagatalinu sem við systurnar fengum í mörg mörg ár, það var alltaf svo skemmtilegt að vakna og fara fram og klippa pakkana af og opna, og fá í skóinn! MMM gaman, ætli þetta verði ekki fyrsta skiptið sem ég fæ ekki í skóinn, allavega á aðfangadag hef ég alltaf fengið í skóinn! Sjáum hvað jólasveinninn gerir þetta árið ;) Eða sko nýji jólasveinninn :) Hehe

41 dagur :) :) :) :)

Ég ætla að fara að hringja í Örnuna mína :)

Njótið lífsins og daganna fram að jólum :) Þið bara fyrirgefið hvað ég tala mikið um jólin, þetta er bara uppáhalds tíminn minn á árinu :)

Ykkar hamingjusamasta Eygló :)

Thursday, November 09, 2006

Mikið er nú gott....

.... að eiga þak yfir höfuðið! Sérstaklega þegar blæs svona!

Ég man þegar við Arna vorum litlar og vorum kannski að hlaupa heim úr strætó og horfðum upp í himinn og ímynduðum okkur að við værum þarna lengst uppi! Verst þótti okkur tilhugsunin um að eiga ekki sæng því að þá yrði okkur svo kalt!! Fyndin en skemmtileg minning, man að við hugsuðum þetta oft þegar stjörnubjart var! :)

Heimilið okkar Bjössa hefur tekið miklum breytingum síðan við keyptum íbúðina í júní af pabba og mömmu, (ekki að hún hafi verið e-ð hræðilegt) búið er að mála hjónaherbergið og tölvuherbergið, alla stofuna og holið og loftið allsstaðar! Eigum eftir að mála gestaherbergið en það er Hagkaupsappelsínugult og ekki alveg að falla inn hjá mér! Ætlum svo að mála baðherbergið en það er einhversskonar ljósbleikbrúnt á litinn... Svo á seinni tíma plani er að setja parket á íbúðina og þá er hún fullkomin! Ég meina það! Gæti ekki verið ánægðari! Erum búin að hengja upp helling af myndum, fleiri en þegar ég bloggaði þarseinast.. Og þetta er allt að taka á sig mjög svo kósý og skemmtilega mynd! Ég er búin að vera í því í kvöld að færa húsgögn, ein, það fer svo sem ekki vel í bakið en Bjössi er að spila á samkomu :) ætla að koma honum á óvart þegar hann kemur heim, verð búin að gera miklu meira en hann veit... ;)

Ég á þessa vinnuhelgi og þið megið hugsa til mín!! Vona að helgin verði fljót að líða!

Svo styttist og styttist í jólin! 45 dagar!!! :) Og dagarnir líða hratt!!!

Jæja ég ætlaði bara rétt að blogga, mmm hvað það verður notalegt að sofna á eftir við lætin í vindinum :) Undir sæng.... Sem ég ætti líklega ekki ef ég byggi á annarri stjörnu ;) Tíhí...

Njótið lífsins :) Því það er yndislegt og Guðsgjöf :)

Ykkar Eygló jólastelpa... 45 dagar........!

Monday, November 06, 2006

"Því jólin eru að koma...."

.....Eftir 48 daga...... Sungið hástöfum! Love it!

Það var massa haglél áðan þegar ég hljóp út í bíl, loksins búin að vinna, verð að játa að ég er orðin pínu þreytt á að vinna þessar kvöldvaktir, leiðinlegt að hitta Bjössa ekkert frá hálf 8 á morgnanna til hálf 10 á kvöldin...!!

Helgin var þvílíka snilldin! Fórum stórfjölskyldan, mömmu megin, á Apavatn í RISA sumarhús sem Rafiðnaðarsambandið á, ég spilaði helling um helgina, bæði Hættuspilið og svo nýtt spil sem heitir 7-a og við systurnar náðum meira að segja að dobbla pabba og svo mömmu til að spila, og það er algjört met!! :) En gaman var það! Það var brjálað veður alla helgina eins og alþjóð veit en við höfðum það gott og kósý inni í hlýjunni :) Á laugardagskvöldið um 11 leytið þegar börnin voru sofnuð, settumst við öll í hring og gerðum svolítið sem uppörvaði mann helling, fyrst áttum við að segja 5 bestu kosti manneskjunnar okkur á hægri hönd og svo snerum við því við og sögðum fallegt um þann sem sat vinstra megin við okkur. Þegar því lauk, fórum við enn lengra, allir sögðu e-ð fallegt um alla, við vorum ca 20 manns, og þetta tók því svolítinn tíma, við fórum inn að sofa kl 2 og þá vorum búin að vera tala fallega um hvort annað í 3 klst! Æðislegt! Þetta var tilfinningarík stund, mikið hlegið og brosað og nokkur tár féllu einnig, virkilega gefandi! Ég tilheyri alveg æðislegri fjölskyldu sem ég elska brjálað mikið!! Takk allir fyrir samveruna!

Tölum svo aðeins um jólin :) Ég hlakka SVOOO til, þeir sem til mín þekkja vita að ég er algjör jólastelpa, ég bara elska allt við jólin, ég ætla að kaupa á morgun súkkulaði og núggat og marsipan til að búa til jólakonfekt og svo er ég búin að blikka Bjössa til að kaupa hakkavélina á Kitchen Aid vélina okkar fyrir jólin svo að ég geti bakað smákökur, loftkökur, vanilluhringi, spesíur og súkkulaðibitakökur :) Mmm það er svo notalegt að undirbúa jólin :) Skreyta og hlusta á jólalögin, ætla einmitt að kaupa nýja 5 diska jólageisladiskinn sem er nýkominn út! Geggjað góður örugglega!

Jæja, ég er að drepast í bakinu, svo að ég ætla að hætta!

Njótið lífsins, það er svo skemmtilegt!!

Ykkar Eygló sem er svoooooooooooooooooooooooooo hamingjusöm :)