Thursday, November 09, 2006

Mikið er nú gott....

.... að eiga þak yfir höfuðið! Sérstaklega þegar blæs svona!

Ég man þegar við Arna vorum litlar og vorum kannski að hlaupa heim úr strætó og horfðum upp í himinn og ímynduðum okkur að við værum þarna lengst uppi! Verst þótti okkur tilhugsunin um að eiga ekki sæng því að þá yrði okkur svo kalt!! Fyndin en skemmtileg minning, man að við hugsuðum þetta oft þegar stjörnubjart var! :)

Heimilið okkar Bjössa hefur tekið miklum breytingum síðan við keyptum íbúðina í júní af pabba og mömmu, (ekki að hún hafi verið e-ð hræðilegt) búið er að mála hjónaherbergið og tölvuherbergið, alla stofuna og holið og loftið allsstaðar! Eigum eftir að mála gestaherbergið en það er Hagkaupsappelsínugult og ekki alveg að falla inn hjá mér! Ætlum svo að mála baðherbergið en það er einhversskonar ljósbleikbrúnt á litinn... Svo á seinni tíma plani er að setja parket á íbúðina og þá er hún fullkomin! Ég meina það! Gæti ekki verið ánægðari! Erum búin að hengja upp helling af myndum, fleiri en þegar ég bloggaði þarseinast.. Og þetta er allt að taka á sig mjög svo kósý og skemmtilega mynd! Ég er búin að vera í því í kvöld að færa húsgögn, ein, það fer svo sem ekki vel í bakið en Bjössi er að spila á samkomu :) ætla að koma honum á óvart þegar hann kemur heim, verð búin að gera miklu meira en hann veit... ;)

Ég á þessa vinnuhelgi og þið megið hugsa til mín!! Vona að helgin verði fljót að líða!

Svo styttist og styttist í jólin! 45 dagar!!! :) Og dagarnir líða hratt!!!

Jæja ég ætlaði bara rétt að blogga, mmm hvað það verður notalegt að sofna á eftir við lætin í vindinum :) Undir sæng.... Sem ég ætti líklega ekki ef ég byggi á annarri stjörnu ;) Tíhí...

Njótið lífsins :) Því það er yndislegt og Guðsgjöf :)

Ykkar Eygló jólastelpa... 45 dagar........!

3 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir bréfið,hlakka til að sjá íbúðina þegar maður skreppur einhverntíman suður:)Eigðu góða helgi..Kveðja bumban

Íris said...

Jii, hvað ég hlakka til að kíkja til þín í næstu viku! Verður geggjað gaman og líka að sjá íbúðina ykkar og sjá hvernig þið hafið hreiðrað um ykkur þar!
Vona að helgin verði fljót að líða hjá þér en lengi hjá mér ;)
Þín stóra sys ;)

Anonymous said...

Ji ég man hvað við vorum alltaf að velta þessu fyrir okkur þegar við vorum að hlaupa heim og það var ískalt úti... En já það er sko gott að eiga þak yfir höfuðið. Hafðu það gott skvísa. Arnan þín

P.S Íbúðin þín og Bjössa er æðislegt.is