Saturday, November 25, 2006

Hundrað: Ryk úr leyniherbergi í niðurgrafna pýramídanum í týndu borginni í horfna ríki nafnlausa konungsins!!

Ljúfa lífið :)

Vaknaði "snemma" í morgun, eða svona miðað við vanalega, var vöknuð kl 9 enda átti ég von á agnarsmáum gesti :) Þórey Erla var mætt til mín kl 9:50 og var ég að passa hana meðan Arna fór með eldri stelpurnar sínar á jólastund í leikskólanum :) Það var gaman að vera svona smá í mömmó, annars var Bjössi ótrúlega duglegur að leika við hana ;) Ég bakaði eina smákökusort og ætla svo að gera deig í loftkökur og vanilluhringi á eftir og ég reikna með að baka meira á morgun :) Það er svo jólalegt að setja jólalögin á og baka smákökur, ég hef allavega voðalega gaman af því ;) Arna kom svo í smá heimsókn þegar hún sótti litlu krúttluna og þær eru alger yndi þessar litlu frænkur mínar, vantaði bara Írisi og sætu stelpurnar hennar en hún er á fullu að læra þessi dugnaðarforkur!!

Fórum í matarboð í gærkveldi, Kiddi og Ásta voru svo rausnarleg að bjóða okkur heim :) Fengum alveg dýrindis fiskiofnrétt, með salati og kartöflum :) Mmm þetta var ofsalega gott .. Enda ekki við öðru að búast þegar Ásta eldar, listakokkur :) Takk fyrir okkur :)

Svo eigum við von á matargestum í kvöld.. Fyrsta matarboðið okkar, eða svona hér um bil ;) Óli og Erdna og börn ætla að gleðja okkur með nærveru sinni í kvöld og það verður eflaust gaman að fá þau í heimsókn og kynnast þeim betur :) Ég hlakka til :)

Annars er bara allt rosalega gott að frétta :) Verð að segja ykkur frá stærstu fréttinni!!!! Það er von á fjölgun í fjölskyldunni!!!!!............

................. Hún Íris mín sæta systir og Karlott eiga von á sínu þriðja barni í maí á næsta ári :) Ég spái því að þau fái strák en það verður spennandi að sjá hvort kynið það verður ;) Ótrúlega spennandi.. Gaman að þessu ;) :)

Jæja ætla að fara að búa til smákökudeig :)

Njótið aðventunnar (sem byrjar eftir viku) og hafið það afspyrnu gott :)

Ykkar Eygló jólastelpa ;)

6 comments:

Anonymous said...

Hann bróðir minn er alveg snilldar barnapía og þú greinilega líka. Það sýndi sig líka þegar þið pössuðuð fyrir mig heilan vinnudag fyrir mig í sumar. Þetta eru nú ekkert fyrirferðalítil börn. En þú ert greinilega alveg fyrirmyndar húsmóðir. Það er líka alveg geðveikt gaman að baka. Bið að heilsa Bjössa cool. Bæjó í bili þó. Guðrún mágkona:)

Anonymous said...

Þú ert svo dugleg Eygló....
Ég er að skrifa bréfið til þín á milli þess sem ég er að mála vögguna og rimlarúmið:)

Íris said...

Vona að það hafi verið gaman í matarboðinu :D
Ég bíð þá bara eftir að þú hringir og bjóðir okkur hehe :D
Sjáumst nú vonandi eitthvað fyrr en þann 13. desember en þá sjáumst við nú pottþétt og það verður geggjað!!
Your big sys

Anonymous said...

vá hvað ég hélt í smá stund að þú værir ólétt :)

Eygló said...

Uuuu ég er ólétt!!! Bara ekki barnshafandi ;) Hehe... :)

Anonymous said...

Hahahah, góð Eygló:)
Takk annars alveg gommu mikið fyrir að passa minnsta gullið mitt á laugardaginn. Það munaði helling um það. Enda hún of lítil til að fatta að hún missti af e-u. Hafðu það annars gott, þú OG þinn frábæri eiginmaður:) Sjáumst eftir ca 2 sekúntur:):) Arnan