Monday, November 13, 2006

Ahhh :)

Notalegt að eiga frídag eftir langa vinnuhelgi :)

Helgin var frekar fljót að líða og gaman að eiga frí næstu 2 helgar! Jibbý :)

Er að fara í bæinn á eftir, er nefnilega búin að bjóða systrum mínum og mömmu heim á þriðjudagskvöldið og við ætlum að búa til konfekt fyrir jólin :) Ég hlakka mikið til að fá þær í heimsókn enda er það eitt það skemmtilegasta sem ég veit, að hitta fjölskylduna mína :) Við Arna erum sem sagt að fara og versla fyrir konfektgerðina.. Gaman gaman :)

Er bara að dúlla mér hérna heima, hlustandi á jólalög :) Keypti mér nýja jóladiskinn með 100 lögum og hann er svo sniðugur að það er skipt niður í barnajól á einum disk og gömlu jólin, hátíðarjól og vinsæl jól 2 diskar, ég er að hlusta á barnajól núna og er alveg orðin 8 ára aftur... Minningar og aftur minningar, og það skemmtilegar minningar, gleymi aldrei pakkadagatalinu sem við systurnar fengum í mörg mörg ár, það var alltaf svo skemmtilegt að vakna og fara fram og klippa pakkana af og opna, og fá í skóinn! MMM gaman, ætli þetta verði ekki fyrsta skiptið sem ég fæ ekki í skóinn, allavega á aðfangadag hef ég alltaf fengið í skóinn! Sjáum hvað jólasveinninn gerir þetta árið ;) Eða sko nýji jólasveinninn :) Hehe

41 dagur :) :) :) :)

Ég ætla að fara að hringja í Örnuna mína :)

Njótið lífsins og daganna fram að jólum :) Þið bara fyrirgefið hvað ég tala mikið um jólin, þetta er bara uppáhalds tíminn minn á árinu :)

Ykkar hamingjusamasta Eygló :)

5 comments:

Íris said...

Ohh, hvað ég skil þig, ég keypti þennan disk (eða réttara sagt þessa diska) líka og hann er bara snilld! Ekkert smá gaman að hlusta á jólalögin ogkomst í jólaskapið!!
Hlakka rosalega til að koma til þín annað kvöld og gera konfekt fyrir jólin með þér, hinum systrum mínum og mömmu!
Við skulum sko hafa massa jólastemningu!!
Sjáumst hressar!

Anonymous said...

Hæ skvís og takk fyrir að bjóða mér í konfektgerð. Það verður svooo gaman með jólalögin á fullu og súkkulaðilyktina í loftinu og við allar að kjafta og hjúpa og skera og smakka:):) Sjáumst hressar, Arnan

Anonymous said...

Vonandi skemmtið þið ykkur vel í konfektgerðinni og mikið er ég heppinn að eiga svona yndislega konu, knús knús og koss.... ;)
Hlakka til að smakka afraksurinn hjá þér ástin mín.

Kveðja
Þinn sætasti eiginmaður

Anonymous said...

Hmmm - er þá bara búið að afneita mér???? Hehe. Vona að þið njótið kvöldsins - en úr því ég mátti ekki koma með að búa til konfektið... er þá ekki alveg öruggt að ég megi vera með í að borða það????
CU og LU.

Anonymous said...

Oh Eygló ég bara hálf öfunda þig að hafa verið að gera konfekt,ég nenni engu svona núna á kvöldin en kannski þegar ég fer að vinna bara frá 10 til 13 1.des þá kannski nenni ég einhverju en ég sé til,takk fyrir kommentið og já við verðum að sjást þegar þú kemur ekki spurning og þá verður sko bumban orðin STÓR hún er orðin alveg ágætlega stór núna og bara 10 vikur eftir,ég er að verða svo spennt að sjá barnið,það verður gaman að sjá útkomuna hjá okkur á þessari litlu mannveru.Jæja Eygló mín hafðu það gott og vonandi var nú konfektið gott ég vildi nú alveg vera yfir smakkari heheheh.Kveðja úr snjónum ogþá meina ég snjónum....:)