.....Eftir 48 daga...... Sungið hástöfum! Love it!
Það var massa haglél áðan þegar ég hljóp út í bíl, loksins búin að vinna, verð að játa að ég er orðin pínu þreytt á að vinna þessar kvöldvaktir, leiðinlegt að hitta Bjössa ekkert frá hálf 8 á morgnanna til hálf 10 á kvöldin...!!
Helgin var þvílíka snilldin! Fórum stórfjölskyldan, mömmu megin, á Apavatn í RISA sumarhús sem Rafiðnaðarsambandið á, ég spilaði helling um helgina, bæði Hættuspilið og svo nýtt spil sem heitir 7-a og við systurnar náðum meira að segja að dobbla pabba og svo mömmu til að spila, og það er algjört met!! :) En gaman var það! Það var brjálað veður alla helgina eins og alþjóð veit en við höfðum það gott og kósý inni í hlýjunni :) Á laugardagskvöldið um 11 leytið þegar börnin voru sofnuð, settumst við öll í hring og gerðum svolítið sem uppörvaði mann helling, fyrst áttum við að segja 5 bestu kosti manneskjunnar okkur á hægri hönd og svo snerum við því við og sögðum fallegt um þann sem sat vinstra megin við okkur. Þegar því lauk, fórum við enn lengra, allir sögðu e-ð fallegt um alla, við vorum ca 20 manns, og þetta tók því svolítinn tíma, við fórum inn að sofa kl 2 og þá vorum búin að vera tala fallega um hvort annað í 3 klst! Æðislegt! Þetta var tilfinningarík stund, mikið hlegið og brosað og nokkur tár féllu einnig, virkilega gefandi! Ég tilheyri alveg æðislegri fjölskyldu sem ég elska brjálað mikið!! Takk allir fyrir samveruna!
Tölum svo aðeins um jólin :) Ég hlakka SVOOO til, þeir sem til mín þekkja vita að ég er algjör jólastelpa, ég bara elska allt við jólin, ég ætla að kaupa á morgun súkkulaði og núggat og marsipan til að búa til jólakonfekt og svo er ég búin að blikka Bjössa til að kaupa hakkavélina á Kitchen Aid vélina okkar fyrir jólin svo að ég geti bakað smákökur, loftkökur, vanilluhringi, spesíur og súkkulaðibitakökur :) Mmm það er svo notalegt að undirbúa jólin :) Skreyta og hlusta á jólalögin, ætla einmitt að kaupa nýja 5 diska jólageisladiskinn sem er nýkominn út! Geggjað góður örugglega!
Jæja, ég er að drepast í bakinu, svo að ég ætla að hætta!
Njótið lífsins, það er svo skemmtilegt!!
Ykkar Eygló sem er svoooooooooooooooooooooooooo hamingjusöm :)
Monday, November 06, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Oh en frábært hvað þú ætlar aðp dunda þér,ég er að reyna að fara að klára allt svo að ég geti örugglega gert eitthvað fyrir jólin ég veit ekki hvort ég verð í einhverju standi í des til að gera eitthvað.En hafðu það gott litla jólabarn:)Kveðja Helga stóra bumba
hæhæ :) ákvað að kvitta svona einu sinni fyrir komuna hérna :) vildi að ég væri svona dugleg að baka.... hef ekki bakað smákökur síðan fyrir...hmmm..... mörgum árum síðan :D
Takk fyrir samveruna á apavatni.. þetta var skemmtileg og gaman að kynnast fjölskyldunni :)
Hlakka til að smakka smákökurnar um jólinn ;)
Ástarkveðja
Þinn Bjössi :*
Sama jólabarnið og mamma þín. Gaman að því, jólin eru skemmtileg og notalegur tími.
LU Pabbi
Post a Comment