Sunday, October 29, 2006

Once you stop you can't pop ;)

Hehehehe :)

Íris systir átti þessa snilldarsetningu í kvöld og uppskar mikið hláturskast hjá viðstöddum! Við vorum systurnar, nema Arnan mín, og Karlott og Bjössi heima hjá Írisi, fórum fyrst til að skoða sjávarfiskabúrið þeirra sem er MEGA flott, en spiluðum svo spil sem heitir sjö-a og var mikið hlegið, enda hefur hún Hrund einstaklega smitandi hlátur þegar hún er í ákveðnu stuði! Þetta var mjög skemmtilegt kvöld :)

Helgin er líka búin að vera ótrúlega þægileg, ég vígði nýju Kitchen Aid hrærivélina okkar sem við fengum í brúðargjöf og bauð Örnu og dætrum í vöfflur :) Það var stolt húsmóðir sem blandaði saman hveiti og fleiru í hrærivélina og bjó svo til vöfflur í gamla vöfflujárninu þeirra pabba og mömmu, vöfflujárninu sem við Arna vöskuðum upp um árið, höfðum ekki hugmynd um að ekki mætti bleyta raftæki.. Sem betur fer var það ekki í sambandi þegar vatnsbunan fór á það ;)

Ég gekk líka frá á borðstofuborðinu okkar sem er búið að vera hlaðið gjöfum síðan við giftum okkur, ég hef ekki gefið mér tíma fyrr til að ganga almennilega frá en nú er stofan okkar rosalega flott með fullt af nýjum og glæsilegum hlutum :) Gaman að því :) Hengdum líka upp málverkið sem afi málaði og líka málverkið sem við fengum frá pabba og mömmu í brúðargjöf, en það er ekkert smá flott, það er málað með vatnslitum og bleki og er af Gluggafossi í Fljótshlíð, brjálað flott málverk og við erum ekkert smá ánægð með það!! :)

Helgin var góð og notalegt að vera í fríi :) Í kvöld elduðum við okkur lax sem pabbi veiddi og höfðum kartöflur og salat með og mmm geggjað gott :) Gaman gaman :)

Jæja ég þarf að vakna kl 5:30 til að bera út svo að það er eins gott að ég fari að drífa mig í háttinn, á reyndar von á pabba og mömmu á eftir en þau voru í Köben um helgina og ætla að gista hér í nótt, fyndið að fá pabba og mömmu að gista hjá mér, hefur alltaf verið öfugt!!

Eigið góða viku framundan :)

Og elsku Sonja og Helga Maren mín, myndasíðan er inná http://public.fotki.com/bingi/ njótið vel dúllurnar mínar :)

Ykkar einasta Eygló ;) yfir sig HRESSA ;) ;)

5 comments:

Íris said...

Þetta var rosalega gaman! Takk fyrir komuna!
Verðum endilega að endurtaka þetta og þá þegar Arna getur verið með okkur!!
Hlakka svo til að koma í heimsókn og sjá hvað er orðið fínt hjá ykkur ;)

Anonymous said...

Flottar myndir!!!!! við verðum að fara að hittast og sauma!!!!!
er byrjuð á nýrri mynd :)
hlakka til að hitta þig :)
kv Sonja

Anonymous said...

Hæ skvís, takk fyrir vöffluboðið. Það var sko einróma hrópað "JÁÁÁÁÁ" þegar ég spurði stelpurnar hvort þær vildu fara til Eyglóar frænku og Bjössa. Svona eruð þið nú vinsæl:):) Og ég er sammála Sonju, verðum að fara að hittast og sauma meira, ég er til:) Arnan

Anonymous said...

hæ snúlla!
mikið ofboðslega eru flottar myndirnar af ykkur skötuhjuum! loxins fær maður að sjá ástarbýfluguna þína :D
vona að þú hafir skemmt þér eins vel og myndirnar sýna :D Dauðöfunda þig yfir að hafa farið til New York og ferðast svona mikið og vel :)
knús, alla leið frá Akureyri!
svansa

Anonymous said...

Hæ sæta mín ertu ekki örugglega farin að skrifa alveg heillangrt bréf til mín???Já ég vissi að þú myndir ekki klikka á því:)Farðu nú að blogga..segior ein sem bloggar á 5 vikna fresti eða eitthvað þannig..Kveðja Helga Bumba og Marteinn bumbubúi sem sparkar á fullu