Wednesday, January 26, 2005

Búhú...

Það er búið að selja Bjarmastíginn :( Gedt leiðinlegt, var brjálað kósý íbúð og í húsi en ekki í blokk... EN þá er bara að finna einhverja aðra... Mest úrval af blokkaríbúðum sem eru of hátt verðsettar miðað við útlit! Annars er ógeðslega gott að frétta af mér! Ég fer í ræktina 4x í viku og það er æðislega gaman, fór í gær og lyfti og hljóp 1 km.. fór í vigtun á mánudaginn og 1/2 kg var komið aftur! Ég var ekki sátt enda búin að borða hollt og passa mig, en þetta er auðvitað bara vöðvaMASSINN!!! Nei nei við sjáum til í næstu vigtun! Æ það er alltof lítið að frétta.. En ég hef það betra en gott og það hljóta að vera góðar fréttir! Njótið lífsins og zorry leiðinlegan pistil.. Ykkar Eygló spriklgella... ;)

Thursday, January 20, 2005

HAMINGJUSÖM.IS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Vá ég gæti dáið úr hamingju! ég nebbla er svo frábær! Hehe, neinei, ég fór í bankann í dag og viti menn!!! Ég fékk greiðslumat uppá 7 milljónir og ég hoppaði næstum hæð mína af gleði! Ég kom þvílíkt brosandi útúr bankanum og var að rifna úr gleði! Hehe :) Ég var nebbla að vonast til að fá allavega 6 millur en fékk svo 7.. Nú tekur bara við að selja kaggann (sniff,sniff) fæ um 200þús fyrir hann og það fer þá í lántökukostnað! Þá er bara að skoða íbúðir á netinu og fara og skoða.. Var búin að finna eina kósý í gömlu húsi... hún er 74 fm2 og er á Bjarmastíg... : Eygló Erlingsdóttir Bjarmastígur 12 (eða e-ð) 600 Akureyri... hljómar skemmtilega, krúttlegt götuheiti, en það svo sem skiptir ekki máli! Vildi bara deila þessu með ykkur.. :) :) reynið að hafa það eins gott og ég ;) Ykkar Eygló verðandi stolti íbúðareigandi!

Wednesday, January 19, 2005

Ég á..................

LANGBESTU foreldra í algeiminum!! Ekkert flóknara en það! Þegar ég flaug suður bilað lasin í október þá borguðu pabbi og mamma flugið og ég var snögg að gleyma því (ekki viljandi) svo var ég að tala við mömmu sætu í dag og hún sagði mér að þau ætluðu að gefa mér flugið!! TAKK pabbi og mamma þið eruð uppáhöldin mín og ég elska ykkur ENDALAUST :) Annars er bara skemmtilegt að frétta að mér, ég fór í ræktina í gær, hljóp fyrst 1 og 1/2 kílómetra og lyfti svo, vorum 4 saman þannig að ég var ekki ein þarna eins og fífl.. (vorum bara 4 eins og fífl í staðinn, hehe) Var svo með strengi í dag og það er alltaf gott :) (eða sko gott/vont, óþægilegt en gott að því leyti að þá var maður að taka á!) Ég hringdi í bankann í dag því að hann hafði ekkert hringt í mig aftur varðandi greiðslumatið, þá var hann búinn að senda mér tölvupóst og þar voru smá upplýsingar, ég fer samt í hádeginu á morgun og spjalla við hann, er bilað spennt!!! Svo er suðurferð í vændum! Ég fer 4.mars keyrandi því að pabbi ætlar að selja fyrir mig bílinn og ég ætla að nota peninginn upp í íbúðina! Ég þarf að fara til ofnæmislæknis, og Íris ákvað að hafa þá barnablessunina 6.mars! Hef verið að fá einhver leiðindar ofnæmisköst, kom fyrst í sumar og kom þá nokkuð oft en kemur annað slagið núna, en þó á fimmtudaginn og í gær, ég finn alveg seyðing í húðinni og þá langar mér að klóra af mér andlitið en ég reyni að hemja mig en enda alltaf eins og karfi, öll rauð og ógeðsleg, hjaðnar á ca 1 og 1/2 klst.. Ég fór til læknis hér á Akureyri í september eða e-ð en hann vildi ekki einu sinni senda mig í ofnæmispróf! Hrmpf! Vona að hinn læknirinn finni út hvað þetta er.. Leiðinlegt að líta út eins og karfi, þó ég sé fiskur!! jæja ég ætla að fara að horfa á Helen of Troy... Hafið það brjálað gott, kveðja Glóin

Monday, January 17, 2005

JESSSSS!!!!

Var að koma úr ræktinni og það var brjálað gaman.. var pallastöðvar og það var púl en gaman samt! Svo er vigtað á mánudögum (sniðugir að vigta daginn eftir helgi)! þeir vita hvað þeir eru að gera!!! Ég er búin að missa 1/2 kíló(á einni viku) og það er bara fínt.. gott að losna við 1/2 - 1 kg á viku ef maður er duglegur þannig að ég er sátt! Ætlum að fara nokkrar aftur á morgun að lyfta og hlaupa og e-ð! gott að hafa félagsskap, myndi deyja ef ég þekkti engan... Varðandi greiðslumatið þá hringdi maðurinn nú í mig í dag.. Ástæðan fyrir því að hann hringdi ekki á föstudaginn var að hann vantaði passwordið inn á greiðslumatið mitt í tölvunni.. ég nebbla var búin að prófa að gera þetta á netinu en tókst það ekki en gleymdi að segja kallinum það.... ég sendi honum password-ið og þá er allt komið á fulla vinnslu.. Hann hlýtur að hringja á morgun og segja mér hvað ég get keypt mér fyrir margar milljónir! Ég er svooooo spennt! Ég fékk nebbla afmælisgjöf á laugardaginn!! Ég fór í Djásnið (búð í "mollinu" sem selur afrískar vörur) og þar var allt á 50% afslætti! sá þar trommu sem mig langaði mjög í! Spurði mömmu hvort þau væru búin að kaupa handa mér afmælisgjöf en nei þau voru ekki búin að því! Ég fékk því að kaupa trommuna frá þeim! ÝKT ÁNÆGÐ!! Takk fyrir mig pabbi og mamma!!!! svo fékk ég líka svona útlandagjafir frá þeim því að þau voru að koma frá Kanarí! Ég fékk úlfalda úr leðri með tösku á bakinu og 2 litla skraut fíla, hrikalega gæjalega.. hlakka svo til að fara að raða þessu öllu og meira til í íbúðina mína ;) JI SPENNINGUR!! Annars er ég bara úber hress og ánægð með lífið! Ég á mig sjálf og ÉG ELSKA ÞAÐ!! hafið það brjálað gott og njótið lífsins :) Ykkar uppáhalds Eygló

Friday, January 14, 2005

Höhömm.....

Jæja ég er sko ekkert að standa mig í að skrifa!!! Áramótaheitið er sko alveg að standa! Ég ákvað að hætta að drekka pepsi max sem ég var orðin skuggalega háð! Ég drakk síðasta sopann 2.jan og hef ekki smakkað síðan! (ji það mætti halda að ég væri að tala um e- sterkara en bara gos! hehe) Þannig að það gengur bara vel.... Kaupi mér eintaka sinnum kristal+, sem mér finnst mjög góður! Svo byrjaði ræktin á mánudaginn og það er ógeðslega gaman, er búin að fara 4x í þessari viku! 3x í tíma og svo í þolpróf.. (fór þá í vigtun, fitumælingu og cm-mælingu) áttum að hlaupa 3 km á hlaupabretti og ég var 22 mínútur og 15 sekúndur! Var alveg ánægð með það sérstaklega þar sem ég var hálftíma að hlaupa þetta fyrir ári! Jess!! Mér finnst þetta alveg virkilega skemmtilegt og ætla að reyna að fara einhverja morgna en þá þarf ég að vera komin kl 6! Það er duldið snemmt.. Geðveikt gaman, fór að versla áðan og keypti fullt af skyrdrykk, skyri, kotasælu og hrökkbrauð og fleira hollt... Þetta er svooo gaman, en vá þessu fylgja strengir (fyrir ykkur RVK-búa, strengir : harðsperrur) ég get varla labbað upp stiga og það er eiginlega bara fyndið að fylgjast með mér! Í gær var body pump tími og það er svona lóða-tími, sem var fínt, tók vel á lærin og svo fullt bara :) Strengir útum allt! Sem er bara gott.. Jæja vitiði svo hvað!!! Glói dreif sig í greiðslumat á miðvikudaginn og maðurinn sagðist ætla að hringja í mig í dag og svo hringdi hann ekkert, ég alveg beið spennt í allan dag en nei, ekkert símtal! Vonandi hringir hann á mánudaginn.. Er bara hræddust um að fá svo lágt greiðslumat að ég geti ekki keypt mér íbúð en þá fer ég bara á leigumarkaðinn.. Þetta kemur allt saman í ljós! Er samt svo óendanlega spennt að kaupa mér íbúð.. Er að fara að skoða notuð húsgögn á morgun, hjá einhverri konu sem Doris þekkir! Við sjáum hvað setur! Búin að kaupa mér fernt á útsölunni, 2 peysur og 2 ermalausa boli.. Eina svarta plein peysu á 2000, eina beinhvíta sparipeysu 1000 kr, og tvo eins boli, 700 kr báðir.. annar svartur með hvítum litlum doppum á og hinn bleikur með svörtum doppum! Gedt flott allt, þá er eiginlega nóg komið af útsölukaupum... oh er að fara í langþráð frí á morgun en er að vinna auka á sunnudaginn fyrir hana Helgu Maren ÆÐIBITA sem ætlar að gera e-ð skemmtilegt um helgina... EN!!!!!!! í dag er merkisdagur! Mamma mín sem er mesta gull sem uppi hefur verið á nebbla afmæli í dag! Hún mun vera 35 ára í dag og óska ég henni INNILEGA til hamingju með daginn! (manstu mamma.. 140170......) njóttu dagsins og hafðu það brjálað gott :) elska þig BÖNS x endalaust.. Svo átti hrund sæta systir mín afmæli 8.jan og varð hún 16 ára! til hamingju krúttlan mín.. Davíð mágur átti svo afmæli 11.jan.. hann varð 24 ára.. nóg af afmælum, til hamingju Davíð! hmm ég ætla að fara að hætta þessu blaðri.. Þið sem lásuð allt eruð hetjur... endilega kommenta svo..... Hehe.. Elska ykkur öll.. Ykkar Eygló sem eignast bráðum íbúð!!!!!!!!!!!

Monday, January 03, 2005

Komin heim :)

Það var nú eitthvað tvísýnt um flugið í morgun enda frekar leiðinlegt veður! Ég átti að fljúga 8:45 en vélin fór í loftið um 9:20... flugum í svona "röri" vorum bara 7 farþegar og það var mikill hossingur á leiðinni... Mjög gaman, en Arna mín kæra hefði held ég dáið úr hræðslu frekar en að skemmta sér mjög mikið.... Hehe... fínt að vera komin norður þó svo ég hefði ekkert á móti því að vera enn fyrir sunnan.. Ekki síst í ljósi þess að Arna og co eru enn fyrir sunnan og ég ein heima.. Fínt að vera farin að vinna aftur. Ég ætlaði í greiðslumat í dag en var svo óheppin að allir bankar voru lokaðir.. fer þá bara á morgun, ég er svo spennt að vita hvað ég fæ hátt greiðslumat, og þá fyrst get ég farið að skoða íbúðir!! Ég er spennt! Læt ykkur vita þegar greiðslumatið er komið í gegn... Fyrir ykkur sem ekki vita það þá ætla ég sko að kaupa íbúð hérna á Akureyri.. Held nebbla að þó svo að Arna & fjölskylda flytji suður elti ég þau ekki! Ég kann bara svo ofsalega vel við mig hér þó svo að auðvitað sakni ég mæ familí í RVK.. Áramótin voru meiriháttar skemmtileg.. Ég á nátla einstaklega frábæra fjölskyldu sem gaman er að eyða tíma með.. Ég fór svo á áramótagleði niðrí Fíló en ég ætla ekki aftur.. Mar er að verða gamall!!! Hr. Talmar heimsótti mig á gamlársdag og fékk hann svo far niðrí Fíló, skutlaði honum svo heim og hann sýndi mér bílinn sinn.... en fyrir ykkur sem ekki vita þá er hann EKKI kærastinn minn og verður það ekki... Kannski margir að pæla, veit ei! Ég ætla nebbla að eiga mig sjálf! En það er ósköp lítið að frétta.. Jú!!! Er að fara á aðhaldsnámskeið í Átaki-heilsurækt.. Ég skráði fyrst ig og vinkonu mína í vinnunni.. Svo skráðu sig 3 aðrar í dag! Þetta verður ótrúlega gaman!! Svo strendi ég áramótaheit.. Hætta að drekka pepsi max! Fyrsti dagurinn í dag og mig langaði endalaust í PM í dag.. En ég fékk mér ekki! Gedt dugleg, drakk bara vatn í staðinn.. Jæja hafið það gott og farið vel með ykkur... ykkar Eygló speygló :) :)