LANGBESTU foreldra í algeiminum!! Ekkert flóknara en það! Þegar ég flaug suður bilað lasin í október þá borguðu pabbi og mamma flugið og ég var snögg að gleyma því (ekki viljandi) svo var ég að tala við mömmu sætu í dag og hún sagði mér að þau ætluðu að gefa mér flugið!! TAKK pabbi og mamma þið eruð uppáhöldin mín og ég elska ykkur ENDALAUST :) Annars er bara skemmtilegt að frétta að mér, ég fór í ræktina í gær, hljóp fyrst 1 og 1/2 kílómetra og lyfti svo, vorum 4 saman þannig að ég var ekki ein þarna eins og fífl.. (vorum bara 4 eins og fífl í staðinn, hehe) Var svo með strengi í dag og það er alltaf gott :) (eða sko gott/vont, óþægilegt en gott að því leyti að þá var maður að taka á!) Ég hringdi í bankann í dag því að hann hafði ekkert hringt í mig aftur varðandi greiðslumatið, þá var hann búinn að senda mér tölvupóst og þar voru smá upplýsingar, ég fer samt í hádeginu á morgun og spjalla við hann, er bilað spennt!!! Svo er suðurferð í vændum! Ég fer 4.mars keyrandi því að pabbi ætlar að selja fyrir mig bílinn og ég ætla að nota peninginn upp í íbúðina! Ég þarf að fara til ofnæmislæknis, og Íris ákvað að hafa þá barnablessunina 6.mars! Hef verið að fá einhver leiðindar ofnæmisköst, kom fyrst í sumar og kom þá nokkuð oft en kemur annað slagið núna, en þó á fimmtudaginn og í gær, ég finn alveg seyðing í húðinni og þá langar mér að klóra af mér andlitið en ég reyni að hemja mig en enda alltaf eins og karfi, öll rauð og ógeðsleg, hjaðnar á ca 1 og 1/2 klst.. Ég fór til læknis hér á Akureyri í september eða e-ð en hann vildi ekki einu sinni senda mig í ofnæmispróf! Hrmpf! Vona að hinn læknirinn finni út hvað þetta er.. Leiðinlegt að líta út eins og karfi, þó ég sé fiskur!! jæja ég ætla að fara að horfa á Helen of Troy... Hafið það brjálað gott, kveðja Glóin
Wednesday, January 19, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hahaha. allavega fallegur fiskur :-)
LU þinn pabbi
Post a Comment