Jæja ég er sko ekkert að standa mig í að skrifa!!! Áramótaheitið er sko alveg að standa! Ég ákvað að hætta að drekka pepsi max sem ég var orðin skuggalega háð! Ég drakk síðasta sopann 2.jan og hef ekki smakkað síðan! (ji það mætti halda að ég væri að tala um e- sterkara en bara gos! hehe) Þannig að það gengur bara vel.... Kaupi mér eintaka sinnum kristal+, sem mér finnst mjög góður! Svo byrjaði ræktin á mánudaginn og það er ógeðslega gaman, er búin að fara 4x í þessari viku! 3x í tíma og svo í þolpróf.. (fór þá í vigtun, fitumælingu og cm-mælingu) áttum að hlaupa 3 km á hlaupabretti og ég var 22 mínútur og 15 sekúndur! Var alveg ánægð með það sérstaklega þar sem ég var hálftíma að hlaupa þetta fyrir ári! Jess!! Mér finnst þetta alveg virkilega skemmtilegt og ætla að reyna að fara einhverja morgna en þá þarf ég að vera komin kl 6! Það er duldið snemmt.. Geðveikt gaman, fór að versla áðan og keypti fullt af skyrdrykk, skyri, kotasælu og hrökkbrauð og fleira hollt... Þetta er svooo gaman, en vá þessu fylgja strengir (fyrir ykkur RVK-búa, strengir : harðsperrur) ég get varla labbað upp stiga og það er eiginlega bara fyndið að fylgjast með mér! Í gær var body pump tími og það er svona lóða-tími, sem var fínt, tók vel á lærin og svo fullt bara :) Strengir útum allt! Sem er bara gott.. Jæja vitiði svo hvað!!! Glói dreif sig í greiðslumat á miðvikudaginn og maðurinn sagðist ætla að hringja í mig í dag og svo hringdi hann ekkert, ég alveg beið spennt í allan dag en nei, ekkert símtal! Vonandi hringir hann á mánudaginn.. Er bara hræddust um að fá svo lágt greiðslumat að ég geti ekki keypt mér íbúð en þá fer ég bara á leigumarkaðinn.. Þetta kemur allt saman í ljós! Er samt svo óendanlega spennt að kaupa mér íbúð.. Er að fara að skoða notuð húsgögn á morgun, hjá einhverri konu sem Doris þekkir! Við sjáum hvað setur! Búin að kaupa mér fernt á útsölunni, 2 peysur og 2 ermalausa boli.. Eina svarta plein peysu á 2000, eina beinhvíta sparipeysu 1000 kr, og tvo eins boli, 700 kr báðir.. annar svartur með hvítum litlum doppum á og hinn bleikur með svörtum doppum! Gedt flott allt, þá er eiginlega nóg komið af útsölukaupum... oh er að fara í langþráð frí á morgun en er að vinna auka á sunnudaginn fyrir hana Helgu Maren ÆÐIBITA sem ætlar að gera e-ð skemmtilegt um helgina... EN!!!!!!! í dag er merkisdagur! Mamma mín sem er mesta gull sem uppi hefur verið á nebbla afmæli í dag! Hún mun vera 35 ára í dag og óska ég henni INNILEGA til hamingju með daginn! (manstu mamma.. 140170......) njóttu dagsins og hafðu það brjálað gott :) elska þig BÖNS x endalaust.. Svo átti hrund sæta systir mín afmæli 8.jan og varð hún 16 ára! til hamingju krúttlan mín.. Davíð mágur átti svo afmæli 11.jan.. hann varð 24 ára.. nóg af afmælum, til hamingju Davíð! hmm ég ætla að fara að hætta þessu blaðri.. Þið sem lásuð allt eruð hetjur... endilega kommenta svo..... Hehe.. Elska ykkur öll.. Ykkar Eygló sem eignast bráðum íbúð!!!!!!!!!!!
Friday, January 14, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Það er allavega nóg sem þú hefur að segja þegar þú skrifar, þó það sé sjaldan. Spennandi að vita með greiðslumatið á mánudaginn.
LU Þinn Pabbi
Segi það sama það verður spennandi að heyra hvað kemur út úr greiðslumatinu! Og það verður sko ekki leiðinlegt að heimsækja þig á heimilið þitt, allt í svona afríku stíl!! :D
Njóttu þess nú að vera í smá fríi og hafðu það rosalega gott.
Sjáumst í febrúar
Þín systir
Íris E
Þú verður að láta okkur vita um leið og greiðslumatið liggur fyrir. SPENNANDI. k.kv. Teddi
Post a Comment