Friday, April 18, 2008

Dekur :)

Ég fór í dekur áðan á snyrtistofu og mikið var það svakalega notalegt :) Bjössi gaf mér gjafabréf í andlitsbað og parafin maska fyrir hendur í brúðkaupsafmælisgjöf og ég var loksins að nýta mér það í dag :) Maður verður hálfdasaður eftir á. En æðislegt engu að síður!

Ég hef nú ekki bloggað í háa herrans tíð eða bráðum mánuð, ég er voðalega löt orðin við þessa síðu en ég er dugleg að uppfæra krílasíðuna okkar :) Meðgangan gengur annars bara mjög vel! Ég er komin 17 vikur á morgun og mér finnst tíminn fljúga!!! Alveg með ólíkindum að það geti komið helgi annan hvern dag (eða svona næstum) Öll ógleði löngu farin, það eina sem ég finn er að ég er voðalega þreytt og lúin á kvöldin :$ Ég þurfti að berjast við að sofna ekki í gær í sófanum og klukkan var ekki nema 19:45, ég hringdi svo í Örnu og spurði hana (meðgöngusnillinginn) hvort þetta væri eðlilegt! Hún tjáði mér svo vera! Ég nefnilega sofnaði svo auðvitað í sófanum!!

Vinnan gengur vel og það er einmitt opið hús á morgun og það verður eflaust skemmtilegt! Annars er nú lítið planað þessa helgi nema taka til og þrífa og hafa það gott :)

Ætla að láta þetta nægja í bili!

Njótið helgarinnar og lífsins elsku vinir :)

Bumbukveðjur Eygló :):):):)