Sunday, December 30, 2007

Komin norður :)

Eins gott að við keyðrum norður í gær en ekki í dag þar sem víða er óveður og léleg færð..

En jólin :) Æðisleg út í gegn! Við fórum austur á aðfangadag e-ð um 3 leytið og þar er alltaf svo notalegt! Jólamaturinn var auðvitað snilld í gegn en hún Danía Rut sætabaun vildi brauð takk :) Svo sæt :) Ég fékk svo möndluna annað árið í röð! Bjóst alls ekki við því þar sem ég er alls ekki sú heppnasta í fjölskyldunni ;) En þarna var ég sko heppin, finnst svo gaman að fá möndluna og ég sá glitta í hana eiginlega strax en lét nú alla klára úr skálinni áður en ég uppljóstraði að ég hefði verið sú heppna ;) Ég fékk líka aukapakka (möndlugjöfina) og í honum var Monopoly :) Geggjað flott spil! En ég fékk líka alveg helling af pökkum og þar á meðal var náttbuxur, jólasyrpa, jólaóróinn 2007 frá Georg Jensen og þríkrossinn en þetta fékk ég allt frá Bjössa mínum :):) Ekkert smá flott :) Frá pabba og mömmu fengum við rosalega flottar svuntur af því við erum svo húsleg (mömmu orð) og roosalega flotta gamaldags rauða vigt, svona eldhúsvigt, góð í baksturinn! Frá tengdamömmu fengum við ýmislegt :) Púða sem smellpassar á rúmið, 2 kókglös, hana til að hafa í eldhúsinu, 2 hjörtu til að hengja á vegg, og fleira. Allt mjög flott!! Frá tengdapbba fékk Bjössi einn íslenskan jólasvein og ég öðruvísi mjög sætan jólasvein, og svo 15.000 kr gjafabréf í Búsáhöld þar sem sparistellið okkar fæst :):):):) Geggjað barasta!!! Fengum svo alveg helling í viðbót sem ég tel ekki upp hér nema ég VERÐ að segja ykkur frá gjöfinni til mín frá henni Írisi :) Ég fór að skæla þegar ég tók hana upp! Fyrst sá ég bara albúm og var svolítið hissa hvað Íris var spennt að gefa mér albúm! En hún var búin að fylla albúmið af myndum úr gæsuninni minni og skrifa texta með og mér þótti svo vænt um þetta að ég felldi nokkur alvöru tár :) Oh þetta gladdi mig alveg gommu!

Á jóladag hittumst við öll stórfjölskyldan í Húsinu við Ána og það var notalegt sem endranær! Borðuðum þar saman hangiket og með því og meðlætið var nú ekki af verri endanum, Bjössi sauð niður rauðkál sem var lystagott og allir sammála um ágæti þess :):)

En jæja takkarnir á tölvunni eru að stríða mér og við erum að fara aðeins að versla þá ætla ég aðeins að hætta!

Erum komin norður og dveljum hér í góðu yfirlæti hjá tengdapabba :) Fer mjög vel um okkur og áramótin verða örugglega bara æðisleg, en þetta verður í fyrsta skipti á ævinni sem ég er ekki með fjölskyldunni minni yfir áramótin! En einhvern tímann er allt fyrst! Og það var eins gott að við keyrðum í gær því að það er allt kolófært í dag!
En eigið gleðileg og slysalaus áramót og Guð veri með ykkur :)

Eygló

Monday, December 24, 2007

Gleðileg jól :)

Þetta krúttlega jólaskraut föndraði ég sem smástelpa :) Grjónakellinguna gerði ég í jólaföndri hjá ömmu þegar ég hef verið 4-5 ára og jólaengilinn gerði ég í sunnudagaskólanum í Völvufelli, man nú ekki hvað ég var gömul en kannski 6-7 ára?

Aðfangadagur runnin upp enn einu sinni! Finnst hann næstum hafa verið í gær - finnst tíminn vera farinn að fljúga á aðeins of mikilli ferð! En í dag getum við s.s. sungið "aðfangadagur jóla er einmitt í dag og við syngjum saman lag" man alltaf þegar ég var lítið og söng þetta lag alla aðventuna en auðvitað átti það ekki við alla dagana ;)

Við hjónin höfum aldeilis notið aðventunnar! Fórum í Garðheima í gær og ég keypti híasintu, nema hvað að þegar ég kem heim segir Bjössi, sem var að taka grenið úr pokanum líka - hérna er svo hintasían! Ég hélt ég yrði ekki eldri! Hló eins og vitleysingur enda jólaspenningur að nálgast hámark :) Haha... Fórum svo í jólaljósarúnt og mikið eru mörg heimili skreytt fallega og gaman að sjá öll jólatrén sem maður sá tindra gegnum gluggana :) Bjössi hitaði svo heitt súkkulaði og gaf mér í nýju bollana sem Ella Gitta gaf mér :) Rosa sætir :)
Ég fór svo á undan Bjössa að sofa, var alveg úrvinda! Búin að fara milljón sinnum í smá bæjarferðir og í pakkaútkeyrslu sem er reyndar alltaf gaman :)
En mig langar að enda á að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og njótið nú jólanna :) Takk fyrir skemmtilegt ár allir!
Elska ykkur öll!
Ykkar Eygló ~ jólin komin :):)

Sunday, December 16, 2007

Kertaljós og rómantík :)

Var að reyna að finna flottan titil á þessa færslu og endaði uppi með þennan :)

Það eru einungis 8 dagar til jóla og ég skal lofa ykkur því að þeir munu líða hratt :):) En hvað aðventan er samt skemmtileg! Ég elska þennan tíma eins og allir vita! Ég var með stelpuaðventukvöld á þriðjudagskvöldið og það heppnaðist afar vel :) Við vorum nú samt fámennar en því góðmennari.. (er hægt að orða þetta svona?) En það var gaman að hittast og spjalla yfir heitu súkkulaði og smákökum :) Erling Elí kom með Írisi sem gerði partýið bara ennþá skemmtilegra og Júlía Guðrún Linnéa kom með Emilíu :) Mikið gaman bara!

Erling Elí og Júlía Guðrún Linnéa sætu frændsystkinin :)

Á föstudagskvöldið var hið árlega út að borða hjá skvísunum í mömmu fjölskyldu :) S.s amma og dætur og tengdadætur og dætur og tengdadætur dætranna :) Svo koma líka Sissa og Alís og það var mjööög gaman hjá okkur! Við skiptumst alltaf á pökkum og það gerir kvöldið enn gleðilegra, því að þeir sem mig þekkja vita hvað mér finnst gaman að fá pakka :):) Ég fékk rosalega sæt kerti og reykelsiskubba og lítinn konfektkassa og Kata skvís gaf þá gjöf :) V ið fórum á Grand hótel og það var mjög flott hjá þeim jólahlaðborðið, eina sem mér fannst asnalegt að þegar maður fékk sér hangiketið var sósan og kartöflurnar á öðrum stað og varð maður hálf að troðast til að fá sér (eða fara í aðra langa röð til að fá sósu) Svo voru jú raðirnar frekar mikið langar en þær voru fljótar að "líða" eða hvað segir maður? Svo sungu Bryndís og Sigga Bein jólalögin fyrir okkur og þær voru BARA góðar! Fólk fór á dansgólfið og það fór misvel með fólk....

Í gær hinsvegar vorum við Bjössi með jólaboð fyrir fjölskylduna mína! Pabbi og mamma komu og Hrund og Arna og svo Íris með sína fjölskyldu :) Stelpurnar hennar Örnu eru hjá pabba sínum en annars vorum við öll! Við vorum búin að baka eitthvað af smákökum og gerðum svo heitt súkklulaði með smá hjálp frá pabba og mömmu ;) Erum enn að læra þetta sko :):) Þetta var virkilega notaleg stund og gaman að njóta þess að hittast og eiga tíma saman á aðventunni! Við erum líka alveg einstaklega samheldin fjölskylda og þykir mér mjög vænt um það :) Enda eigum við systurnar bestu og þá meina ég þá langbestu foreldra sem fyrirfinnast :) Elska ykkur í bunkum :):) Þið eruð algjörlega æðisleg bara!

Sætasti að hræra í heita súkkulaðinu ;)

Ég ætlaði að henda inn helling af myndum en hver mynd er að hlaðast inn á 10-12 mínútum svo að ég nenni ekki að setja fleiri inn! Við erum svo á leiðinni í afmæli hjá Katrínu Töru á eftir, en hún varð 3ja ára 3.des! Verð að setja inn mynd af henni síðan í gær..

Katrín Tara litla skvís sofnaði hjá pabba sínum :) Svo sæt!

Læt þetta duga í bili!

Besta jólakveðja í heimi

Eygló ~ 8 dagar til jóla

Tuesday, December 04, 2007

20 dagar til jólanna :)

Tíminn heldur áfram að líða hratt.. Verð orðin fertug áðun en ég næ að hnerra þrisvar! Eða það liggur við!

Málverkið okkar fallega er komið upp á vegg og fór eiginlega strax daginn eftir bara, við vorum ekki lengi að endurskipuleggja veggina aðeins til að koma þessu æðislega málverki fyrir :) Og það kemur mjög vel út þar sem það er! :) Mikil gleði með þetta bara..

En ég var s.s. í bökunarfríi í dag og nýtti mér það til hins ítrasta :) Í gær skellti ég í rúgbrauð, var löngu búin að safna mjólkurfernum en komst ekki í að baka fyrr en í gær, þau þurfa nefnilega svo langan tíma í ofninum að það er ekkert hægt á virkum dögum.. Nema í gær :) bakaði heila uppskrift svo að það voru 8 fullar fernur af rúgbrauði :) Ég sker það svo í tvennt og set frysti og svo þegar mig langar í rúgbrauð þá bara tek ég úr frysti og mmm alveg eins og nýbakað :) Algjört jammí :) Lyktin hér í íbúðinni var svooo góð í morgun þegar ég kom fram og hún var sterkari en síðast þegar ég bakaði, mjöög notalegt lykt og nostalgían alveg í hámarki :)

Ég að blanda deigið, búin að kaupa mér rúgbrauðsdeigsbala :)


Rúgbrauðsdeigið komið í fernurnar og búið að loka fyrir :)

Brauðið tilbúið eftir 16 klukkutíma af bakstri :) glæsilegt er það ekki??

Ég bakaði líka loftkökur í dag og gerði deig fyrir spesíur en þær verða bakaðar aðeins seinna.. Arna kom svo með stelpurnar og ég leyfði þeim að baka piparkökur úr rest af piparkökudeigi af opnu húsi í leikskólanum :) Þeim fannst það alveg ægilega gaman, ég gerði líka stafina þeirra úr loftkökudeigi og það fannst þeim ekkert smá sport :) Ég á svo eftir að gera stafi Petru Rutar og Katrínar Töru en þær koma bráðum í heimsókn og þá fá þær líka :) gaman að því bara! Dagurinn í dag er sem sagt búinn að vera bökunardagur með meiru :)

Svo varð ég bara að setja inn þessa sætu mynd af Þóreyju Erlu:

Þórey Erla yndigull :)

Tekur alveg ógnartíma að setja inn myndir svo að ég ætla að láta þessar nægja í bili..

Ætla til ömmu annað kvöld og klára að prjóna fyrir Snúllu í vinnunni :) Það er alltaf svo notalegt að koma til ömmu, hún er svo mikið gull :) Svo er samkoma á fimmtudaginn í Samhjálp og svo jólamatur fyrir starfsmenn í vinnunni á föstudag :) Er einmitt að fara á morgun og kaupa mér jólaskó, er búin að sjá eina geðveikt flotta sem ég er svolítið skotin í :)

Lífið er æði :D ~ njótum þess

Eygló jólastelpa - 20 dagar :):)

Sunday, November 25, 2007

You only live once :)

Helgin búin að vera meiriháttar :)

Á föstudaginn hittumst við heima hjá Örnu og við pöntuðum pizzu saman.. Arna fór svo á samkomu með Hrund og við Bjössi pössuðum fyrir hana á meðan :) Ég ætlaði ekki að trúa því að það væri komin helgi en jújú.. Var reyndar heima mánudag til miðvikudags í síðustu viku, var með svo hryllilega mikið kvef og fékk líka hita.. Bjakk.. En svona er þetta nú, tíminn flýgur og gaman að segja frá því að það eru 29 dagar til jóla :):):):)

Við fórum svo í afmæli í gær til Hrafnhildar og Ágústar.. Þetta var líka innflutningspartý og var mjöög gaman að sjá húsið þeirra en það er mjööög flott og á 3 hæðum! Við gátum reyndar stoppað fremur stutt þar sem við komumst af því að kótilettukvöldið í Samhjálp byrjaði kl 19 en ekki 20 eins og við héldum!!! hehe.. En við komumst nú á réttum tíma þó..

Það var mjög gaman að fara á kótilettukvöldið en okkur var boðið af Valda og erum við honum mjög þakklát fyrir :) Takk fyrir okkur! Það var happdrætti og svo var bögglauppboð :) Ég var nú að dást að þeim sem gátu boðið 30 þúsund og fannst þeir svaka ríkir! Nema hvað, síðasta pakkann vildi ég!! Ég varð bara :) Það var sem sagt pakki og svo fylgdi málverk með ef einhver byði 70 þús!! Tek það fram að mér fannst málverkið MJÖÖG fallegt og ég var búin að heyra að einhver Magnús hefði málað það en ég átti nú engan pening svo að ég hugsaði það ekki lengra - - - þangað til ég heyrði að Magnús Guðnason hefði málað það 1987!!!!! Þeir sem ekki þekkja mig það vel til að vita en þá var hann afi minn og listagóður málari :) Ég átti 2 málverk fyrir eftir hann og ég gat bara ekki hugsað mér að þetta fallega málverk myndi enda bara einhvers staðar! Það endaði þannig að við buðum 85 þúsund og það var slegið okkur :):):):) Ég var eiginlega í geðshræringu eftir þetta því að það er mér svoo dýrmætt að eiga þetta málverk, ekki nóg með að afi málaði það heldur er þetta mjög kristilegt málverk þar sem fólk gengur að vatni til að láta niðurdýfast :) Fæ bara gæsahúð við að skrifa þetta!! Ég tók mynd af málverkinu til að leyfa ykkur að sjá!


Allir að segja mér hvað þeim finnst! Ég veit að 85þúsund er svolítið mikill peningur en það er ekki á hverjum degi sem málverk eftir afa er í boði og ég bara stóðst ekki mátið :) Og maður lifir nú bara einu sinni!!!! :) Ég er allavega HÆSTánægð með þetta og svo ætla ég að bara að óska mér pening í afmælisgjöf þegar þar að kemur og það fer upp í myndina.. Því að mig vantar svo sem ekki neitt :) Gleði gleði gleði!


Eygló jólabarn með meiru :):):):)

Sunday, November 18, 2007

Oh mig langar svo mikið til að fara að skreyta!!!



5 vikur til jóla á morgun!

Við fórum hjónakornin niður í geymslu að finna smá jólaskraut, var að leita að jólasveini sem ég málaði fyrir nokkrum árum en finn hann ekki :( hann er ekki með jólaskrautinu og er eflaust einhvers staðar með venjulega draslinu í öðrum kassa niðrí geymslu. Þarf samt endilega að finna hann, hann er svo flottur :) en við tókum alla kassana upp og ég var að skoða í gegnum þetta og er núna alveg sjúk í að fara að skreyta! Við eigum ekki nema 7 kassa af skrauti sem verður að teljast nokkuð gott :):) Við ætlum að skreyta næstu helgi og ég hlakka MJÖG til þess!!!

Ég fór á Ladda showið á föstudaginn með konunum úr vinnunni og það sem ég hló!! Ég grét svoleiðis úr hlátri að ég hélt að maskarinn yrði allur á kinnunum eftir sýninguna en svo fór þó ekki! En jiminn hvað hann er mikill snillingur maðurinn! Kom svo heim og var að segja Bjössa frá og grét þá ennþá meira úr hlátri! :):):):) Mæli algjörlega með þessu!

Helgin er annars búin að vera alveg ágæt. ég er reyndar alveg skelfilega kvefuð og hálfslöpp og mér finnst það brjálað pirrandi.. Síhnerrandi og hóstandi.. En vonandi fer það bara að fjúka! Var hálf einmana í gær. Bjössi var að vinna, Arna og Hrund á móti í Kotinu, Íris að læra undir próf, mamma í USA og amma í Köben, bakaði sörur í fyrsta skipti og hafði engan til að hringja í og fá aðstoð.. Fann svo Hrafnhildi frænku á msn og hún aðstoðaði mig :) Takk fyrir það sæta frænka mín! Náði svo að plata Írisi með mér í smástund í Smáralind og það var mjööög gaman! Alltaf gaman að hitta Írisi, þið vitið, hún er svo mikið æði :)

Bjössi ákvað að vera heima hjá mér í dag og erum við búin að vera að dúllast bara hér heima, hann er búinn að sparsla í naglaförin í eldhúsinu og það verður málað á allra næstu dögum :) Ég á með eindæmum duglegan mann! Hann er ótrúlegur! :)

Njótið lífsins elsku sætu vinir mínir :) Það er svo frábært!

Eygló jólastelpa - sem getur vart beðið :)

Thursday, November 15, 2007

Kanntu brauð að baka?

Já það kann ég svo sannarlega? Ég kann meira að segja núna að baka rúgbrauð! Það tókst svona ljómandi vel enda er ég auðvitað ekkert annað en snillingur! Ég gaf pabba og mömmu brauð og þeim fannst það mjög gott, pabbi sagði reyndar að það mætti vera aðeins meira af sykri og smá salt! Ég ætla að baka aftur fyrir jólin og þá ætla ég að baka heila uppskrift! Bjössa fannst líka æðislegt að vakna við lyktina af nýbökuðu rúgbrauði og smakka á því líka :)

Annars hefur nú vikan liðið alveg óhemjuhratt að venju og aftur föstudagur á morgun, please einhver klípa mig í kinnina og segja mér að það sé bara júlí! Tíminn flýgur!!! Ég er að telja niður til jóla á svona tússtöflu í vinnunni og það eru bara 39 dagar í dag.. Ég ætla að dúlla mér að baka sörur um helgina og hafa það gott!

En þetta var bara svona smá blogg..

bæ í bili

Friday, November 09, 2007

Rúgbrauðið hennar Hrefnu ömmu :)

Ég man þegar ég var lítil þá bakaði mamma stundum rúgbrauð :) Ég man að hún setti deigið í mjólkurfernur og bakaði það mjööög lengi eða alveg yfir nótt!! Man líka hvað þetta var gott brauð :) Ella amma var að tala um þetta brauð um daginn og talaði um hvað þetta var gott brauð, og að pabbi hefði líka bakað það en ég man ekki eftir því! Hehe.. Allavega! Ég var að baka svona rúgbrauð og það er búið að vera hálftíma að bakast, það er að minnsta kosti 13-14 klst að bakast svo að í hádeginu á morgun fæ ég mér að öllum líkindum NÝBAKAÐ ilmandi og rjúkandi heitt rúgbrauð með smjörva og ÍSKALDA undanrennu með :) Þetta er uppskrift frá Hrefnu ömmu æðibita þó ég muni ekki eftir því hjá henni þá hefur hún eflaust bakað það milljón sinnum, eins myndarleg og hún nú er :) :)

Við ætlum að hafa það afspyrnu gott og notalegt um helgina, ætlum í Byko eða Húsasmiðjuna á morgun og skoða vaska og krana inn á bað hjá okkur, en vaskurinn er mjög ljótur eftir að hafa brotnað um árið.. Svo að það er brot í honum sem var bara límt aftur í :) Ætlum aðallega að skoða veit ekki með að kaupa :) Sjáum til með það ;) ;) Ætlum líka að mála eldhúsið fyrir jólin og það verður eins á litinn og íbúðin :) :)

Hittumst í gær systurnar með börnin okkar (ég á svo mikið í þeirra börnum sko) og máluðum keramik saman, með jólaöl í hönd og pensil auðvitað og hlustuðum á jólalög, mikið var það notaleg og skemmtileg stund bara :) Frábært að eiga svo æðislegar systur og vera svona góðar vinkonur :) Lov U girls :=* Planið er að hittast aftur seinna og mála.. Yndis

Verð líka að segja að mér finnst tíminn óhugnalega fljótur að líða! Mér finnst það hálf scary að það sé komin helgi aftur því að hún er NÝbúin! Er ég ein um að finnast tíminn þjóta framhjá??

En lokaorðin mín í dag verða:

Til hamingju Anna Sigga mín og Friðjón með Snorra Karel, litla gullmolann ykkar, þið ykkar sem vitið ekki meir þá fengu þau dreng og hann var 12 merkur og 50 cm.. Algjört grjón :)

Verið marg marg blessuð elskurnar mínar og ég læt vita hvernig rúgbrauðið heppnast :)

Eygló - 45 dagar til jóla :):):)

Saturday, November 03, 2007

Helgarfrí :)

Notalegt as always :)

Er nývöknuð klukkan 9:30 fyrir utan smá vakn þegar Bjössi fór að vinna kl 7:30 í morgun. Síðasta blogg var nú ekki langt en lýsti samt mér :) Ég er afspyrnu hamingjusöm og það er rosalega góð tilfinning :)

Það eru núna 3 vikur síðan við vorum úti og boy oh boy hvað tíminn líður hratt!! Við höfum nú lítið brallað svo sem nema vinna borða sofa :) En jú svona eitthvað samt. Við hittumst systurnar eitt kvöldið og máluðum keramik! Það var ekkert smáræðis skemmtilegt, höfum ekki málað í einhver ár svo að það var mjög gaman. Petra Rut og Katrín Tara fengu að vera með og það var alveg frábært! Þær máluðu lítil jólatré og þau voru svo sæt hjá þeim :) Ég fór og málaði jólasvein úr tréi með konunum úr vinnunni síðasta föstudagskvöld og það var mjög gaman líka, alltaf gaman að föndra fyrir jólin :) Enda er ég þvílíka jólaabarnið eins og allir sem mig þekkja vita :)

Það er líka bara 51 dagur til jóla :)

Fórum síðasta fimmtudag, ég, Arna og Hrund í leikhús. Sáum Pabbann með leikaranum sem lék Hellisbúann.. Ég gat helling hlegið og maðurinn er náttúrulega bara snillingur!!! Ég mæli samt frekar með þessu leikriti fyrir fólk sem á börn og hefur gengið í gegnum allan pakkann með meðgöngu og að fara úr að vera bara 2 í að vera með börn.. Mikið farið ofan í það auðvitað :) En ég hló helling en Arna við hliðina á mér hló margfalt meira!! :) Enda hefur hún jú verið í mörgum aðstæðum sem voru tekin fyrir í leikritinu :) Hehe... En skemmtileg kvöldstund fyrir utan beljandi rigninguna og rokið sem dundi á okkur..

Tónleikar í kvöld sem ég hlakka mikið til að fara á! Gospelkór Reykjavíkur og einhver norskur kór líka, verður æði pottþétt!!!

En núna ætla ég að fara að setja í þvottavél og þrífa smávegis hérna heima :)

Eigið alveg æðislega!!!! helgi :)

Eygló jólastelpa ;);)

Wednesday, October 24, 2007

:)

Ég er hamingjusöm :)

Wednesday, October 17, 2007

Ferðasagan :)

Afi sótti okkur hálf 11 á fimmtudagsmorgun :) Við vorum komin út á flugvöll 11:15.. áttum flug kl 14. Vorum enga stund að tékka okkur inn og þá tók við að skoða sig um í fríhöfninni.. Eftir smá rölt kom tengdapabbi en hann kom ásamt fleirum Frost köllum með rútu að norðan :) Fengum okkur að borða nokkur saman og það var mjög gaman bara :)

Fluginu seinkaði um 20 mín, sem kom ekki að sök ;) Flugið gekk vel en það var 3 klst og 40 mín.. við lentum svo einhvern tímann um kvöldið í Madrid, man ekki hvað klukkan var en það var 2ja tíma mismunur hér og þar! Við fórum svo aftur nokkur á röltið og settum svo úti við einhvern veitingastað.. Þar var maginn fylltur - mismikið þó :) Ég og Bjössi pöntuðum okkur tapas eða smættlur.. Það voru svona smurð aflöng brauð með allskonar áleggi sem mér fannst mjög misgott!! Reykta síldin var best að mínu mati en gráðostakæfan verst! En ég smakkaði þó allt!!

Á föstudeginum var allt lokað vegna þjóðhátíðardegi Spánverja! Gaman að sjá hvernig þeir héldu upp á daginn og taka þátt þar! Herinn var með svaka sýningu og svo flugu flugvélar og þyrlur eftur kúnstarinnar reglum í röðum í háloftunum, mjög flott að sjá :) Við fórum svo í skoðunarferð um Madrid kl 14 :) Þar var keyrt um alla borgina og fengum við að sjá alla helstu staðina og kennileiti og svona.. Sáum þar t.d Plaza De Toros sem er aðal nautaatsstaðurinn í Madrid.. Tvo turna sem eru byggðir skakkt og mynda hlið evrópu eða það er það kallað :) rosalega flott! Skoðuðum konungshöllina sem er með hvorki meira né minna en 2400 herbergjum!!! Rosalegt! Einn úr hópnum hafði á orði að hann myndi ekki vilja ryksuga þar ;) Hehe sammála! Röltum svo um og vorum svo skilin eftir á torgi sem heitir Plaza De Mayor en þar hafa menn verið hálshöggnir og drottningin var krýnd þar og ýmislegt fleira gerst þarna! Gaman að koma þangað.. Röltum svo bara upp á hótel aftur.
Um kvöldið var svo árshátið Frost! Allir í fína pússinu og við löbbuðum örugglega í hálftíma að veitingastaðnum, ég var komin í svaka hælaskó en hætti snarlega við þá þegar ég vissi að átti að labba :) En við fengum svolítið fyndinn mat, lambalæri, 1 á mann. voru rosalega lítil læri að vísu og svo salat með, þeir reyndar skvetta alltaf vinegar á salatið og það finnst mér alveg hrikalega vont!! En kjötið var allt í lagi þó :) Fengum líka helling af forréttum sem voru margir mjög góðir!

Laugardagurinn var eiginlega fyrirfram ákveðinn verslunardagur :) Við tókum taxa í mollið Xanadú eftir að hafa snætt morgunmat. Við vorum þar í ca 2 klst og versluðum okkur aðeins af fötum í H&M og svona :) Komum upp á hótel aftur eftir hádegi einhvern tímann og fórum svo og fengum okkur pizzu! Löbbuðum svo af okkur lappirnar næstum, ég var að drepast! hittum tengdapabba og hjón frá Akureyri og löbbuðum enn meira með þeim :) hehe.. Fórum svo út að borða um kvöldið og mín fór þá í crocs skóna sína! Komum á staðinn og hann var svona frekar fínn og ég í crocs.. Hehe en það var eiginlega bara fyndið! Pöntuðum okkur saltfisk þar og ég hafði miklar væntingar því að ég hafði heyrt að þeir elduðu svo góðan saltfisk, en jæja, fékk e-ð hlussustykki á diskinn minn, með roðinu á og öllum beinunum :/ lítið saltbragð og það var eins og kokkurinn hefði bara rétt soðið hann! S.s ekkert merkilegt! En svo þegar við vorum að fara þá vildi kokkurinn endilega sýna okkur vínkjallarann.. Sem var merkilegur fyrir það að vera á 2.hæð :) Skondið!

Sunnudagurinn.. Löbbuðum nokkur saman og ætlunin var að fara á markað :) Þangað komumst við klakklaust en VÁ hvað það var troðið af fólki!!! Við splittuðum hópnum og höfðum klst til að fara sjálf og versla ef fólk vildi.. Ég keypti aðeins, kom sjálfri mér á óvart hvað ég verslaði "lítið" þar og nennti eiginlega ekki að vera lengi í þessari mannþröng.. Löbbuðum svo upp að Plaza Mayor og fengum okkur þar öll saman að borða :) Þennan dag var glampandi sól 25 stiga hiti.. Næs :) Versluðum aðeins af jólagjöfum þegar við komum heim en margar búðir voru lokaðar vegna þess að þeir taka hvíldardaginn svo heilagan.. Sem var auðvitað hið besta mál! fórum svo á perúskan veitingastað um kvöldið og fengum rosalega góðan mat þar! Ég fékk mér kálfakjöt með lauk og hrísgrjónum og Bjössi nauta sirloinsteik með frönkum og meððí ;) Pökkuðum niður og fórum að sofa..

Mánudagurinn.. Fórum (algengasta orðið í þessari færslu) í minjagripabúð og svo bara klára að pakka og fljúga heim..

Er alveg uppgefin í puttunum og er að fá heimsókn svo að ég ætla að hætta í bili. Það er ekki hægt að setja inn myndir.. Það hefði verið gaman, ég reyni kannski að bæta þeim inn síðar..

Njótið kvöldsins kæru vinir og lífsins - það er gjös Guðs til okkar :) njótum þess :):)

Eyglóin - sem er farin að hlakka alveg rosalega til eftir 68 daga :);)

Thursday, October 11, 2007

Madrid here we come :)

Afi kemur eftir hálftíma að sækja okkur :)

*Er alveg ótrúlega spennt :)

*Ætla að skilja prjónadótið eftir heima :) (fyrst það má ekki koma með í flugvélina)

*Hlakka til að komast í góða veðrið :)

*Ætla að hafa það alveg rosalega gott :)

*Hlakka til að skoða mig um og líka kíkja í búðir :)

*Gaman gaman gaman gaman gaman :)

*Sjáumst á þriðjudaginn :)

*Eygló sem er aaalveg að fara til útlanda :):):):):):)

Tuesday, October 09, 2007

Fyrir einu ári.....

Vorum ég og minn nýbakaði eiginmaður nýlent í New York, vorum þá að byrja æðislega brúðkaupsferð :) Ég var að hugsa i dag og rifja upp lyktina þegar við löbbuðum út frá flugstöðinni og gula leigubílinn sem keyrði okkur inn á Manhattan og hvernig allt var svo nýtt fyrir okkur! Þetta var sannkallað ævintýri og jiminn hvað það var gaman hjá okkur.. Löbbuðum oft út á kvöldin af hótelinu og löbbuðum bara og skoðuðum mannlífið sem er svo sannarlega skrautlegt í NY :):) Bara góðar minningar sko!

Við erum aftur á leiðinni á nýjan stað! Fljúgum til Madrid á fimmtudaginn og ég get ekki sagt annað en að ég sé spennt.. ! Hlakka til að skoða mig um þar með Bjössa og skapa skemmtilegar minningar, sem ég get yljað mér við eftir ár þegar við eigum 2ja ára brúðkaupsafmæli ;);) hehe Við erum að fara með vinnunni hans Bjössa, þeir borga fyrir hann og svo borgum við hluta af mínum miða, en það var einn vinnudagur í boði þar sem hægt var að vinna fyrir miða maka og Bjössi nýtti sér það og restin er svo dregin af næstu 3 launum hjá Bjössa mínum :) Rosalega sniðugt og gerir manni auðveldara fyrir að komast með :) sem er ekkert nema snilld!

Erum búin að safna slatta í gjaldeyri svo að við ætlum að reyna að kaupa e-ð af jólagjöfum og ég ætla að versla mér aðeins vinnuföt, er alltaf í sömu görmunum og langar að kaupa aðeins nýtt til að nota í vinnunni :) Gaman gaman...

En þar sem ég er aalveg að sofna ætla ég að fara að skríða inn í rúm :) Einn vinnudagur eftir, sofa svo eina nótt í viðbót og þá : Madrid here we come :):) *tilhlökkun á háu stigi*

Knúskveðja frá Eygló :)

Wednesday, September 19, 2007

Tvíburar :):)

Ég er tvíburi og hef alltaf haft gaman af því :)

Fór í dag eftir vinnu með Örnu í Rúmfatalagerinn og mér fannst svo fyndið hvað afgreiðslustúlkan horfði, henni hefur eflaust fundist hún vera að sjá tvöfalt, hún skipist svo hratt á að horfa á okkur báðar :):)

Hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna fólk horfir á okkur eins og við séum ALVEG EINS!! Erum kannski að labba í Kringlunni og ef maður fer að skoða það þá tekur maður eftir að fólk horfir svolítið á okkur ;) Skondið bara. Nema hvað.. Áðan stóðum við Arna nokkuð nálægt sama spegli og þá sá ég það að við erum barasta nokkuð líkar :) (Er aldrei e-ð að pæla í því að við séum líkar svona í daglega lífinu) En ég hef meira að segja séð mig á mynd og haldið að það væri Arna og ekki bara í eitt skipti!!! Geggjað fyndið :) Svo að ég skil kannski fólk sem hefur aldrei séð okkur áður að finnast við alveg eins :):) En þetta var bara tvíburapæling dagsins :) Gaman að þessu ;););););)

En útí aðra sálma :) Erum að fara að taka til í gestaherberginu á eftir við Bjössi, eigum von á næturgestum á morgun svo að það er eins gott að það sé pláss :) Guðrún og Jói eru að koma og verða fram á sunnudag og það verður mjög gaman :):)

Annars er nú lítið að frétta :) Nema jú að við erum komin á nýjan bíl :) Æðislega Hondu CRV og það er ekkert smá gott að keyra hana :) Sjálfskipt og skiptingin er í stýrinu :):) Snilld.is

Hafið það annars gott kæru vinir og verið góð hvert við annað :)

Eygló - tvíburi ;)

Saturday, September 15, 2007

Ég er svo þakklát...

....Fyrir að eiga svona frábærar systur og foreldra sem eru alltaf til staðar fyrir mig og auðvitað Bjössa minn sem ég elska meira en allt í lífinu :)

TAKK :)

Þið eruð bestust :):):):):)

Jæja er að fara að heimsækja ömmu sætu.. Þangað til næst,

Bæ í bili

Saturday, September 08, 2007

Ah, helgarfrí :)

Ég elska helgar :) Sérstaklega eftir að ég hætti að vinna þá! Það er svo notalegt að eiga helgarfrí, maður er búinn að vinna alla vikuna og þá er svo notalegt að labba úr vinnunni á föstudegi vitandi það að það er helgarfrí framundan og maður getur gert það sem manni langar til :)

Í dag erum við systurnar og co að fara austur á Selfoss til pabba og mömmu en þau voru að koma frá Mallorca í gær :):) Þau voru í 2 vikur og það er alltaf svo gaman að hitta þau eftir útlönd, fá að skoða myndir og já, bara hitta þau sem er alltaf skemmtilegt!! Svo eru tónleikar í Fíló í kvöld sem við Bjössi ætlum á, ég vona bara að Bjössi treysti sér á þá en hann er búinn að vera mjög lasinn og var með 39 stiga hita í marga daga, en í gær var fyrsti hitalausi dagurinn hans í viku! Brjáluð þessi flensa sem er að ganga!! Annars blikka ég bara Írisi með ;);) Arna og Hrund ætla líka svo að það verður örugglega gaman og tónleikarnir verða líka geggjaðir (svo sagði Lína mér, og ég trúi henni sko vel :))

Morgundagurinn er svo alveg óplanaður! Kannski höldum við áfram að gera gestaherbergið? Það væri gaman að fara að klára það.... Heyrðu ruglið í mér, Íris og co koma á morgun, Íris var nefnilega búin að panta nýbakaða skúffuköku og ÍSKALDA mjólk, :) nýi ísskápurinn okkar kælir svo vel að það besta sem ég veit núorðið er að fá mér ííískalda undanrennu í glas :) Og ég sem fékk mér aldrei, og þá meina ég aldrei, mjólkurglas hér áður!!! Arna líka skellihló eitt kvöldið þegar ég var hjá henni og sagði henni að mig langaði mest í íískalda undanrennu í glas!! Hehe

En jæja, við Arna ætlum að í Smáró áður en við förum austur en við förum sko EFTIR hádegið! Skil þau vel að sofa út eftir að koma heim að utan! :):)

Eigið alveg afspyrnu góða helgi :

Eygló sem er svo glöð :):):):)

Sunday, September 02, 2007

Aftur...

Var búin að blogga ágætis helling í gær en fékk svo eina ákveðna systur í heimsókn til mín í gær og það bara hvarf allt af skjánum, alveg óvart ;);) Þá er nú lítið annað hægt að gera en að skrifa upp á nýtt :)

Ég er búin að vera lasin alla síðustu viku, byrjaði á að veikjast í maganum á sunnudagskvöldið og var því heima úr vinnu á mánudaginn.. Mætti svo alveg galvösk í vinnu á þriðjudagsmorguninn en ég entist ekki nema klukkutíma.. Þá komin með brjálaðan hósta og mikið kvef :o/ Búin að vera að drepast úr kvefi og fá þessi þvílíkt vondu hóstaköst, fór upp á læknavakt á fimmtudagskvöldið því mér var ekki farið að standa á sama, aleins heima og átti hálferfitt með að anda milli hóstakastanna.. Bjakk, það fannst nú svo sem ekkert að nema bólgnir eitlar en ég fékk parkódín til að stilla hóstann svo ég gæti nú sofið e-ð!! Er svo búin að vera betri með hverjum deginum síðan þá. Ég ætla í vinnu á morgun :) Bjössi hins vegar er núna alveg heilmikið lasinn, fékk alveg 39,4 stiga hita í gær og ég hef aldrei séð hann svona veikann!! Gat nú lítið gert til að hjúkra honum annað en að gefa honum vatn en hann bara svaf allan daginn þetta yndi..

Í dag er sunnudagur og við erum búin að vera inni alla helgina, og verðum það áfram.

Erum svo að breyta gestaherberginu alveg :) Það er SVO skemmtilegt, við erum búin að henda út skápnum sem tók hálft herbergið, og gamla saumaborðinu sem amma gaf mér, það var orðið hálfljótt, en ég sakna þess nú samt smá! við keyptum okkur rosalega flotta kommóðu í Míru stíl, e-ð allt annað en ég þekkt fyrir að eiga á mínu heimili :) En gestaherbergið hefur verið hálfgerð geymsla en nú verður breyting þar á!! Erum búin að selja gamla rúmið mitt sem var gestarúm og ætlum að kaupa svefnsófa þar inn og gera herbergið voða kósý, enda fer ég létt með það ;);)

Well, ég ætla að taka aðeins til, hefur ekki verið mikil orka í það síðustu daga!

Njótið lífsins kæru vinir :)

Monday, August 27, 2007

Titill :)

Baggalútafjaran var snilld :) Fórum þar sunnudag fyrir viku, ég fann helling af baggalútum og Bjössi fann líka slatta, Bjössi reyndi líka að veiða en veiddi eiginlega bara slý svo að það var ekki mikill árangur í þetta skiptið! Hehe.. Ég þvoði þá þegar ég kom heim og setti þá svo í glerskál sem við fengum í brúðkaupsgjöf og er nú á skenknum, ægilega flott :):)

Á fimmtudagskvöldið fórum svo við Arna til Emilíu í Hveragerði, það mætti halda að við byggjum í öðru landi því að á hverju Kotmóti þá tölum við um að fara að hittast en svo hefur aldrei orðið neitt úr því fyrr en núna.. Ætlum svo að stofna stelpuklúbb og fara að hittast nokkrar reglulega og hafa gaman saman :) Það var roosalega gaman að hitta hana og rifja upp gamlar skemmtilegar minningar, vandræðalegar sem og fyndnar :)

Á föstudagskvöldið fórum við svo á samkomu á Logos skipið þar sem bókamarkaðurinn er, við kíktum líka á bókamarkaðinn og ég keypti alveg smá, eða fyrir 3000 kr :) Margt svoo sniðugt þarna enda fór ég aftur á laugardaginn :) Vorum búin að vera að hjálpa Kidda og Ástu að flytja og kíktum svo aftur og þá kom Íris og börn með, rosa gaman :) ég keypti aftur alveg smá en ekki eins mikið og kvöldið áður!

Við hjónin kíktum svo á U.N.G samkomu í Samhjálp í gærkveldi, skemmtilegt og fjörugt, fórum reyndar snemma þar sem mér var svo flögurt, við fórum nebbla á Nings fyrir samkomuna og það hefur pottþétt verið e-ð í matnum! Bjakk, ældi úr mér lungun í morgun og er því heima í dag úr vinnu, finnst ekkert svo girnilega að vera spúandi í vinnunni!!

Búin að þrífa viðarrimlagardínurnar í dag og er svo að fara að ryksuga, við vorum að fá okkur nýjan sófa og það þýðir ekkert að vera með nýjan sófa og rykugar gardínur, það er ekkert skemmtilegt!

En jæja ég hef nú svo sem ekki mikið að segja, nema að hálsmenið mitt er ekki enn fundið! Allir á skeljarnar svo að það finnist!!

Takk gullmolarnir mínir :)

Eyglóin - heima að þrífa :)

Sunday, August 19, 2007

19.ágúst 1998 :):)

Vakn. kl 8:15. Fíló kl 9:00. Jatan kl 10:00-18:00 Arna kom kl 13:30 ca.
Grænmetishrísgrjónaréttur í k.mat. Familypartý. Pabbi, mamma og Hrund á leið til Portúgals 23.sept. Ég fer samferða Katli í skólann á morgun. Mæting kl 14:00.Skólabókakaup + skór á Írisi og Örnu á laugardag. (popp, ostapopp, kók, sprite, saltstangir hlaup í partýinu. Sofa um kl 23:00

Múahahahahahahaha

Var að finna gamla dagbók frá 1998 og mikið er nú fyndið að lesa hana, flest mjöög ómerkilegt en annað bara fyndið sko :):)

Fann alveg helling af skemmtilegu dóti þegar ég fór í gegnum kassana af háloftinu!! Fann m.a trölladeigskellingu sem Sirrý frænka hafði gefið mér 1995 og hún er komin upp inn í eldhúsi núna.. Fann helling af prjónuðu dóti sem ég var búin að steingleyma! T.d skotthúfa sem ég prjónaði og margfætla, mjöög gaman að finna allt þetta fót aftur :) Að ég tali nú ekki um steinasafnið mitt sem var geymt í double Cheerios pakka, og svo dýrgripir eins og krús sem Hrefna amma bjó til, mjög falleg, hjartalaga rauð með hvítu í.. Þykir mjög vænt um þessa krús :):) Ég s.s fann alveg hrúgu af skemmtilegum munum :)

En að öðru :) Við fórum í gær í afmæli til Petru Rutar sem er aalveg að verða 5 ára :) Það var verið að halda upp á það í gær en hún á afmæli 24. Mjög flott veisla hjá henni Írisi systir, enda ekki við öðru að búast þegar kemur að bakstri hjá henni skvísu :):) Alltaf jafn gaman líka að hitta fjölskylduna sína :) Takk fyrir okkur sætu :)

Í dag er planið, ef veðrið verður gott, að keyra inn í Hvalfjörð og kannski kíkja í Baggalútafjöruna, og þeir sem ekki vita hvað baggalútar eru (sko ekki hljómsveitin) þá eru það litlir kúlulaga fjólubláir steinar, mjög skemmtilegir :) Alltaf gaman að kíkja í þá fjöru :)

Eigið alveg rosalega góða vinnuviku og góðan sunnudag :)

Eygló

Tuesday, August 14, 2007

Höhömm...

Ætlaði að blogga um helgina en gaf mér bara ekki tíma í það..

Síðustu viku vann ég 8-16 og sá alveg um eldhúsið í vinnunni og var það nokk gaman :) Eldaði ýmsan mat í fyrsta skipti á ævinni og tókst það vel upp, auðvitað ;);) Besta við þessa viku var að vera búin kl 16 að vinna, algjör draumur :) Þessi vinna er líka snilld að því leyti að það eru engar kvöldvaktir og engar helgar :) Love it.. Það eru líka 4 mánuðir síðan ég labbaði út í Nóatúni og vá hvað tíminn hefur liðið hratt :):)

Um helgina var Bjössi að vinna svo að ég fór í Kringluna með Örnu og dætrum og Írisi og dætrum, mjög gaman það, enda erum við svo skemmtilegar..

Á sunnudaginn bauð Arna okkur í heimsókn og það var alveg rosalega skemmtilegt, svo gaman að vera svona boðinn í heimsókn (var samt ekkert voðalega formlegt) hehe..

Á fimmtudaginn erum við svo búin að bjóða pabba, mömmu og Hrund í mat en ég hef voða gaman af því að bjóða fólki í mat og mættum við alveg gera það oftar!! En jæja...

Hef ekkert meira handa ykkur í bili.... Fannst ég bara verða að fara að blogga e-ð! Bleh :)

Eigið góða vinnuviku áfram elsku vinir :):)

Eyglóin ýkt þreytta núna...

Monday, August 06, 2007

Sumarfríið búið..

Tekið rétt við brúna á Fitinni á fimmtudagskvöldinu :)

Alvara lífsins tekur við á morgun.. Ekki ætla ég nú að kvarta en við höfum haft það afspyrnu gott í fríinu og ferðast ágætlega mikið, vorum allavega meira að heiman en heima svo að ég myndi segja að við höfum bara gert nokkuð gott úr þessum 3 vikum :)

Þið sem hafið fylgst með blogginu mínu vita svo sem hvert við fórum svo að ég ætla ekkert að útlista það neitt nánar, lesið bara neðar á blogginu mínu ef þið eruð forvitin :)

Verslunarmannahelgin afstaðin, hrikalegt að heyra með banaslysið, þau eru alltof mörg. Votta aðstandendum samúð mína. Sá link á video sem snerti rosalega við mér, ekki það að ég sé ofsaakstursmanneskja eða keyri drukkin (drekk ekki einu sinni) en hér er linkurinn ef einhver vill sjá þetta: Rosalega sorglegt video.. En endilega skoðið það..


Kotmótið var virkilega skemmtilegt :) Við fórum á mótið á fimmtudagskvöldi og náðum samkomunni þá um kvöldið, gistum svo í kofanum þá nótt þar sem enginn var kominn annar á landið hjá pabba og mömmu svo að við nýttum okkur aðstöðuna :) Vorum samt búin að tjalda upp tjaldvagninum.. höfðum það svo kósý bara og fórum á samkomurnar sem við komumst á.

Á laugardagskvöldið eða um kl 18 þá fórum við öll yfir til Gerðu og þar var ættargrillið árlega :):)

Það er svo skemmtilegt að hittast svona og grilla saman því að við erum að hittast alltof sjaldan!! Þetta eru s.s pabbi og systkini og afkomendur, allir sem vilja koma, koma :) Æði bara sko. Fórum í leiki og brölluðum ýmislegt saman, fengum svo rabarbaragraut sem Gerða bjó til, Hrefna amma gerði alltaf svona graut þegar pabbi og systkini hans voru börn svo að það er gaman að smakka hann og hafa hann svona árlega, skemmtileg hefð :) Enda mjööög góður grautur! Virkilega skemmtilegt kvöld :) Er strax farin að hlakka til að ári....

Við komum heim af Kotmótinu kl hálf 3 í nótt, við fórum á lofgjörðartónleikana í gærkveldi, mig langaði að eiga síðasta frídaginn heima og sofa út en í morgun þegar ég hlustaði á síðustu samkomuna á Lindinni þá hálf sá ég eftir því að hafa farið heim, missti t.d af því að syngja ævibrautina... geri þetta ekki aftur :) (það var nú samt ósköp notalegt að sofa út í morgun í sínu eigin rúmi :)

Ætla að setja inn nokkar myndir en ég tók samt voða fáar myndir þetta árið..


Svilarnir að tjalda :)
Sara Ísold, Petra Rut og Katrín Tara :)
Arna mega SKVÍSA :):):):):):)


Íris með Erling Elí í vagninum og Katrín Tara stendur á systkinapallinum :) ýkt sniðugt!!

Jæja ekki fleiri myndir í bili! Njótið vel

Eygló sem fer að vinna aftur á morgun :)

Monday, July 30, 2007

Home sweet home!

Eins og það er nú gaman og æðislegt að ferðast þá er alltaf besti parturinn að koma heim :)

Við keyrðum frá Akureyri um kl 18 í gær og vorum komin í bæinn rétt yfir 23.. Lengur að keyra með tjaldvaginn aftan í.

Á sunnudaginn fórum við útá Dalvík og heimsóttum afa og ömmu hans Bjössa og mikið var það gaman, amma hans talaði mikið um hvað henni þótti vænt um að við kíktum og var gaman að heyra það, enda er það svona fastur punktur að heimsækja þau þegar við förum norður, allavega stefnan :) Þau voru hin hressustu og stoppuðum við hjá þeim í góðan hálftíma.

Ragnheiður og Beyji (Björn) afi og amma Bjössa :)

Bjössi niðrá bryggju, ef þið sjáið bátinn við hægri hönd Bjössa þá er það Særún bátur afa hans. Þeir fóru oft á þessum bát að veiða þegar Bjössi var lítill :) Gaman að skoða þetta allt saman :)


Norðlensk fegurð :) Tekið rétt fyrir utan Dalvík

Hittumst svo seinni partinn heima hjá Guðrúnu og Jóa og þar kom Gummi og Áslaug tengdamamma og drukkum við kaffi þar saman (ekki bókstaflega samt) eða átum kaffitímann.. Hehe...

Já það var gott og notalega að koma heim.. Ætlum að fara í Baggalútafjöruna í þessari viku, annars er bara að þvo þvott og skella sér svo á Kotmótið sem verður eflaust snilld. Við ætlum að gista á landinu hjá pabba og mömmu, einkar þægilegt og svo kostar það ekki neitt :) Hlakka til!

Svo bíður mín fuuullt af dóti til að sortera eftir háaloftsferðina miklu um daginn, en það verður bara gaman að finna gamalt dót, fann t.d eina bók sem mig langaði alltaf svo mikið til að finna, hún heitir Dísa í Dunhaga og ég veit ekki hvað ég las þessa bók oft, allavega mjöög oft, var uppáhaldsbókin mín og ég var svoo glöð að finna hana! Ýmsir gullmolar sem finnast þegar maður fer að gramsa í gamla dótinu sínu :)

Hafið það ofsa gott og knús á ykkur öll :)

Eygló - komin heim

Saturday, July 28, 2007

Til hamingju Helga Maren mín og Ögmundur :)

Helga Maren mín gullfalleg ásamt eiginmanni sínum Ögmundi :)





Þau nýbúin að fá yfir sig frjósemisduftið ;) (hrísgrjónin)

Verið að fjarlægja sokkabandið - no hands allowed :)


Varð að setja þessa inn líka af yndis syni þeirra sem sofnaði í athöfninni :)

Æðislegur dagur og takk fyrir okkur... Og enn og aftur TIL HAMINGJU!!!!!

Eyglóin

Friday, July 27, 2007

Flottastur!!!

Flottastur ~ algjörlega :) Bjössi fór í veiðiferð í dag með pabba sínum og komu þeir heim með 8 flotta fiska :) Rosa flotta!!

Partur af aflanum :) Bjössi minn veiddi þenna stærsta ;) Ein svaka stolt sko!!

Þeir fóru að veiða í Fnjóská og tóku allan daginn í þetta :) Ekkert smá gott hjá þeim að drífa sig og hafa gaman svona saman!

Svona rétt í lokin ætla ég að setja inn myndina af þegar ég datt um risastein í Ásbyrgi, skipaði Bjössa að taka mynd og varð síðan brjáluð að hann væri ekki að hjálpa mér.. Fannst hann aðeins og lengi að taka myndina! Ógeðslega klikkuð!! Tek það fram að þetta er alvöru sársaukasvipur!! Gat varla staðið upp eftir byltuna.. Mér lá svo á að taka fallega útsýnismynd og labbaði aftur á bak beint á steininn með fyrrgreindum afleiðingum! Já lífið er skondið OG skemmtilegt :)

Njótið myndarinnar :)

*ÁI*

Eygló hrakfallabálkur ~á fullu að njóta lífsins~

Thursday, July 26, 2007

*Blá blóm ~ gul * ......

.....Sagði minn kæri maður þegar við vorum að labba í Ásbyrgi í gær og sáum þessi blóm.. Ekki bláklukka (held þetta sé bláklukka) og sóley ;) Ótrúlega krúttleg athugasemd um blómin :)

Við lögðum af stað í ferðalag á laugardag! Fyrsta stopp var í Svignaskarði þar sem við vorum í sumarbústað hjá Guðrúnu og Jóa og vorum þar fram á mánudag.. Ég prjónaði helling þar og kláraði hér um bil lopapeysuna sem ég var að prjóna, Bjössi og Jói fóru í golf á sunnuDEGINUM enda fór næstum allur dagurinn í það ;) Eða 6 og 1/2 klst.. En gott að þeir skemmtu sér vel! Við Guðrún fórum með krakkana og gáfum hestunum og það var rosalega skemmtilegt.. Flottir hestar svo framarlega sem þeir voru ekki að geispa mikið.. Ekki voða girnilegt að sjá upp í þá! Hehe

Keyrðum á mánudeginum norður á Akureyri og gistum heima hjá tengdapabba eina nótt, þáðum roosa góðan plokkfisk þar um kvöldið sem var mjöög góður :) Kíktum á Helgu Maren og Ögmund um kvöldið og var alveg rosalega skemmtilegt að hitta þau loksins... Gaman gaman

Á þriðjudaginn keyrðum við svo í Ásbyrgi og ætlunin var að útilegast smá :) Keyrðum gegnum Húsavík (auðvitað) og mikið rosalega er það fallegur bær :) Komum um kvöldmatarleytið í Ásbyrgi og sólin skein :) Grilluðum okkur hammara og höfðum það bara kósý og fórum snemma að sofa enda bæði e-ð voða lúin.. Daginn eftir eða í gær fórum við svo að skoða Hljóðakletta og þvílík náttúrufegurð! Ég hef aldrei farið þangað áður og skil ég ekkert í því!!! læt fylgja hér með nokkar myndir sem við tókum þar....Gríðarleg fegurð!!!Flott hvernig þetta raðast allt saman....

Bjössi við einhvern klettinnÉg að pósa ~ hehe

~Kirkjan ~

Hrikalega flott allt saman!! Hittum í þessari göngu Júlíönu fænku og Gumma mann hennar, fyndið að hittast á svona stað.. En gaman samt. Fórum svo um kvöldið inn í botn í Ásbygi og það er alveg efni í annað blogg og fær það að bíða betri tíma :) Búið að vera alveg meiriháttar skemmtilegt hjá okkur og verður það alveg pottétt áfram :) Förum í brúðkaupið til Helgu Maren og Ögmundi á laugardaginn og ég hlakka alveg rosalega til þess :)

Jæja hafið það rosalega gott og eigið góða helgi.. Planið er að koma heim á mánudaginn.

Bestu kveðjur frjá norðurlandinu :) Eygló, og Bjössi biður líka að heilsa.....

Wednesday, July 18, 2007

Prjónaskapur og fuglaskítur!!

Yndislegt að vera í sumarfríi :) Við fórum í gær austur á Fit og gistum þar í nótt í tjaldvagninum okkar, ekkert smá kósý að vera þarna! Sólin skein aðeins í dag en vegna frjókornaofnæmis var ég mest inni, ég á tíma hjá lækni á morgun og fæ þá örugglega ofnæmislyf, alveg ómögulegt að vera svona! ! Ég sat inní tjaldvagni í dag og heyri svona hálfgerð bank í tjaldið, ofarlega, ég hélt að Bjössi væri nú eitthvað að stríða mér en nei nei, viti menn, dritaði bara ekki einhver ljótur fugl á tjaldvagninn minn flotta!! Oj bara, berjaskítur og þar með dökkfjólublár, ekki alveg það auðveldasta til að ná úr!!! En það má reyna með súper-10 ;)

Við komum svo í bæinn seinni partinn því að við vorum að fara að hitta familíuna mína í Hamrabergi og tæma háaloftið!!! Jeminn eini sko!!! Það tók nokkra klukkutíma BARA að tæma það og svo vorum við sortera og upplifa nostalgíuköst í beinni ;) Ég tók eitt svona kast og það var mikið hlegið!! Var þá að finna bansgsa sem ég hélt að væri lööngui glataður! Fann margt sem ég hélt að ég sæi aldrei aftur og var það mjööög skemmtilegt! Fann líka helling af handavinnu sem ég hafði byrjað á en ekki klárað, sumt mjög flott :) Spurning að klára það bara??

Ætlunin er að fara aftur austur á morgun, þegar ég hef fengið ofnæmislyf í hönd, og njóta lífsins fyrir austan :) Það er alveg einstaklega fallegt þarna og notalegt að vera, að ég tali nú ekki um eftir að pabbi og mamma komu sér upp kofa þar og klósetthúsi, við vorum svo sem ekki mikið þarna fyrir þann tíma að gista. Notó.is

Svo er ég byrjuð að prjóna lopapeysu :) mikið hrikalega er það skemmtilegt, ég var ALLTAF að prjóna hérna í denn en núna aldrei, svo er Arna að prjóna sér lopavesti og ég varð alveg sjúk í að fara að prjóna líka, peysan átti að vera á Bjössa en ég prjóna svo þétt og fast að hún mun ekki passa, en þá er þetta bara svona æfingapeysa, og prjóna svo aðra á elskuna mína ;)

Gaman gaman :) Við erum s.s að njóta þess í botn að vera í fríi, að gera það sem okkur langar til, þegar okkur langar til þess :)

Jæja ég er farin að prjóna.....

Eygló í nostalgíufíling ;)

Friday, July 13, 2007

*Garg*

Komin í sumarfrí :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :)

Thursday, July 12, 2007

1 dagur til stefnu :) :)

Ég er aaaalveg að fara í sumarfrí! Vinn daginn á morgun, og er svo komin í 3ja vikna frí :)

Er búin að vera að drepast í hálsinum í viku, fór uppá læknavakt á laugardagskvöldið þar sem ég var ekki bara að drepast í hálsinum heldur tungunni líka, aldrei verið svona illt í tungunni! Veirusýking og ekkert hægt að gera.. Oh, bömmer sko. Eitt það versta sem ég veit er að fá slæma hálsbólgu og þessi var slæm.. Ég var heima mánudag til miðvikudags og drattaðist loksins í vinnunna í morgun, ennþá hálf slöpp þá.. En ég er öll samt að koma til....

Fórum áðan systurnar saman í Kringluna, löngu ákveðið :) Next útsalan byrjaði í dag og Íris sló öll sölumet, ég hjálpaði henni nú að velja smá og djókaði með það að ég væri á prósentum hjá Next og fengi borgað eftir því hvað hún keypti mikið! Haha.. Ýkt skemmtilegt að fara svona saman systurnar, eða það fannst mér sko! Keyptum okkur svo ís saman og það var nú ekki leiðinlegt ;)

Við Bjössi erum að fara með vinnunni hans Bjössa til Madrid eftir 3 mánuði í dag :) Förum 11.okt og komum heim 15.okt :) Ég hlakka alveg brjálæðislega mikið til og það verður pottþétt alveg rosalega skemmtilegt! Fyndið líka að fljúga út 11.okt því að við flugum út í brúðkaupsferðina okkar 9.okkar árinu áður! Hehe..

Jæja ég ætla að hætta þessu pári í bili :)

Njótið lífsins - það er svo sannarlega Guðs gjöf til okkar

Eygló sem er aalveg að fara í sumarfrí!!!!!!!

Friday, July 06, 2007

Ég bara trúi þessu ekki!!

Það var sem í gær sem ég labbaði út úr vinnunni og bauð góða helgi!! Það getur varla verið að það sé kominn aftur föstudagur og komið að því að aftur að bjóða góða helgi!!!! Alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur!!!

Ég er búin að vera voða asnaleg þessa viku, og fékk hita í gær ofan í allt kvefið. Er nú að drepast í hálsinum líka og tungunni! Veit ekki hvað er í gangi!!

Pleh veit ekkert hvað ég ætti að segja ykkur!

5 vinnudagar eftir og þá er komið að 3ja vikna sumarfríi!!! Æði

Farið vel með ykkur og farið varlega um helgina :)

Eyglóin næstum því lasna... Hrmpf

Monday, July 02, 2007

35 stiga hiti á svölunum mínum :)

Með eindæmum veðurblíðan sem hefur herjað á okkur síðustu daga :) Vona að þetta haldist sem lengst!! Við förum í sumarfrí eftir 2 vikur eða 13.júlí í 3 vikur og mikið hlakka ég til!!! Við ætlum að keyra bara e-ð um fallega landið okkar og njóta hvers dags til hins ítrasta! Verðum fyrir norðan á Akureyri í endan á júlí, Helga Maren og Ögmundur eru að fara að gifta sig og ég hlakka mjög svo til að sjá hana Helgu Maren mína ganga inn kirkjugólfið í fullum skrúða! Verður bara æðislegt! Við ætlum líka að heimsækja Guðrúnu og Jóa en þau verða í Svignaskarði í viku í júlí og við ætlum að fara þangað og eyða tíma með þeim og það verður líka mjöög gaman. Sumarfríið okkar verður alveg frábært :)

En helgin var líka alveg æðisleg! (allt rosa æðislegt ;) ) Það var fjölskylduútilega á Fitinni um helgina og voru nokkrir sem komu og gistu en svo komu næstum allir á laugardeginum nema Sirrý og Guðjón og þeirra var saknað! Það var alveg rosalega skemmtilegt að hittast svona öll og eyða tíma saman :)

Bjössi og pabbi að grilla :)

Ég, Hrund og Arna :)

Karlott, mamma og pabbi í heimsókn í tjaldvagninum okkar :)

"Ég er fegurðardrotting"

Hrund var eiginlega sigurverari í grettukeppni kvöldsins ;)


Íris með Erling Elí sæta :)3 kynslóðir, Hrund, mamma og amma :) Gellur allar sem ein


Snilldar helgi, fengum ekki mikla sól en það var samt alveg massa skemmtilegt!! Eigið alveg frábæra viku framundan :)

Eyglóin sólbrúna :)

Thursday, June 28, 2007

Sól sól SKEIN á mig :)

Yndislegt veður búið að vera! Ég tróð mér í útiveru með krökkunum á leikskólanum í dag og uppskar þennan fallega verðandi brúna lit :) Æðislegt, svo var verið að setja sólarvörn á börnin og finnandi lyktina af Nivea sólarvörninni og að loka augunum gat ég alveg ímyndað mér að ég væri á Mallorca, svo gott var veðrið og sólin skein svo skært :) Æðislegt bara!

Mér líkar mjög vel á leikskólanum, mjög fínar konur og stelpur að vinna þar og ég er öll að koma til, margt sem þarf að læra þegar byrjað er að vinna við eitthvað svona alveg nýtt fyrir manni! En þetta er gaman! Engin kvöldvinna og frí allar helgar!! Love it!

Er nú ein heima en ég var í smá verslunarleiðangri með Örnu og Hrund og Bjössi er að spila á samkomu. Þyrfti að fara að pakka niður en við erum að fara á Fitina um helgina með stórfjölskyldunni, mömmu megin, komið að hinni árlegu fjölskylduútilegu! Verður svo haldið þar upp á afmælið hennar Daníu Rutar sem er að verða 5 ára sæta pæjan :)

Svona í lokin, ég heyrði þetta lag fyrst sumarið 2004 og ákvað strax að þegar ég gifti mig þá yrði þetta lag sungið! Fallegasta lag í heimi! Heitir "When God made you" með Natali Grant og Newsong :)

Bara verðið að hlusta:

http://www.youtube.com/watch?v=DyPgHjICcsU

Eyglóin sólbrúna ;) ;)

Sunday, June 24, 2007

24.júní 2006 :)

Nýtrúlofuð :)

Komið ár síðan við sátum í Lystigarðinum á Akureyri við fallegan gosbrunn og settum upp hringana :) Skríktum úr hamingju og erum enn hamingjusamari í dag :)

Gærdagurinn var undirlagður af bakstri og tiltekt, eigum von á nokkrum hingað heim í afmæliskaffi því Bjössi er nýbúinn að fylla árið! Mér finnst alveg einstaklega gaman að baka og er bara nokkuð góð í því þó ég segi sjálf frá ;)

Anna Sigga og Friðjón gistu hér í nótt, þau voru að koma heim frá Rhodos og vantaði gistingu og auðvitað var það auðsótt mál :) Mér finnst alltaf svo gaman að hitta þau enda með eindæmum skemmtileg bæði tvö :) Anna Sigga komin með sæta kúlu þetta yndi og ég hlakka mikið til að sjá krílið þeirra sem kemur í nóvember :)

Jæja ég ætla að fara að henda í tvo heita rétti ;) Langaði bara aðeins að skrifa í tilefni dagsins :)

Njótið lífsins - Það er Guðs gjöf :)

Friday, June 22, 2007

Bjössi 33 ára :)

Við hjónin :)
Bjössi minn á afmæli í dag, orðinn 33 ára :) Æðislega mikið til hamingju með daginn elskan mín :) Hlakka til að fara að veiða með þér með þér í sumar, með veiðistönginni sem þú fékkst í afmælisgjöf :)
Elska þig milljón mikið og MIKLU meira en það ;-*
Við eigum svo árs trúlofunarafmæli á sunnudaginn og þetta síðasta ár er búið að vera alveg æðislegt :) Búin að bralla ýmislegt, giftum okkur í október, fórum í æðislega brúðkaupsferð eins og næstum allir vita, keyptum okkur svo tjaldvagn um daginn sem við erum búin að vígja, erum líka búin að gera hér um bil allt í íbúðinni sem við ætlum að gera og gætum ekki verið ánægðari saman :) Yndis líf!
Eigið alveg frábæra helgi elsku vinir
Eyglóin yfir sig hamingjusama :)

Sunday, June 17, 2007

Til hamingju með daginn :)

17.júní :)
Ég fór með Bjössa niðrí miðbæ í dag og verð ég að segja að mér fannst það stórskemmtilegt. Veit ekki hvað það eru mörg ár síðan ég fór í bæinn á 17.júní :) Þegar við vorum að labba inn í Hljómskálagarðinn þá hugsaði ég með mér að ég hlyti að hitta Sirrý frænku, fannst það bara einhvern veginn!! Nema hvað, vorum búin að labba aðeins um og vorum að skoða fornbílana þegar ég kem auga á Sirrý með Guðjóni og yngstu 2 strákunum :) Alltaf gaman að hitta þau. Fengum okkur svo ís á leiðinni heim og svo eldaði ég alveg ekta gamaldags íslenskan mat í kvöldmatinn, bjúgur með uppstúf, kartöflum og grænum baunum.. Mmm rosalega gott!

Í gær var svona ættargrill í Skorradal en langafi minn, pabbi afa, hefði orðið 100 ára á þann 19. svo að það var öllum smalað saman og það var mjög skemmtilegt! Það var ekki mikill fyrirvari svo að ekki komust allir en ég hafði samt gaman af :)

Hittum svo 2 vinnufélaga Bjössa á tjaldsvæðinu í Skorradal og það er mjög skemmtilegur staður til að tjalda og mjög snyrtileg aðstaða þar :)

Keyrðum Hvalfjörðinn heim og þvílík fegurð, það munaði ekki nema 18 km að keyra heim, göngin eða fjörðinn og við völdum að keyra fjörðinn og sáum ekki eftir því, virkilega fallegt að keyra hann. fyrir utan þessi hræðilegu rafmagnslínumastur eða hvað þetta heitir, finnst þetta alltaf svo óhugnalegt!! Get lítið að því gert!

Eigið alveg frábæra vinnuviku framundan :)

BTW þessi bloggfærsla er nr 100 á þessu bloggi!!!!!!!!!

Thursday, June 14, 2007

Nokkur góð mismæli!

~Það er ekki hundur í hettunni~ (það er ekki hundrað í hættunni)
~Það er ljóst hver ríður rækjum hér~ (það er ljóst hver ræður ríkjum hér)
~Þetta er ekki upp í kött á nesi~ (..ekki upp í nös á ketti)
~Mér er nú ekkert að landbúnaði~
~Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis~
~Þessi peysa er mjög lauslát~
~Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi~
~Hann sló tvær flugur í sama höfuð~
~...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...~
~Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg framhjá mér..~
~Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm~ (*grenj* úr hlátri)
~Hann sat bara eftir með súrt eplið~
~Og nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna~
~Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég að setjast~
~Þar stóð hundurinn í kúnni..~ (þar lá hundurinn grafinn.. Þar stóð hnífurinn í kúnni.)
~Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra~
~Svo handflettir maður rjúpurnar~
Já, fólk núorðið er svo loðið milli lappanna~ (loðið um lófana)
Bahahahahahahahahahahah!!!

Tuesday, June 12, 2007

Wisteria Lane

Kominn tími til að blogga er það ekki bara??

Ég er búin að vera inni síðustu 3 daga vegna veikinda, huundleiðinlegt! Fékk þessa risahálsbólgu og höfuðverk, beinverki og hita! Skemmtilegt? Hehe.. Ég hef reyndar haft það eins gott og mögulegt er, Bjössi er búinn að dekra mig út í eitt og sjá svo vel um mig, hann þurfti nokkrum sinnum að styðja mig því mig svimaði svo, EN ég er öll að koma til, verð heima á morgun og svo í vinnu á fimmtudaginn, ömurlegt að vera nýbyrjuð í nýrri vinnu og veikjast svona, en lítið við því hægt að gera!

Við fórum austur til pabba og mömmu á laugardaginn, okkur finnst það báðum rosalega kósý og notalegt að koma þangað :) Eyddum deginum þar og keyrðum ekki heim fyrr en rétt eftir miðnætti! Mamma bakaði pönnsur í kaffinu og mmm hún er alger snillingur í því :) Svo um kvöldmatarleytið þá bjó mamma til pizzur með smá hjálp okkar systranna við að setja sósuna á og strá ostinum yfir :) ég verð að segja að ég smakkaði bestu pizzu sem ég hef á ævinni minni smakkað þá um kvöldið!! Mamma gerði svooooo ótrúlega góða sjávarréttapizzu með rækjum, þistilhjörtum og marineruðum hvítlauk og einhverju fleiru góðu :) Jammí sko, hún var svooo góð :) Takk fyrir mig milljón x! Seinna um kvöldið töltum við Bjössi og Arna og Hrund út á Shell og keyptum shake handa okkur öllum og pabba og mömmu, sátum svo útá palli undir svona verandarhitara og spjölluðum um allt og ekkert og æfðum tungu-listir, hver gat snúið sinni og snert nefið með tungunni :) Hehe, skemmtum okkur stórvel :)

Ég er búin að vera að horfa á Desperate Housewifes seríu númer 1 og kláraði hana á 3 dögum :) Svo fæ ég seríu 2 hjá mömmu á morgun og ég get ekki beðið eftir að horfa á fleiri þætti!! Ekkert smávegis skemmtilegir og spennandi þættir, hafði aldrei séð einn einasta þátt fyrr!

Jæja hætt að blaðra hér, orðið alltof langt!

Hafið það stórgott vinir ;)

Eyglóin

~Wisteria Lane~
oh, get ekki beðið!!!!!!!

Wednesday, June 06, 2007

Litli dúlli :)

Erling Elí sefur vært í vöggunni sinni :) Algjört bjútí ;)

Íris stolta mamma með litla sæta prinsinn :)

Fórum í smá heimsókn til Írisar og Karlotts, alltaf svo gaman að hitta þau :) Ég og Íris horfðum saman á Americas Next Top Model ;) Skemmtilegur þáttur, allavega skemmtum við okkur vel :)

Jæja langaði bara að henda inn þessum sætu myndum :)

Ykkar Eygló

Monday, June 04, 2007

Erling Elí Karlottsson :)

Íris og Karlott með Erling Elí og Petru Rut :)

Ég eignaðist minn fyrsta systurson í gær kl 17:52 :)

Ég æpti næstum úr gleði þegar Íris hringdi í mig og tilkynnti mér að prinsinn væri kominn í heiminn :) hún plataði mig nú fyrst með því að segja mér að hún hefði verið send heim af fæðingardeildinni! En svo var hún bara að grínast þessi elska og og leiðrétti djókið!! Gleði gleði :) 10. afkomandi pabba og mömmu og fyrsti strákurinn sem er nú frétt til næsta bæjar! Hann fékk nafnið Erling Elí og verð ég að segja að það kom mér ekki mikið á óvart því ég hafði giskað á að pabbi fengi nafna en gat auðvitað ekki verið viss :) Æðislegt nafn og gaman fyrir pabba að fá nafna :) Erling Elí var 17 merkur og 54 cm, mér fannst hann samt ekki svona stór heldur agnarsmár :) Og svoo fallegur og yndislegur! AhhPabbi og mamma stolt með nýjasta barnabarnið og Petru Rut :)

Íris, Karlott, Petra Rut og Katrín Tara :

Æðislega mikið til hamingju með gullfallega Erling Elí :)

Bestu kveðjur Eygló :):)

Thursday, May 31, 2007

Sorglegt :(

Augu mín fylltust tárum þegar ég las í gær að Ásta Lovísa væri látin!
Hún hafði barist hetjulega við þennan illvíga sjúkdóm, krabbameinið, en látið í minni pokann. Hún kenndi manni alveg rosalega margt, hún var alltaf svo jákvæð á blogginu sínu og fékk mann til að meta lífið enn meira, maður er alltof mikið að kvarta yfir smámunum en maður á að njóta hvers dags sem Guð gefur okkur, því að við vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér! Hún greindist víst bara síðasta sumar svo að þetta er ekki lengi að gerast! Þrítug, falleg, ung kona í blóma lífsins, við getum ekki skilið þetta! Ég þekkti hana ekki neitt en hafði fylgst með blogginu hennar í smá tíma og baráttuviljinn var aðdáunarverður!

Ég samhryggist öllum aðstandendum og bið Guð að vera með ykkur.

Kveðja Eygló Erlingsdóttir

Monday, May 28, 2007

Fyrsta útilega sumarsins :)


Komin á Fitina :) Vorum komin þangað um 20 á föstudagskvöldið, vorum alveg himinsæl með nýja tjaldvagninn okkar og svoo spennt að fara að tjalda honum! Það tókst nú alveg svona vel hjá okkur, enda er þetta Camp-Let og þeir eru auðveldastir í uppsetningu :) Jiminn ég sveif á bleiku skýi þegar við höfðum tjaldað honum, útilegulyktin alveg himnesk og allt svo fullkomið! Væmið, ég veit. Hehe!

Ég við tjaldvaginn :) Hrikalega ánægð með hann!


Bjössi að grilla :) já það var smá kalt ;)

Þetta var alveg einstaklega skemmtileg útilega! Við höfðum það bara kósý og spiluðum rommí, spiluðum yatzy og fórum í göngutúra um Föðurland :) Rosalega skemmtilegt að labba þarna um og hjá tjörninni sem pabbi gerði um árið!


Tjörnin :) og það er brú yfir til að fara á eyna inn í tjörninni :)

Á sunnudeginum komu svo allir úr fjölskyldunni minni á Fitina og það var stórskemmtilegt! Spjölluðum um allt og ekkert, fórum í labbitúr til að kíkja á hreiður sem pabbi hafði fundið, grilluðum og nutum félagskaps hvors annars!


Mamma og Hrund í tjaldvagninum :)


Pabbi með Petru Rut og Daníu Rut á leið að skoða hreiðrið :)


Sæææætar ;)

Skemmtileg helgi að baki, við ætlum að vera alveg hrikalega dugleg að ferðast í sumar :) Erum bæði í fríi allar helgar í sumar svo að það er lítið mál að versla í matinn og hendast af stað, love it!! ekkert smá skemmtilegt!

Ég ætla að láta þetta nægja, svona hálfgert myndablogg hjá mér en það er bara flott!

Njótið vel :)

Eygló