Wednesday, October 17, 2007

Ferðasagan :)

Afi sótti okkur hálf 11 á fimmtudagsmorgun :) Við vorum komin út á flugvöll 11:15.. áttum flug kl 14. Vorum enga stund að tékka okkur inn og þá tók við að skoða sig um í fríhöfninni.. Eftir smá rölt kom tengdapabbi en hann kom ásamt fleirum Frost köllum með rútu að norðan :) Fengum okkur að borða nokkur saman og það var mjög gaman bara :)

Fluginu seinkaði um 20 mín, sem kom ekki að sök ;) Flugið gekk vel en það var 3 klst og 40 mín.. við lentum svo einhvern tímann um kvöldið í Madrid, man ekki hvað klukkan var en það var 2ja tíma mismunur hér og þar! Við fórum svo aftur nokkur á röltið og settum svo úti við einhvern veitingastað.. Þar var maginn fylltur - mismikið þó :) Ég og Bjössi pöntuðum okkur tapas eða smættlur.. Það voru svona smurð aflöng brauð með allskonar áleggi sem mér fannst mjög misgott!! Reykta síldin var best að mínu mati en gráðostakæfan verst! En ég smakkaði þó allt!!

Á föstudeginum var allt lokað vegna þjóðhátíðardegi Spánverja! Gaman að sjá hvernig þeir héldu upp á daginn og taka þátt þar! Herinn var með svaka sýningu og svo flugu flugvélar og þyrlur eftur kúnstarinnar reglum í röðum í háloftunum, mjög flott að sjá :) Við fórum svo í skoðunarferð um Madrid kl 14 :) Þar var keyrt um alla borgina og fengum við að sjá alla helstu staðina og kennileiti og svona.. Sáum þar t.d Plaza De Toros sem er aðal nautaatsstaðurinn í Madrid.. Tvo turna sem eru byggðir skakkt og mynda hlið evrópu eða það er það kallað :) rosalega flott! Skoðuðum konungshöllina sem er með hvorki meira né minna en 2400 herbergjum!!! Rosalegt! Einn úr hópnum hafði á orði að hann myndi ekki vilja ryksuga þar ;) Hehe sammála! Röltum svo um og vorum svo skilin eftir á torgi sem heitir Plaza De Mayor en þar hafa menn verið hálshöggnir og drottningin var krýnd þar og ýmislegt fleira gerst þarna! Gaman að koma þangað.. Röltum svo bara upp á hótel aftur.
Um kvöldið var svo árshátið Frost! Allir í fína pússinu og við löbbuðum örugglega í hálftíma að veitingastaðnum, ég var komin í svaka hælaskó en hætti snarlega við þá þegar ég vissi að átti að labba :) En við fengum svolítið fyndinn mat, lambalæri, 1 á mann. voru rosalega lítil læri að vísu og svo salat með, þeir reyndar skvetta alltaf vinegar á salatið og það finnst mér alveg hrikalega vont!! En kjötið var allt í lagi þó :) Fengum líka helling af forréttum sem voru margir mjög góðir!

Laugardagurinn var eiginlega fyrirfram ákveðinn verslunardagur :) Við tókum taxa í mollið Xanadú eftir að hafa snætt morgunmat. Við vorum þar í ca 2 klst og versluðum okkur aðeins af fötum í H&M og svona :) Komum upp á hótel aftur eftir hádegi einhvern tímann og fórum svo og fengum okkur pizzu! Löbbuðum svo af okkur lappirnar næstum, ég var að drepast! hittum tengdapabba og hjón frá Akureyri og löbbuðum enn meira með þeim :) hehe.. Fórum svo út að borða um kvöldið og mín fór þá í crocs skóna sína! Komum á staðinn og hann var svona frekar fínn og ég í crocs.. Hehe en það var eiginlega bara fyndið! Pöntuðum okkur saltfisk þar og ég hafði miklar væntingar því að ég hafði heyrt að þeir elduðu svo góðan saltfisk, en jæja, fékk e-ð hlussustykki á diskinn minn, með roðinu á og öllum beinunum :/ lítið saltbragð og það var eins og kokkurinn hefði bara rétt soðið hann! S.s ekkert merkilegt! En svo þegar við vorum að fara þá vildi kokkurinn endilega sýna okkur vínkjallarann.. Sem var merkilegur fyrir það að vera á 2.hæð :) Skondið!

Sunnudagurinn.. Löbbuðum nokkur saman og ætlunin var að fara á markað :) Þangað komumst við klakklaust en VÁ hvað það var troðið af fólki!!! Við splittuðum hópnum og höfðum klst til að fara sjálf og versla ef fólk vildi.. Ég keypti aðeins, kom sjálfri mér á óvart hvað ég verslaði "lítið" þar og nennti eiginlega ekki að vera lengi í þessari mannþröng.. Löbbuðum svo upp að Plaza Mayor og fengum okkur þar öll saman að borða :) Þennan dag var glampandi sól 25 stiga hiti.. Næs :) Versluðum aðeins af jólagjöfum þegar við komum heim en margar búðir voru lokaðar vegna þess að þeir taka hvíldardaginn svo heilagan.. Sem var auðvitað hið besta mál! fórum svo á perúskan veitingastað um kvöldið og fengum rosalega góðan mat þar! Ég fékk mér kálfakjöt með lauk og hrísgrjónum og Bjössi nauta sirloinsteik með frönkum og meððí ;) Pökkuðum niður og fórum að sofa..

Mánudagurinn.. Fórum (algengasta orðið í þessari færslu) í minjagripabúð og svo bara klára að pakka og fljúga heim..

Er alveg uppgefin í puttunum og er að fá heimsókn svo að ég ætla að hætta í bili. Það er ekki hægt að setja inn myndir.. Það hefði verið gaman, ég reyni kannski að bæta þeim inn síðar..

Njótið kvöldsins kæru vinir og lífsins - það er gjös Guðs til okkar :) njótum þess :):)

Eyglóin - sem er farin að hlakka alveg rosalega til eftir 68 daga :);)

3 comments:

Íris said...

Skemmtilegt að lesa þetta, var fyrst núna að gefa mér tíma að lesa allt ;) En það er alveg greinilegt að það var gaman hjá ykkur ;)
En hahahahahhaa, eru það kannski jólin sem eru eftir 68 daga, samt eflaust 67 daga í dag :)
Sjáumst síðar :)

Anonymous said...

Skemmtileg ferðasaga hjá þér Eyglóin mín;) Gott að það var svona gaman hjá ykkur, sjáumst svo hressar næst, kannski á morgun:) Arna þín:)
P.S Ég hlakka líka til jólanna:):)

Erling.... said...

Það er gaman að lesa hvað þið skemmtuð ykkur vel. Alltaf gaman að koma á nýja staði og ferðast um.
LU pabbi