Vorum ég og minn nýbakaði eiginmaður nýlent í New York, vorum þá að byrja æðislega brúðkaupsferð :) Ég var að hugsa i dag og rifja upp lyktina þegar við löbbuðum út frá flugstöðinni og gula leigubílinn sem keyrði okkur inn á Manhattan og hvernig allt var svo nýtt fyrir okkur! Þetta var sannkallað ævintýri og jiminn hvað það var gaman hjá okkur.. Löbbuðum oft út á kvöldin af hótelinu og löbbuðum bara og skoðuðum mannlífið sem er svo sannarlega skrautlegt í NY :):) Bara góðar minningar sko!
Við erum aftur á leiðinni á nýjan stað! Fljúgum til Madrid á fimmtudaginn og ég get ekki sagt annað en að ég sé spennt.. ! Hlakka til að skoða mig um þar með Bjössa og skapa skemmtilegar minningar, sem ég get yljað mér við eftir ár þegar við eigum 2ja ára brúðkaupsafmæli ;);) hehe Við erum að fara með vinnunni hans Bjössa, þeir borga fyrir hann og svo borgum við hluta af mínum miða, en það var einn vinnudagur í boði þar sem hægt var að vinna fyrir miða maka og Bjössi nýtti sér það og restin er svo dregin af næstu 3 launum hjá Bjössa mínum :) Rosalega sniðugt og gerir manni auðveldara fyrir að komast með :) sem er ekkert nema snilld!
Erum búin að safna slatta í gjaldeyri svo að við ætlum að reyna að kaupa e-ð af jólagjöfum og ég ætla að versla mér aðeins vinnuföt, er alltaf í sömu görmunum og langar að kaupa aðeins nýtt til að nota í vinnunni :) Gaman gaman...
En þar sem ég er aalveg að sofna ætla ég að fara að skríða inn í rúm :) Einn vinnudagur eftir, sofa svo eina nótt í viðbót og þá : Madrid here we come :):) *tilhlökkun á háu stigi*
Knúskveðja frá Eygló :)
Tuesday, October 09, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hæ sætabaun!
vá hvað tíminn er fljótur að líða! mér finnst ég hafa verið að öfunda þig yfir þessari new york-ferð þinni bara í fyrradag!
það er ofboðslega gott að heyra hvað þú ert hamingjusöm, enda eiga fáir það jafn skilið og þú, enda með gulli slegna sál :)
knús í gegn, og góða skemmtun á spáni!
svansa xx
Skemmtið ykkur svaka vel í Madrid :) Verður alveg pottþétt gaman hjá ykkur!
Sjáumst í dag ;)
kv. Íris
Post a Comment