Wednesday, September 19, 2007

Tvíburar :):)

Ég er tvíburi og hef alltaf haft gaman af því :)

Fór í dag eftir vinnu með Örnu í Rúmfatalagerinn og mér fannst svo fyndið hvað afgreiðslustúlkan horfði, henni hefur eflaust fundist hún vera að sjá tvöfalt, hún skipist svo hratt á að horfa á okkur báðar :):)

Hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna fólk horfir á okkur eins og við séum ALVEG EINS!! Erum kannski að labba í Kringlunni og ef maður fer að skoða það þá tekur maður eftir að fólk horfir svolítið á okkur ;) Skondið bara. Nema hvað.. Áðan stóðum við Arna nokkuð nálægt sama spegli og þá sá ég það að við erum barasta nokkuð líkar :) (Er aldrei e-ð að pæla í því að við séum líkar svona í daglega lífinu) En ég hef meira að segja séð mig á mynd og haldið að það væri Arna og ekki bara í eitt skipti!!! Geggjað fyndið :) Svo að ég skil kannski fólk sem hefur aldrei séð okkur áður að finnast við alveg eins :):) En þetta var bara tvíburapæling dagsins :) Gaman að þessu ;););););)

En útí aðra sálma :) Erum að fara að taka til í gestaherberginu á eftir við Bjössi, eigum von á næturgestum á morgun svo að það er eins gott að það sé pláss :) Guðrún og Jói eru að koma og verða fram á sunnudag og það verður mjög gaman :):)

Annars er nú lítið að frétta :) Nema jú að við erum komin á nýjan bíl :) Æðislega Hondu CRV og það er ekkert smá gott að keyra hana :) Sjálfskipt og skiptingin er í stýrinu :):) Snilld.is

Hafið það annars gott kæru vinir og verið góð hvert við annað :)

Eygló - tvíburi ;)

8 comments:

Anonymous said...

Ég elska þig.

KV.
Þinn eiginmaður ;)

Íris said...

Hehe, þetta var skemmtileg lesning ;) Þið eruð náttúrulega nauðalíkar enda eruð þið erf... nei ætla ekki að segja það ;) En þið eruð samt langt frá því að vera ALVEG eins en ég sé það náttúrulega því ég þekki ykkur svo vel ;)
Sjáumst svo fljótlega!
Íris

Hrafnhildur said...

Skemmtileg tvíburapæling. Ég tók eftir því með sjálfa mig að ég þurfti að horfa lengur á ykkur eftir að hárið ykkar varð í svona svipaðri sídd! :) En það er bara gaman að því, er samt alveg farin að þekkja ykkur í sundur. Þið eruð frábærar báðar...
Kveðja úr Mos

Anonymous said...

Mér finnst þið ekkert svo líkar, allavega síðast þegar ég sá ykkur systur en það er orðið svo langt síðan. En skemmtilegar pælingar.

En hafðu það gott Eygló mín og til hamingju með nýja bílinn.

Kveðja Kolla sem er alveg að verða mamma

Anonymous said...

Kannast við þetta vandamál. Reyndar tek ég stundum eftir að ég geri eitthvað ósjálfrátt (taktar) og þá upplifi ég að það sé alveg eins og Kolla systir gerir alltaf.
Kveðja frá Kötu Harðar tvíbura.
Ps. Bið að heilsa Birni Inga og auvitað Örnu líka.

Hafrún Ósk said...

hahaha þetta er skemmtileg lesning, þið eruð í mínum augum ALVEG eins og þarf ég alveg að muna fötin ef ég á að þekkja ykkur í sundur, sé engan mun annars :) Það er samt gott að þið eruð báðar frænkur mínar svo ég get vinkað og heilsað án þess að vita hvorri ;)
Gaman að lesa hvernig þú upplifir þetta ;)
kær kveðja
Hafrún Ósk frænka

Anonymous said...

Já skemmtileg lesning. Ég er reyndar nánast hætt að tala eftir því að fólk glápi en tek vel eftir þvi ef ég er að spá í það. Þú ert frábær, ekki gleyma því:) Tvibbinn þinn:):)

Anonymous said...

*fliss* hehe;) Ég sé þig alveg fyrir mér að skoða mynd af þér..Örnu..nei ég meina þér..eða nei..:D þú ert æðibiti dagsins elsku Eygló. Risa knús frá mér til þín, kv. Anna Sigga