Sunday, September 02, 2007

Aftur...

Var búin að blogga ágætis helling í gær en fékk svo eina ákveðna systur í heimsókn til mín í gær og það bara hvarf allt af skjánum, alveg óvart ;);) Þá er nú lítið annað hægt að gera en að skrifa upp á nýtt :)

Ég er búin að vera lasin alla síðustu viku, byrjaði á að veikjast í maganum á sunnudagskvöldið og var því heima úr vinnu á mánudaginn.. Mætti svo alveg galvösk í vinnu á þriðjudagsmorguninn en ég entist ekki nema klukkutíma.. Þá komin með brjálaðan hósta og mikið kvef :o/ Búin að vera að drepast úr kvefi og fá þessi þvílíkt vondu hóstaköst, fór upp á læknavakt á fimmtudagskvöldið því mér var ekki farið að standa á sama, aleins heima og átti hálferfitt með að anda milli hóstakastanna.. Bjakk, það fannst nú svo sem ekkert að nema bólgnir eitlar en ég fékk parkódín til að stilla hóstann svo ég gæti nú sofið e-ð!! Er svo búin að vera betri með hverjum deginum síðan þá. Ég ætla í vinnu á morgun :) Bjössi hins vegar er núna alveg heilmikið lasinn, fékk alveg 39,4 stiga hita í gær og ég hef aldrei séð hann svona veikann!! Gat nú lítið gert til að hjúkra honum annað en að gefa honum vatn en hann bara svaf allan daginn þetta yndi..

Í dag er sunnudagur og við erum búin að vera inni alla helgina, og verðum það áfram.

Erum svo að breyta gestaherberginu alveg :) Það er SVO skemmtilegt, við erum búin að henda út skápnum sem tók hálft herbergið, og gamla saumaborðinu sem amma gaf mér, það var orðið hálfljótt, en ég sakna þess nú samt smá! við keyptum okkur rosalega flotta kommóðu í Míru stíl, e-ð allt annað en ég þekkt fyrir að eiga á mínu heimili :) En gestaherbergið hefur verið hálfgerð geymsla en nú verður breyting þar á!! Erum búin að selja gamla rúmið mitt sem var gestarúm og ætlum að kaupa svefnsófa þar inn og gera herbergið voða kósý, enda fer ég létt með það ;);)

Well, ég ætla að taka aðeins til, hefur ekki verið mikil orka í það síðustu daga!

Njótið lífsins kæru vinir :)

3 comments:

Íris said...

Gott þér er að batna, svo hlakka ég til að sjá gestaherbergið ;)
Hafið það gott!!
kv. Íris sys

Anonymous said...

Hlakka til að koma og hitta ykkur girlurnar 19:) og sjá húsið þitt:)hef að vísu séð það þegar dín mor och far bjuggu þar:)en ekki með svona Eyglóar töddsi efast ekku um að það sé mjög kósí:)
kv Emma klemma;p

Anonymous said...

Sko þá getur maður farið að gista hjá þér hehehehe ég sá þig svitna:)Annars hress hér búin að vera lasin og óhress en allt að koma.Heyrumst sæta mín kveðja Helga Maren