Saturday, September 08, 2007

Ah, helgarfrí :)

Ég elska helgar :) Sérstaklega eftir að ég hætti að vinna þá! Það er svo notalegt að eiga helgarfrí, maður er búinn að vinna alla vikuna og þá er svo notalegt að labba úr vinnunni á föstudegi vitandi það að það er helgarfrí framundan og maður getur gert það sem manni langar til :)

Í dag erum við systurnar og co að fara austur á Selfoss til pabba og mömmu en þau voru að koma frá Mallorca í gær :):) Þau voru í 2 vikur og það er alltaf svo gaman að hitta þau eftir útlönd, fá að skoða myndir og já, bara hitta þau sem er alltaf skemmtilegt!! Svo eru tónleikar í Fíló í kvöld sem við Bjössi ætlum á, ég vona bara að Bjössi treysti sér á þá en hann er búinn að vera mjög lasinn og var með 39 stiga hita í marga daga, en í gær var fyrsti hitalausi dagurinn hans í viku! Brjáluð þessi flensa sem er að ganga!! Annars blikka ég bara Írisi með ;);) Arna og Hrund ætla líka svo að það verður örugglega gaman og tónleikarnir verða líka geggjaðir (svo sagði Lína mér, og ég trúi henni sko vel :))

Morgundagurinn er svo alveg óplanaður! Kannski höldum við áfram að gera gestaherbergið? Það væri gaman að fara að klára það.... Heyrðu ruglið í mér, Íris og co koma á morgun, Íris var nefnilega búin að panta nýbakaða skúffuköku og ÍSKALDA mjólk, :) nýi ísskápurinn okkar kælir svo vel að það besta sem ég veit núorðið er að fá mér ííískalda undanrennu í glas :) Og ég sem fékk mér aldrei, og þá meina ég aldrei, mjólkurglas hér áður!!! Arna líka skellihló eitt kvöldið þegar ég var hjá henni og sagði henni að mig langaði mest í íískalda undanrennu í glas!! Hehe

En jæja, við Arna ætlum að í Smáró áður en við förum austur en við förum sko EFTIR hádegið! Skil þau vel að sofa út eftir að koma heim að utan! :):)

Eigið alveg afspyrnu góða helgi :

Eygló sem er svo glöð :):):):)

5 comments:

Anonymous said...

Alltaf gaman að hitta fólkið sitt þegar að það kemur frá útlöndunum:)...ég er einmitt há ma og pa núna því gamli karlinn á afmæli í dag;)...og ef þið eruð í stuði getið þið bara öll kíkt hingað í kaffi í sveitina:)er að fara að baka:)
en var svo ekki örugglega hittingur 19:)

Anonymous said...

kv Emilia

Erling.... said...

Takk fyrir komuna í dag. Það var gaman. Njóttu helgarrestarinnar....!
LU Pabbi

Íris said...

Oh, sorry, svo komumst við bara ekki í dag en stefnum að því fljótlega aftur ;)
Hlakka til að fá skúffukökuna og ÍÍÍÍSKÖLDU mjólkina ;)
kv. Íris

Anonymous said...

Hæ þú hafðir aldrei samband í sambandi við saumó :(
En annað ... ég var að taka til í símanum mínum og eyddi óvart númerinu þínu:( viltu senda mér sms svo ég fái númerið þitt aftur ??