Monday, June 30, 2008

Vinnuhelgi :)

Um helgina vorum við hjónin og restin af minni fjölskyldu austur á Fit í Fljótshlíð en pabbi og mamma (og við með þeim) eiga land þar! Við vorum að setja upp rólur og sandkassa, bera á nýja bústaðinn og fleira :)
Var alveg hrikalega gaman að vera svona öll saman, bara eins og venjulega þegar við hittumst! Hehe :) Helgin gekk vel og rólurnar slógu alveg í gegn hjá Petru Rut og Katrínu Töru, en stelpurnar hennar Örnu voru hjá pabba sínum.. Þetta kemur mjög vel út og verður skemmtilegt leiksvæði þegar allt verður komið sem á að koma.. Bjössi smíðaði svo hálfan sandkassa en pabbi kláraði svo þegar við fórum heim :) Ég gat ekki mikið hjálpað að mér fannst, ég var með svo mikið frjókornaofnæmi og þurfti mikið að vera inni.. Ég gat þó aðeins hjálpað til! Ég hringdi í lækni í dag og fékk ofnæmistöflur sem má taka á meðgöngu, hinar sem ég á má nefnilega ekki taka óléttur og ég geri það að sjálfsögðu ekki!!!

En ég fór svo aftur að vinna í dag, var búin að vera í sumarfríi frá og með 20.júní og dagurinn var svona frekar strembinn, það er svo rosalega loftlaust í vinnunni að mig svimaði og flökraði þar inni í dag og verð örugglega þannig áfram.. Ég hlýt að meika samt þessar næstu 2 vikur en þá lokar leikskólinn í 3 vikur :) Verður það næs eða hvað??? ;);)

Næst á dagskrá er ættarmót næstu helgi en það er í ættinni hjá Bjössa, pabba hans megin :) Það verður eflaust skemmtilegt og gaman, það verður nálægt Hvammstanga og við förum að sjálfsögðu með tjaldvagninn okkar æðislega :)

Jæja mig langaði bara rétt að henda inn nokkrum línum, ég tók eiginlega engar myndir um helgina svo að það verða engar myndir að þessu sinni!

Kveðja Eygló ofnæmispési

Thursday, June 26, 2008

Sumarbústaðarferð :)

Við fórum í sumarbústað öll mín fjölskylda síðustu helgi og svo vorum við Bjössi áfram þangað til við komum svo heim í dag :)

Það voru sem sagt pabbi og mamma, og svo við systurnar og makar og börn! Svo æðislegt að vera svona saman fjölskyldan og njóta þess að vera saman! Á föstudagskvöldinu fóru kallarnir að veiða og við stelpurnar í pottinn og við fengum meira að segja þjónustu í pottinn.. Fengum s.s. rosa flottan og góðan sumardrykk í fallegum glösum í pottinn og mikið var það notalegt!


Fjórar sætar frænkur :)

Allar að gera stút á munninn :)
Þessar dúllur líka! ;)

Sætar mæðgur!


Bjössi sæti að búa sig til að fara að veiða :)
Pabbi að hnýta e-ð ... .. .. .. ... ... ..Þórey Erla að blása sápukúlur! Katrín Tara og Þórey Erla svoo sætar saman!! :):)Danía Rut og Petra Rut með dúkkurnar sínar!Sætar systur :)

Notalegheit! Við mamma sætar saman :)


Pabbi og mamma með öll barnabörnin! Svo sannarlega rík!!!

Við fórum svo öll í rosalega skemmtilega ferð á sunnudeginum, keyrðum á Gullfoss og Geysi og það var ekkert smá skemmtilegt að sjá Strokk gjósa.. Löbbuðum upp að hverunum og horfðum nokkrum sinnum á Strokk gjósa! Mjög flott.. Keyrðum svo að Gullfossi og það var líka flott en líka pínu skerí.. Æ svo mikill foss e-ð.. En mjög fallegur! Ætla að setja inn myndir frá þessari ferð svo þið sjáið hvað það var gaman:



Stórvinirnir Bjössi og Þórey Erla

Allir að bíða eftir að Strokkur gjósi..


Við að hvíla lúin bein.. Eða e-ð ;)
Við Bjössi við Gullfoss, skemmtileg mynd!

Erling Elí sætasti :) Algjör monsi !!!!

Ætla að láta þetta duga í bili.. Langar að setja inn næstum allar myndirnar en það tæki sinn tímann því að við tókum tæpar 300 myndir þessa viku :) En þetta var í heildina alveg svakalega skemmtileg ferð! Á þriðudeginum komu svo Arna, Hrund og Thea og gistu eina nótt og það var bara gaman!! Þær eru svo skemmtilegar að það hálfa væri sko hellins ;) En well...

Vona að þið njótið þessara mynda sem ég setti inn og fyrirgefið hvað ég skrifa lítið.. Hehe.. En mér finnst allta svo gaman að sjá svona myndablogg.. Vona því að þetta slái í gegn :)

Kveðja í bili. .. . .Eygló

Tuesday, June 17, 2008

Skemmtilegur 17. júní :)

Við hittumst á planinu hjá Hafnarfjarðarkirkju við Bjössi, Arna og skvísur og Íris og Karlott og börn :) Löbbuðum langa leið (að mér fannst allavega) að Víðistaðatúni og þar var margt um manninn og leiktæki, aðallega samt hoppukastala :) Karlott fór nokkrar ferðir með nokkrar sætar skvísur meðan við hin sleiktum sólina innan um trén á mjög góðum og lognmiklum stað :) Algjörlega æðislegt veður, ég ýmist sat eða lá og sleikti sólina! Svimaði líka í sólinni en þá lagðist ég bara ;)

Katrín Tara sæta í kerrunni sinni :)

Ætla að setja inn myndir svo þið getið séð hvað var mikið æði hjá okkur :)


Arna með 2 af skvísunum sínum!!


Og Erling Elí þarna alsæll með kleinuna sína :)












Sætasti :)

Íris í hollustunni :)

Ég í fullum blómstra! Hehe

Petra Rut með sleikjódudduna sína


Sara Ísold ekkert smá einbeitt!!

Þetta var algjör æði dagur :) Við vorum heillengi í þessum garði eða túni og nutum lífsins saman! Hittum Söru og Bigga, sáum Dagný og co og Birgi Kiddason, Yngva og Alís og Línu og Sölku Rut :) Mjög gaman að hitta allt þetta fólk! Veðrið var líka alveg yndislegt! Svolítið rok sem ég var bara ánægð með.. Hefði örugglega bráðnað niður annars! Við keyptum pylsur og þessa sleikjóa handa stelpunm en Arna og Íris biðu hátt í klst í biðröð eftir afgreiðslu! Allt gert fyrir blessuð börnin :) Eðlilega!

Íris að munda myndavélina!

3 að spjalla saman!

Danía Rut að þykjast vera sofandi ;)


Erling Elí sætabaun í flotta vagninum sínum!

Fórum svo öll heim til okkar Bjössa þar sem við grilluðum saman og enduðum daginn saman þannig :) Virkilega skemmtilegur dagur að kveldi kominn!! Ég settist svo út á svalir þegar fólkið mitt fór og sleikti sólina þar þangað til ég gat ekki meira!

En jæja ég ætla að hætta í bili!

Njótið lífsins! Kveðja Eygló blóm

Monday, June 02, 2008

Notalegheit :)

Síðustu helgi fórum við Bjössi í fyrstu útileguna þetta sumarið :) Við skelltum okkur á Úlfljótsvatn og við vorum ein á öllu tjaldstæðinu, sem var svolítið skondið :) Við nutum þess í botn að vera í útilegu og það var bara kósý að vera svona tvö, löbbuðum niður að vatni og reyndum að veiða en enginn fiskur lét blekkjast ;) Hehe.. Var samt gaman að kasta og draga inn! Það er alltaf gott að æfa sig í því! Gistum eina nótt og tjaldvagninn okkar er bara æði :)

Við fengum svo að fara í kofann á Fitinni á laugardaginn síðasta og vorum þar yfir nóttina :) Mikið rosalega var það notalegt og kósý! Bara að koma í Fljótshlíðina fyllir mann einhverskonar friður og það er ekki hægt annað en að líða vel þar :) Svo gott að koma þangað, ekki það að ég sé e-ð friðlaus eða svoleiðis en æ þið vitið hvað ég meina sem farið þangað oft :):) Paradís á jörðu er kannski nærri lagi :)

Ég hef ekki vitund verið dugleg að blogga síðan ég varð ófrísk :$ Lái mér hver sem vill! Ég skrifa í hverri viku í vefdagbókina á Barnalandi og hef gaman af :) Ég er farin að blómstra og komin með þessa sætu kúlu sem ég er rígmontin af :) Krílið er líka farið að sparka svona skemmtilega og ég brosi alltaf eins og kjáni þegar það byrjar! Er að elska þetta allt saman út í gegn :) Svo mikð kraftaverk og ég er svo þakklát fyrir að fá að ganga með barn, það er sko allt annað en sjálfsagt! Geri mér alveg grein fyrir því núna :) Forréttindi út í gegn! En ég er bara heilsuhraust og hef lést um ca 5 kíló síðan ég varð ólétt en ég er komin 23 og 1/2 viku og tíminn flýgur!!! Sem er svo sem fínt því að þá færist ég nær og nær því að verða mamma :):):)

Við förum í viku sumarfrí þann 20.júní og ég er löngu farin að telja niður dagana :) Við ætlum að fara í sumarbústað, verðum þá helgi öll mín fjölskylda, s.s pabbi, mamma, við systurnar, makar og börn :) Hlakka massa til :) Svo verðum við Bjössi áfram út vikuna :) Svo helgina eftir það er vinnuhelgi á Fitinni yndislegu en þá verða settar upp rólur og sandkassi og fíneri á landinu sem verður æðislegt fyrir krakkana að leika sér í :):)

Við förum svo í 3ja vikna sumarfrí 11.júlí og þá er stefnan tekin norður og er það löngu kominn tími til!!!! Höfum ekki farið síðan um áramótin, en við höfum eiginlega ekki tímt að fara vegna hás bensínverðs og svo eina helgina þegar við ætluðum þá var svo hundleiðinleg veðurspá!! En við förum pottþétt í júlí og ég hlakka miiikið til :):):)

En jæja ég held að þetta sé nóg í bili!! Vonandi læt ég ekki líða 1 og 1/2 mánuð á milli færslna næst :$:$

Ég kveð í bili þó - Eygló yfir sig mikið hamingjusama með lífið :):):):)