Um helgina vorum við hjónin og restin af minni fjölskyldu austur á Fit í Fljótshlíð en pabbi og mamma (og við með þeim) eiga land þar! Við vorum að setja upp rólur og sandkassa, bera á nýja bústaðinn og fleira :)
Var alveg hrikalega gaman að vera svona öll saman, bara eins og venjulega þegar við hittumst! Hehe :) Helgin gekk vel og rólurnar slógu alveg í gegn hjá Petru Rut og Katrínu Töru, en stelpurnar hennar Örnu voru hjá pabba sínum.. Þetta kemur mjög vel út og verður skemmtilegt leiksvæði þegar allt verður komið sem á að koma.. Bjössi smíðaði svo hálfan sandkassa en pabbi kláraði svo þegar við fórum heim :) Ég gat ekki mikið hjálpað að mér fannst, ég var með svo mikið frjókornaofnæmi og þurfti mikið að vera inni.. Ég gat þó aðeins hjálpað til! Ég hringdi í lækni í dag og fékk ofnæmistöflur sem má taka á meðgöngu, hinar sem ég á má nefnilega ekki taka óléttur og ég geri það að sjálfsögðu ekki!!!
En ég fór svo aftur að vinna í dag, var búin að vera í sumarfríi frá og með 20.júní og dagurinn var svona frekar strembinn, það er svo rosalega loftlaust í vinnunni að mig svimaði og flökraði þar inni í dag og verð örugglega þannig áfram.. Ég hlýt að meika samt þessar næstu 2 vikur en þá lokar leikskólinn í 3 vikur :) Verður það næs eða hvað??? ;);)
Næst á dagskrá er ættarmót næstu helgi en það er í ættinni hjá Bjössa, pabba hans megin :) Það verður eflaust skemmtilegt og gaman, það verður nálægt Hvammstanga og við förum að sjálfsögðu með tjaldvagninn okkar æðislega :)
Jæja mig langaði bara rétt að henda inn nokkrum línum, ég tók eiginlega engar myndir um helgina svo að það verða engar myndir að þessu sinni!
Kveðja Eygló ofnæmispési
Monday, June 30, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment