Monday, June 02, 2008

Notalegheit :)

Síðustu helgi fórum við Bjössi í fyrstu útileguna þetta sumarið :) Við skelltum okkur á Úlfljótsvatn og við vorum ein á öllu tjaldstæðinu, sem var svolítið skondið :) Við nutum þess í botn að vera í útilegu og það var bara kósý að vera svona tvö, löbbuðum niður að vatni og reyndum að veiða en enginn fiskur lét blekkjast ;) Hehe.. Var samt gaman að kasta og draga inn! Það er alltaf gott að æfa sig í því! Gistum eina nótt og tjaldvagninn okkar er bara æði :)

Við fengum svo að fara í kofann á Fitinni á laugardaginn síðasta og vorum þar yfir nóttina :) Mikið rosalega var það notalegt og kósý! Bara að koma í Fljótshlíðina fyllir mann einhverskonar friður og það er ekki hægt annað en að líða vel þar :) Svo gott að koma þangað, ekki það að ég sé e-ð friðlaus eða svoleiðis en æ þið vitið hvað ég meina sem farið þangað oft :):) Paradís á jörðu er kannski nærri lagi :)

Ég hef ekki vitund verið dugleg að blogga síðan ég varð ófrísk :$ Lái mér hver sem vill! Ég skrifa í hverri viku í vefdagbókina á Barnalandi og hef gaman af :) Ég er farin að blómstra og komin með þessa sætu kúlu sem ég er rígmontin af :) Krílið er líka farið að sparka svona skemmtilega og ég brosi alltaf eins og kjáni þegar það byrjar! Er að elska þetta allt saman út í gegn :) Svo mikð kraftaverk og ég er svo þakklát fyrir að fá að ganga með barn, það er sko allt annað en sjálfsagt! Geri mér alveg grein fyrir því núna :) Forréttindi út í gegn! En ég er bara heilsuhraust og hef lést um ca 5 kíló síðan ég varð ólétt en ég er komin 23 og 1/2 viku og tíminn flýgur!!! Sem er svo sem fínt því að þá færist ég nær og nær því að verða mamma :):):)

Við förum í viku sumarfrí þann 20.júní og ég er löngu farin að telja niður dagana :) Við ætlum að fara í sumarbústað, verðum þá helgi öll mín fjölskylda, s.s pabbi, mamma, við systurnar, makar og börn :) Hlakka massa til :) Svo verðum við Bjössi áfram út vikuna :) Svo helgina eftir það er vinnuhelgi á Fitinni yndislegu en þá verða settar upp rólur og sandkassi og fíneri á landinu sem verður æðislegt fyrir krakkana að leika sér í :):)

Við förum svo í 3ja vikna sumarfrí 11.júlí og þá er stefnan tekin norður og er það löngu kominn tími til!!!! Höfum ekki farið síðan um áramótin, en við höfum eiginlega ekki tímt að fara vegna hás bensínverðs og svo eina helgina þegar við ætluðum þá var svo hundleiðinleg veðurspá!! En við förum pottþétt í júlí og ég hlakka miiikið til :):):)

En jæja ég held að þetta sé nóg í bili!! Vonandi læt ég ekki líða 1 og 1/2 mánuð á milli færslna næst :$:$

Ég kveð í bili þó - Eygló yfir sig mikið hamingjusama með lífið :):):):)

3 comments:

Íris said...

Gaman að lesa hvað þið eruð dugleg að njóta þess að vera til (þó þið séuð gamlingjar haahahahaha). Um að gera að nýta tímann áður en litla krílið kemur í heiminn því þá hafið þið um allt annað að hugsa en útilegur og sumarbústað ;) Amk svona fyrst um sinn :)
Hafðu það annars gott kæra systir og við sjáumst ;)
Your big sis
Íris

Erling.... said...

Gaman að sjá hvað ættjörðin togar í ykkur systurnar. Get ekki verið meira sammála um friðsæld og fegurð Fljótshlíðarinnar.
Njótið daganna áfram.....

Anonymous said...

Sammála síðustu kommenturum. Gaman að sjá þig svona blómstrandi hamingjusama. Þú ert algjört gull í gegn. Love U, Arna