Tuesday, November 30, 2004

Æðislegt hvað öllum finnst ég frábær penni!!!

Ok ég skal þá ekkert hætta að blogga.. Var búin að blogga BÖNS í gær og var svo að publisha blog-ið þá kom error og allt hvarf... Þá var Glói reiður! En ég skal segja ykkur frá síðustu dögum.. Var að vinna alla helgina og er ennþá þreytt eftir það.. Ætlaði þvílíkt að vera í fríi en þegar ég var beðin að vinna á kassa þá játti ég því enda alltaf gott að fá smá aukapening.. Svo vantaði auka á sunnudaginn svo ég bauðst til að vinna... Græddi sem sagt um 18 yfirvinnutíma um helgina sem er bara nokkuð gott! Annars var helgin bara fín.. Gerði ekkert nema vinna og fór snemma að sofa bæði kvöldin, fór reyndar á rúntinn á laugardagskvöldið en ekki lengi.. Er að vona að ég fari suður helgina.... en það þýðir að ég sé orðin margfaldari móðursystir en ég er nú þegar! Íris.. Flýttu þér.. Ég er svo spennt að sjá krílið og ég er líka massa spennt að vita hvort þið fáið strák eða litla prinsessu!Þetta er nebbla eina helgin sem ég kemst suður fyrir jól.. Svo er ég að vinna á milljón! Er samt búin að panta jólaflugið suður.. eða mamma fyrir mig, á flug á þorláksmessukvöld klukkan 18:10! Mikið er ég spennt! 23 dagar þangað til ég kem og 24 dagar til jóla!!! Snilldin endalausa! Er að reyna redda einhverjum að vinna fyrir mig dagana milli jóla og nýárs og það er allt að reddast held ég! Allavega tvær sem vilja vinna auka fyrir mig um jólin! Buðust bara til þess og allt! Æðislegar þessar gellur sem ég vinn með! Svo ef ég fer ekki suður þá er ég að fara á jólahlaðborð með vinnunni og sjáum 5 stelpur.com! Ég er massa spennt fyrir því.. Ætlum að hittast vinkonurnar úr vinnunni áður og mála okkur og gera okkur sætar! Verðum sko langflottastar... He he (Smá kaldhæðni í gangi) Þannig að helgin VERÐUR skemmtileg... Hvort sem ég verð á Akureyri eða í Reykjavík! Annars er voða lítið að frétta.. Vorum að baka í gærkvöldi við Arna.. Geðveikt skemmtilegt! Bökuðum myndakökur (eins og mamma gerði alltaf með okkur systrunum þegar við vorum litlar) skreyttum þær og alles! Ætluðum svo að baka aircakes í kvöld en formin voru ekki til í búðinni :( En þá bökum við bara annað kvöld.. Oh svo setti ég aðventuljósið mitt út í glugga á sunnudaginn og vá það er svooo jólalegt! Ég á geðveikt flott aðventuljós, rautt gamalt sem pabbi og mamma áttu í mörg ár! Ég held að mamma hafi verið búin að gefa mér það en ef ekki þá er það vel geymt hjá mér! Er það ekki mamma??? Hehe.. Annars er ég spenntari en allt fyrir jólunum.. Er nýbúin að máta jólafötin og er gedt ánægð með þau.. Mig vantar bara hálsmen og eyralokka í stíl til fullkomna dressið! Er meira að segja búin að panta tíma í jólaklippinguna! Það verður gaman því ég er orðin hálfgerður lubbulínus með allt þetta hár! Jæja ætla að fara að hætta.. Hafið það alveg endalaust gott og njótið aðventunnar.. Farið í jólaljósarúnt, bakið smákökur, hlustið á jólasálma og drekkið súkkulaði!!! Jól.is!! ykkar Eygló jólastelpa nr.1 :)

Saturday, November 27, 2004

Blogg eður ei?

Hæ allir ég er að pæla að hætta með þetta bloggerí... hef frá ægilega litlu alltaf að segja og lífið er hér um bil bara vinnan borða og sofa.... Blogga kannski meira þegar ég hef frá einhverju að segja... Kveðja Glóin

Monday, November 22, 2004

Töffari.is ;)

Það er ég sko! Ég fór í hádeginu í dag og lét umfelga... Þeir settu nýju dekkin undir og vá hrikalega flott dekk (með svona hvítum stöfum á) gedt stór og glæsileg :´) Þvílíki munurinn að keyra á nagladekkjum.. Nú þarf ég ekki lengur að byrja að bremsa kílómetra áður en ég þarf að stoppa! Það er mikill munur! En allt þetta dekkjadóterí kostaði mig 33.781kr! Það er sko gott að eiga foreldra sem hafa vit fyrir manni... Ég var nebbla "svikin" í dekkjaviðskiptum.. Hringdi í ónefnt dekkjafyrirtæki og spurði um verð á 29" nagladekkjum, undir komin! fékk upp verð. 43þús! Mætti daginn eftir að sagðist ætla að fá dekk undir bílinn og þeir fóru á fullt við að skipta um dekk og gera allt mögulegt... Nema hvað að verðið hafði hækkað ótrúlega mikið á einni nóttu.. Var komið í rúmlega 80þús!!! Ég auðvitað hringdi í pabba og mömmu og hætti svo við allt saman! Pabbi og Íris fundu svo dekk fyrir mig á 25 þúsund og svo var smá sendingarkostnaður og umfelgunin... en þessir kallar þarna mega sko EIGA SIG!! Geðveikt að reyna að svindla á mér og örugglega bara af því ég er stelpa, en nei ég læt sko ekki vaða yfir mig!!! Ég fer sko aldrei þangað aftur! En nú er ég komin á góðu nagladekkin og alsæl með lífið! Nú er bara að láta laga afturljósin og þá er ég klár fyrir veturinn.. Ætla reyndar að reyna að selja kaggann í jan/feb og gera e-ð annað ótrúlega skemmtilegt... Annars gengur allt í haginn... Já má ekki gleyma að segja ykkur frá gærkvöldinu.. Fór í bíó! Á Bridget Jones's diary 2! Geðveikt skemmtileg og fyndin.is! Fórum svo aðeins rúntinn sem var mjög gaman.. var auðvitað með henni Jónu Maríu... mig langar geðveikt að sjá "The grudge" en það er ægileg hrollvekja og mér myndi pottþétt bregða ENDALAUST... þannig að ef þig langar að koma með mér.. gefðu þig þá fram.. Hehehehe ;) EN ég er að pæla í að fara út í göngutúr og njóta hreina loftsins... (verum væmin) hehe... Bless í bili og vitiði það að það eru BARA!!! 32 dagar til jóla!! & tíminn líður hratt.. á gervihnattaöld.... jæja er farin... Blis (Íris - þú ERT snillingur) kveðja ykkar skemmtilegasta Eygló Jarðarber með bananabragði..

Sunday, November 21, 2004

Ha ha ég fór ekki.......

................. á Papana, var lengi að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara eða ekki, en hætti svo við það, finnst það bara ekki alveg rétt af mér að fara á ball, ég á að vera fyrirmynd en hvað er samt svo ófyrirmyndarlegt við það að fara á eitt ball bara til að hafa gaman?? Æ bara smá pælingar í mér! Fór útí göngutúr í gærkveldi í staðinn, er farin að ganga reglulega, tek 2,2 km hring á hálftíma, rétt svona að starta þessu hjá mér! Það var voða kósý, ég var með flotta nýja símann minn og hlustaði á útvarpið í honum og mm það komu jólalög svona inná milli.... Geggjað ;) Það var reyndar ÍSkalt úti og örugglega slatti frost, ég var samt vel klædd, í gönguskónum 2 peysum og úlpu, með húfu og svo 2 vettlinga! Rosalega frískandi að fara svona út að ganga,. svo voru norðurljós, það er nú alltaf mjög falleg sjón! Annars er ég hress.. Búin að leiðast samt pínu undanfarið.. Lífið verið bara vinna - heim að borða - sofa! Ætla að fara að bæta úr því! Best að tékka hvort Jóna María nenni á rúntinn eða í bíó eða e-ð í kvöld! Var í fríi í dag og notaði tækifærið og fór á samkomu! Það var gaman ;) Svo hringdi pabbi í mig í dag og hann er snillingur svo ekki sé meira sagt! Kom með skemmtilegar hugmyndir um margt! Segi ykkur kannski betur frá því seinna! Ætla að fara að borða... Er brjálað svöng.is! Á morgun fara svo nýju dekkin mín undir bílinn! Pabbi keypti fyrir mig þessi glæsilegu dekk lítið notuð á 25þúsund! Ég er alsæl með þau.. Enda eru þau rosalega flott! Jæja ætla að fara að gera e-ð skemmtilegt... BÆ í bili.... Glói

Saturday, November 20, 2004

Paparnir!

Jæja ég er farin að blogga bara vikulega.. Það gerist svo sem ekki mikið fyrir utan vinnuna! Búin að vera að vinna bara alla vikuna og var að vinna í dag en reddaði mér fríi á morgun, ætla þess vegna að fara á Papana í kvöld... Fékk mér ekki frí til þess en ég er bara búin að vinna svo endalaust síðan ég hætti að vera veik að það er fínt að fá frí á morgun.. Paparnir komu í dag í Hagkaup og spiluðu fyrir viðskiptavinina og árituðu diskinn! Skemmtileg tónlist.is.. Ætla því að skella mér.. Vona það verði gaman en ætla samt ekki að fara neitt að stunda böllin.. Allt í lagi að fara á eitt og eitt.. Annars er ekki mikið að frétta.. :Þ Ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar! Það er brjáluð snilld að vera búin að því :) Well ætla að fara að slétta á mér hárið... hafið það ofsa gott.. Lov U all. Ykkar Eygló papa-fan

Saturday, November 13, 2004

Vinna vinna vinna..........

Já núna geri ég ekki annað en að vinna! Eða það finnst mér.. Mér þykir það reyndar alveg ótrúlega gaman og skemmti mér alltaf vel í vinnunni... Á mánudagskvöldið fórum við Arna í bíó, og ótrúlegt en satt þá held ég að við Arna höfum aldrei áður farið bara 2 í bíó.... fórum á myndina "The forgotten" alveg hreint frábær mynd.. Svolítil bregðimynd og ég er svo skemmtilega af Guði gerð að þegar mér bregður þá hristi ég hendurnar geðveikt uppí loft.. og nálta öskra til að toppa lúkkið ;) Þetta gerðist nokkrum sinnum og alltaf hlógum við jafn mikið eftir á enda nokkuð fyndin sjón.. Og kannski smá geðshræring eftir hrikalegt bregðiatriði! Svo þegar við vorum komnar útí bíl og vorum að rifja upp þessi bregðiatriði þá bókstaflega grenjuðum við úr hlátri... Þetta var MASSA skemmtileg bíóferð.. Mæli með myndinni! ... Aftur í bíó.... fór á miðvikudagskvöldið með Jónu Maríu vinkonu minni á "Ladder 49" hún var með svona 2 fyrir 1 tilboð þannig að við ákváðum að skella okkur! Ji ótrúlega góð mynd! VERÐIÐ að sjá hana!!!!! Skylda fyrir alla... Fimmtudagskvöldið (Segi ekkert frá dögunum... Vita flestir að ég vinn alla daga frá 8-18) þá leigðum við Arna okkur spólu... fyrst fórum við í Hagkaup og keyptum okkur ís á tilboði.. Mmmm leigðum "Taking lives" Með Angelinu Jolie... Mjög góð.. Ekta Írisar mynd... (smá hint til þín mín frábæra systir) Mætti halda að ég gerði ekki annað en að fara í bíó og leigja spólu en þetta er alveg sérstök vika hvað það varðar.... Föstudagskvöld.is! Við Arna fórum á Greifann... pabbi og mamma gáfu okkur pening til að fara út að borða af því að við missum alltaf af "jóla út að borða" með stelpunum í ættinni.. Ég fékk mér spínatfyllt tortellini í camembert osta "djúsí" sósu, borið fram með hvítlauksbrauði og salati... Þetta var BRJÁLAÐ gott.. Arna fékk sér kjúklingapasta með steiktum sveppum og einhverju.. líka mjög gott (ég fékk smakk) En vá ég var sprungin eftir hálfan skammt og Arna líka en við bara sátum lengi og borðuðum svona 2/3 af disknum.. Svo fengum við okkur og rúntuðum smá... Leigðum spólu.. Ég man ekki hvað hún heitir enda sofnaði ég yfir henni inní stofu og endaði á að fara inní rúm kl 22!! Var bara orðin svooo lúin og þreytt eftir vikuna að ég gat ekki meira.. Var líka að fara að vinna um morguninn (í dag) Var að vinna 9-18 í dag og það gekk vel nema sú sem vinnur með mér fór veik heim um hálf 11 og þá lenti allt á mér en það er bara gott að hafa mikið að gera.. Svo bauðst ég til að vinna á morgun, hef bara gott af yfirvinnunni... (enda ótrúlega stuttur vinnudagur, sunnudagarnir.. bara 11-18)!! ..................... jæja ég ætla að fara að fá mér skyrdrykk í kvöldmatinn (er alveg með æði fyrir gula skyrdrykknum... Drekk allavega 1 á dag, stundum 2! Slúrp.is!! Er svo líka að fara í bíó... Aftur með Jónu en hún á frímiða á myndina "After the sunset" ..... Hlakka til! Well hafið það öll ótrúlega gott og endilega gefið mér comment... Bara til að vita hvort einhver er að lesa... Love U all... ykkar Glóus Indíanos

Saturday, November 06, 2004

.....................Jibbý!

Hæ allir! Ég er farin að vinna aftur og mikið ROSALEGA er það skemmtilegt... Allir voru ægilega glaðir að sjá mig og allir höfðu vorkennt mér svaka og haft áhyggjur af mér.. Einn sagði þegar hann sá mig : "Ég held ég sjái draug" Ég alveg haha.. Ég var nátla svo lengi frá vinnu og hann sagði að ég yrði að fara í starfsþjálfun áður en ég gæti byrjað að vinna aftur...Ég er sko að fíla mig í tætlur í vinnunni.. Bara að gera allt og vera loksins farin að fara út á hverjum degi! Alveg frábært bara... Svo eftir veikindin þá var bíllinn minn (þessi kaggi) orðinn frekar haltur (ef svo má segja) eða eitt dekkið mjög lint.. ég tjakkaði hann upp og ætlaði að taka dekkið undan en tjakkurinn var of lítill þannig að bíllinn lyftist lítið sem ekkert! ok.. tjakkaði hann niður og hringdi í pabba snillling og spurði hann ráða.. Hvort ég gæti pumpað í dekkið með hjólapumpu.... Hann sagði að ég væri ógnartíma að því og að tjakkurinn þyrfti að fara undir bílinn einhvern veginn en ekki undir hurðina eins og ég gerði... Höhömm... Ég samt ákvað að prufa aftur að tjakka hann upp.. Bara nær dekkinu.. Þá lyftist hann aðeins meira og ég pumpaði og pumpaði á milljón í ca 45 mínútur með hjólapumpunni og.. viti menn.. Dekkið var ágætlega fullt.. eða nógu fullt til að ég gæti keyrt hægt niðrá bensínstöð og sett helling af lofti í dekkið! Snillingur.is! Þarf svo að fara að kaupa mér ný dekk.. renn geðveikt á þessum, sem eru heilsársdekk en ég ætla að kaupa nagladekk! Að öðru... Jólin!!!!!!!!!! Ji hvað ég er farin að hlakka til! (48 dagar...) Ég er farin að versla jólagjafirnar og mikið svakalega skemmti ég mér vel við það! Ég er búin að kaupa 6 eða 7 gjafir (ég gef e-ð um 15) og allar massa flottar finnst mér! Við Arna fórum áðan í bæinn og skoðuðum helling og sáum margt flott! Það er samt þannig með sumt fólk að það er erfiðara að kaupa handa því gjafir.. Maður vill þvílíkt að viðkomandi verður ánægður og þess vegna vandar maður valið... Svo hvað langar þér í??? Nokkrir sem ég meina... Hehe :) annars erum við Arna á leiðinni aftur í bæinn.. Það var svo gaman áðan! Ætla nebbla að reyna að kaupa allar jólagjafir í þessum mánuði.. Gott að vera búin að því þegar desember kemur því þá verður að maður að vinna brjálað mikið og svo mmmm koma jólin með tilheyrandi æðislegu allskonar! Vera með fjölskyldunni.. Borða rúgbrauð með kæfu og með reyktum laxi og svo jólamaturinn og pakkarnir.. Hehe :) Brjálað jólabarn á ferð! Svo langar mér að senda öllum kveðju sem eru að hjálpa Íris Karlott og Petru Rut að flytja.. vildi að ég væri hjá ykkur en við sjáumst vonandi þegar litla krílið fæðist.. vona að ég komist suður sama dag! Jæja hafið það öll gott og njótið þess að vera til! Það er svoooo ótrúlega gaman! Kv Eygló happy girl:)

Monday, November 01, 2004

Bötnuð! :)

Hæ allir :) Mér er opinberlega batnað! Ég fór suður fyrir næstum tveimur vikum... Kom þar alveg nær dauða en lífi.. Pabbi og mamma fóru á fullt við að hjúkra mér og þau voru svo ótrúlega dugleg að blanda handa mér batnidrykk, pabbi að gera pulsu og mamma að vakna á nóttunni til að blanda verkjalyf handa mér því ég mátti ekki taka parkódín útaf lifrinni! Mér fór hægt batnandi en mikið hryllilega var sárt að kyngja! Brunasárin ganga vel að gróa.. Er að koma ný húð og hún er bleik á litinn.. Geggjað fyndið.. ennþá pínu vont að sitja en þetta er allt að koma! Pabbi átti afmæli 26.október og það var massa gaman! Hann var nú mest allan daginn að gera eitthvað rosa verkefni en svo um kvöldið þegar pabbi var orðinn svangur þá fórum við mamma útí búð að kaupa e-ð að borða... Nema hvað! Mamma var búin að panta mat á Ning's og MMmmmm fórum heim og komum pabba á óvart! Hrikalega góðar djúpsteiktar rækjur, kjúklingaréttur og allskonar ótrúlega gott.. Og auðvitað hrísgrjón með bestu súr/sætu sósu sem til er! + Pepsi max ;) Svo á laugardagskvöldið héldu pabbi og mamma uppá 45 ára afmælin sín saman! Þeir sem voru boðnir voru ÓTRÚLEGA heppnir að mega koma því að veitingarnar voru hreint út sagt himneskt góðar... Við smurðum helling af snittum á laugardeginum og gerðum ostapinna.. Svo var besta súkkulaðikaka í heimi a la mamma (uppáhalds kakan hans pabba) Daimísterta sem er ótrúlega góð og Íris er ekkert smá góð að gera hana.. Vandi að gera hana góða! Sem henni tekst.is! Sushiréttur sem pabbi gerði... Gleymdi að smakka hann.. :( ÚPS! OG tartalettur! Ég náði 4! Sem var 10%, þær voru bara svo HRIKALEGA góðar.. Hehe :) Og fullt fleira gotterí sem mmmmm var svooooo gott að maður óskaði sér að vera með endalaust magapláss! Slúrp.is! ....... Í gærkvöldi rétt fyrir practise þá grillaði pabbi silung.. Svona hvítlauksgrillaði hann og pabbi kallaði þetta bragðlaukakitl sem er réttnefni enda einn besti matur sem ég fæ! Svo horfðum við á The Practise.. og mikið rosalega er Alan fyndinn!! Jæja er bráðum að fara að horfa á CSI.. (ótrúlega skemmtilegur þáttur) BTW ég pantaði pizzu í kvöld til að fagna hressleika mínum :) Hafið það öll langlangbest og takið ker.. Ykkar súperhressa Eygló.. Sem fer að vinna á miðvikudaginn klukkan 13 og hlakkar SVOOOOOOO til ;) Bææææ