Saturday, November 13, 2004

Vinna vinna vinna..........

Já núna geri ég ekki annað en að vinna! Eða það finnst mér.. Mér þykir það reyndar alveg ótrúlega gaman og skemmti mér alltaf vel í vinnunni... Á mánudagskvöldið fórum við Arna í bíó, og ótrúlegt en satt þá held ég að við Arna höfum aldrei áður farið bara 2 í bíó.... fórum á myndina "The forgotten" alveg hreint frábær mynd.. Svolítil bregðimynd og ég er svo skemmtilega af Guði gerð að þegar mér bregður þá hristi ég hendurnar geðveikt uppí loft.. og nálta öskra til að toppa lúkkið ;) Þetta gerðist nokkrum sinnum og alltaf hlógum við jafn mikið eftir á enda nokkuð fyndin sjón.. Og kannski smá geðshræring eftir hrikalegt bregðiatriði! Svo þegar við vorum komnar útí bíl og vorum að rifja upp þessi bregðiatriði þá bókstaflega grenjuðum við úr hlátri... Þetta var MASSA skemmtileg bíóferð.. Mæli með myndinni! ... Aftur í bíó.... fór á miðvikudagskvöldið með Jónu Maríu vinkonu minni á "Ladder 49" hún var með svona 2 fyrir 1 tilboð þannig að við ákváðum að skella okkur! Ji ótrúlega góð mynd! VERÐIÐ að sjá hana!!!!! Skylda fyrir alla... Fimmtudagskvöldið (Segi ekkert frá dögunum... Vita flestir að ég vinn alla daga frá 8-18) þá leigðum við Arna okkur spólu... fyrst fórum við í Hagkaup og keyptum okkur ís á tilboði.. Mmmm leigðum "Taking lives" Með Angelinu Jolie... Mjög góð.. Ekta Írisar mynd... (smá hint til þín mín frábæra systir) Mætti halda að ég gerði ekki annað en að fara í bíó og leigja spólu en þetta er alveg sérstök vika hvað það varðar.... Föstudagskvöld.is! Við Arna fórum á Greifann... pabbi og mamma gáfu okkur pening til að fara út að borða af því að við missum alltaf af "jóla út að borða" með stelpunum í ættinni.. Ég fékk mér spínatfyllt tortellini í camembert osta "djúsí" sósu, borið fram með hvítlauksbrauði og salati... Þetta var BRJÁLAÐ gott.. Arna fékk sér kjúklingapasta með steiktum sveppum og einhverju.. líka mjög gott (ég fékk smakk) En vá ég var sprungin eftir hálfan skammt og Arna líka en við bara sátum lengi og borðuðum svona 2/3 af disknum.. Svo fengum við okkur og rúntuðum smá... Leigðum spólu.. Ég man ekki hvað hún heitir enda sofnaði ég yfir henni inní stofu og endaði á að fara inní rúm kl 22!! Var bara orðin svooo lúin og þreytt eftir vikuna að ég gat ekki meira.. Var líka að fara að vinna um morguninn (í dag) Var að vinna 9-18 í dag og það gekk vel nema sú sem vinnur með mér fór veik heim um hálf 11 og þá lenti allt á mér en það er bara gott að hafa mikið að gera.. Svo bauðst ég til að vinna á morgun, hef bara gott af yfirvinnunni... (enda ótrúlega stuttur vinnudagur, sunnudagarnir.. bara 11-18)!! ..................... jæja ég ætla að fara að fá mér skyrdrykk í kvöldmatinn (er alveg með æði fyrir gula skyrdrykknum... Drekk allavega 1 á dag, stundum 2! Slúrp.is!! Er svo líka að fara í bíó... Aftur með Jónu en hún á frímiða á myndina "After the sunset" ..... Hlakka til! Well hafið það öll ótrúlega gott og endilega gefið mér comment... Bara til að vita hvort einhver er að lesa... Love U all... ykkar Glóus Indíanos

9 comments:

Anonymous said...

Ertu nokkuð tvíburi?

Eygló said...

Jú ég er tvíburi.. Hver spyr???

Anonymous said...

Æ vil ekki segja:þ Þori það als ekki!

Eygló said...

Haha hver er þetta? Ef þú þekkir mig þá veistu að ég er geðveikt forvitinn.. Nema þú sért einhver sem þekkir mig mjög vel og ert að stríða mér!! Tell me....

Anonymous said...

Hmmm, hver ætli þetta sé??
Annars líst mér vel á að sjá þessa "ekta Írisar mynd" En þar sem ég er ekki í netsambandi heima þá var ég að sjá þetta blogg þitt fyrst núna ;)
Gott hjá ykkur systrunum að drífa ykkur út að borða, þó það væri skemmtilegra að hafa ykkur með okkur en það er ekki hægt að gera allt sem maður vill!! :D Skemmtu þér vel að vinna og ég hlakka geggjað til þegar þú kemur suður næst.
Þín stóra systir
Íris

Anonymous said...

Jæja, ég var búin að skrifa helling í comment í gær en það hefur greinilega ekki vistast. En mér líst annars vel á að sjá þessa "ekta Írisar mynd". Aldrei að vita nema maður leigji hana og horfi á.
Svo finnst mér rosalega gott hjá ykkur systrunum að drífa ykkur út að borða, þó það væri mun skemmtilegra að hafa ykkur með þegar við förum allar frænkurnar en maður getur víst ekki gert allt sem maður vill.
Hlakka mikið til að fá þig suður næst.
Þín stóra systir
Íris

Anonymous said...

Týpiskt að um leið og ég set inn nýtt comment þá birtist það sem ég skrifaði í gær.
En þá er bara skemmtilegri tala á commenta fjöldanum ;)
kv. Íris

Eygló said...

Já gedt týpískt... takk fyrir commentin samt... Hlakka masssa til að hitta þig næst..... Þá verðurðu komin með krílið í fangið.. ji hvað ég hlakka ENDALAUST til.. Hafðu það mest gott :) Þín elsta systir... Hehe.. Eygló

Anonymous said...

Það er bara brjálað stuð á ykkur systrum. Gott að þið skemmtið ykkur vel. Það er gaman að lesa bloggið þitt. Hafðu það áfram massa.is gott og ég hlakka til næst þegar þú kemur suður.
Elska þig í strimla.
Mamman þín