Monday, November 01, 2004

Bötnuð! :)

Hæ allir :) Mér er opinberlega batnað! Ég fór suður fyrir næstum tveimur vikum... Kom þar alveg nær dauða en lífi.. Pabbi og mamma fóru á fullt við að hjúkra mér og þau voru svo ótrúlega dugleg að blanda handa mér batnidrykk, pabbi að gera pulsu og mamma að vakna á nóttunni til að blanda verkjalyf handa mér því ég mátti ekki taka parkódín útaf lifrinni! Mér fór hægt batnandi en mikið hryllilega var sárt að kyngja! Brunasárin ganga vel að gróa.. Er að koma ný húð og hún er bleik á litinn.. Geggjað fyndið.. ennþá pínu vont að sitja en þetta er allt að koma! Pabbi átti afmæli 26.október og það var massa gaman! Hann var nú mest allan daginn að gera eitthvað rosa verkefni en svo um kvöldið þegar pabbi var orðinn svangur þá fórum við mamma útí búð að kaupa e-ð að borða... Nema hvað! Mamma var búin að panta mat á Ning's og MMmmmm fórum heim og komum pabba á óvart! Hrikalega góðar djúpsteiktar rækjur, kjúklingaréttur og allskonar ótrúlega gott.. Og auðvitað hrísgrjón með bestu súr/sætu sósu sem til er! + Pepsi max ;) Svo á laugardagskvöldið héldu pabbi og mamma uppá 45 ára afmælin sín saman! Þeir sem voru boðnir voru ÓTRÚLEGA heppnir að mega koma því að veitingarnar voru hreint út sagt himneskt góðar... Við smurðum helling af snittum á laugardeginum og gerðum ostapinna.. Svo var besta súkkulaðikaka í heimi a la mamma (uppáhalds kakan hans pabba) Daimísterta sem er ótrúlega góð og Íris er ekkert smá góð að gera hana.. Vandi að gera hana góða! Sem henni tekst.is! Sushiréttur sem pabbi gerði... Gleymdi að smakka hann.. :( ÚPS! OG tartalettur! Ég náði 4! Sem var 10%, þær voru bara svo HRIKALEGA góðar.. Hehe :) Og fullt fleira gotterí sem mmmmm var svooooo gott að maður óskaði sér að vera með endalaust magapláss! Slúrp.is! ....... Í gærkvöldi rétt fyrir practise þá grillaði pabbi silung.. Svona hvítlauksgrillaði hann og pabbi kallaði þetta bragðlaukakitl sem er réttnefni enda einn besti matur sem ég fæ! Svo horfðum við á The Practise.. og mikið rosalega er Alan fyndinn!! Jæja er bráðum að fara að horfa á CSI.. (ótrúlega skemmtilegur þáttur) BTW ég pantaði pizzu í kvöld til að fagna hressleika mínum :) Hafið það öll langlangbest og takið ker.. Ykkar súperhressa Eygló.. Sem fer að vinna á miðvikudaginn klukkan 13 og hlakkar SVOOOOOOO til ;) Bææææ

2 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir samveruna þennan tíma sem þú varst hér fyrir sunnan. Gott hjá þér að panta þér pitsu enda ertu milli núna eftir að hafa ekkert borðað í nánast mánuð ;)
Hafðu það gott og við sjáumst í desember ;)
Þín elsta systir
Íris

Erling.... said...

Það var gaman að hafa þig hér fyrir sunnan og bott að þér skuli vera batnað :-)