Saturday, November 06, 2004

.....................Jibbý!

Hæ allir! Ég er farin að vinna aftur og mikið ROSALEGA er það skemmtilegt... Allir voru ægilega glaðir að sjá mig og allir höfðu vorkennt mér svaka og haft áhyggjur af mér.. Einn sagði þegar hann sá mig : "Ég held ég sjái draug" Ég alveg haha.. Ég var nátla svo lengi frá vinnu og hann sagði að ég yrði að fara í starfsþjálfun áður en ég gæti byrjað að vinna aftur...Ég er sko að fíla mig í tætlur í vinnunni.. Bara að gera allt og vera loksins farin að fara út á hverjum degi! Alveg frábært bara... Svo eftir veikindin þá var bíllinn minn (þessi kaggi) orðinn frekar haltur (ef svo má segja) eða eitt dekkið mjög lint.. ég tjakkaði hann upp og ætlaði að taka dekkið undan en tjakkurinn var of lítill þannig að bíllinn lyftist lítið sem ekkert! ok.. tjakkaði hann niður og hringdi í pabba snillling og spurði hann ráða.. Hvort ég gæti pumpað í dekkið með hjólapumpu.... Hann sagði að ég væri ógnartíma að því og að tjakkurinn þyrfti að fara undir bílinn einhvern veginn en ekki undir hurðina eins og ég gerði... Höhömm... Ég samt ákvað að prufa aftur að tjakka hann upp.. Bara nær dekkinu.. Þá lyftist hann aðeins meira og ég pumpaði og pumpaði á milljón í ca 45 mínútur með hjólapumpunni og.. viti menn.. Dekkið var ágætlega fullt.. eða nógu fullt til að ég gæti keyrt hægt niðrá bensínstöð og sett helling af lofti í dekkið! Snillingur.is! Þarf svo að fara að kaupa mér ný dekk.. renn geðveikt á þessum, sem eru heilsársdekk en ég ætla að kaupa nagladekk! Að öðru... Jólin!!!!!!!!!! Ji hvað ég er farin að hlakka til! (48 dagar...) Ég er farin að versla jólagjafirnar og mikið svakalega skemmti ég mér vel við það! Ég er búin að kaupa 6 eða 7 gjafir (ég gef e-ð um 15) og allar massa flottar finnst mér! Við Arna fórum áðan í bæinn og skoðuðum helling og sáum margt flott! Það er samt þannig með sumt fólk að það er erfiðara að kaupa handa því gjafir.. Maður vill þvílíkt að viðkomandi verður ánægður og þess vegna vandar maður valið... Svo hvað langar þér í??? Nokkrir sem ég meina... Hehe :) annars erum við Arna á leiðinni aftur í bæinn.. Það var svo gaman áðan! Ætla nebbla að reyna að kaupa allar jólagjafir í þessum mánuði.. Gott að vera búin að því þegar desember kemur því þá verður að maður að vinna brjálað mikið og svo mmmm koma jólin með tilheyrandi æðislegu allskonar! Vera með fjölskyldunni.. Borða rúgbrauð með kæfu og með reyktum laxi og svo jólamaturinn og pakkarnir.. Hehe :) Brjálað jólabarn á ferð! Svo langar mér að senda öllum kveðju sem eru að hjálpa Íris Karlott og Petru Rut að flytja.. vildi að ég væri hjá ykkur en við sjáumst vonandi þegar litla krílið fæðist.. vona að ég komist suður sama dag! Jæja hafið það öll gott og njótið þess að vera til! Það er svoooo ótrúlega gaman! Kv Eygló happy girl:)

3 comments:

Anonymous said...

Gaman að heyra svona frábæran tón hjá þér Eygló mín.
Þú ert frábær.
Passaðu þig á bílnum þínum - eða bara drífðu þig í að kaupa dekk ;)
Massa kveðjur í köggli.
Kata

Erling.... said...

Gott að þú ert orðin frísk og getur unnið :-)
LU þinn Pabbi

Anonymous said...

Hæ hæ!!
Það gekk vel að flytja og það gengur bara ágætlega að koma okkur fyrir. Hlakka til að sýna þér íbúðina og það veðrur gaman fyrir Petru Rut að sýna þér herbergið sitt sem hún er svo ánægð með!!
Hlakka til að hitta þig og ég vona líka að þú komist sem fyrst suður eftir að litla krílið fæðist!!
Þín systir
Íris