Ok ég skal þá ekkert hætta að blogga.. Var búin að blogga BÖNS í gær og var svo að publisha blog-ið þá kom error og allt hvarf... Þá var Glói reiður! En ég skal segja ykkur frá síðustu dögum.. Var að vinna alla helgina og er ennþá þreytt eftir það.. Ætlaði þvílíkt að vera í fríi en þegar ég var beðin að vinna á kassa þá játti ég því enda alltaf gott að fá smá aukapening.. Svo vantaði auka á sunnudaginn svo ég bauðst til að vinna... Græddi sem sagt um 18 yfirvinnutíma um helgina sem er bara nokkuð gott! Annars var helgin bara fín.. Gerði ekkert nema vinna og fór snemma að sofa bæði kvöldin, fór reyndar á rúntinn á laugardagskvöldið en ekki lengi.. Er að vona að ég fari suður helgina.... en það þýðir að ég sé orðin margfaldari móðursystir en ég er nú þegar! Íris.. Flýttu þér.. Ég er svo spennt að sjá krílið og ég er líka massa spennt að vita hvort þið fáið strák eða litla prinsessu!Þetta er nebbla eina helgin sem ég kemst suður fyrir jól.. Svo er ég að vinna á milljón! Er samt búin að panta jólaflugið suður.. eða mamma fyrir mig, á flug á þorláksmessukvöld klukkan 18:10! Mikið er ég spennt! 23 dagar þangað til ég kem og 24 dagar til jóla!!! Snilldin endalausa! Er að reyna redda einhverjum að vinna fyrir mig dagana milli jóla og nýárs og það er allt að reddast held ég! Allavega tvær sem vilja vinna auka fyrir mig um jólin! Buðust bara til þess og allt! Æðislegar þessar gellur sem ég vinn með! Svo ef ég fer ekki suður þá er ég að fara á jólahlaðborð með vinnunni og sjáum 5 stelpur.com! Ég er massa spennt fyrir því.. Ætlum að hittast vinkonurnar úr vinnunni áður og mála okkur og gera okkur sætar! Verðum sko langflottastar... He he (Smá kaldhæðni í gangi) Þannig að helgin VERÐUR skemmtileg... Hvort sem ég verð á Akureyri eða í Reykjavík! Annars er voða lítið að frétta.. Vorum að baka í gærkvöldi við Arna.. Geðveikt skemmtilegt! Bökuðum myndakökur (eins og mamma gerði alltaf með okkur systrunum þegar við vorum litlar) skreyttum þær og alles! Ætluðum svo að baka aircakes í kvöld en formin voru ekki til í búðinni :( En þá bökum við bara annað kvöld.. Oh svo setti ég aðventuljósið mitt út í glugga á sunnudaginn og vá það er svooo jólalegt! Ég á geðveikt flott aðventuljós, rautt gamalt sem pabbi og mamma áttu í mörg ár! Ég held að mamma hafi verið búin að gefa mér það en ef ekki þá er það vel geymt hjá mér! Er það ekki mamma??? Hehe.. Annars er ég spenntari en allt fyrir jólunum.. Er nýbúin að máta jólafötin og er gedt ánægð með þau.. Mig vantar bara hálsmen og eyralokka í stíl til fullkomna dressið! Er meira að segja búin að panta tíma í jólaklippinguna! Það verður gaman því ég er orðin hálfgerður lubbulínus með allt þetta hár! Jæja ætla að fara að hætta.. Hafið það alveg endalaust gott og njótið aðventunnar.. Farið í jólaljósarúnt, bakið smákökur, hlustið á jólasálma og drekkið súkkulaði!!! Jól.is!! ykkar Eygló jólastelpa nr.1 :)
Tuesday, November 30, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Það verður gaman að fá þig suður um jólin. Það er nú ekki langt í þau...:)
LU þinn Pabbi
Gott að þú ert ekki hætt að blogga!!! Líst vel á þig. Ég ætla ekki að lofa að barnið verði fætt fyrir helgi, en ég vona það! Kemur allt í ljós.
En ég hlakka gedt til að fá þig suður og hafa þig hér um jólin. Vonandi færðu einhver til að vinna fyrir þig á milli jóla og nýárs!
Þín elsta systir
Íris
Post a Comment