Thursday, December 30, 2004

Tilhlökkunin endalausa......

:) Ég er búin að pakka niður og er alveg reddí! Ég var að koma frá Önnu Siggu og Friðjóni, þau buðu mér í mat :) Það var pizza (heimatilbúin) og franskar og þessu skoluðum við niður með Sprite-i.. Þvílík góð pizza og mikið var nú gaman að hitta þau frábæru hjón :) Endaði á að ég skutlaði Önnu Siggu á söngæfingu og fór sjálf heim að pakka ;) Er búin að vera að skoða íbúðir á netinu og eru nokkrar sem mér líst vel á.. Þær eru ca 50 fm á ca 6,5 milljARÐA.... Djók.. millur.. Ég er orðin gedt spennt og ætla að drífa í þessu strax á nýja árinu... Það verður sko gaman.. Koma mínu dóti fyrir og eiga heimili... Ég auðvitað á heima hjá Örnu og Davíð en það er ekki MITT heimili samt.. Skiljú? Þetta verður gaman :) Það var alveg brjálað að gera í dag (meira en á Þorlák fannst mér) kannski er ég samt bara fjlót að gleyma :Þ En mikið verður nú gaman að koma suður.. Ég hlakka svoooooo til.. Við borðum öll fjölskyldan saman og svo förum við til Tedda og þar verða öll systkini mömmu (nema Óli bróðir hennar en hann býr í Danmörku með sinni fallegu fjölskyldu) það er alltaf jafn gaman að hittast öll og það tilheyrir alveg áramótunum :) Jæja ég ætla að fara að skoða íbúðir á netinu og fara svo snemma í háttinn til að tíminn verði enn fljótari að líða..... Hehehehe.. Hafið það massa gott, ég hef það betra en gott, s.s best.. Bæ í bili.. P.s ég mæli með nýjasta Palla Rós geisladisknum.. Brjálað góður :) Ykkar Eygló munnangur.is x 1507.......

Wednesday, December 29, 2004

Home alone....

Hæ allir.. Ég er ein heima!! Arna, Davíð, Danía Rut og Sara Ísold fóru suður í gær.. Voða skrýtið að vera svona alein.. (samt alveg vön frá því í Skógarhlíðinni ;)) Það er búið að vera gaman í vinnunni en ég tel samt dagana í suðurferð.. 2 dagar! tíminn líður annars alveg ótrúlega hratt! Annað kvöld fer ég á morgun! Á sko flug kl 12:10... Vinn sem sagt bara til hálf 12 á gamlárdag.. Jibbý.. Ég hlakka mergjað til að halda uppá áramótin með allri fjölskyldunni! Það er þá líka eins gott að það verði flogið! Annars verð ég brjálað leið og lónlí :( Ég nebbla kann ekki að elda og ég myndi eflaust kaupa mér 1944 grjónagraut eða e-ð og myndi deyja úr leiðindum... Samt eru margir búnir að bjóða mér að koma og vera hjá sér ef ekkert verður af fluginu... En það verður alveg flogið þannig að ég þarf engar áhyggjur að hafa.... Fór til tannsa í gær.. Braut nebbla endajaxl fyrir 3-4 árum... Já ÁRUM ekki vikum eða mánuðum! Var alltaf á leiðinni en það er bara svo dýrt þannig að ég frestaði því alltaf.. En ég var alltaf að drepast í tönninni.. Skellti mér til tannsa sem gerði sér lítið fyrir og reif jaxlinn úr!!! Ég fann ekki fyrir sársauka en ég fann þrýstinginn þegar hann togaði jaxlinn úr með tönginni, enda skalf ég eins og hrísla í vindi meðan á verkinu stóð... Brrr.. kostaði mig 8520 kr! Er bara núna brjálað tannlaus.. Hehe, bara stuð! Er reyndar búið að vera að deyja í sárinu í dag en það hlýtur að jafna sig.... Í gærkvöldi heimsótti ég Helgu Maren og við horfðum á Shrek 2!! Ótrúlega æðisleg mynd! Var að kaupa mér gallabuxur og það er ótrúlegt hvað fólk tekur eftir því! Ég hef ekki átt gallabuxur í 4 ár og það sjá það allir.. Fólk: "Eygló, hef ég séð þig áður í gallabuxum?" Geggjað fyndið en gaman samt.. Ena eru þær ógeðslega flottar... Jæja líður að útsölum!!! Hehe ég ætla ekki að versla mikið því mig vantar eiginlega ekkert, helst peysu.. Mamma, trefillinn flotti sem ég sagði þér frá fer ekki á útsölu... Hint fyrir afmælisgjöf ;) Jæja ég ætla að fara að lesa Lord Of The Rings bókina (fyrstu) Hrund lánaði mér hana á íslensku! Snilldin ein.. Íris ég er búin að setja lampann útí glugga og hann er æðislegur!! Hafði það öll mergjaðslega gott og njótið þess að vera til :) :) Ykkar Speygló ;) hehehehehehehehehehehe.............

Monday, December 27, 2004

Jólin, jólin, jólin komu....

og fóru... eru samt ekkert alveg búin því að áramótin eru alveg eftir og það er nú alltaf skemmtilegt! Mín jól voru hreint út sagt æðisleg! Þau einkenndust af afslöppun og notalegheitum.. Ekkert stress í gangi og við bara nutum þess að vera saman fjölskyldan.. Ég flaug suður á Þorláksmessukvöld og vó það voru svo margir búnir að hræða mig að það yrði ekki flogið vegna veðurs að ég var orðin hrædd um að komast ekkert heim! En það var alveg flogið og ég var ÝKT fegin og glöð að komast loksins suður! Heimsóttum Kidda og co en þar hafði verið skötuveisla fyrr um kvöldið og fannst það alveg á lyktinni :/ Húff smellurinn.. Svo fórum við heim og ég pakkaði inn fullt af jólagjöfum og svo skreyttum við Hrund jólatréð sem er alltaf mjög gaman og alltaf gert á þorláksmessukvöld! Ein af hefðunum skemmtilegu ;) man nú ekkert hvenær ég fór að sofa en ég man að ég var mjög syfjuð og sofnaði örugglega áður en ég lagðist á koddann..... ZZZzzzz! Aðfangadagur! Ég var vöknuð um 10 og ég fékk í skóinn! Frábær jólasveinninn minn sko! Ég fékk Guinnes world record gullbókina! Ótrúlega gaman að skoða hana og ykkur til fróðleiks þá er stærsta sítróna sem ræktuð hefur verið 5,26 kg! geri aðrir betur.. Eða bara sleppi því ;Þ Við fengum okkur svo rúgbrauð með reyktum laxi og kæfu og öllu tilheyrandi.. Slúrp.is.. Og nátla jólaöl.. Þá tók við smá þrif og svo var nú dagurinn ÓTRÚLEGA fljótur að líða! Maður er víst að verða gamall!! Borðuðum kl 18 einn besta hamborgarhrygg sem ég hef smakkað.. þvílíkt mjúkt og safaríkt kjöt og brúnaðar kartöflur... Eruði orðin svöng?? Hehe :) Og svo var hrísgrjónagrautur með karamellurjóma í eftirrétt.. Íris kom öllum á óvart og fékk möndluna! Til hamingju með það.. Ég man ekki eftir að hún hafi fengið hana áður! Tókum þá upp ALLA pakkana sem var þvílíkt flóð... Íris, Karlott, Petra Rut og Katrín Tara voru hjá okkur og það var hrúga af pökkum.. Ég fékk 6 gjafir, 7 ef ég tel með konfektið frá Hagkaup! Ég fékk eldhúsklukku frá pabba og mömmu (ekki venjuleg heldur svona járnbautarlestargamaldags klukka, antikbrún) (GEÐVEIKT FLOTT.. var á óskalistanum) Fékk líka frá þeim nýjasta Palla Rós diskinn sem mig langaði mikið í! Frá Írisi og co fékk ég lampa sem er eins og aðventuljós með mjóum stönglum en er ekki aðventuljós (kemur ekki í þríhyrning) og bókina um bjölluna (bílinn) frá Örnu og co fékk ég afrískan stól eða svona gólfpúða sem er kollur eða stóll.. Ótrúlega flottur.. Frá Marokkó.. Frá Hrund fékk ég vanillubodylotion frá Body Shop (var á óskalistanum) og segul á ísskáp þar sem stendur hvað ég sé frábær systir! & frá Ellu Gittu fékk ég mergjað flottan töskukistil.. Massa kúl.. Þannig að nú er bara að drífa sig í greiðslumat og fara að drífa í að kaupa eitt stykki íbúð! Ji hvað ég hlakka til.. Fer vonandi á morgun í matið og læt ykkur svo vita hvernig gekk.. Við heimsóttum Hrefnu ömmu 2x og það var mjög gaman að fara til hennar en henni hefur hrakað mikið síðan ég sá hana síðast.. Sem var á ættarmóti síðasta sumar.. hún er algert yndi og hún var mjög hrifin að laufabrauðinu sem við færðum henni :) Krútt hún amma mín.. jæja ég kom heim með flugi í morgun og það var gaman að fljúga þó svo að ég hefði helst viljað vera bara alveg fyrir sunnan en vinnan gengur fyrir.. Tíminn líður líka svo rosalega hratt.. Áður en ég veit af er ég komin suður aftur og þá verður sko gaman því við verðum ÖLL fjölskyldan sem telur orðið 12 meðlimi (vorum 6 sumarið 2000)..... ótrúlega gaman að því ;) Jæja ég þarf að fara að slétta á mér hárið því ég ætla að fara í bíó kl 22 með Örnu, Önnu Siggu & Friðjóni, Árna, Jónu og ég veit ekki um fleiri.. Ætlum á Ocean's twelve.... Skemmtið ykkur vel og hafið það ótrúlega gott.. Ég hef það sko ótrúlega gott... Ykkar Eygló

Wednesday, December 22, 2004

2 dagar......

................. Núna er ég búin að telja niður í 46 daga! Það eru bara alveg að koma jól, og það fer sko ekki framhjá manni ef maður vinnur í búð... Það var alveg brjál að gera í dag.. Fólk svona aðeins farið að versla jólagrænmetið þó svo að ég mæli með því að kaupa það á morgun frekar en í dag... Sérstaklega þá pokasalatið! En jæja nóg komið af búðartali! Las á blogginu hans pabba að hann lenti í einhverju sjónvarspsfólki í Smáralind sem vildi forvitnast um af hverju hann vaknaði svona snemma til að fara að versla.. (eins og hann hefði vaknað klukkan 7 til að drífa sig að versla) Geggjað fyndið! Pabbi minn verslar nebbla bara einu sinni á ári og það er til að kaupa jólagjafir!!! Snillingur hann pabbi! Ég er búin að næstum öllu. Kláraði að gera og skrifa jólakortin í gær.. Fór þá niðrá Glerártorg og það var sko röööð í póstinn en gott að koma því frá samt! Er löngu búin að kaupa jólagjafirnar og er búin að pakka þeim inn sem verða eftir hér fyrir norðan... Er búin að setja í vél og er hálfnuð að pakka niður... Gengur semsagt massa vel.. Ég er orðin brjálað spennt að fara suður.. ;) Ji jólin eru ALVEG að koma.. Annað kvöld þegar ég fer að sofa eru þau á morgun! Stutt.is! Bara að klára af daginn á morgun sem verður reyndar geðbilaður.. Það verður meira en MIKIÐ að gera en ég fæ góða hjálp.. svo bara fly away...... Jæja ég ætla að skrifa minnislista.. Má ekki gleyma neinu fyrir jólin.. Hafið það langbest um jólin og ég vona að ykkur líði öllum vel um jólin.. mín verða æðisleg.. Ég var að frétta að Íris og hennar maður og sætu dætur þeirra verða hjá pabba og mömmu á aðfangadag!!! :) :) Það verður endalaust gaman! Well love U all og sjáumst vonandi um jólin... Ykkar Eygló...... :)

Sunday, December 19, 2004

Húff hvað ég er þreytt!!!

Vóds maður.. Ég var að vinna 9-19:30 í gær.. Alveg brjál að gera! Fór svo í Sjallann um kvöldið (kl12) með Helgu Maren snilling úr vinnunni... Alveg massa skemmtileg! Hitti Jónu Maríu og systur hennar áður en fór svo með Helgu.. Það var mjög skemmtilegt þar... ég meira að segja dansaði! Eysteinn (vinnur með mér) var alltaf að reyna að fá mig til að dansa meira með höndunum en ég svona meira dillaði mér með hendur í vösum.. og það var víst ekki nógu kúl! En þetta samt heillaði mig ekkert sérstaklega þannig séð... Það var gaman og ég skemmti mér vel en þetta er ekki sem ég ætla að fara að leggja í vana minn.. Ekki sjens! Svo sá ég suma í misskemmtilegu ástandi og það er ekki eftirsóknarvert að mínu mati! En ég sem sagt fór í teinóttum buxum og hvítum bol.. OG (ein vitlaus) háhæluðum skóm! Ekki nóg með að vera búin að vinna rúma 10 tíma og trampa endalaust heldur fór ég á ball í háhælupum skó og dansaði í marga klukkutíma! Kom heim um hálf fjögur og gat ekki sofnað fyrir verkjum í fótunum... Fór að vinna kl 9 í morgun og það var frekar lítið að gera í dag miðað við að það eru bara 5 dagar til jóla Var að vinna ril 19 og er búin að fá mér rúgbrauð með reyktum laxi í kvöldmat!! Slúrp! En ætla að fara að slétta á mér hárið.. Var að koma úr baði og hárið mitt er HRÆÐILEGT! Ætla svo snemma í háttinn.. Hafið það ofsa gott... Zorry leiðinlegt blogg! Ykkar þreytta en ávallt hressa Eygló

Thursday, December 16, 2004

"Jólin eru að koma í kvöld"...................

Neh ekki alveg en það er samt ótrúlegt hvað styttist í þau :) Ég er orðin hrikalega spennt en einnig ótrúlega stressuð og kvíðin! Ekki yfir jólunum sjálfum heldur þarf ég að panta inn svo óendanlega mikið að grænmeti og allt þarf að vera til og allt brjálast ef e-ð verður ekki til þegar fólk ætlar að kaupa.... Enda á jólum verður allt að vera eins! Hefðirnar eru skemmtilegar.. Ég til dæmis elska mín jól.. Það verður ótrúlega skrýtið þegar maður hættir að vera hjá pabba og mömmu um jól.. (Þ.e.a.s ef maður finnur sér kall.. Sem er ekkert víst) :) Mmmm þegar pabbi og mamma eru að elda jólamatinn og ilmurinn af jólakjötinu fyllir húsið þá eru sko komin jól... Ji ég fæ vatn í munninn við að hugsa um matinn.. í matinn er hamborgarhryggur.. brúnaðar kartöflur og fullt með því.. Slúrp.is! Svo er besti eftirréttur í heimi á mínum jólum.. Hrísgrjónabúðingur með karamellurjóma! Á yngri árum borðaði maður bara þangað til mandlan var fundin en núna er maður farinn að njóta þess að borða þetta enda e-ð sem maður fær bara einu sinni á ári! Og mmm þetta er rosalega gott... ég elska jólin! Það fer ekki framhjá neinum í vinnunni að ég er algjört jólabarn... ég er búin að telja niður dagana fram að jólum síðan það voru 48 dagar og í dag eru það bara 8!!! JESSS þetta er bara alveg að skella á! Jæja ætla að fara að skoða föt með Örnu.. Ætla í Sjallann á laugardaginn.. Bara að prófa! Hafið það sem allra allra allra best dúllurnar mínar og við sjáumst sem fyrst.. Ykkar Eygló :) :)

Saturday, December 11, 2004

Hvítar skyrtur og rauðir jólaborðar......

Jæja! Í dag byrjaði það allt saman... Allir sem vinna í Hagkaup Akureyri þurfa að vera asnalegir fyrir jólin! Við þurfum öll að vera í hvítum skyrtum og með rauða jólaborða um hálsinn! Strákarnir reyndar sleppa betur en við gellurnar en þeir fá að vera með bindi!!! Sagði við Gunna yfirtölvusnilling (skiltagerðarmanninn minn) niðrí vinnu að það vantaði bara jólaseríu í hárið til að toppa lúkkið.... Hann tók sig samt vel út í lúkkinu sínu.. Ekki eru allir ánægðir með þetta.. Enda eldgömul tíska en "er búið að vera svona síðustu 30 ár eða e-ð" sagði ákveðin kona þegar henni var tjáð að þetta væri úrelt og með eindæmum hallærislegt! enda var líka brosað til mín oftar í dag en vanalega.. Og þá af vorkunn.. Held ég allavega ;) Dagurinn var brjálaður.. fólk er bara gjörsamlega að missa sig! Troðfull búð og nammibarinn hefur sitt aðdráttarafl... Seljum um 250 kg af nammi á hverjum laugardegi! Pæliði í því! Annars var ég að skemmta mér ógeðslega vel í vinnuni.. Held samt að ég sé komin í mesta jólaskapið niðrí vinnu enda var ég brjálað að reyna að fá alla í jólaskap með mér! Gekk misvel! Ég hlakka bara svo rosalega til jólanna.. Þetta er skemmtilegasti tími ársins að mínu mati.. Ég þarf reyndar að koma og vinna milli jóla og nýárs.. Það gat enginn unnið fyrir mig enda heil vika! Það er allt í lagi.. Ég fæ að heimsækja Helgu Maren og það verður án efa skemmtilegt.. Samt leitt að vera ein heima í 5 daga meðan ALLIR eru að hittast brjálað fyrir sunnan og hafa mergjað gaman og ég ein að vinna.. Nei nei ég á nú alveg vini sem ég má vonandi heimsækja eða kíkja í bíó með..... og ég get keypt mér 1944 grjónagraut og hey! ég kann á örbylgjuofninn! HEHEHEHEHE! Nei þetta verður fínt... Nema reikningurinn fyrir fluginu.. GEDT dýrt að fljúga.... Vá ég hef ekkert að segja nema e-ð um vinnunna.. how sad...... Kaupið ykkur jóladiskinn með Clay Aiken.. Er að hlusta á hann... Bestu lögin eru nr 6, 9 og 10!! Hlakka BILAÐ til að hitta ykkur um jólin... Lov U ALL :) Eygló jólastelpa ;)

Wednesday, December 08, 2004

Oj bara....

Ælupest er ekki það skemmtilegasta sem ég veit.. eiginlega eitt það ógeðslega og leiðinlegasta sem ég upplifi... Fór heim úr vinnu í dag enda búin að vera að spúa þar reglulega síðan ég kom um morguninn! En fyrir utan það ógeð er ég massa hress! Ætlaði að fara í bankann í dag og fara í greiðslumat en ég geri það bara á morgun! Ég ætla nebbla að fara að kaupa mér íbúð! Er hryllilega spennt og get varla beðið þangað til :) Kaupi bara einhverja litla sæta íbúð og geri hana mest kósý í heimi!!! Ég hef annars alveg ótrúlega lítið að segja, er að fara að föndra jólakort með Örnu á eftir.. Það er alltaf gaman, svo keypti ég mér jóladiskinn með Clay Aiken og ég mæli hiklaust með honum! Well ætla að fara að fá mér að borða... hafið það gedt gott :) Ykkar Eygló

Monday, December 06, 2004

Ég er orðin ferföld móðursystir!!!! :) :) :)

Hæ þið öll :) á föstudagsmorguninn stækkaði ég helling.. Ég varð ferföld móðursystir! Litla (bókstaflega) Katrín Tara Karlottsdóttir fæddist þá! Hún var 48 cm og 13 merkur... Lítil prinsessa.. Íris, Karlott og Petra Rut.. Brjálað mikið til hamingju með hana :) Við Arna og dætur hennar tvær brunuðum suður á föstudaginn.. Ég var svo spennt allan daginn í vinnunni að ég fékk að hætta rúmlega hálf 3 en átti að vera til 3... Gat bara ekki beðið lengur eftir að sjá nýjustu frænkuna.. Enda kíktum við strax um kvöldið þegar við vorum komnar til RVK! Pínu skondið að það koma bara stelpur frá pabba og mömmu... En ég kem þá bara með fyrsta strákinn en það verður samt löng bið í það... Hehe :) Það var endalaust gaman fyrir sunnan.. Á laugardagsmorguninn labbaði ég útí bakarí því amma og Ella Gitta og Kiddi voru væntanleg.. Þau komu í heimsókn og það var gedt gaman að hitta þau öll.. Svo fórum við í bæinn eins og góðra kvenna er siður.. ég verslaði nú lítið enda búin að kaupa allar jólagjafirnar! Keypti fullt af nammi í HK í kringlunni og fórum svo til Írisar og familíu og kíktum aftur á Katrínu Töru og mjög svo stoltu systir hennar sem hafði líka mjög gaman að því að sýna mér herbergið sitt :) :) fórum þaðan um hálf átta systurnar og ákváðum að kaupa kvöldmat á KFC.. Gerðum það og færðum pabba og mömmu og borðuðum svo þennan brjálað góða barbeque mat... M-M-M!Teddi og Kata komu svo um kvöldið og Kata kom með risa poka af förum og gaf okkur.. Margt mjög flott og sumt frekar náttfatalegt... HAHA, þið fattið sem voruð á staðnum!!! TAKK Kata :) Í hádeginu á sunnudeginum fengum við kjúkling... meiriháttar góður! Lögðum svo af stað heim um hálf fjögur! Með söknuð í hjarta.... Hehe.. Vorum komnar heim klukkan hálf tíu þrátt fyrir klukkutíma stopp á Blönduósi.. Svo bara tók við vinna og þetta var fínn dagur.. Það er reyndar geðveikt rifrildi í gangi milli verslunarstjórans og starfsmannafélagsins en það verður útkljáð á starfsmannafundi sem er í kvöld klukkan hálf 9! Hlakka geðveikt til að heyra rifrildið vegna þess að mér finnst verslunarstjórinn ekki skemmtilegur og hlakka til að heyra rökin sem hún kemur með! Ég sagði mig líka úr starfsmannafélaginu í dag! Jæja nóg af bulli! Veit ekki alveg hvort ég nái að redda fríinu milli jóla en yfirmaður minn var ekki jákvæður með það :( En við sjáum til, ekki er öll von úti enn! Ein ábending á GEÐVEIKT flott jólalag... Clay Aiken og lagið Mary did U know á disknum Merry Christmas With Love!!! Brjálað flott lag, ég söng sko H-stöfum með :) annars bara hafið það gott þangað til næst... Arna og stelpurnar eru búnar að vera með gubbupest! Ég skal EKKI verða veik!! Ykkar Eygló stolta móðursystir sem á sætustu systradætur í HEIMI!! ;)

Thursday, December 02, 2004

Ég er að fara suður!!!!! ;) ;) ;) ;) ;)

Jibbý sko! Íris er reyndar ekki búin að eiga en Arna hringdi í mig í dag og spurði mig hvort mig langaði með henni suður! (Hún þurfti að spyrja að því) !!! Ég tók mér samt tíma til að hugsa mig um því ég var orðin massa spennt fyrir jólahlaðborðinu.. Það var meira að segja búið að lækka verðið um helming!!! En mig langaði samt miklu meira að hitta mína æðislegu fjölskyldu... Ég hlakka mergjað mikið til :) Við ætlum að leggja af stað eftir vinnu hjá mér. Geggjað sniðugt því nú get ég farið með allar jólagjafirnar suður í stað þess að þurfa að vera að burðast með þær suður í flugið á Þorláksmessu! Ég og uppáhaldið mitt ætlum að fara að föndra jólakort á eftir! Það er snilld.is! Það er svoo skemmtilegt. Svo er ég að fara í klippingu á morgun og ég mun örugglega léttast um allavega kíló bara við það!! eða e-ð :) Jæja ætla að fara að pakka niður og þvo smá... Hafið það best og ég vona að ég sjái ykkur öll um helgina! Þið ykar sem lesið sem búið fyrir sunnan ;) Lov U all.. ykkar Eygló sem er þvílíkt að bíða eftir jólunum!!!!