Neh ekki alveg en það er samt ótrúlegt hvað styttist í þau :) Ég er orðin hrikalega spennt en einnig ótrúlega stressuð og kvíðin! Ekki yfir jólunum sjálfum heldur þarf ég að panta inn svo óendanlega mikið að grænmeti og allt þarf að vera til og allt brjálast ef e-ð verður ekki til þegar fólk ætlar að kaupa.... Enda á jólum verður allt að vera eins! Hefðirnar eru skemmtilegar.. Ég til dæmis elska mín jól.. Það verður ótrúlega skrýtið þegar maður hættir að vera hjá pabba og mömmu um jól.. (Þ.e.a.s ef maður finnur sér kall.. Sem er ekkert víst) :) Mmmm þegar pabbi og mamma eru að elda jólamatinn og ilmurinn af jólakjötinu fyllir húsið þá eru sko komin jól... Ji ég fæ vatn í munninn við að hugsa um matinn.. í matinn er hamborgarhryggur.. brúnaðar kartöflur og fullt með því.. Slúrp.is! Svo er besti eftirréttur í heimi á mínum jólum.. Hrísgrjónabúðingur með karamellurjóma! Á yngri árum borðaði maður bara þangað til mandlan var fundin en núna er maður farinn að njóta þess að borða þetta enda e-ð sem maður fær bara einu sinni á ári! Og mmm þetta er rosalega gott... ég elska jólin! Það fer ekki framhjá neinum í vinnunni að ég er algjört jólabarn... ég er búin að telja niður dagana fram að jólum síðan það voru 48 dagar og í dag eru það bara 8!!! JESSS þetta er bara alveg að skella á! Jæja ætla að fara að skoða föt með Örnu.. Ætla í Sjallann á laugardaginn.. Bara að prófa! Hafið það sem allra allra allra best dúllurnar mínar og við sjáumst sem fyrst.. Ykkar Eygló :) :)
Thursday, December 16, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú heldur áfram með ættareftirréttinn þegar þú ferð að halda þín eigin jól er það ekki? Hann er jú bestur :-)
Post a Comment